Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ, PÖÖTUÐAGUR 7. NÓVEMBER 1986 Þorbjöm Broddason sendir félagsmála- ráðherra kærubréf ÞORBJÖRN Broddason, vara- borgarfulltrúi Alþýðubandalags- ins og fulltrúi þess í skólamála- og fræðsluráði hefur sent félags- málaráðherra bréf þar sem hann fer fram á að ráðherra hlutist til um að „farið verði að lögum við framkvæmd fræðslumála í Reykjavík". Jafnframt lýsir hann því yfir að hann muni víkja úr sæti í báðum ráðunum þar til úrskurður ráðherra berst og að varamaður muni ekki koma í hans stað. í bréfi sínu fer Þorbjöm fram á að ráðherra úrskurði um að formað- ur fræðsluráðs, Ragnar Júlíusson, verði „knúinn til að halda fundi í fræðsluráði í samræmi við lagaá- kvæði", að skorið verði úr um rétt kennarafulltrúa til setu í skólamála- ráði og loks að skorið verði úr um rétt fræðslustjóra til setu í skóla- málaráði. Nokkrar umræður urðu um þetta mál í borgarstjórn Reykjavíkur í gærkvöldi. Össur Skarphéðinsson (Abl.) sagði hér vera um að ræða „örþrifaráð" af hálfu Þorbjöms þar sem Ijóst væri að ekkert yrði gert í þessum málum af hálfu fræðs- luráðs. Sigurjón Pjeldsted sagði fundi vera haldna í fræðsluráði og væra fundargerðir til vitnis um það. Um rétt kennarafulltrúa sagði hann að kennarar hefðu rétt á tveimur full- trúum í skólamálaráð en hefðu „þráast við að skipa þá“. Þar að auki hefðu skólastjórar og SAM- FOK hvor sinn fulltrúann. Sigurjón sagði einnig að hann teldi „furðu- legt“ ef fræðslustjóri, embættis- maður ríkisins, fengi að „sitja alla fundi þar sem verið er að ræða málefni sveitarfélagsins". Davíð Oddson, borgarstjóri, sagði að ekkert hefði verið gert til að meina Þorbimi að sinna þeim mál- um sem hann hefði verið kosinn til að gegna. Taldi hann Þorbjöm vera með „sérkennilega tilburði" í þessu máli. Það væri ekki á valdsviði fé- lagsmálaráðherra að úrskurða um þetta heldur menntamálaráðherra. Fulltrúar Alþýðuflokks, Fram- sóknarflokks og Kvennaframboðs lýstu yfir stuðningi við bréf Þor- bjöms. Sjúkrahus Keflavíkur hefur hætt öllum viðskiptum við Þvottahús Keflavíkur: Kostnaður við þvott allt að fimm sinnum hærn en a Keflavík. SJÚKRAHÚSIÐI Keflavík hefur hætt öllum viðskiptum við Þvottahús Keflavíkur vegna grunns um misferli. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morg- unblaðsins hefur þetta meinta misferli átt sér stað síðan 1983 og leikur grunur á að um veru- legar upphæðir sé að ræða. „Við eram að skoða viss gögn, þetta er viðkvæmt mál og engin ákvörðun hefur verið tekin. Við hugsum fyrst og fremst um hags- Höfðar til .fólks í öllum starfsgreinum! Akranesi muni sjúkrahússins," sagði Ólafur Bjömsson, formaður sjúkrahús- stjómar, í samtali við Morgunblað- ið. Ólafur vildi ekki tjá sig nánar um mál þetta á þessu stigi. Að undanfömu hafa farið fram athuganir á rekstri sjúkrahússins vegna mikils rekstrarkostnaðar. Gerði Guðjón Magnússon, aðstoðar- landlæknir, meðal annars álitsgerð um Sjúkrahúsið í Keflavík fyrir árið 1984. I umræddri álitsgerð kemur fram að miðað við Sjúkrahúsið á Akranesi er kostnaður hærri fyrir alla þætti rekstrarins nema fyrir rafmagn og hita. Þar kemur meðal annars fram að kostnaður við þvott er allt að fimm sinnum hærri 1 Keflavík. Allur þvottur frá Sjúkra- húsinu í Keflavík er nú fluttur til Reykjavíkur. Þess má geta að mál þetta hefur ekki verið kært til lögreglunnar í Keflavík. BB I fERTU MNN EIGINN HERRA Tvær stöðvar verða ekkert vandamál á þínu heimili með PHILIPS myndbandstæki. Þú horfir á eina stöð en tekur upp af hinni. Við erum mjög sveigjanlegir í samningum. Athugaðu það. Ef þú kaupir myndlykil að Stöð 2 Þá færðu 5% AUKAAFSLÁTT af öllum myndbandstækjum hjá okkur. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8, SÍMI 27500 — HAFNARSTRÆTI 3 SÍMI 20455 HLLT S Gardínubrautir Tjarnargölu 17, 230 Keflavík, s. 2061 Siðumúla 22, 108 Reykjavik, s. 31870 Hallveigarslig 1, 101 Reykjavik, s. 22235 Skemmuvegi 10 Kóp. s.77900 ÖRKIN/SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.