Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 44
44 HH SXtifgSYÖÍÍ V-0p&A<BÍ^3^i (C'(í \ MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986 'Jt © 1985 Universal Press Syndicate » A& 'öLLu jöfnn, þá gen eg -e-kici pa.ssc\rviyndir. " Þegar ég verð gripin sárri löngun til að eiga barn, fer ég bara á bið- stofu barnalæknanna. HÖGNI HREKKVlSI Salka gamla er alveg Laus við að vera hrörleg i útliti þrátt fyrir háan aldur. Kaupfélagshúsín hafa fengið nýtt andlit Kæri Velvakandi. Gaman hafði ég af að lesa Húsavíkurbréf Leifs Sveinssonar í Lesbók Morgunblaðsins 18. okt. 1986. Ég kannaðist við hvern mann, sem Leifur minntist á í geininni, mun hafa verið átta ára sumarið sem hann lagði hagalagðana inn í KÞ þótt ekki muni ég nú eftir að hafa rekist á þennan Reykjavíkur- dreng, sem var í sveitadvöl í Mývatnssveit. Eyfirðingar athugið Athygli Eyfirðinga, skal vakin á því, að ritstjómarskrifstofa Morgunblaðsins, Hafnarstræti 85, Akureyri, tekur við bréfum og fyrirspuraum i Velvakanda. Eitt sinn gramdist mér þó mjög í greininni, en það var myndbirting gömlu kaupfélagshúsanna (mynd frá 1982) við hlið fallegrar myndar af gömlu kirkjunni okkar blessaðri. Útlit kaupfélagshúsanna er vægast sagt hrörlegt á hundraðasta af- mælisárinu, það viðurkenni ég. En Leifur segist hafa gengið um götur staðarins á inniskónum í góðviðrinu þijá morgna í röð „fyrir skömmu". Ég á því bágt með að trúa að hann hafi ekki vitað um gagngerar end- urbætur á „Sölku" gömlu, sem lokið var við sl. sumar. Ég leyfi mér því að senda þér úrklippu úr Víkurblað- inu húsviska frá í sumar þar sem sjá mátti þetta. Vonandi heldur við- gerðin áfram á Jaðri, byggingunni vinstra megin á myndinni, sem raunar er elsta bygging KÞ. Hafa skal það sem sannara reyn- ist, ekki satt, Velvakandi. Gamall Húsvíkingur Hver tók fyrstu skóflu- stunguna að Hallgrímskirkju? Nú hefur hið stórfenglega mannvirki og guðshús allrar þjóð- arinnar, Hallgrímskirlqa, verið vígð á eftirminnilegan hátt. Ég er mikil áhugamanneskja um kirkj- una og kristnilíf yfirleitt. Það’ hefur vakið athygli mína að þegar minnst hefur verið á fyrstu skófl- ustungu að kirkjunni er ártalið og jafnvel tímasetning á hreinu, en hvergi er minnst á þann er tók þá skóflustungu. Mér þætti vænt um ef einhver af forsvarsmönnum Hallgríms- kirkju gæti frætt mig um nafn þessa einstaklings hér á síðum þínum, kæri Velvakandi. Var það kannski einhver huldu- maður eða má nafn þess aðila ekki koma fram einhverra hluta vegna? Ein áhugasöm Leitað ættingja Ég heiti Jorunn Tjösvoll og leita skyldmenna (Jordmor) Maríu Kristjánsdóttur sem fæddist 1887. Hún giftist sjómanni frá Harstad í Noregi, Hans Jakobsen og áttu þau sjö böm saman. Arið 1938 fluttu þau til Noregs eftir langa búsetu í Reykjavík og settust að í Karmöy. Langamma mín átti mörg systkini, tvíburana Kristján og Gunnar, Ól- ínu, Unni, Kristínu og fleiri. Nú langar mig mjög að komast í samband við ættingja mína á ís- landi. Vinsamlegast skrifið: Jorunn H. Tjösvoll Tjösvoll 4270 Akretramn (Akrehamn) Norge Víkverji skrifar Verslunarráð ísland hélt athygl- isverða og tímabæra ráðstefnu um stefnumörkun varðandi erlenda fjárfestingu í innlendum atvinnu- rekstri fyrr í vikunni. Erlend fjár- festing hefur löngum verið talsvert tilfínningamál hér á landi og er það varla að undra þegar þess er gætt hvereu lítið þetta samfélag okkar er. Á hinn bóginn hefur fjármagns- markaðurinn í öllum helstu við- skiptalöndum okkar í hinum vestræna heimi verið að taka mikl- um breytingum að undanförnu og því verður varla lengur hjá því kom- ist að hin pólitíska forusta í landinu fari að marka sér stefnu í því hvern- ig íslendingar geti best brugðist við þessum breyttu aðstæðum. Sigurður B. Stefánsson, hag- fræðingur, lýsti þessi breytingum ágætlega í framsöguerindi sínu á ráðstefnunni. Hann benti á að langflest ef ekki öll nágrannríki okkar hefðu tekið stór skref til að afnema höft í gjaldeyris- og §ár- magnsviðskiptum. Það er ekki lengur á valdi einstakra þjóða, ekki einu sinni stórveldanna, að fylgja annari stefnu í ríkisfjármálum og peningamálum, eða vaxta- oggeng- ismálum heldur en gert er almennt í viðskiptalöndunum, sagði Sigurð- ur. Upplýsingatækni og fjarskipti um gervihnetti hafí orðið til þess að fjármagnsmarkaður iðnríkjanna er að renna saman í eina heild þar sem viðskiptin gangi áfram allan sólarhringinn. Allir hafí sama að- gang að sömu upplýsingum á sama tíma og gegnum fjarskiptanetin geti alþjóðleg fyrirtæki í reynd haft opið allan sólarhringinn með því að færa viðskiptin úr einu tímabelti í annað, frá austurlöndum fjær til London og frá London til New York og síðan aftur frá New York til Tokýó. Allt kann þetta að hljóma heldur framandi í eyrum íslendinga, þar sem tiltölulega opinn fjármagns- markaður er nú fyrst að sjá dagsins ljós og fijáls viðskipti með verðbréf og hlutabréf eru rétt í dögun. Hins vegar verða íslendingar sem fyrst að öðlast innsýn og þekkingu á þessu alþjóðlega ijármálaumhverfi, læra að leita þangað eftir erlendu framtaksfé fremur en treysta stöð- ugt á erlent lánsfé til að velta þjóðarbúinu áfram. Ella má gera ráð fyrir að við drögumst aftur úr, lífskjörin hér verði lakari en gerist og gengur í nágrannalöndunum sem við miðum okkur helst við, og þá blasir við sú hætta að við munum missa úr landi hæfasta fólkið sem við megum síst við að vera án. Fijálslynd og víðsýn löggjöf á sviði fijárfestinga og erlends sam- starfs, sem gerir okkur íslendingum kleift að verða hluti af þessu nýja alþjóðlega fjármálaumhverfí, er því orðin með brýnustu málum sem liggur fyrir löggjafarsamkundu okkar að takast á við. XXX Starfsemi erlendra fyrirtækja hér á landi er ekki algjör ný- lunda. IBM á íslandi er t.d. að öllu leyti erlent fyrirtæki, sem er rekið hér með undanþágu frá viðskipta- ráðuneytinu og lýtur í einu og öllu íslenskum lögum og íslenskri stjóm. Það á 20 ára afmæli á næsta ári og meðal íslenskra fyrirtækja er líklega leit að betra þegni. IBM á íslandi er nú meðal þeirra fyrir- tækja sem greiðir hæstu skatta á Islandi. Það hefur nú nýverið efnt til myndalegrar hugmyndasam- keppni meðal myndlistarmanna á sviði höggmyndalistar. Það hefur einnig hleypt af stokkunum áþekkri samkeppni meðal hugbúnaðarhú- sanna, sem ætti að verða hinum unga en mikilvæga hugbúnaðariðn- aði hér á landi mikil lyftistöng og nú síðast hefur það gengist fyrir öflugasta skákmóti sem haldið hef- ur verið hér á landi og gerir hinum efnulegu skákmönnum okkar kleift að etja kappi við ýmsa sterkustu skákbræður sína í heiminum um þessar mundir. Fordæmi IBM á ís- landi sýnir svo ekki verður um villst að þátttaka erlendra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi er kærkomin búbót þegar best lætur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.