Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 18
MOftGÍÍtíéllAÐIli,/ FÖáTfoÁÓUR' 7.1 N<Mkfo&&t 'ÍðW' m Lífeyrisnefnd aðila vinnumarkaðarins: Skilar áliti í næstu viku Þjóðaratkvæði um sameiginlegan lífeyrissjóð? Tillögum vísað til nefnda Guðmundur J. Guðmundsson (Abl.-Rvk.) sagði í þingræðu í gær að átta manna lífeyrisnefnd aðila vinnumarkaðarins, sem starfað hefur langleiðina í ára- tug, myndi skila sameiginlegu nefdnaráliti i næstu viku. Hann sagði nefndina skipaða fulltrúum allra hagsmunaaðila í lífeyris- málum. Alþingi bæri að hafa niðurstöður nefndarinnar til hliðsjónar í umfjöllum um þessi efni. Guðmundur sagði þetta í umræðu um tillögu sjö þing- manna Alþýðuflokks um þjóðar- atkvæði um sameiginlegan lifeyrissjóð aUra landsmanna. Kjartan Jóhannsson (A.-Rn.) mælti fyrir tillögunni, sem felur ríkisstjórninni, verði hún sam- þykkt, „að láta við næstu kosn- ingar tíl Alþingis fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort koma eigi á fót einum sameigin- legum lífeyrissjóði fyrir alla landsmenn...“. Kjartan sagði nauðsynlegt að leiðrétta óþolandi misrétti í lífeyrismálum. Fjöldi fólks félli með öllu utan lífeyriskerfisins, eða bæri skarðan hlut frá borði. Opinberir starfsmenn njóti hins- vegar lífeyrisréttinda umfram það sem iðgjöld þeirra standi undir, samanber fjárlagafjár- veitingar. Hann sagði einn sameiginleg- an lífeyrissjóð hafa þrjá megin- kosti: 1) Hann yrði sterkur og öruggur, 2) Ahættudreifing yrði mikil, 3) Rekstarkostnaður eins sjóðs yrði verulega minni en margra sjóða. Eyjólfur Konráð Jónsson (S.- Nv) tók undir nauðsyn þess að leiðrétta misrétti í lífeyrismálum. Hann sagði hinsvegvar að Alþingi ætti að hafa þor og þrek til að setja málið í réttan farveg. Þjóðarat- kvæði væri óþarft. Fyrirfram væri vitað að mikill þjóðarmeirihluti styddi breytingu. Eyjólfiir rakti þingmál, sem sjálfstæðismenn hefðu staðið að, varðandi lífeyris- mál. Hugsanlega mætti hafa gegnumstreymiskerfi að hluta og uppsöfnunarkerfi að hluta, sem lán- aði til heilbrigðrar fjárfestingar. Guðmundur J. Guðmundsson (Abl.-Rvk.) sagði m.a. að lífeyris- nefnd aðila vinnumarkaðarins skilaði sameiginlegu nefndaráliti um þessi mál í næstu viku. Rétt væri að bíða þess, enda skipti það meginmáli ef nefnd, skipuð fulltrú- um allra hagsmunaaðila á þessu sviði, kæmist að sameiginlegri nið- urstöðu. Guðmundur H. Garðarsson (S.-Rvk.) sagði nauðsynlegt að end- urskoða lífeyriskerfíð og almanna- tryggingarkerfíð sameiginlega og í heild þegar línur væru lagðar að því marki að skapa öllum lágmarks afkomuöryggi á efri árum. Grunn- rétt yrði að byggja á báðum þessum kerfum. Hann taldi nauðsynlegt að flutningsmenn tillögunnar um þjóð- aratkvæði tækja af skarið um, hvort þeir stefndu að samræmingu lífeyr- isréttinda launþega á almennum vinnumarkaði annarsvegar og ríkis- starfsmanna hinsvegar. Karvel Pálmason (A.-Vf.) lagði áherzlu á að framlög fólks til lífeyr- issjóða væru geymd og ávöxtuð í heimabyggðum, svo sjóðimir gögn- uðust því fólki sem bezt.er greiddu iðgjöldin af hendi. Alexander Stefánsson, félags- málaráðherra, sagði lífeyrisnefnd aðila vinnumarkaðarins setja fram nokkrar hugmyndir, varðandi æski- lega framvindu. Hún tæki hinsveg- ar vart af skarið um stefnumörkun með einni tiltekinni lausn. Fleiri þingmenn tóku til máls, þó ekki verði frekar rakið. Fundur var í Sameinuðu þingi í gær. Meginmál fundarins var tillaga sjö þingmanna Alþýðu- flokks um þjóðaratkvæði um sameiginlegan lífeyrissjóð allra landsmanna. Tvær aðrar þingsá- lyktunartillögur vóru ræddar. Tillaga Páls Péturssonar (F.-Nv.) um reiðvegagerð og tillaga Steingríms J. Sigfússonar (Abl.- Ne.) um undirbúning löggjafar um auglýsingar. Nokkrum tillögum, sem umræðu var lokið um, var vísað til þing- nefnda: tillögu um frystingu kjam- orkuvopna, tillögu um bann við geimvopnum, tillögu um nýtingu heimavistarhúsnæðis í þágu aldr- aðra, tillögu um könnun á valdi í íslenzku þjóðfélagi, tillögu um þjóð- aratkvæði og tillögu um bifreiða- kaup öryrkja. Á dagskrá var kosning fimm manna í bankaráð Seðlabanka. Sú kosning fór þó ekki fram og frest- ast fram í næstu viku. Minning: Ragnhildur Sigbjörns- dóttir, Höfn, Hornafirði Fædd 10. september 1923 Dáinn 31. október 1986 Þegar frétt um skyndilegt andlát berst leitar margt á hugann. Ósjálfrátt rifja menn upp margt úr fortíðinni sem ekki kemur upp í hugarheimi manna dags daglega. Ragnhildur lést fyrir aldur fram en hún átti að baki sér merka og við- burðarríka ævi. Fyrsta minningin um hana er frá árinu 1953 þegar ég fluttist ásamt foreldrum mínum til Hafnar í Homafirði. Það var mikil spenna og óvissa í huganum þegar Herðubreið sigldi inn um Homaijarðarós snemma morguns á björtum vordegi. Óvissan um það hvemig þessi nýi heimur liti út var vissulega mikil. Þá skipta mottök- umar og hlýhugurinn sem mætir mestu og slík stund líður ekki úr minni. Eiginmaður hennar, Kjartan Ámason, héraðslæknir, sem lést 21. maí 1978, tók á móti okkur á bryggjunni og keyrði okkur heim á heimili þeirra. Þar tók Ragna á móti okkur af miklum hlýhug og að sjálfsögðu var þar dekkað veislu- borð eins og ávallt þegar hún tók á móti gestum. Það eru fleiri en ég sem eiga minningar um slíkar móttökur. Þau áttu einstaklega myndarlegt heimili þar sem sérhver hlutur og yfírbragð bar vott um hlýleika og snyrtimennsku. Heimilið bar einnig með sér virðuleika íslenskrar menningar og þjóðemis- kenndar. Allir sem komu þar fengu móttökur sem ljúft er að minnast. Kjartan heitinn Ámason gegndi erfíðu starfi í sínu læknishéraði. Því fylgdu endalaus ferðalög og oft þurftu sjúklingar að koma um lang- an veg til að finna hann. Samgöng- ur voru erfíðar og yfír mörg fljót að fara. Læknirinn og þeir sem komu til hans voru því oft hraktir og þreyttir. Þá kom í hiut Rögnu að taka á móti fólki og í samein- ingu unnu þau mikið þrekvirki heima í héraði. Sjálfsagt vildi eng- inn gefa sig í slíkt í dag, en þau voru afkomendur þeirra kynslóðar sem bjó við erfið kjör í landinu og þótti sjálfsagt að leggja hart að sér. Það var til mikils ætlast af þeim og þegar litið er til baka má með sanni segja að þau hafí unnið miklu meira starf en hægt var að ætlast til. Austur-Skaftfellingar standa í mikilli þakkarskuld við þau hjónin og þá ekki síst fjölskylda mín. Það ríkti gagnkvæm vinátta milli foreldra minna og þeirra. Þó að Kjartan sé látinn fyrir 8 árum þá er okkur enn tamt að tala um þau Rögnu saman. Það var mikið áfall fyrir hana þegar hann lést. Þau voru mjög samrýnd allt sitt líf og hans starf var hennar starf. Bömin voru farin að heiman m.a. vegna langskólanáms, eins og gangur lífsins er. Því hiaut ein- manaleikinn og tómleikinn oft að gera vart við sig. Það var henni mikils virði að starfa áfram að heilsugæslumálum en hún vann við heilsugæslustöðina á Höfn. Þangað kom það fólk sem hún hafði áður kynnst og annast í mörgum tilvik- um. Siguijóna kynntist henni þar þegar þær unnu þar saman um tíma. Hún hlaut sömu móttökumar og ég hafði fengið þegar fundum okkar fyrst bar saman. Þannig var Ragna og þvi átti hún marga vini. Bömin hennar og bamaböm voru henni mikils virði. Velgengni þeirra og frábær námsárangur veittu henni mikla gleði. Þau notuðu einn- ig hvert tækifæri sem gafst til að vera með henni og bamabömin voru henni mikill hamingjuauki. Ekkert gat þó fyllt það skarð ein- manaleika sem myndaðist við lát Kjartans. Útförin verður gerð frá Hafnar- kirkju í dag. Þar kveðja sýslubúar og aðrir vinir konu, sem hefur lifað og starfað á mesta umbreyting- artíma héraðsins. Hún hefur tekið þátt í því starfí af mikilli einlægni og var trú sínu umhverfí fram á síðasta dag. Þar vildi hún vera í sorg og gleði. Við Siguijóna sendum Bimu, Áma, Önnu, Sigbimi og öðru venslafólki okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Halldór Ásgrímsson Nú eru liðin fjörutíu ár síðan fundum okkar Ragnhildar mágkonu minnar bar fyrst saman hér í Reykjavík. Þrátt fyrir fárra ára ald- ursmun höguðu atvikin því svo að hún var um tíma kennari minn í Húsmæðrakennaraskóla Islands. Okkur skólasystmnum féll strax ákaflega vel við unga kennarann og við dáðumst að þessari fallegu, háttvísu og brosmildu stúlku sem var þá þegar orðin mikill snillingur í matargerð og kunni ekkert verk að vinna öðmvísi en vel. Ragnhildur hafði flust á ungl- ingsaldri austan af landi með foreldmm sínum og systkinum. Föðurbróðir hennar, Jón Sigurðs- son, varð skólstjóri Laugamesskóla þegar honum var komið á fót og foreldrar hennar, Sigbjöm Sigurðs- son frá Hjartarstöðum og Anna Sigurðardóttir frá Borgarfírði eystra, tókust á hendur húsvörslu og ræstingu skólans og áttu þar heimili sitt um áratuga skeið. Ragnhildur gekk í Menntaskól- ann í Reykjavík og lauk stúdents- prófí þaðan vorið 1943. Haustið 1944 hóf hún nám í Húsmæðra- kennaraskóla íslands, sem stofn- settur hafði verið tveim ámm áður, og útskrifaðist úr þeim skóla vorið 1946. Á þessum ámm lagði Kjartan bróðir minn stund_ á læknisfræði- nám í Háskóla Islands og þau Ragnhildur kynntust og felldu hugi saman. Það var glaður hópur sem hittist í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll eitt kvöld í sumarbyijun 1948 til að kasta af sér prófaklafan- um. Þar lyftu glösum með góðum vinum læknarnir Alma Thoraren- sen, Hulda Sveinsson, Kristjana Helgadóttir, Borgþór Gunnarsson, Hjalti Þórarinsson og Kjartan. Síðan lá leiðin austur í átthag- ana. Á heimili foreldra okkar á Vopnafirði gaf sr. Jakob Einarsson á Hofí þau Ragnhildi og Kjartan saman í hjónaband hinn 30. júní. Varð hin unga tengdadóttir þegar hvers manns hugljúfí í okkar stóm fjölskyldu. Ungu hjónin áttu heima um skamman tíma á Akureyri og í Reykjavík en árið 1950 mátti segja að örlög þeirra réðust. Þá tók Kjart- an við héraðslæknisembætti á Höfn í Hornafirði og þar áttu þau heima óslitið upp frá því. Kjartans beið erfítt og annasamt starf í víðlendu og ógreiðfæm héraði og álagið var mikið á eiginkonu hans og heimili. Ekki mun Ragnhildur alltaf hafa orðið svefnsamt um nætur þegar hún vissi eiginmann sinn vera að bijótast áfram yfír beljandi jökulár eða fönnum þakta fjallvegi. En Kjartan var ókvalráður og þolinn ferðamaður og ekki urðu jökulvötn- in honum að aldurtila — nema ef til vill óbeinlínis. Heimili þeirra hjónanna var fag- urt og rausnarlegt enda átti hús- freyjan fáa sína líka í heimilishaldi. Gestagangur var mikill bæði af venslamönnum og vandalausum á ýmsum árstímum og öllum fagnað með vinsemd og veislukosti. Þeim Ragnhildi og Kjartani fæddust fjögur mannvænleg böm, Birna, Ámi, Anna og Sigbjörn, sem öll eru hin farsælustu í námi og starfí og þijú hin eldri farin að ala upp nýja kynslóð. Þegar bömin fóru að dveljast langdvölum fjarri heimilinu gerðist Ragnhildur læknaritari við heilsu- gæslustöðina í Höfn. Undi hún því starfi ágætlega og ávann sér hylli samstarfsfólks síns. En „fögnuður vor skal fyrstur enda taka“, segir í undurfögru Broti sveitunga míns og vinar, Þorsteins Valdimarssonar skálds frá Teigi. Vorið 1978 varð Kjartan bráð- kvaddur úti í Skotlandi þar sem þau hjónin voru þá stödd í leyfí ásamt nokkrum vinum sínum. Hann varð mörgum harmdauði og Ragnhildi varð fráfall hans óbærilega sárt. Árin liðu og vinir og ættmenni báðu og vonuðu að tíminn, sá mikli lækn- ir, megnaði að stilla þessa kvöl. En gleði þessarar góðu konu var slokknuð og varð ekki vakin á ný. Engin læknisráð komu að haldi og að lokum þurfti þeirra ekki lengur við því að eins og Edith Södergran segir: Smártan ger oss allt vad við behöva - hon ger oss nycklema till dödens rike. Megi Ragnhildur hvíla þar í friði. Sigrún Árnadóttir Dáin horfin! — Harmafregn! Það er með trega að við minn- umst ástkærrar vinkonu og skóla- systur, Rögnu, sem lést 31. október að heimili sínu á Höfn í Horna- firði. Við vissum að hún gekk ekki heil til skógar, en við vonuðum að henni auðnaðist lengra líf. Ragnhildur Sigbjörnsdóttir var fædd 10. september 1923 á Hjartar- stöðum, Eiðaþinghá, næst yngst barna Onnu Sigurðardóttur og Sig- bjarnar Sigurðssonar bónda þar. Hún fluttist með foreldrum sínum til Reykjavíkur vorið 1936. Þar ólst hún upp á traustu heimili góðra foreldra, sem innrættu bömum sínum trúmennsku og manngildi. Ragnhildur var vel gefín og fékk að njóta námsgáfna sinna. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. 1943 og lauk prófí frá Húsmæðrakennaraskóla íslands 1946. Rögnu okkar, eins og við nefnd- um hana í okkar hópi, fylgdi ferskur blær í skóla. Hún var broshýr, hlát- urmild, ætíð hrókur alls fagnaðar, söngvin, ljóðelsk og engin var létt- ari í dansinum. Ragna var vinur vina sinna, hlý og einlæg í viðmóti, svo öllum leið vel í návist hennar. Hún var nokkuð fámál og orðvör í hvívetna, lastaði sjaldan nokkurn mann en vildi draga það jákvæða fram í dagsljósið. Ragna nýtti lítið nám sitt í starfi utan heimilis síns. Kenndi 2 vetur við Laugamesskóla heimilisfræði og auk þess matreiðslu, sem hún var snillingur í, við HKÍ einn vetur. Árið 1948 giftist Ragna Kjartani Ámasyni sem lengstum var héraðs- læknir við góðan orðstír á Höfn í Hornafírði. Böm þeirra eru: Bima, heimilisfræðikennari, gift

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.