Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986 30 Strax var tekið til við tunnurnar í Grindavík Morgunbiaðia/Kr.Ben. Grindavík: Fögnuður hjá söltunarfólki með samninginn Verkalýðsfélag Húsavíkur 75 ára: Hátíðardagskrá á sunnudaginn Afgreiðsla frá Alþýðubankanum opnað í dag Gnndavik MIKILL fögnuður braust út hjá starfsfólki söltunarstöðvanna í Grindavík á miðvikudaginn, þeg- ar fréttin kom um sölu á 200 þús. tunnum til Rússlands. Þetta þýðir óneitanlega meiri vinnu og vonandi góðar tekjur. Dauflegt hefur verið hér í allt haust eins og áður hefur komið fram í fréttum. Að vísu glæddist heldur þegar bátamir fóru að streyma að með sfld undanfamar tvær vikur og hægt var að flaka fyrir Svlþjóðarmarkað. Þessi sam- ningur kemur á réttu augnabliki því nú er flökun að ljúka og enn hefur ekki verið samið við Þjóð- veija um súrsfldarflök. Strax og fréttin kom urðu allar sfmalínur til Sfldarútvegsnefndar rauð-glóandi því verkstjórar vildu fá staðfestingu á að fréttin væri rétt og eins hvað hægt væri að fá margar tunnur og hvemig standa skyldi að söltun. Fljótlega upp úr fjögur á mið- vikudag voru tvær stöðvar famar að keyra tunnum úr tunnugeymslu Síladarútvegsnefndar hér á staðn- um og gilti skömmtun, 1.500 tunnur á hveija stöð til að byija með. í Þorbimi var léttara yfir mannskapnum eftir að fréttin barst og byijað að undirbúa söltun. Gjög- ur var byijað að keyra tunnur en Hóp og Hópsnes ætluðu að nota daginn eftir, enda nægur tíminn þar sem þeirra bátar voru nýfamir á miðin. Veður er slæmt á miðunum en þó gæti orðið veiði inni á fjörðun- um. Lítið má því útaf bera hjá Grindavíkurbátum sem þurfa að fara langa leið af miðunum, svo að síldin verði nægilega góð í söltun- ina. Kr.Ben. VERKALÝÐSFÉLAG Húsavíkur er 75 ára á þessu ári og er einna helst hallast að því að afmælis- dagurinn hafi verið 11. apríl sl. En þar sem fyrsta fimdargerðar- bókin hefur glatast, er afmælis- dagurinn á reiki. Haldið verður upp á tímamótin í félagsheimili þeirra Húsvíkinga á sunnudag- inn, 9. nóvember, og eru allir félagsmenn velkomnir þangað ásamt vinum og vandamönnum. Formaður félagsins hefur verið Helgi Bjamason síðan árið 1978, en fyrsti formaður þess var Bene- dikt Snædal. Hátíðardagskráin í félagsheimilinu hefst kl. 14.00 með ávarpi formannsins og því næst flytur Ásmundur Stefánsson, for- seti Alþýðusambands íslands, ávarp. Þá flytja einnig ávörp Guð- mundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands íslands, og Þóra Hjaltadóttir, formaður AI- þýðusambands norðurlands. Katrín Sigurðardóttir syngur einsöng og félagar úr Leikfélagi Húsavíkur flytja skemmtidagskrá úr sögu Verkalýðsfélagsins. Afgreiðsla Alþýðubankans verð- ur opnuð kl. 10.00 í dag og verður hún til húsa í félagsheimilinu. Af- greiðslan verður framvegis opin á virkum dögum frá kl. 10.00 til 12.00 og kl. 13.00 til 16.00. Kári Kárason verður afgreiðslustjóri og starfsmaður verður Rut Snædal Jónsdóttir. Alþýðubankinn er með tvö útibú í Reykjavík, eitt á Akur- eyri og annað á Akranesi. Auk afgreiðslu á Húsavík er verið að opna þessa dagana útibú á Blöndu- ósi og fyrirhugað er að opna afgreiðslu á Egilsstöðum. Að sögn Kára, er hugmyndin að stofnun útibús Alþýðubankans á Húsavík orðin nokkuð gömul, en ekki var farið að ræða málið af alvöru fyrr en á haustdögum. „Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna óskaði fyrst eftir því að þessi möguleiki yrði kannaður. Bankinn tók málaleitan- inni mjög vel og varð úr að menn undu sér í málið." Þau félög, sem aðild eiga að fulltrúaráðinu eru auk Verkalýðsfélagsins, Bygginga- mannafélagið Árvakur, Verslunar- mannafélag Húsavíkur og Sveinafélag Jámiðnaðarmanna. Öll þessi félög hafa sameiginlegt skrif- stofuhald í Félagsheimili Húsavík- ur, en í því á Verkalýðsfélag Húsvíkur hlut ásamt Húsavíkur- kaupstað og ýmsum félagasamtök- um bænum. Hamingju- dunkarnir í kærleiks- gildrunni Bók eftir Pálma •• Orn Guðmundsson ÚT ER komin bókin Hamingju- dunkarnir i __ kærleiksgildrunni eftir Pálma Öm Guðmundsson. Bókin er „vísindaskáldsaga og bamaævintýri" eins og segir á titilsíðu bókarinnar. Aðrar bækur eftir sama höfund eru: Á öðru plani úr höndum blóma, Veruleikasprenging í leikhúsinu og Tunglspá. Hann hefur einnig þýtt nokkur ljóð úr ensku. Hjálmar Þorsteinsson Kaupmannahöfn: Haustlitir Hjálmars Þorsteinsson- ar í Jónshúsi Jónshúsi. NÚ STENDUR yfir hér í félags- heimilinu sýning Hjálmars Þorsteinssonar listmálara og mun hún standa til 21. nóvember. Hjálmar hefur verið búsettur í Danmörku sl. 5 ár og er nú nýkom- inn að heiman eftir stutta haust- dvöl. Má sjá afrakstur þeirrar dvalar í vatnslitamyndum lista- mannsins á sýningunni, en hann nefnir þær: íslenzkir haustlitir, til- brigði um stef. Og Hjálmar hefur sannarlega lifað fagurt haustveður heima, kyrrð og friður ríkir á mynd- unum og litadýrðin er mild. Nokkur olíumálverk eru líka á sýningunni, en þau hafa verið aðalverkefni list- málarans hingað til, og eru þau einnig máluð á þessu ári. í nóvember opnar Hjálmar Þor- steinsson málverkasýningu á veit- ingahúsinu Kaptajn Morgan á Dragör, en þar á Drageyri er Hjálm- ar búsettur. Þetta er nýjung í veitingahúsinu, en eigandinn hefur boðið listamanninum að sýna verk sín þar eins og tíðkast víða á slíkum stöðum í Kaupmannahöfn, þar sem þekktir og lítt þekktir listamenn sýna verk sín. G.L.Ásg. atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Sendistarf Unglingur óskast til sendistarfa 2-3 klst á dag. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 11. þ.m. merktar: „Sendistarf — 1964". | | HAGVIRKI HF % SfMI 53999 Trésmiðir eða trésmiðaflokkar óskast til starfa nú þegar. Upplýsingar veittar í síma 53999. Afgreiðslustarf Óskum eftir að ráða nú þegar reglusaman starfskraft til afgreiðslustarfa í bílavarahluta- verslun okkar. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá símaverði. Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á Heilsugæslustöð Þorláks- hafnar strax á næsta ári. Upplýsingar veitir hjúkrunarfræðingur á staðnum í síma 99-3838 og 99-3872. [h hekla hf Laugavegi 170-172. Sími 695500. Sýningafólk Fólk óskast til sýningastarfa í hópum (Pan). Góðar tekjur. Upplýsingar í síma 621625 milli kl. 10-12 í dag og á morgun. Heimilisaðstoð Stúlka óskast á heimili í Vesturbæ til að gæta 4ra mánaða barns og vinna létt heimil- isstörf. Vinnutími frá kl. 13.00-17.00 fimm daga í viku. Laun samkvæmt samkomulagi. Umsóknir skilist á auglýsingadeild Mbl. merktar: „Aðstoð — 550“ fyrir 12. nóv. Sölustörf fyrir húsmæður og f leiri Traust útgáfufyrirtæki í Reykjavík óskar eftir konum í Reykjavík og um land allt til þess að selja og kynna sérprentaða glæsilega bók með mataruppskriftum í heimahúsum og í fyrirtækjum frá 15. nóv. og til jóla. Lifandi starf og góðir tekjumöguleikar fyrir duglegt og útsjónarsamt fólk. Sölufólki verð- ur greitt visst fyrir eintakið og getur því hagrætt vinnutíma sínum að vild jafnt daga, kvöld sem helgar. Þeir sem hafa áhuga á frekari upplýsingum vinsamlega leggið inn á auglýsingadeiid Mbl. upplýsingar um nafn, heimilisfang og símanúmer merktar: „Uppgrip — 1965“ fyrir 14. nóv. Fóstrur athugið Við leitum að fóstru fyrir leikskólann Barnabæ á Blönduósi. Fóstran þarf að leysa forstöðukonu af um að minnsta kosti 3ja mánaða skeið frá 1. desember nk. Barnabær er nýlegur leikskóli, vel búinn með 10 dag- heimilispláss og 60 leikskólapláss. Hafið samband við forstöðukonu í síma 95- 4530 eða undirritaðan í síma 95-4181 fyrir 15. nóvember nk. Sveitarstjóri. Lögfræðingur óskast Opinber stofnun óskar eftir að ráða lög- fræðing til almennra lögfræðistarfa (inn- heimtur, samningagerðir o.fl.). Umsóknum sé skilað til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „Lögfræðingur — 1880“ fyrir lokun mánudagsins 10. þm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.