Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986 mk .*.* ’•.*.*•"• •.**• •,*.*•• •.*•*•• *.*•'• •.*.*•*• ájráijwijjái ájáM)piijajwM mmMg® Carina II er bíll sem býður upp á meira en glæsilegt útlit, þægindi og langa endingu. Hann hefur góða aksturseiginleika, enda framhjóla- drifinn, kraftmikill og rennilegur með mjúkum ávölum línum sem draga úr loftmótstöðu. Carina II er bíll sem uppfyllir ströngustu kröfur hvers og eins um fullkomna tækni, mikil þægindi og vandaðan frágang. TOYOTA Framsókn í Reykj avík: Þrír berjast um efsta sætið FRABOÐSFRESTUR vegna prófkjörs framsóknarmanna í Reykjavík, sem fram fer 29. og 30. þessa mánaðar, rann út á miðnætti í fyrrakvöld. Þeir Har- aldur Ólafsson alþingismaður, Finnur Ingólfsson aðstoðarmað- ur sjávarútvegsráðherra og Guðmundur G. Þórarinsson, fyrrum alþingismaður hafa ailir tilkynnt framboð sitt og að þeir stefni að fyrsta sæti listans. Auk þeirra hafa tilkynnt framboð sitt þau Valdimar K. Jónsson, Sigríður Hjartar, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Finnbogi Marínós- son, Þór Jakobsson og Helgi S. Guðmundsson. Þátt í prófkjörinu geta tekið flokksbundnir framsóknarmenn, svo og aðrir þeir sem sækja um að fá að taka þátt í prófkjörinu eigi síðar en 19. nóvember, samkvæmt upplýsingum flokksskrifstofu Framsóknarflokksins. “Pro: Eitt stykki háskóli“ eftirBjörn Þ. Guðmundsson Einu sinni var verið að skegg- ræða menntun alþingismanna og stefndi í óefni um einn þegar heyrð- ist hljóð úr horni: „Hann hefur þó altént meiraprófið.“ Hver veit nema hann hafi til þess notið kennslu á háskólastigi. Ég segi þessa sögu vegna þess að á dögunum spurði ég Halldór Blöndal, alþingismann, þessarar spumingar: „Hvað er kennsla á háskólastigi?" Hann skrifar mér grein í Morgunblaðið á laugardag- inn en svarar samt ekki spurning- unni. Lái honum hver sem vill, ekki geri ég það: Svarið er nefnilega ekki til. Þess vegna átti ég allt eins von á því að Halldór hringdi og segði mér það í símann. En sem betur fer gerði hann það ekki því að þá lægi nú ekki fyrir skrifleg yfirlýsing hans um það að hann hyggst beita sér fyrir því að settur verði á laggimar háskóli á Akur- eyri sem sýnir mér og öðrum að hann skilur hvers konar grundvall- aratriði fólst í spumingu minni — og mæli hann nú manna heilastur. Loksins segir hann næstum því það, sem laukrétt er, að stofnanirn- ar, skólarnir, geta verið á háskóla- stigi, tækniháskólar, kennarahá- skólar o.s.frv. Þar fara fram háskólarannsóknir, stundað er há- skólanám og háskólakennsla látin í té. Og láti nú guð á gott vita. En vonandi fýrirgefst mér samt að minnast á það, að vestur á Mel- um í Reykjavík er ennþá vistfast óskilgetið barn sem kom undir fyrir fyrra stríð. Allt frá þeim getnaði hefur gengið erfiðlega að fá ein- hvern til þess að gangast við faðeminu og því hafa meðlags- skuldir hrannast upp. Þetta bless- aða barn, óskabam þjóðarinnar, Háskóli íslands, dregur þess vegna enn fram lífið með því að selja happ- drættismiða, orðið sjötíu og fímm ára gamalt. En nú er fyrirmyndar- faðirinn fundinn með ijársjóð í hendi og einfalda lausn á fátæktar- málunum: Hann ætlar bara að barna aftur. Einu sinni var svona reikningur sendur suður frá Akureyri: „An: Eitt stykki flugturn“. En nú kemur væntanlega nóta að norðan sem mark er takandi á: „Pro: „Eitt stykki háskóli." Einar Már Guðmundsson Skáldsaga eftir Einar Má Guðmundsson EFTIRMÁLI regndropanna heitir skáldsaga eftir Einar Má Guð- mundsson sem komin er út hjá Almenna bókafélaginu. Þetta er þriðja skáldsaga Einars Más. í frétt frá AB segir m.a.: „And- stætt fyrri skáldsögum höfundar eru börn og unglingar ekki lengur burðarás sögunnar í þessari bók, heldur er það fullorðið fólk sem er leiksoppar margs konar örlaga. Þar er meðal annars sagt frá Daníel presti, Sigríði konu hans, sagna- glöðum söðlasmiði og Anton rakara. í Eftirmála regndropanna er fléttað saman nútíð og fortíð. í við- bót við nútímann er efni sótt í þjóðlegan arf, álfa- og draugasög- ur. Frá öllu er sagt með hinni hljóðlátu kímni Einars Más. Fyrri verkum Einars Más hefur vegnað vel erlendis. Báðar fyrri skáldsögur hans hafa verið þýddar á Norðurlandamál.og verið vel tek- ið. Um þessar mundir koma verk eftir hann út á fjórum tungumálum. Eins og segir á bókarkápu: „Hann er e.t.v. íslenskastur okkar ungu höfunda en þær íslensku aðstæður sem hann lýsir fá ævinlega almenna skírskotun. Snerta alla heims- byggðina.““ Eftirmáli regndropanna er 235 bls. að stærð prentuð í Prentsmiðju Áma Valdemarssonar hf. en bók- band annaðist Bókbandsstofan Örkin. Björn Þ. Guðmundsson Og þá vildu víst allir Lilju kveðið hafa — eða hvað? Höfundur erprófessor við laga- deild Háskóla íslands. ÍHróðleikur og A. skemmtun fyrirháa semlága! GLÆSILEG, STÍLHREIN OG ÞÆGILEG CARINAII

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.