Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 21
í . c$cr tftfiyi?v . r /i )A - V íT'^cv ,‘í iíí s?ufyjfotfí MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986 KOSNINGARNAR I BANDARIKJUNUM AP/Símamynd Robert Byrd, öldungardeildarþingmaður frá Vestur-Virginíu, og Robert Dole, öldungadeildarþingmaður frá Kansas, ræddu við blaðamenn í gær áður en þeir svöruðu spurningum sjónvarps- áhorfenda. Byrd og Wnght lik- legir deildarforsetar Washington, AP. NÝIR forsetar öidunga- og fulltrúardeildar Bandaríkjaþings verða ekki kjörnir fyrr en i janúar, en tveir þingmenn hafa þegar gert tilkall til starfans. Jim Wright er talinn vel að embætti forseta full- trúadeildarinnar kominn og þess forseti öldungadeildarinnar. Meirihluti demókrata í fulltrúa- deildinni var aldrei í hættu enda bættu þeir við sig nokkrum sætum. Ólíklegt er að til átaka komi þegar Wright tekur við af Thomas P. O’Neill, sem lætur af störfum for- seta deildarinnar. Byrd mun aftur á móti taka við gerbreyttri öldungadeild. Demó- kratar náðu meirihluta í deildinni í kosningunum á mánudag og sagði Byrd á miðvikudag að búist mætti við miklum breytingum á stefnu og í starfsmannahaldi. Wright og Byrd eru jafn ólíkir og fráfarandi deildarforsetar, O’Neill og Robert Dole. O’Neill er frá Bost- on og tyggur á vindlum sínum meðan hann gerir samninga í bakherbergj- um, en Dole er orðhvass og baráttu- glaður. Wright komst fyrst á þing 1954. Hann er félagslyndur eins og O’Neill, en gefinn fyrir orðskrúð í ræðum og augu sjónvarpsvélanna. Wright er íhaldssamari en O’Neill, en hann er vænst að Robert C. Byrd verði hefur ætíð fylgt forseta fulltrúa- deildarinnar að málum og á það þátt í þvi að O’Neill styður hann sem arftaka sinn. Byrd var fyrst kjörinn á þing 1958. Hann er hógværari en bæði Wright og Dole og hann er greini- lega ekki í essinu sínu fyrir framan sjónvarpsvélar. Búist er við að Dole taki nú við af Wright sem leiðtogi minnihlutans í öldungadeildinni: „Eg vildi fremur vera leiðtogi meirihlutans, en hinn starfínn gefur manni fijálsari hend- ur hvað öll smáatriði varðar," sagði Dole. Dole mun einnig hafa fijálsari hendur til að sækjast eftir útnefn- ingu sem forsetaefni repúblikana fyrir kosningamar 1988. „Það á í raun fremur við um demókrata en okkur á sfðasta þingi að þeir hafi starfhæfan meirihluta. Nú verður forsetinn að koma til þingsins," sagði Dole. Kosningarnar ósigur fyrir Ronald Reagan New York, AP. í UMFJÖLLUN fjölmiðla utan Bandaríkjanna var því yfirleitt haldið fram að ávinningur demókrata í kosningunum á mánudag væri áfall fyrir Ronald Reagan Bandaríkjaforseta. Var jafnvel látið að þvi liggja að hann þyrfti að beijast fyrir ýmsum helstu áætlunum sínum heima fyrir og væri geimvamaráætlunin þar með talin. Dagblöð í ýmsum löndum sögðu að hagsmunum þeirra væri stefnt í hættu vegna úrslita kosninganna. Demókratar náðu meirihluta í öld- ungadeildinni í kosningunum og styrktu meirihluta sinn í fulltrúa- deildinnni. Fréttaskýrandi sovésku frétta- stofunnar Novosti sagði að úrslit kosningamar bæru með sér að tíma- bil Reagans væri að renna sitt skeið á enda. Hann sagði að repúblikanar hefðu ekki efnt loforð sín um að efla efnahag Bandaríkjanna og auka velmegun. Þetta ásamt niðurskurði í félagsmálum og „neikvæðs við- horfs" til utanríkismála hefði vegið þungt á metunum í kosningunum. í Parísarblaðinu Le Monde sagði í leiðara á forsíðu: „Persónutöfrar Reagans hrifu ekki að þessu sinni. Vinsælasta forseta Bandarikjanna um langt skeið tókst ekki að gera kraftaverkið, sem flokkurinn bjóst við af honum.“ í blaðinu sagði að demókratar myndu líkast til nota meirihluta sinn í báðum deildum þingsins til að spyma fótum við geimvamaráætlun Reagans. „Draumur Reagans um útrýmingu kjamorkuvopna og geim- vamir hefur fjarlægst." f japönskum dagblöðum sagði að sigur demókrata myndi leiða til auk- innar vemdarhyggju af hálfu Bandaríkjamanna. .ialdið var fram að reynt yrði að þvinga Japana til að opna markaði sína. f helsta tímariti Japana um efna- hagsmál, Nihon Keizai Shimbun, sagði: „Demókratar hafa oft og tíðum sakað stjóm Reagans um stefnuleysi í viðskiptamálum þegar mikill viðskiptahalli við Japan hefur blasað við. Það er augljóst að nú siglir í kjölfarið aukin gagnrýni á Japana." Minnsta kjörsókn síðan 1942 Washington, AP. FYRSTU tölur í kosningunum i Bandaríkjunum á mánudag gáfu til kynna að aðeins 37,3% kjör- gengra Bandaríkjamanna hefðu neytt réttar síns til að greiða atkvæði. Þetta er minnsta kosn- ingaþátttaka í 44 ár, að þvi er Curtis Gans, yfirmaður sjálf- stæðrar nefndar, sem rannsakar þátttöku i kosningum i Banda- rikjunum. Samkvæmt fyrstu tölum greiddu 66,24 milljónir manna atkvæði í kosningunum, en rúmlega 112 milljónir manna, sem orðnir em átján ára og hafa atkvæðisrétt sátu heima, segir Gans. Gans kvaðst hafa tekið eftir því að kjörsókn hefði verið minni en 1978. Þá greiddu 37,7% kjósenda atkvæði. Þátttakan hefði verið svip- uð og í heimsstyijöldinni síðari. I kosningunum 1942 hefðu t.d. rétt rúmlega 30% kjósenda greitt at- kvæði. TISJÍUSYNJNG I DAG I Kjörgarði, Laugavegi 59 Kl.17,2.HÆÐ Kaffistofan Lóuhreiður AMADEUS ÖLL ALMENN HÁRSNYRTING Pandóra %Zlltima hf. PIK#LÁ hárgreiðslustofa Storkurinn boutique m.rnan<2a Góður afsláttur af öllum húsgögnum í versluninni. ALLT AÐ 45% VERÐLÆKKUN VEGNA BREYTINGA Við færum okkur bráðlega um set í nýtt og endurbætt húsnæði og bjóðum þess vegna húsgögn á einstæðu tilboðsverði í nokkra daga. Til að létta okkur flutningana, opnum við húsgagnaútsölu í dag í núverandi húsakynnum verslunarinnar. Útsalan stendur aðeins í nokkra daga eða á meðan birgðir endast. Eftir breytingarnar hefjum við framleiðslu á þessum sömu vörutegundum á ný, en þá verða þær aftur á fullu verði. Á útsölunni býður Viðja sömu góðu greiðslu- kjörin: 20% útborgun og mánaðarlegar afborgan- ir til allt að 12 mánaða. Það líður brátt að hátíðum og þá vilja margir hressa upp á húsbúnaðinn með einhverju nýju. Notið tækifærið og látið heimilið ekki fara í jólaköttinn, - fáið falleg húsgögn á mikið niðursettu verði. Trésmiöjan viðja Smiðjuvegi 2 Kópavogi sími 44444 þar sem góðu kaupin gerast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.