Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986 Olafía Jochums- dóttir - Minning Fædd 18. september 1912 Dáinn 29. október 1986 Mig langar með örfáum orðum að minnast vinkonu minnar, Ólafíu Jochumsdóttur, eða Lóu eins og hún var jafnan kölluð. Við Lóa kynnt- umst fyrir rúmum tveimur árum þegar ég fluttist ásamt fjölskyldu minni í húsið á Melhaga 13 þar sem hún hafði búið í 10 ár. Þótt rúm- iega 40 ár skildu okkur að tókst fljótlega með okkur náin og kær vinátta. Við áttum sameiginleg áhugamál og umtalsefni, ekki síst blómarækt. Lóa var mikil áhuga- manneskja og fús að miðla af þekkingu sinni. Það voru ófáar plöntumar sem hún kom á legg og færði okkur síðan á efri hæðinni. Lóa hafði sannarlega græna fingur og í kringum hana óx allt og dafn- aði. Allan þann tíma sem við þekktumst barðist hún við erfiðan sjúkdóm. Baráttan við sjúkdóminn dró aldrei úr henni viljann að græða upp. Hún gladdist alltaf yfír jurt sem óx af græðlingi og blómstraði fagurlega. Á svölunum hennar Lóu sem voru opnar fyrir hvassri suðvestan- áttinni blómstruðu anemónur, lóbelíur, rósir, begóníur og stjúpur. Rétt eins og við sáum jurtimar sýna sitt fegursta og besta við erfið skil- yrði kynntumst við hjartalagi Lóu og styrk í baráttunni við sjúkdóm- inn. Það vakti aðdáun og furðu hversu ósérhlífin og dugleg hún gat verið á erfiðum stundum. Þótt Lóa hafi sjálf verið bamlaus bar öll hennar umgengni við þriggja ára gamla vinkonu sína á efri hæð- inni vott um næman skilning á bömum og umhyggju. Henni var lagið að rækta ýmislegt fleira en plöntumar. Við sem horfum nú á eftir kærri vinkonu eigum erfitt með að sætta okkur við skarðið sem hún skilur eftir sig. Hildur litla á erfitt með að hugsa sér fjögurra ára afmælis- veislu eftir nokkra daga án vinkonu sinnar. Ég og fjölskylda mín vottum ættingjum Lóu samúð. Kristín Ingólfsdóttir í dag verður til moldar borin frænka mín Ólafía Jochumsdóttir, eða Lóa, eins og ættingjar og vinir kölluðu hana. Lóa lést 30. okt. sl. eftir að hafa átt við veikindi að stríða síðustu 2—3 árin. Lóa ól allan sinn aldur í Reykjavík. Hún fæddist 17. sept 1912, dóttir hjónanna Diljár Tómas- dóttur frá Esjubergi á Kjalamesi og Jochums Þórðarsonar frá Móum á Kjalamesi. Var hún ein af 8 böm- um þeirra hjóna, hin vom: Matthías, Tómas, Þóra eldri sem lést mjög ung, Asta, Karítas, Magnús og Þóra yngri. Þau sem eftir lifa og fylgja systur sinni til grafar í dag eru Matthías, Ásta og Magnús. Lóa hefur verið u.þ.b. tveggja ára þegar faðir hennar lést, en hann var sjómaður og drukknaði, þá var yngsta bamið ekki fætt. Það þarf ekki að íjölyrða um hvemig það hefur verið fyrir móður í þá daga að standa ein uppi með 7 böm, enda fór svo að amma varð að koma bömum sínum í fóstur, sum fóru til vandalausra, önnur til skyld- menna. Lóa fór til móðurskyldfólks síns, þeirra Guðbjargar Jónsdóttur og Guðjóns Þórólfssonar og ólst hún upp ásamt bömum þeirra, þeim Jóni, Þorbimi og Guðrúnu, sem þá buggu við Lindargötuna. Eg held að Lóa hafí átt góða æsku því hún mat uppeldisforeldra sína mjög mikils, eins var hún mjög tengd uppeldissystkinum sínum sem vom mun eldri en hún. Lóa starfaði við verslunarstörf fram til þess að hún giftist. Þann 18. sept. 1942 gekk Lóa að eiga mann sinn, Sigvalda Stef- ánsson frá Kleifum í Gilsfirði, hann lést í mars 1973. Sigvaldi var mik- ill ágætismaður, bæði stilltur og dagfarsprúður, og var sambúð þeirra hjóna mjög góð. Enda þótt þeim hjónum yrði ekki bama auðið sóttu systkinaböm þeirra mjög til þeirra, þá hafði Lóa gjaman á orði að bömin væru að heimsækja Sig- valda en ekki sig, því Sigvaldi væri bamagælan á heimilinu. Heimili Lóu og Sigvalda var lengst af á Hagamel 6, þar bjuggu þau i hartnær þijátíu ár ásamt uppeldissystkinum Lóu. Þar var gott að koma; húsráðendur virtust laða að sér fólk, enda var gesta- 305----308 Peugeot 205. „Besti bíll í heimi" Peugeot 205 hefur verið valinn „besti bíll í heimi’ annað árið í röð at hinu virta þýska bítablaði „Auto Motor und Sport". Peugeot 205 sameinar aksturseiginleika, þœgindi, öryggi og sparneytni betur en nokkur annar bíll í sínum verðflokki að mati kröfuharðra Þjóðverja. Peugeot205 erframdrifinn, fjöðrun í sérflokki, kraftmikill og hljóðlátur. Komið, reynsluakið og sannfœrist. Verð frá 297.000,- Peugeot 309. Nýr bíll frá Peugeot Við bjóðum velkominn til íslands nýjan glœsilegan fulltrúa frá Peugeot, Peugeot 309. Miklar rannsóknir og reynsla af Peugeot 205, hárnákvœm vinnubrögð, því hann er að mestu settur saman af vélmennum, tTyggja hátœknileg gœði. Peugeot 309 er 5 dyra framhjóladrifinn og með fjöðrun í Peugeot gœðaflokki. Það ásamt eyðslu- grönnum vélum og lágri bilanatíðni gera 309 að bíl fyrir íslenskar aðstœður. Verð frá 376.000 -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.