Morgunblaðið - 11.12.1986, Page 1

Morgunblaðið - 11.12.1986, Page 1
96 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 280. tbl. 72. árg. _______________________________FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Mannréttindadagur SÞ í Sovétríkjunum; Sakharov sagð- ur glæpamaður Fimm andófsmenn handteknir Moskvu, AP, Beuter. HÁTTSETTUR sovéskur embætt- ismaður sagði i gær að andófs- maðurinn þekkti Andrei Sakharov væri „glæpamaður" og því væri á allan hátt réttlætanlegt að útiloka hann frá mannlegu samfélagi. Óeinkennisklæddir lögreglumenn handtóku fjóra Sovétborgara i Moskvu í gær. Fólkið hafði kornið saman til að mótmæla mannrétt- indabrotum stjórnvalda þar eystra í tilefni mannréttindadags Sam- einuðu þjóðanna. Vladimir Pimenov, sem undanfar- in þijú ár hefur barist fyrir því að fá leyfí stjómvalda til að flytjast til Metupp- hæð fyrir Rembrandt London, AP. MÁLVERK eftir hollenska máiarann Rembrandt var slegið óþekktum kaupanda í London í gær fyrir 7,26 millj- ónir punda (um 400 millj. isl.). Verkið nefnist „Stúlka íklædd gylltri kápu“ og er þetta í fyrsta skipti í 21 ár sem þekkt verk eftir Rembrandt er boðið upp. Árið 1965 greiddi bandarískur auðkýfmgur 798.000 pund fyrir verk eftir Rembrandt. % konu sinnar og dóttur í Danmörku, var handbekinn ásamt listamannin- um Alexander Zhadnov. Eftir §ög- urra klukkustunda jrfirheyrslur var þeim sleppt. Eiginkona Zhadnovs var einnig handtekin og herma fréttir að hún sé enn í haldi. Tveir aðrir andófsmenn voru hand- teknir og misþyrmdu lögreglumenn öðrum þeirra áður en mennimir fengu að fara frjálsir ferða sinna. Embættismaður í sovéska dóms- málaráðuneytinu sagði í gær á fréttamannafundi sem haldinn var í tilefni mannréttindadags Sameinuðu þjóðanna, að nóbelsverðlaunahafínn Andrei Sakharov, sem dveist í útlegð í borginni Gorkí, væri „glæpamað- ur“. Itrekaði hann einnig fyrri yfir- lýsingar sovéskra ráðamanna að það væri með öllu löglegt að útiloka Sak- harov frá samfélagi við aðra menn þó svo að aldrei hefði verið dæmt í máli hans. AP/Símamynd Friðarverðlaun Nóbels afhentíOsló BANDARÍSKI gyðingurinn Elia Wiesel, sem er fyrir miðri myndinni, tók í gær við friðarverðlaunum Nóbels úr hendi Egils Aarvik, formanns úthlutunarnefnd- arinnar. Wiesel, sem upplifði hörmungar helfarar nasista gegn gyðingum á árum síðari heimsstyrjaldarinnar, sagði við það tækifæri að nákvæmlega 45 ár væru liðin frá því hann sá foreldra sína og afa í síðasta skipti í útrýmingarbúðunum í Buchenwald. Lengst til vinstri á myndinni er Elisha, sonur verðlaunahafans. 0 Vopnaviðskipti Bandaríkjamanna og Irana: Vopnakaupin kunna að flýta fyrir falli sljómar Khomeinis Yfirmaður CIA yfirheyrður fyrir luktum dyrum Alnæmi: Bóluefni reynt á mönnumá næsta ári Genf, Reuter. BÓLUEFNI til að stöðva út- breiðslu alnæmis verður reynt fyrsta sinni á næsta ári, að því er haft var eftir Jonatlian Mann, sér- fræðingi ' heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, í gær. Hann kvaðst þó ekki viss um hveijar líkur væru á að stöðva mætti veir- una. Mann sagði á blaðamannafundi í Genf að tilraunir á ýmsum bóluefnum hefðu verið gerðar á dýrum fyrr á þessu ári og yfirmenn heilbrigðis- stofnunarinnar teldu að unnt yrði að hefja bólusetningar eftir fjóra til tólf mánuði. „Víst er að tilraunir með bóluefni á mönnum eiga eftir að velqa miklar pólitískar, siðferðilegar og félags- fræðilegar deilur," sagði Mann. „Þvi er nauðsynlegt að leysa slík mál sem fyrst til þess að almenningur fái bóluefni í hendur.“ LÍHsabon, Washington, AP, Reuter. VOPNASALA Bandaríkjastjórn- ar til Iran kann að skaða stjórn Ayatollah Khomeini meira en stjórn Ronalds Reagan Banda- ríkjaforseta, að sögn talsmanns ^ Mujahedin-hreyf ingarinnar i íran, en svo nefnist öflugasta hreyfing andstæðinga trúarleið- togans. Stuðningsmenn Kho- meinis í íran eru sagðir miður sín vegna frétta af vopnavið- skiptum við Bandarikjamenn og ólga fer vaxandi í landinu. Afchid Alavi, talsmaður Muja- hedin-hreyfingarinnar , sem nú dvelst í Portúgal, sagði í gær að vopnaviðskiptin myndu vafalaust verða til þess að flýta fyrir falli stjómar Khomeini. Homsteinn ut- anríkisstefnu stjómar hans hefði jafnan verið hatur á Bandaríkja- mönnum og því hefði það orðið fylgismönnum erkiklerksins mikið áfall þegar fréttir tóku að berast af hinum leynilegu viðskiptum stjómarinnar við höfuðóvininn. Alavi sagði að 300-400 manns hefðu verið handteknir í íran í síðustu viku. Kvað hann ólgu í landinu fara vaxandi með degi hveijum og að klofningur væri kom- inn upp í stjóminni. Almenningur væri einnig orðinn langþreyttur á skorti á nauðsynjavömm og stríðið við íraka væri að sliga efnahag landsins. Talsmaðurinn lýsti því einnig yfír að rök Bandaríkjastjómar fyrir bættum samskiptum við „hófsöm öfl“ i íran væm fráleit því þar væri enga hófsama menn að finna. William Casey, yfírmaður Banda- rísku leyniþjónustunnar (CIA) svaraði í gær spurningum utanríkis- málanefndar Bandaríkjaþings vegna vopnasölumálsins. Yfir- heyrslumar fóm fram fyrir luktum dymm en nokkrir málsmetandi þingmenn demókrata höfðu lýst því yfir að almenningur ætti rétt á að fylgjast með Casey flytja mál sitt. Að sögn eins nefndarmannanna kvaðst Casey ekki hafa vitað að greiðslur írana fyrir vopnin hefðu mnnið til Contra-skæmliða í Nic- aragua. Casey sagði Edwin Meese dómsmálaráðherra hafa tjáð sér fyrir tveimur vikum að skæmliðar hefðu verið studdir með þessum hætti og hefði hann þá fyrst heyrt um greiðslumar. Áfengisneysla frændþjóðanna: Dauðsf öll af völdum skorpu- lifrar algengust meðal Dana Skyndilegur eitrunardauði vegna ölvunar algengari með Finnum DANIR drekka að meðaltali tvisvar sinnum meira áfengi en Svíar og Norðmenn. Finnar eru eina Norðurlandaþjóðin, sem ekki hefur aukið áfengisdrykkju sina umtalsvert á síðustu fimm árum. Þetta kom fram í nýlegri könnun sænskra félagsmálayfirvalda á áfengisneyslu í Sviþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi. „Það er mjög misjafnt meðal Norðurlandaþjóðanna, hvað menn drekka og hversu mikið,‘,‘ segir Thomas Kolk, sem var í fram- kvæmdanefnd könnunarinnar, í viðtali við danska blaðið Jyllands Posten. „Þannig drekka Danir tvö- falt meira af áfengi en Sviar, eða um 12 lítra á íbúa á ári á móti 6, en það byggist á mun meiri öl- og léttvínsdrykkju Dana,“ segir hann. „Þetta hefur svo þær afleiðingar í för með sér, að Danir eru langfjöl- mennastir meðal fómarlamba skorpulifrardauða," segir Kolk. Frá 1980-85 minnkaði áfengis- neyslan litiliega í Noregi og Finn- landi, en jókst í Danmörku og Sviþjóð. Að því er Dani varðar er það hin daglega áfengisneysla, sem veldur mikilli tíðni skorpulifrar- dauða. Með Finnum er skyndilegur eitrunardauði af völdum heiftar- iegrar ölvunar hins vegar algeng- ari, og eru Svíar nær finnska drykkjumynstrinu að þessu leyti en hinu danska. í Danmörku verða enn fremur flest umferðarslys, sem rekja má til áfengisneyslu, að sögn Kolks.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.