Morgunblaðið - 11.12.1986, Side 4

Morgunblaðið - 11.12.1986, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986 Fasteigiiamatið hækkar um 23% Fasteignamat allra eigna á landinu 310 milljarðar MAT fasteigna fyrir allar teg- undir eigna um allt land hækkaði um 23% fyrsta desember síðast- liðinn og er hækkun matsins mjög svipuð hækkun bygging- arvisitölu og lánskjaravísitölu frá október 1985 til sama tíma á þessu ári. Þetta þýðir að fast- eignamat 65 fermetra tveggja herbergja íbúðar í blokk í Breið- holti er nú 1.887.000 krónur, og 226 fermetra stórt einlyft ein- býlishús í Fossvogi er metið á 7.982.000 krónur. Á fréttamannafundi sem Fast- eignamat ríkisins hélt kom fram að samanlagt fasteignamat allra eigna á landinu er 310 miljarðar króna samkvæmt nýju fasteigna- skránni sem kom út 1. desember. Þannig koma í hlut hvers manns- bams tæplega 1,3 miljónir króna. Endurstofnverð, eða sú upphæð sem ætla má að kosti að reisa öll þessi mannvirki er 416 miljarðar króna. Á landinu eru tæplega 86 þúsund íbúðir og eru samkvæmt því tæp- lega 2,8 Islendingar til jafnaðar um hveija íbúð. Samanlagt rúmmál mannvirkja er nú 72,4 miljónir rúm- metra og á síðasta ári bættust 2,056 miljónir rúmmetra við. Það er það minnsta sem mælst hefur síðustu fímm ár að árinu 1984 undanskildu en þá var ekki lokið við skráningu mannvirkja vegna vinnudeilna. Lauslega áætlað eru nú um 44 fermetrar brúttó af íbúðarhúsnæði á hvem íbúa og ef bílskúrar eru teknir með koma um 47 fermetrar í hlut hvers og eins. Þetta er mikið miðað við Norðurlöndin, en þar er Danmörk efst á blaði með 46 fer- metra á íbúa, en Finnland lægst með 28 fermetra á íbúa. VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT ó hádegi í gaer: Um 600 kílómetra suðvestur af landinu er 955 millibara víðáttumikil lægö, sem þokast norður, en 1015 millibara hæð yfir norðaustur-Grænlandi. Veður mun fara hægt kólnandi. SPÁ: f dag verður sunnanátt á landinu, allhvöss á austanverðu landinu en mun hægari vestantil. Siydduél verða um sunnan- og austanvert landið en úrkomulítið annars staðar. Frost verður á bilinu -1 til -2 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FÖSTUDAGUR: Austlæg átt, með slyddu eða rigningu víða um land, og 1 til 5 stiga hiti. LAUGARDAGUR: Á laugardag snýst vindur til norðan- eða norö- austanáttar um vestanvert landið með snjókomu eða slyddu á Vestfjörðum og vesturhluta norðurlands, og éljum suður til Faxa- fióa. Um austanvert landið verður suðlæg eða breytileg átt, og skúrir eða slydduél. Heldur kólnar í veðri, einkum vestanlands. TÁKN: ö Heiðskírt Léttskýjað Háifskýjað m Skýjað J||^ Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10° Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða 5, ’ Súld OO Mistur Skafrenningur Þrumuveður r +. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hhi veður Akureyri S alskýjað Reykjavík 3 skýjaft Bergen S léttskýjað Helsinki 3 súld Jan Mayen -2 skýjað Kaupmannah. 7 hilfskýjað Narssarssuaq -13 alskýjsð Nuuk -8 snjókoma Osló S skýjað Stokkhólmur 7 léttskýjað Þórehöfn 7 rigning Algarve 14 léttskýjað Amsterdam 8 skýjað Aþena 10 alskýjað Barcelona 7 skýjað Beriln 15 rignlng Chicago -12 helðskírt Glasgow S skýjað Feneyjar 9 þokumóða Frankfurt 6 léttskýjað Hamborg 8 skýjað LasPalmas 20 skýjað London 8 mistur LosAngeles 9 þokumóða Lúxemborg 3 þoka Madrid vantar Malaga 16 léttskýjað Mallorca 13 súld Miami 23 léttskýjað Montreal —6 snjóél Nice 13 rignlng NewYork 9 þokumóða Paris 6 þokumóða Róm 13 þokumóða Vín -2 þokumóða VUashington 13 rignlng Winnipeg -22 skýjað Starfsmenn ÁTVR breyta verðmerkingum. Morgunbiaðið/Ámi Sæberg Áfengi og tóbak hækkar VERÐ á áfengi og tóbaki hækkar í dag. Breytingar þessar eru að hluta til vegna skattheimtu til ríkisins samkvæmt fjárlögum. Einnig koma til hækkanir vegna óhagstæðrar þróunar á gengi í Evrópu, sérstaklega í Þýskalandi og Frakklandi. Hækkanir á tób- aki eru á bilinu 5 til 10% og áfengi hækkar um allt að 19%. Eftir hækkunina er verð á Cam- el, Winston og öðrum algengum vindlingategundum 100 krónur, en var áður 93 krónur, Royale hækkar úr 79 krónum í 86, Tiparillo vindlar úr 71.75 í 75 krónur og bréfíð af Scandinavia reyktóbaki úr 153.60 í 170 krónur. Af algengum rauðvínstegundum má nefna að St. Emilion hækkar úr 480 í 560 krónur, St. Christina í dag úr 360 í 410 og Piat de Beaujoula- ise úr 420 í 430 krón ur. Sem dæmi um verðbreytingu á hvítvíni, hækkar Liebfraumilch Anheuser um 10% úr 280 í 310 krónur, Séin- heimer um 13.3%, úr 300 í 340 krónur, en Torres hækkar ekkert. Koma þar til hagstæðir fraktsamn- ingar Eftir hækkunina kostar flaska af White Horse Whisky 1.200 krón- ur, Smimoff Vodka 1040 krónur, Bacardi Romm 1110 krónur, Is- lenskt Brennivín 810 krónur og flaska af Campari 1000 krónur. I fjárlagafrumvarpinu fyrir 1987 er gert ráð fyrir að ATVR skili um 10% hærri upphæð í ríkiskassann en verið hefur í ár. Samkvæmt fjár- lögum fyrir árið 1986 nemur sú upphæð 2.3 milljörðum króna. Eldri konum hætt í hálkunni „ÞAÐ ER full ástæða til að hvetja alla til varkárni í hálkunni, en sérstaklega hvet ég miðaldra og fullorðnar konur til að nota mannbrodda, því þeim er hættast við brotum ef þær detta í hálku. Algengustu meiðsli í hálkunni eru úlnliðsbrot," sagði Gunnar Jónsson, yfirlæknir á slysadeild Borgarspítalans, en konur um og yfir sextugt eru tíðustu ge- stimir á slysadeildinni þegar hálka er. Gunnar sagði að í gærmorgun hefði verið mikil hálka. í höfuð- borginni og á einum klukkutíma hefðu fjórir komið á slysadeild með beinbrot eftir að hafa orðið fóta- skortur í hálkunni. „Af þessum Qórum voru þtjár fullorðnar konur og það hlutfall er lýsandi dæmi um ástandið í heild. Ástæða þess að konum er svo hætt við brotum er sú, að úrkölkun kemur fyrr hjá þeim en karlmönnum. Onnur dæmi- gerð kölkunarbrot eru mjaðmar- brot, þar sem lærleggshálsinn brotnar og hnútan. Konur brotna mun oftar þannig en karlar, en það hlutfall jafnast út þegar fólk er komið um áttrætt. Þá er úrkölkun jafn mikil hjá körlum sem konum." Gunnar sagðist hafa búið lengi í nágrannalöndunum og þar væri mun betur búið að gangandi vegfa- rendum en hér. „Héma eru gang- stéttir hálar og oftar en ekki er mtt snjó upp á þær svo svellbunkar myndast. Einnig er allt of algengt hér að engar gangstéttir séu og þá myndast að sjálfsögðu mikil hætta.“ Flugleiðir: Metár í inn- anlandsflugi MET Flugleiða í innanlandsflugi frá því í fyrra, þegar fluttir voru rúmlega 244 þúsund farþegar, hefur nú þegar verið slegið. Er búist við að 250 þúsundasti far- þeginn í innanlandsflugi fljúgi næstkomandi föstudag eða laug- ardag að því er Sveinn Sæmunds- son, sölusljóri innanlandsflugs, sagði í samtali við Morgunblaðið. Sveinn sagði að aukningin á þessu ári væri um 6,5% ofan á mjög mikla aukningu, sem varð í innanlandsflugi á slðasta ári. Flugleiðir hafa ákveðið rúmlega 50 aukaferðir innanlands vegna komandi frídaga um jól og nýár, en jólaáætlunin hefst 16. desember og lýkur 4. janúar. Aukaferðir eru fynrhugaðar til flestra áætlunar- staða og verða flestar til Akureyrar, fsafjarðar, Vestmannaeyja og Eg- ilsstaða. Ekkert flug verður innan- lands á vegum Flugleiða á jóladag og nýársdag Að sögn Sveins Sæmundssonar verður kappkostað að allir farþegar félagsins nái til ákvörðunarstaðar í tæka tíð fyrir hátíðina. Mikilvægt væri að farþegar bókuðu far tíman- lega og ennfremur að láta vita í tíma ef þeir hygðust ekki nota pant- að far.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.