Morgunblaðið - 11.12.1986, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986
Hjálparstarf
Sjónvarpsmenn eiga það til að leggj-
ast í víking og halda þá gjaman
á slóðir hungraðra í Afríku. „Til sjón-
deildar tíbráin kvikar“ nefndist strand-
högg Margrétar Heinreksdóttur
fréttamanns, kvikmyndatökumannsins
Páls Reynissonar og hjóðmannsins
Halldórs Bragasonar í því mikla landi
er Súdan nefnist. Nánar til tekið skoð-
uðu þau Margrét, Páll og Halldór
höfuðborgina Khartúm og síðan flótta-
mannabúðir er hýsa einkum flóttamenn
frá héruðunum Erítreu og Tigray í
Eþíópíu. Það er ósköp að sjá þetta land-
lausa fólk svamlandi í aumum en þó
hefir að mér sýnist verið ákaflega vel
vandað til flóttamannabúðanna nema
ef til vill tjaldbúðanna er hýsa flótta-
mennina fyrstu stundimar. Þær búðir
er hýsa flóttamennina til frambúðar
eru mun betur skipulagðar og þar er
nú unnið stórkostlegt starf á sviði
menntunar og almennrar upplýsingar
er gæti gerbreytt ástandinu í Afríku
er fram líða stundir.þvf vissulega verð-
ur þekkingin ekki tekin frá þessu fólki.
Er óskandi að æsifréttamennskan hér
á Vesturlöndum bregði ekki fæti fyrir
þetta mikla starf sem unnið er af hinu
færasta fólki og af mannkærleika.
Gladdi hjartað að sjá íslendinga á þess-
um slóðum hversdagshetjur sem sjald-
an ergetið um í íslenskum fjölmiðlum.
Annars hef ég séð svo margar heim-
ildarmyndir frá þessum slóðum að fátt
kom á óvart nema einsog ég sagði hér
áðan hið mikla uppbyggingarstarf
hjálparstofnana á svæðinu. Þá fannst
mér athyglisvert hversu bömin hænd-
ust að Margréti þessi litlu skinn er
reyna að höndla hamingjuna í eðjunni
og ekki gleymdi Margrét unglingunum
er horfðu tómlátir yfir auðnina. Hefur
þetta unga fólk nokkra von? Hingaðtil
hafa fréttamenn einkum beint athygl-
inni að litlu bömunum í flóttamanna-
búðunum en Margét Heinreksdóttir er
gædd þeim hæfileika að skoða málið í
heild þar gleymist ekki veikasti hlekk-
urinn. Væri óskandi að æsifréttamenn
litu svo vítt yfir svið sem Margrét
Heinreksdóttir.
HiÖ góða gleymist
Hvað til dæmis um starfsmenn
Hjálparstofnunar kirkjunnar er voru
dæmdir af æsifréttamönnum? Man
nokkur sála eftir því mikla starfi er
þessir ágætu menn inntu af hendi í
þágu okkar minnstu bræðra? Var einu
orði vikið að líknarstarfi þessara
manna? Vissulega er bráðnauðsynlegt
fyrir lýðræðisríki að eiga að hvassa
rannsóknarblaðamenn er beina augum
almennings að meinsemdum þjóðarlík-
amans og ég held að flestir geti verið
sammála um að starfsmenn Hjálpar-
stofnunar Kirkjunar hafi ekki sparað
við sig launin en þó hefur hin ómælda
yfirvinna gleymst að mestu í því dæmi.
En hvað um það erum við ekki öll að
biðja um svipuð laun og blessaðir menn-
imir skömmtuðu í eigin hnefa? Hinir
örsnauðu íbúar Afríku myndu vafalaust
líta á starfsmenn Hjálparstofnunar sem
auðmenn og vafalust yrði blaðamönn-
um Helgarpóstsins skipað i þann flokk.
Það er svo erfitt að meta þessa hluti
allá saman hina ómældu yfirvinnu
ferðalögin á fundi með skipulagsstjór-
um annara hjálparstofnana. Mestu
skiptir að meirihluti þess fjár sem safn-
ast hefir hér handa bágstöddum
Afríkubúum hefír komist til skila og
bjargað ijölda manns frá hungurdauða.
Því gleyma æsifréttamenn en svöng
bömin gleyma ekki matargjöfinni.
Erling Aspelund fyrrverandi for-
maður Hjálparstofnunar Kirkjunnar
ritaði greinargerð í Morgunblaðið
þriðjudaginn 18. nóv. stðastliðinn: Þar
segir hann meðal annars: Stðastliðin
tvö ár hef ég gegnt formannsstöðu t
stjóm þessarar stofnunar og nafn mitt
hefur því eðlilegatengst þessu máli.Það
hefur fallið mér þungt að reynt hefur
verið að sverta það og jafnvel hefur
verið gefið til kynna að ég hafi auðg-
ast á þessu...Sjálfur hef ég aldrei tekið
við einum eyri.hvorki stjómarlaunum
né dagpeningum frá hjálparstofnun-
inni. Mig langaði til að gefa eitthvað
af fríttma mínum í þágu minnstu
bræðranna í samfélaginu. Minnumst
orða Erlings þegsar bömin mæta næst
með söfnunarbaukinn. __
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP / SJÓNVARP
Rás2:
Gesta-
gangur
Ragn-
heiðar
■■ Á dagskrá Rás-
91 00 ar 2 í kvöld er
" A þáttur Ragn-
heiðar Davíðsdóttur,
Gestagangur. í kvöld verð-
ur Sverrir Guðjónsson
kennari tekinn tali. Sverrir
er kennari við Fossvogs-
skóla, en hefur auk þess
getið sér gott orð fyrir
söng; bæði einn og með
öðmm. M.a. hefur hann
sungið með föður sínum,
Guðjóní Matthíassyni.
Þá munu útvarpshlust-
endur væntanlega minnast
Stöð tvö:
Vertigo
Ragnheiður
Davíðsdóttir.
útvarpsþátta hans um fé-
lagsleg mál og málefni
þroskaheftra og munu þau
Ragnheiður reifa slík efni
auk tónlistarinnar.
■■■■ Það er meistari
Q Q 25 Hitchcock sem
“l“|—’ ræður lögum og
lofum á Stöð tvö í kvöld.
Til sýningar er ein af
þekktari myndum hans,
Vertigo, eða „Svimi“ eins
og hún nefnist í íslenskri
þýðingu.
Myndin fjallar um lög-
reglumann nokkum (Jim
Stewart), sem settur er á
eftirlaun þegar áköf loft-
hræðsla verður honum
fjötur um fót í starfi og
félagi hans lætur lífið af
þeim sökum.
Sem hann dvelst einn
síns liðs í víli biður gamall
skólafélagi hann gera sér
greiða. Hann vill að haft
sé auga með eiginkonu
sinni (Kim Novak), þar sem
hún sé orðin undarleg í
háttum. Lögregluþjónninn
uppgjafa fellst á þotta með
semingi og hefur eftirför.
Er ekki að orðlengja það
að ástir takast með honum
og frúnni, en áður en varir
verða mál hennar æ dular-
fyllri og enda með ósköp-
um.
Mitt í vandræðum lög-
reglumannsins góða reyn-
ist gömul vinkona hans
honum betri en engin, en
hana leikur Barbara Bel
Geddes, sem íslenskir sjón-
varpsáhorfendur kannast
eflaust við sem Miss Ellie,
húsfreyju á Southfork-
búgarðinum skammt frá
Dallas.
í kvikmyndahandbók-
inni segir að myndin fari
hægt af stað, en áður en
vari hamist menn þess
meira hver að öðrum. Fær
myndin því fjórar stjörnur
af fimm.
Alfred Hitchcock, gæsa-
húðarf ramleiðandi.
UTVARP
FIMMTUDAGUR
11. desember
6.46 Veðurfregnir. Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 Morgunvaktin
— Páll Benediktsson, Jón
Baldvin Halldórsson og
Guðmundur Benediktsson.
Fréttir eru sagðar kl. 7.30
og 8.00 og veðurfregnir kl.
8.15. Tilkynningar eru lesn-
ar kl. 7.25, 7.55 og 8.25.
7.20 Daglegt mál
Guðmundur Sæmundsson
flytur þáttinn.
9.00 Fréttir.
9.03 Jólaalmanakið. „Brúðan
hans Borgþórs", saga fyrir
börn á öllum aldri. Jónas
Jónasson les sögu sina (9).
Jólastúlkan, sem flettir al-
manakinu, er Sigurlaug M.
Jónasdóttir.
9.20 Morguntrimm. Tilkynn-
ingar.
9.36 Lesið úr forystugreinum
dagblaöanna.
9.46 Þingfréttir.
10.00 Fréttir.
10.10 Veöurfregnir.
10.30 Ég man þá tíð.
Hermann Ragnar Stefáns-
son kynnir lög frá liðnum
árum.
11.00 Fréttir.
11.03 Kvikmyndasöngleikir.
Fjórði þáttur. Umsjón: Árni
Blandon.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.46 Veðurfregnnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 Idagsinsönn —Efriárin
Umsjón: Anna G. Magnús-
dóttir og Guðjón S. Brjáns-
son.
14.00 Miödegissagan:
;,GlópaguH", ævisöguþættir
eftir Þóru Einarsdóttur.
Hólmfríður Gunnarsdóttir
bjó til flutnings og les (8).
14.30 I textasmiðju Jóhönnu
G. Ertingson.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
15.20 Landpósturinn.
Frá svæöisútvarpi
Reykjavíkur og nágrennis
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpiö.
Stjórnandi: Sigurlaug M.
Jónasdóttir.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónskáldatími
Leifur Þórarinsson kynnir.
17.40 Torgið — Menningar-
mál.
Umsjón: Óðinn Jónsson.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30 Tilkynningar.
Daglegt mál.
Endurtekinn þáttur frá
morgni sem Guðmundur
Sæmundsson flytur.
19.45 Að utan
Fréttaþáttur um erlend mál-
efni.
20.00 Lúðrasveit Hafnarfjarð-
ar leikur íslensk lög. Hans
Ploder stjórnar.
20.15
Þáttur í umsjá Aöalsteins
Bergdal og Lilju Guðrúnar
Þorvaldsdóttur.
20.45 Lagasmiðir í Reykdæla-
hreppi. Umsjón: Helga
Jóhannsdóttir.
21.20 Sumarleyfi í skammdeg-
inu. Helga Ágústsdóttir
segir frá.
SJÓNVARP
áJi.
F0STUDAGUR
12. desember
17.30 Á döfinni
Jólabækur kynntar.
18.00 Litlu Prúðuleikararnir
(Muppet Babies). 21. þáttur.
Teiknimyndaflokkur eftir Jim
Henson. Þýðandi Guðni
Kolbeinsson.
18.25 Stundin okkar
Endursýndur þáttur frá 7.
desember.
18.55 Skjáauglýsingarog dag-
skrá
19.00 Á döfinni
19.10 Þingsjá
Umsjónarmaöur Ólafur Sig-
urðsson.
19.30 Spítalaiif
(M*A*S*H). Ellefti þáttur.
Bandarískur gamanmynda-
flokkur sem gerist á neyöar-
sjúkrastöð bandarlska
hersins í Kóreustríöinu. Að-
alhlutverk: Alan Alda.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
19.25 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar
20.40 Bonny Tyler
Frá hljómleikum rokksöng-
konunnar í Laugardalshöll
föstudaginn 5. desember sl.
21.46 Sá gamli
(Der Alte). 26. Bjargvættirn-
ir. 1 ;
Þýskur sakamálamynda-
flokkur. Aðalhlutverk Sieg-
fried Lowitz. Þýðandi
Þórhallur Eyþórsson.
22.45 Kastljós
Þáttur um innlend málefni.
23.20 Seinni fréttir
23.25 Komdu aftur, Jimmy
Dean
(Come Back to the Five and
Dime, Jimmy Dean).
Bandarísk biómynd frá
1982. Leikstjóri Robert Alt-
man. Aðalhlutverk: Sandy
Dennis, Cher og Karen
Black.
Sex konur, sem mynda
kjarnann í aödáendaklúbbi
kvikmyndaleikarans James
Dean, hittast I smábæ í
Texas til að minnast þess
að tuttugu ár eru liðin frá
dauöa átrúnaðargoðsins
árið 1955. Þýðandi Krist-
mann Eiösson.
01.20 Dagskrárlok.
STODTVO
FIMMTUDAGUR
11. desember
17.00 Myndrokk. Sýnt er úr
nýjustu myndunum og
myndrokki við myndirnar.
Stjórnandi er Súní.
18.00 Teiknimynd. Furðubú-
arnir (The Wuzzles).
18.30 Knattspyrna. Umsjónar-
maður er Heimir Karlsson.
19.30 Fréttir.
19.55 Ljósbrot. Þáttur í um-
sjón Valgerðar Matthías-
dóttur. Kynntir verða ýmsir
þættir úr menningu og list-
um, einnig eru kynntir ýmsir
dagskrárliðir á Stöð tvö.
20.10 Bjargvætturinn (Equaliz-
er). Bandarískur sakamála-
þáttur.
20.55 Testament. Bandarisk
kvikmynd frá 1983 með
Jane Alexander, William
Devane, Roxana Zal og Luk-
as Haas í aöalhlutverkum.
Myndin fjallar um líf fjöl-
skyldu einnar sem lifir af
kjarnorkusprengingu og
átakanlegar afleiðingar
þess á hana.
22.25 Svimi (Vertigo).
Bandarísk kvikmynd eftir
Alfred Hitchcock. Með aðal-
hlutverk fara JamesStewart,
Kim Novak og Barþara Bel
Geddes (miss Ellie i Dallas).
Fyrrum leynilögreglumaður
(Stewart) sem kominn er á
eftirlaun, er ráðinn af göml-
um skólafélaga sínum til
þess að fylgjast með konu
hans (Novak). Það endar
með því að leynilögreglu-
maöurinn verður ástfanginn
af konunni en það er aöeins
byrjunin.
00.30 Dagskrárlok.
22.00 Fréttir. Dagskrá morg-
undagsins. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Fimmtudagsumræðan
— Börn og fjölmiðlar. Stjórn-
andi Guðrún Birgisdóttir.
23.10 Kvöldtónleikar.
a. Flautukonsert í D-dúr K.
314 eftir Wolfgang Amad-
eus Mozart. Hubert Bar-
washer og Sinfóníuhljóm-
sveit Lundúna leika; Colin
Davis stjórnar.
b. Serenaða í A-dúr op. 16
eftir Johannes Brahms.
Concertgebow-hljómsveitin
í Amsterdam leikur; Bernard
Haitink stjórnar.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
FIMMTUDAGUR
11. desember
9.00 Morgunþáttur í umsjá
Kristjáns Sigurjónssonar og
Sigurðar Þórs Salvarssonar.
Meðal efnis: Barnadagbók
í umsjá Guðríðar Haralds-
dóttur að loknum fréttum
kl. 10,00, tónleikar helgar-
innar, Matarhorniö, tvennir
tímar á vinsældalistanum
og fjölmiðlarabb.
12.00 Hádegisútvarp með
fréttum og léttri tónlist í
umsjá Margrétar Blöndal.
13.00 Hingað og þangað um
dægurheima með Inger
Önnu Aikman.
16.00 Djass og blús. Vern-
þarður Linnet kynnir.
16.00 Tilbrigði. Þáttur í umsjá
Hönnu G. Sigurðardóttur.
17.00 Hitt og þetta. Andrea
Guðmundsdóttir sér um
þátt með lögum úr ýmsum
áttum.
18.00 Hlé.
20.00 Vinsældalisti rásar tvö.
Gunnlaugur Helgason kynn-
ir tíu vinsælustu lög vikunn-
ar.
21.00 Gestagangur hjá Ragn-
heiöi Davíðsdóttur.
22.00 Rökkurtónar. Stjórn-
andi: Svavar Gests.
23.00 Hæg læti. Þáttur með
Ijúfri tónlist í umsjá Péturs
Þorsteinssonar.
24.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar kl. 9.00,
10.00, 11.00, 12.20, 15.00,
16.00 og 17.00.
989
AiWgy/jfiV
FIMMTUDAGUR
11. desember
07.00—09.00 Á fætur með
Siguröi G. Tómassyni. Létt
tónlist með morgunkaffinu.
Sigurður lítur yfir blöðin og
spjallar við hlustendur og
gesti.
Fréttir kl. 7.00, 8.00 og
9.00.
09.00—12.00 Páll Þorsteins-
son á léttum nótum. Palli
leikur uppáhaldslögin ykkar,
gömul og ný. Tapaö fundið,
opin lína, mataruppskrift og
sitthvað fleira.
Fréttir kl. 10.00, 11.00 og
12.00.
12.00—14.00 Á hádegismark-
aði með Jóhönnu Harðar-
dóttur. Fréttapakkinn,
Jóhanna og fréttamenn
Bylgjunnar fylgjast með því
sem helst er í fréttum, segja
frá og spjalla við fólk.
Flóamarkaöurinn er á dag-
skrá eftir kl. 13.00.
Fréttir kl. 13.00 og 14.00.
14.00—17.00 Pétur Steinn á
réttri bylgjulengd. Pétur spil-
ar síðdegispoppiö og spjall-
ar við hlustendur og
tónlistarmenn. Tónlistar-
gagnrýnendur segja álit sitt
á nýútkomnum plötum.
Fréttir kl. 15.00, 16.00 og
17.00.
17.00—19.00 Hallgrímur
Thorsteinsson í Reykjavik
síðdegis. Þægileg tónlist
hjá Hallgrími, hann lítur yfir
fréttirnar og spjallar við fólk-
ið sem kemur við sögu.
Fréttir kl. 18.00.
19.00—20.00 Tónlist með
léttum takti.
20.00-21.30 Jónina Le<
dóttir á fimmtudegi. Jóni
tekur á móti kaffigestum
spilar tónlist að þeii
smekk.
21.30—23.00 Spurningaleik
Bylgjunnar. Bjarni 0. Gu
mundsson stýrir verðlaur
getraun um popptónlist.
23.00—24.00 Vökulok. Frétl
tengt efni og þægileg tónl
i umsjá fréttmanna Byl
unnar.
24.00—07.00 Næturdagskr.
Bylgjunnar. Tónlist og up
lýsingar um veður.