Morgunblaðið - 11.12.1986, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986
Smásagan — form og inntak
Békmenntir
Erlendur Jónsson
ÍSLENSKAR SKAUPSÖGUR.
Matthías Viðar Sæmundsson
valdi. 328 bls. Almenna bókafé-
lagið. Reykjavík, 1986.
Hugtakið smásaga hefur þótt
nokkuð óljóst í seinni tíð. Safn
eins og þetta vekur því forvitni.
Hver verður útkoman þegar stefnt
er saman á einn stað gömlum
höfundum og nýjum eins og hér?
Þess utan er umtakið þrengt með
því að hér er aðeins valin ein teg-
und smásagna: skopsagan,
gamansagan. (Það var á gamlárs-
kvöld fyrir nokkrum árum að
þjóðlegum grínurum hugkvæmdist
að taka upp fomu orðmyndina
skaup í stað skop og get ég vel
fellt míg við það.)
Matthías Viðar Sæmundsson
hefur haft umsjón með útgáfu
þessari. Matthías Viðar tekur fag-
lega á málum og talar frjálst og
óþvingað. Inngangur hans að safni
þessu gefur bókinni sérstakt gildi
en hann hefst á þessa leið: »Skaup
getur þýtt að einu meiningarlítið
spaug og myrðandi gamansemi:
sporðreisandi hæðni sem getur
nálgast hið gróteska og afskræmi-
lega.« Sem sagt: Skaup er kímni
og kaldhæðni og allt þar á milli?
Sem dæmi um skaup nefnir
Matthías Viðar fleyg orð Þorgríms
Austmanns í Njálu: »Vitið þér
það, en hitt vissi ég, að atgeir
hans var heima.« Sem hann mælti
þessi orð var hvorki staður né
stund til að gera að gamni sínu.
Þorgrímur Austmaður var ekki að
grínast. Til kaldhæðni má hins
vegar kenna þessi orð hans.
»Sé á heildina litið verður þó
varla sagt að íslenskir höfundar
hafí lagt sérstaka rækt við skaup-
söguna,« segir Matthías Viðar.
Víst má það til sanns vegar færa.
Menn hafa verið svo uppteknir af
alvörumálum og pólitík. Og enn-
fremur: »Hún hefur notið lítils
álits, þótt minni háttar og ómerki-
legri en annar sagnaskáldskapur.
Þannig hefur Heljarslóðarorrusta
staðið að ósekju í skugga Pilts og
stúlku meðal sígildra verka okk
ar.«
Stöldrum við þessi síðustu orð.
Man ég ekki rétt að fólk læsi fyr-
ir eina tíð Heljarslóðarorrustu sem
ósvikna skaupsögu, og það af full-
kominni innlifun? Hlægi sig
máttlaust? En hvað nú? Les nokk-
ur maður þá sögu með þess háttar
hugarfari nú? Skopið í Heljarslóð-
arorrustu fólst í að heldra fólkinu
í Evrópu var líkt við íslenskt
bændafólk, kauðskt eins og það
var í dentíð. En hver er munur á
keisara og bónda nú? Þekkjum við
hvorn frá öðrum ef við mætum
þeim innan um fólksfjöldann á
Oxford Street eða Champs Élysée?
Nei. Keisari og bóndi hlið við hlið
eru ekki lengur spaugilegar and-
stæður.
Því miður er mörg fyndnin
dæmd til úreldingar. Er ég smeyk-
ur um að Heljarslóðarorrusta falli
undir þann flokkinn. Ef Matthías
Viðar veit betur harma ég það
ekki. Því Gröndal gat brugðið því
fyrir sig að vera raunverulega
fyndinn eins og t.d. í Dægradvöl.
En úreldingardæminu má einn-
ig snúa við. Fyndni kann að vera
svo nýstárleg að hún höfði einung-
is til ungra og ómótaðra en nái
ekki eyrum hinna eldri, sé á undan
sínum tíma. Og þannig kann því
að vera háttað um undirritaðan
andspænis fyrstu sögunni í safni
þessu, Færeyja Rjettlætis Kam-
ar eftir Asgeir Ásgeirsson.
Matthías Viðar upplýsir að hún
hafí birst 1972. Þá stóð sem hæst
tilraunaskeið í lausamálsritun hér-
lendis. Tilraunatexti sýnist mér
þetta vera fremur en skopsaga.
Öðru máli gegnir um Kveldúlfs
þátt kjörbúðar eftir Einar Kára-
son, enda þótt um sé að ræða
verk ungs höfundar. Sú saga er
ekki aðeins skemmtileg heldur líka
saman sett eftir ströngustu lög-
málum formsins: klassísk smá-
saga. En þar að auki gott
skáldverk þar sem byggt er á al-
gildum lífsannindum. Trúað gæti
ég að skaupið í henni væri af
þeirri gerð sem vara muni þó tímar
líði.
Hláturinn á ljósastaumum
eftir nafna hans, Einar Má Guð-
mundsson, er af öðru tagi. Þar er
svo mikið lagt í stílinn og við-
hafnarbúning líkinganna að efnið
hverfur í þoku á bak við skrúð-
ann. Dæmi hvemig Einar Már
notar einsog: »Niðri á jörðinni
liggja götumar í hverfínu, þær
liggja út um allt eins og flæktar
reimar í strigaskóm og meðfram
þeim rísa húsin lík tröllköllum með
BÆKUR HÖRPUÚTGÁFUNNAR 1986
Stórlaxar. Viðtöl við fimm
landsþekkta veiðimenn sem
segja veiðisögurafbestugerð.
<cnöot!i
Spakmæli. Málshættir frá
mörgum löndum. Fróðleg og
skemmtileg bók.
MNCVvniNPCU
(HJÓNABANDI
* . '*.
Bók fyrir tfjn og vvrí)yWbfc
á cAjmaldn
Hamlngja þín i hjónabandi
eftir Nancy Van Pelt. Opinská
bók fyrir hjón og sambýlisfólk.
Gull í lófa framtíðar.
Minningabók um Svöfu
Þórieifsdóttur skólastjóra.
Ilalldoru II. Björnsxon
fn b^nkí
Pyrill vakir
Þyrill vakir eftir Halldóru B.
Bjömsson. Úrval afljóðum
skáldkonunnar frá Grafardai
SPENNUSÖGUR
ÁSTARSÖGUR
Myrt fyrir málstaðinn eftir
JackHiggins. Mögnuðspennu-
bók sem þú lest i einni lotu.
Háskaför eftir Duncan Kyle.
Spennusaga i hæsta
gæðaflokki.
Lausnargjaldið eftir
Erting Poulsen. Hrífandi
ástarsaga um unga elskendur.
Skuggar fortíðarinnar eftir
Nettu Muskett. Spennandi og
áhrifamikil ástarsaga.
Ást vlð fyrstu sýn eftir
Bodil Forsberg. Hrífandi bók
um ástir og dularfull atvik.
Matthias Viðar Sæmundsson
gleraugu og horfa á Ijósastaurana,
sem standa fyrir framan þau.«
». . . munnur hennar strekkist
eins og þvottasnúra yfír andlitið
. . .« Form er þetta óneitanlega.
Og hugkvæmni liggur á bak við
svona nokkuð. En sé það skaup
skírskotar það ekki til mín, svo
mikið er víst.
Hins vegar þykist ég nema
skopið í Hells Angels á Hoved-
banen eftir Ólaf Gunnarsson. Það
er saga úr nútímalífínu eins og
það gerist harkalegast í erlendri
stórborg — en skoðað í dálítið
svona grátbroslegu ljósi. Ólafur
hefur tilfínningu fyrir kaldhæðni.
Þórarinn Eldjám er sem næst
jafnaldri Ólafs. Saga hans, Lúlli
og leiðarhnoðað, er samt af öðr-
um skóla. Þórarinn blandar saman
hinu fáránlega og hinu raunsæja.
Þykir mér skopskynið njóta sín
betur í ljóðum Þórarins. Sama
máli gegnir um Steinunni Sigurð-
ardóttur sem á hér söguna Tröll-
skessan. Steinunn og Þórarinn em
ljóðskáld sem skrifa sögur.
Gagngerðast er fylgt hér for-
skrift skaupsögunnar í Kvenfólk
og brennivín eftir Hannes Péturs-
son. Ekta gamansaga þar sem
hinu raunalega er bmgðið fyrir
sjónir sem afkáraskap. Aðalsögu-
hetjan er sómakær og virðulegur
einfeldningur sem komist hefur
klakklaust í gegnum skóla og aflað
sér starfsréttinda en stendur á
gati þegar hann gengur upp til
prófs í skóla lífsins. Skyldi það
ekki hafa margan hent!
Matthías Viðar hefur tekið sam-
an gagnorða höfundaskrá sem
prentuð er í bókarlok. Em höfund-
amir alls tuttugu og sex, þeirra á
meðal skáldsagnahöfundar þeir
sem fremstir em taldir á þessari
öld, lífs og liðnir.
Líkast til hefur Matthías Viðar
hugað að breiddinni fremur en
hann hafí stefnt að einhvers konar
úrvali. Sögumar em sundurleitar
að formi og efni, enda þættir inn-
an um sem varla geta talist sjálf-
stæðar smásögur.
Jákvæða útkoman verður þá sú
að hér gefur að líta smásöguna í
allri sinni fjölbreytni. Lausamáls-
ritunin hefur verið á stöðugri
hreyfíngu síðustu áratugina. Það
blasir við svo greinilega sem verða
má á síðum þessarar bókar.
CROSFIELD
64SIE
LASER
LYKILLINN AD VANDADRI
LITPRENTUN
HÖRPUÚTGÁFAN STEKKJARHOL 77 8-10 300 AKRANES. SÍMI 93-2840.
MYNDAMÓT HF