Morgunblaðið - 11.12.1986, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 11.12.1986, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986 13 Metsölutímaritið MANNLÍF er komið út! MANNUF er komið út, stærra og betra en nokkru sinni fyrr, 188 blaðsíður að stærð. MANNLÍF er útbreiddasta tímarit, sem nokkru sinni hefur komið út á íslandi. Ekkert annað tímarit getur státað af efni á borð við einkaviðtöl við Willy Brandt, fyrrum kanslara Vestur-Þýskalands, Milan Kundera, rithöfund og kvikmyndastjörnuna Charlotte Rampling. Enginn annar íslenskur fjölmiðill getur státað af að hafa sent blaðamann í suðupottinn í Nicaragua. MANNLÍF — magnað tímarit! CharloUe RAMPLIHG VHilly , brandt kundera EinkaviMöl MANNÚFS Kvfllwttr málara ™Gunnarsson Frambob huldumanns útlegö leikara H'jaUi Rdgnvaldsson 40*09 im Péturs Péturssonar Desember 1986 8. tb». 3. Verb kr. 2.79 Sókn Alþýðuflokksins í is- lenskum stjórnmálum hefur þótt miklum tíðindum sæta. Margir telja að framboð Jóns Sigurðssonar, forstjóra Þjóð- hagsstofnunar, í efsta sæti á lista flokksins í Reykjavík sé eitt af lykilatriðum í þeirri sókn. Jón hefur um árabil verið einn af áhrifamestu mönnum íslenskra þjóðmála á bak við tjöldin, en nú stígur hann fram á sviðið og veitir Mannlífi fyrsta persónulega viðtalið á sínum ferli. Þar kemur m.a. fram að Jón hefur ekki aðeins fengist við tölur; hann hefur líka tekist á við Ijóðlist. Fátt hefur vakið meiri athygli í heims- fréttunum undanfarnar vikur en ástandið í Nicaragua, átök stjórnar Sandinista og skæruliða contra og aðild Bandaríkjastjórnar að þeim. Stefán Jón Hafstein, fréttamaður, fór fyrir Mannlff til Nicaragua fyrir stuttu og segir frá þeirri reynslu í myndum og máli, en hann var m.a. viðstaddur hin afdrifaríku réttarhöld yfir banda- ríska flugumanninum Hasenfus og 25 ára afmæli Sandinistahreyfingarinnar. Þrjár heimsfrægar manneskjur, hver á sínu sviði, segja frá sjálfum sér í einkaviðtölum við blaða- menn Mannlífs — Willy Brandt, fyrrum kanslari Vestur-Þýskalands og formaður vestur-þýskra jafnaðarmanna, rithöfundurinn sem æ oftar er nefndur í sömu andrá og Nóbelsverðlaunin i bókmenntum, Milan Kundera og kvikmyndastjarnan Charlotte Rampling. Pétur Pétursson, knattspyrnu- maður á Akranesi, á að baki glæsta sigra á vettvangi at- vinnumennskunnar í evrópskri knattspyrnu. En hann hefur líka þurft að taka sárum ósigrum, bæði í knattspyrnunni og einka- lífinu. Frá þessu segir Pétur á hispurslausan hátt í samtali við Mannlíf. Gunnar Örn Gunnarsson er í fremstu röð íslenskra mynd- listarmanna og bjóðast ýmis tækifæri á erlendri grund. Gunnar Örn hefur nú dregið sig út úr skarkala heimsins og lifir kyrrlátu lífi á bóndabæ fyrir austan fjall. En lífið hefur ekki alltaf leikið við Gunnar Örn. Hann segirfrá göngunni gegnum hreinsunareldinn. Einn virtasti leikari þjóðarinnar, Hjalti Rögn- valdsson, er fluttur úr landi, flúinn mann- fjandsamlegt þjóðfélag okkar, að því er hann segir sjálfur í viðtali við Mannlíf, þar sem hann skefur ekki utan af hlutunum. Meðal fjölmargs annars efnls: Fjallað um afbrigðilegt kynlíf í athyglisverðri grein sem nefnist Dýrið í manninum?; óvenjuleg athugun á þróun hugmyndarinnar um Grýlu, Leppalúða og jólasveinana gegnum breytingar íslensks þjóðfélags; greint frá athvarfi unglinganna sem hvergi eiga heima í Reykjavík og þeirra, sem ekki þora heim; „Húsinu", sem Rauði krossinn rekur við Tjarnargötu; starfsmenn nýju Ijós- vakamiðlanna Bylgjunnar og Stöðvar 2 fagna fyrsta ári frjálsrar fjölmiölunar í samkvæmisfatnaði frá nokkrum tískuverslunum borgarinnar í tískuþætti Mannlífs; rætt við söngkonuna góðkunnu Sigríði Beinteinsdóttur, sem nú er að hefja sinn sólóferil; sagt í máli og myndum frá séríslensku ferðamálafyrirbæri „kvennaferðunum“ svokölluðu til Parísar og margt, margt fleira. 10.000 ÁSKRIFENDUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.