Morgunblaðið - 11.12.1986, Page 17
f i'
Andrés Indriðason
þessu, forða sér, eða standa við
hlið hans frammi fyrir þjófageng-
inu.
Hann spígsporar inn í myrkrið,
lyftir fótunum hátt, reigir sig eins
og hani á priki, pælir í því hvað
það er æðislegt að hafa hana svona
við hliðina á sér, vá, þetta var það
besta sem gat komið fyrir, innbrot!
Hann brosir með sjálfum sér, nú
getur hún fengið að sjá einn svell-
kaldan, einn með stáltaugar og
stálhnefa eins og Sylvester Stallone
sem hangir uppi á vegg í herberg-
inu hans, glansandi vöðvabúnt.
Hann pælir í því sem hrökk óvart
úr úr honum, ef þetta lið er nú
búið að bijóta allt og bramla, sér
skrifstofu Ketils fyrir sér, allt á tjá
og tundri eins og eftir sprengjuáir-
ás, skrifborðið á hvolfí, glerskápur-
inn í maski, verðmætir pappírar í
tætlum eins og fíður í hænsnakofa
þegar refurinn er búinn að reka inn
trýnið."
Próförk er mjög vei unnin, —
prentverk líka (69). Kápumjmd
Pilkington er hreint frábær. Hafi
höfundur og útgáfa þökk fyrir frá-
bæra bók, sem gaman verður að
rétta unglingskrökkum.
Jónas E. Svafár
hald og sýna að viss þróun heldur
áfram í ljóðagerðinni hjá Jónasi.
Ljóðin eru of löng til að birta þau
í heild. Ég vel aftur á móti gamlan
kunningja:
trúarbrögðin töldu að jörðin
væri flöt sem pönnukaka
og færi á hreinsunareldinn
en hæfist úr fjörefnamyrkri
ádyftidufti í dýrðlingatölu
konungamir urðu brauð lífsins
en voru smurðir eftir dauðann
borgaramir fengu vatn í munninn
og bitu fyrir bragðið
með gulltönnum í heimskringluna
en iðnvæðingin gerði krók
á móti bragði og verkalýðurinn
snéri þjóðemissinnaða kleinu
(Iðnvæðing)
í Sjöstjömunni í meyjarmerkinu
er Jónas E. Svafár nokkuð ádeilu-
gjam og þeir sem ekki hafa vitað
það áður munu komast að því að
hann er heimsósómaskáld. Meira
máli skiptir þó að njóta hugkvæmni
hans og myndsköpunar í anda hins
sanna æringja.
MORGUNBLAÐIð' FIMMTIJDAGUR 11 DESEMBÉR 1986
Gefið nytsamar
jólagjafír
FRÁ
GENERAL ELECTRIC
Raftækja- og heimilisdeild
HEKLAHF 5 1
Laugavegi 170-172 Sími 695550
Þreyta í baki ? Stífur háls ?
Jólagjöfin í ár er auðvitað
nýji nuddpúðinn.
-ÆT
Strengur í baki eftirdaglanga
setu við tölvuna, stífur háls eftir
margra tíma akstur í bíl eba
bólgnir fætur eftir langan og
erfiðan vinnudag ?
Clairol nuddpúðinn getur
hjálpað þér, láttu hann gæla við
hálsinn, hrygginn og fæturna
reglulega yfir daginn, þannig að
vöðvarnir haldist mjúkir og blóð-
streymið sé eðlilegt.
Þeir sem nota Clairol nudd-
púðann koma síður þreyttir
heim úr vinnunni.
Clairol nuddpúðinn
góð vinargöf um jólin.
Clairol nuddpúðinn
er alltaf við hendina.
Hann gengur fyrir
rafhlöðum og því hægt ^
að nota hvar og hvenær sem er.