Morgunblaðið - 11.12.1986, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986
Eyrun á veggjunum
Bókmenntir
Jenna Jensd+ottir
Eyrun á veggjunum.
Texti og myndir: Herdís Egils-
dóttir.
Prentun og bókband: Prent-
smiðjan Oddi hf.
Æskan 1986.
Hugarheimur bamsins er oft
stærri og furðulegri, en fullorðna
fólkið grunar.
Það sannar Herdís Egilsdóttir,
sem oftar, er hún setur fimm ára
telpu í sögustólinn og lofar henni
að segja frá atburðum og um-
hverfí. Stelpan á sjö ára systur
og þriggja ára bróður. Mamma
sér um allt — hún á engan mann,
samt eiga þau pabba úti í löndum.
Og það sem meira er, hálfa
systur sem ætlar að koma í heim-
sókn. En mamma er ekki í
vandræðum, hún vinnur í skólan-
um sínum og henni þykir svo
dæmalaust gaman að krökkum.
Svo þegar hana vantar peninga,
skrifar hún bara tölustafí á miða
og fer með hann í bankann — fær
peninga fyrir hann. Það er nú
allur galdurinn. Það er allt erfíð-
ara með litla bróður. Það er ekkert
grín fyrir 5 ára stelpu að hafa
hann sífellt við hliðina á sér.
Reyna að kenna honum mannasiði
og ala hann upp. Heima og í leik-
skólanum og raunar alls staðar.
í leikskólanum vinnur litli bróð-
ir. Skúringakonan segir það.
Vinna hans er fólgin í því að sitja
hljóður upp á bekk og halda að
sér höndum og fótum meðan skúr-
ingamar standa yfír og stelpan
hamast sjálf við að hjálpa til.
Svo vinnur hún líka hjá
mömmu. Hún passar litla bróður
með systur sinni kvöldin sem
mamma spilar á píanó fyrir feitu
konumar sem em að hoppa af sér
spikið.
Það er svo margt ruglað hjá
fullorðna fólkinu, eins og þetta
með eyrun á veggjunum, sem
fínnast hvergi þrátt fyrir mikla
leit. Og amma getur notað gömlu
kjólana sína, þótt hún verði lang-
amma.
Svo er það Matti, þessi asni,
sem er svo leiðinlegur í leikskólan-
■íslensk bókamenning
er verðmæti-
Skuggar feðranna í þýðingu Guðmundar
Daníelssonar og Jerzy Wielunski er eftir
frægasta skáld Úkraínu, Mykhailo M. Kot-
sjúbinski (1864-1913) og mun vera fyrsta rit-
verk hans sem þýtt er á íslensku. Sögusvið er
bændabyggö í Suðvestur-Úkraínu í Karpat-
afjöllunum. Þettaerástar-ogbændalífssaga.
Rannsóknarferðir þær er hér segir frá tókst
Stefán Stefánsson skólameistari á hendur
1888-1896 þegar hann feröaðist víða um
héruð og óbyggðir til að kanna grasafræði
íslands. Dró hann saman með þeim rann-
sóknum föng að hinu merka riti sínu Flóru
íslands sem opnaði almenningi innsýn í
leyndardóm eins þáttar íslenskrar náttúru.
Leyndarmál Laxdælu er önnur bókin í flokkn-
um íslensk ritskýring sem dr. Hermann Páls-
son prófessor í Edinborg hóf þegar Uppruni
Njálu og hugmyndir kom út 1984. Fjallar
Hermann í hinni nýju bók sinni um athygl-
isveröa staði í Laxdælu sem er eitt ágætasta
og frægasta listaverk íslendingasagna.
Herdís Egilsdóttir
um. En þegar Matti verður lasinn,
þá verður allt leiðinlegt í skólan-
um.
Hér er af nógu að taka. Það
er vandi að hugsa og tala fyrir
hönd annarra, ekki síst bama- og
unglinga.
Stundum verða bömin það
þroskaðir spekingar í orðum og
gerðum að veruleikinn fer fyrir
lítið. Fáir sem reyna að skýra út
veröld bama em með öllu saklaus-
ir af þessu.
Fimm ára stelpan í sögunni vex
oft í hugsun og athöfnum í skjóli
þessara staðreynda.
En gáski og gleði em aðall frá-
sagnarinnar og smita fullorðna
einnig.
Herdís er fjölhæfur listamaður.
Það sanna einnig myndir hennar
og tón- og söngvísi sem birtist í
verkum hennar, þó að ekki sé það
í þessari ágætu sögu. Frágangur
vandaður.
Mmmsstæð átök
RÓkmenntBr sögufrægar vegna þess að þar var
----———---—------ um stórpólitískan atburð að ræða.
Erlendur Jonsson Andstæðingar Ólafs töldu hann
, , byltingarmann sem hygðist brjótast
RÉTTVISIN GEGN ÓLAFI hér til valda með sovéskri aðferð.
FRIÐRIKSSYNI o.fl. Heimildir. En Ólafs menn bmgðu andstæðing-
Pétur Pétursson og Haraldur
Jóhannsson sá um útg. Sagn-
fræðist. HÍ Reykjavík, 1986.
Bók þessi er að stofni til útvarps-
viðtöl Péturs Péturssonar frá vetr-
inum 1981-1982, samtalsbók eftir
Harald Jóhannsson og málskjöl —
allt varðandi mál það hið fræga sem
reis þegar Ólafur Friðriksson flutti
hingað rússneskan dreng, munað-
arlausan, Nathan Friedmann að
nafni, haustið 1921. Róstur þær
sem urðu vegna drengsins og flutn-
ings hans af landi brott, urðu
Hlýir hanskar úr geitaskinni
hjálpa í vetur.
Mjúkir - en sterkir, fóðraðir
með akryl og polyuretan
sem heldur hitanum inni og
hleypir rakanum út.
Fyrir alla - stærðir 7-10.
Heildsölubirgðir,
«N
sexhu œ sex norður
SJÓKLÆÐAGERÐIN HF
Skúkigötu 51 Sími 11520
unum að sínu leyti um »bolsivika-
hræðslu«. Hvorir tveggja höfðu
mikið til síns máls. Þetta vom öldur
frá rússnesku byltingunni sem gerð
hafði verið aðeins fjórum ámm áð-
ur. Heimsstyijöldinni fyrri var
nýlokið og Evrópa flakandi í sámm.
Sumir skildu kenningar byltingar-
manna svo að öreigabylting mundi
koma í veg fyrir stríð um aldur og
ævi. Var að furða þó tekið væri
undir þvílíkan boðskap!
En byltingarmenn fóm ekki með
neinum friði. Og það gerðu stjóm-
völd ekki heldur. Varalið var kallað
Ólafur Friðriksson
saman og vopnað kylfum — en líka
skotvopnum! Þarna var alvara á
ferðum. Menn skiptust með og
móti eftir því hvom málstaðinn
þeir studdu.
Sjálfstæðisbaráttunni var nýlokið
með fullveldi. Baráttan við dönsk
stjómvöld 'sameinaði ekki lengur.
Hér var sundmð þjóð.
Ég skil svo, samkvæmt hinum
mörgu og greinagóðu viðtölum Pét-
urs Péturssonar, að Ólafs lið hafí
séð að við ofurefli væri að etja og
þess vegna beitt sér minna en ella
hefði orðið.
En atburður þessi kom líka af
stað undiröldum vinstra megin í
íslenskri pólitík. Byltingaröflin
studdu Alþýðuflokkinn. En nú kom
á daginn að ekki stefndu allir kratar
að þjóðfélagsbyltingu. Þama kom
strax í ljós sú glufa sem leiddi til
klofnings áratug síðar og enn setur
svip á íslensk stjómmál.
Mikið orðaskak varð af atburðum
þessum. En ætli Friedmann litli
hafi ekki skilið þessa atburði best
og lýst þeim gagnorðast og skil-
merkilegast? Hann var dálítið
slæmur í augunum, litla skinnið,
og eins og kunnugt er vísað úr landi
af heilbrigðisástæðum. »Þegar fólk
spurði hann, hvað væri að honum
í augunum, sagði hann: — Það er
pólitík.«