Morgunblaðið - 11.12.1986, Page 23

Morgunblaðið - 11.12.1986, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986 23 Ljós og skugg- ar á langrí leið Þjóðsaga gefur út endurminningar Pablo Casals í þýðingu Grímhildar Bragadóttur BÓKAÚTGÁFAN Þjóðsaga hef- ur gefið út bókina „Ljós og skuggar á langri leið — endur- minningar Pablo Casals". Albert E. Kahn skrásetti, en Grimhildur Bragadóttir þýddi á íslenzku. Helgi Hálf danarson þýddi bundið mál. Höfundur bókarinnar, Albert E. Kahn, var með bókina í smíðum árum saman. Hann var með Casals á hljómleikaferðum hans víða um heim, dvaldi á heimili hans og átti við hann löng viðtöl. En honum Pablo Casals nægði ekki að lýsa selló-snillingn- um, hljómsveitarstjóranum og tónskáldinu Pablo Casals með því einu að rekja æviferil hans, hann vildi ekki síður lýsa honum sem manni en listamanni. í formála sínum að bókinni segir Kahn m.a.: „Með þessari bók er því boðin fram mynd af Pablo Casals, sem dregin er upp eftir endurminn- ingu hans og frásögn sem ég hef skráð á nokkrum undanfömum árum og hef nú ofíð saman í þessa bók. Verk þetta er að mestu leyti byggt á orðum hans sjálfs og ég hef leitast við að sýna lesendum hann sem mann er sannar með lífí sínu það sem hann hefur haft að kjörorði í lífinu: „Listin og hið mannlega eru óaðskiljanleg.““ í formála sfnum segir þýðandinn, Grímhildur Bragadóttir, m.a.: „Flestir þeir sem fagurri tónlist unna þekkja nafnið Pablo Casals. Með leik sínum á sellóið náði hann að heilla milljónir manna um allan heim. En auk sellóleiksins fékkst Casals einnig við tónsmíðar og hljómsveitarstjóm. Enda þótt nú séu liðin 13 ár frá því hann lést, er hann enn í dag að veita okkur af auðlegð sinni. Af hljómplötum þeim sem hann lék inn á steymir til okkar göfugur boðskapur í hinni djúpu tjáningu sem einkennir leik hans. En Pablo Casals var ekki aðeins frábær listamaður. Hann var ákafur lýðræðissinni og barðist gegn kúg- un einræðisstjómar Francos á Spáni og gegn óréttlæti í hvaða mynd sem það birtist. Hann var einhver mesti húmanisti þessarar aldar. í bók þessari, „Ljós go skugg- ar á langri leið", segir frá lífí Pablo Casals og baráttu hans fyrir betri heimi." Bókin er mikil að vöxtum, eða 332 blaðsíður og með fjölda mynda. Henni fylgir nafnaskrá og listi yfír hljómplötur með Pablo Casals. Bók- in er hönnuð af Hafsteini Guð- mundssyni og hún var prentuð og bundin í Odda hf. Vinnuveitendasamband íslands í samvinnu við aðildarfélög þess gengst fyrir námsstefnu um efni og þýðingu nýju kjarasamninganna í Kristal- sal Hótel Loftleiða, í dag, fimmtudaginn 11. desember kl. 15.30. Leiðbeinendur verða þeir Kristján Þorbergsson, lögfr. VSÍ og dr. Vilhjálmur Egilsson, hagfræðing- urVSÍ. Mikilvægt er, að þeir, sem taka ákvarðanir um laun eða hafa umsjón með launaútreikningum í fyrirtækjunum, afli sér haldbærra upplýsinga um þær breytingar, sem kjarasamningarnir hafa í för með sér. Mistök íframkvæmd geta stefnt árangrinum ítvísýnu. Námsstefnan er opin fulltrúum allra fyrirtækja íVSÍ og aðildarfélögum þess. Vinnuveitendasamband íslands Apótekarafélag íslands Bílgreinasambandið Félag blikksmiðjueigenda Félag dráttarbr. og skipasmiðja Félag gleraugnaversl. á íslandi Félag húsgagna- og innr.framl. Félag ísl. iðnrekenda Fétag fsl. prentiðnaðarins Félag ísl. stórkaupmanna Félag mélmiðnaðarfyrirtœkja Félag vinnuvélaeigenda Hárgreiðslumeistarafélag íslands Kaupmannasamtök íslands Landssamband bakarameistara Landssamband fsl. rafverktaka Landssamband ísl. útvegsmarína Landsssamband veiðarfæragerða Samband fiskvinnslustöðvanna Samband málm- og skipasmiðja Samband veitinga- og gistihúsa Verktakasamband íslands BÍLABORG HF. 23sími 6812 99 BllLINN«sdg FYRIP Töffog flottur lítill bíll—fæst meiraaðsegja með TURBOvél! Snöggurog lipurí umferðinni. Nóg pláss—meira að segja fyrirmig! Ótrúlega sparneytinn. Skutlan kostar nú frá aðeins 259 þúsund krónum. Skutlan er flutt inn af Bíla- borg h/f. Það tryggir 1. flokks þjónustu, sem er rómuð af öll- sem til þekkja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.