Morgunblaðið - 11.12.1986, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986
25
ekkert lagagildi og verða því alfar-
ið háðar duttlungum ráðamanna
hveiju sinni. Skattkerfið hefur hins-
vegar fullt lagagildi og ekki svo
auðvelt að fást við það og afleiðing-
ar þess.
Ef engar niðurgreiðslur kæmu
til gæti skattprósentan verið lægri
ætti hún að afla sömu tekna. Nefnd-
ar hafa verið tölur frá 12—18% eftir
mati.
Ekki er hægt að viðurkenna, að
boðað kerfi ijármálaráðherra sé
hlutlaust gagnvart almenningi né
neysluvörum, þar sem verð vara
mun skekkjast með niðurgreiðslum.
Mjög líklegt er, að tilhneiging verði
til þess að niðurgreiða þær vörur
meira, sem hafa pólitiska þýðingu,
eins og hefðbundnar landbúnaðar-
vörur. Skattur á matvæli er aldrei
hlutlaus gagnvart þeim sem nota
meginhluta tekna sinna til kaupa á
þeim.
Draga má saman nokkrar rök-
semdir gegn samþykkt fyrirhugaðs
frumvarps, sem hér segir:
1. Niðurgreiðslur vegna upptöku
VASK munu auka á skriffínnsku
opinbera kerfísins. Pólitísk neyslu-
stýring i sambandi við þær er
líklegri en ekki. Æskiiegra hlyti að
teljast að skatturinn væri lægri að
hundraðshluta án allra niður-
greiðslna, en skattakerfíð yrði látið
sjá um vanda hinna verr settu.
2. Það er yfírlýst stefna fjár-
málaráðherra, að afla ríkissjóði ekki
meiri tekna en aflað er með sölu-
skatti í dag. Tekjuöflunin er mjög
ódýr í núverandi söluskattskerfí,
þar sem 1.600 aðilar innheimta 85%
skattsins, og 300 aðilar þar af skila
60% skattsins. Virðisaukaskatt-
kerfið er ómótmælanlega margfalt
dýrara í framkvæmd en söluskatts-
kerfíð, bæði fyrir innheimtuaðilann
og greiðandann, sem er í raun allur
almenningur.
3. Upptaka VASK verður óhjá-
kvæmilega mjög verðbólguhvetj-
andi, þar sem skyndileg hækkun
verður á matvælum og bygginga-
kostnaði og algengri þjónustu sem
almenningur notar, t.d. rakarar,
bakarar, lögfræðingar, endurskoð-
endur, verkfræðingar, arkitektar
o.s.frv.
4. Upptaka VASK mun valda
launaskriði hjá opinberum starfs-
mönnum, þar sem ekki er hægt að
manna skattstofumar í dag með
launakerfí opinberra starfsmanna.
Við kerfísbreytinguna verður að fá
fólk til starfa. Yfírborganir munu
breiðast út um þjóðfélagið.
5. Upptaka VASK mun leiða til
meiri fjárbindingar í smásöluverzl-
un, sem nemur um 2,34% af
ársveltu, í heildverzlun allt að 7,6%.
Þetta mun leiða til almennrar
hækkunar vöruverðSj sem almenn-
ingur mun greiða. I iðnaði getur
þetta leitt til aukinnar fjárbinding-
ar, sem nemur 5,6% af ársveltu.
Þessi fjárbinding fer inn í verðlag
iðnaðarvörunnar, sem almenningur
greiðir.
6. Vinna í bókhaldi fyrirtækja
mun aukast allt að 60%, vegna
VASK. Þetta mun almenningur
greiða einnig.
7. Fjármálaráðherra hefur upp-
lýst, að ekki sé gert ráð fyrir að
launaskattur sé felldur niður við
upptöku VASK. Launaskattur er í
raun söluskattur á virðisauka fyrir-
tælqa og hefur sömu uppsöfnunar-
áhrif og söluskattur hefur.
Islenzkan launaskatt ber því að telja
með, þegar saman eru bomar upp-
hæðir VASK í hinum ýmsu löndum.
Þannig skoðað verður fyrirhugaður
íslenzkur virðisaukaskattur heims-
met.
8. í flestum löndum, þar sem
VASK-kerfi er notað, eru í gangi
mismunandi skatthlutföll á hinar
ýmsu vörutegundir. Engin haldbær
rök hafa komið fram um það, hvers-
vegna verði að leggja VASK af
fullri stærð á matvæli eða hús-
næðiskostnað. Engin rök hafa
heldur verið færð fyrir því, að ekki
verði samið um mismunandi pró-
sentur á seinni stigum málsins, svo
sem í væntanlegum kjarasamning-
um. Þannig hafa ekki verið færð
nein rök fyrir því, hversvegna
VASK-kerfíð geti ekki orðið jafn-
götótt í framtíðinni og söluskatt-
skerfíð er talið vera í dag. Ef svo
fer hafa allir tapað á breytingunni.
9. Engin rök hafa verið færð
gegn því, að ekki megi ná fram
öllum þeim markmiðum sem stefnt
er að í VASK, með einföldum breyt-
ingum á söluskattskerfí. Þvert á
móti er hægt að sýna fram á hið
gagnstæða með mun ódýrara kerfí
en nu er boðað.
10. I frumvarpinu er almenningi
fyrirmunað að njóta skilyrts afslátt-
ar, svo sem afsláttar á vöruúttekt,
ef greitt er innan ákveðins tíma.
Askorun til almennings
Fá mál hafa komið upp á Alþingi
á seinni árum, sem hafa eins mikla
þýðingu á allt líf manna og stöðu
almennings gagnvart ríkisvaldinu
og frumvarp það, sem nú er reynt
að koma í gegn á Alþingi fyrir jól.
Því er mikil nauðsyn á, að fólk
kynni sér þessi mál eftir fremsta
megni sjálft, en varist að láta ein-
hliða áróður eins og fjármálaráð-
herra hefur beitt sér fyrir, og
nokkrir háværir sérfræðingar í iðn-
aði og verzlun hafa tekið undir.
GRANDI hf greiddi um 302 millj-
ónir króna í laun fyrstu 9 mánuði
ársins. Á sama tíma var heUdar-
velta fyrirtækisins 950 miUjónir
króna, 520 hjá fiskvinnslu og 430
hjá togurum. Afli þetta tímabil
var um 21.000 lestir. 16.500 lest-
um var landað heima, 1.300 lestir
voru seldar í gámum og siglt
með 3.200 lestir.
Heildarframleiðsla vinnslunnar á
Virðisaukaskattur er rökræn
skattaðferð, ef hún er ekki notuð
til þess að skekkja verðvitund al-
mennings með niðurgreiðsium. Hún
er dýrari aðferð til þess að ná í
peninga fyrir ríkið en söluskattur
er. Almenningur greiðir skattinn
og kostnaðinn af honum í báðum
tilfellum. Hinsvegar liggur ljóst fyr-
ir að söluskattur getur aflað sömu
tekna af sama réttlæti og VASK á
mund ódýrari hátt. í fyrirliggjandi
myn mun samþykkt frumvarpsins
að öllum líkindum þýða stóraukna
skattbyrði almennings í framtíð-
inni. Það leggur stjómmálamönnum
meiri völd í hendur til þess að ráðsk-
ast með fjárhag heimilanna í
landinu en þeim er hollt að hafa, í
gegnum losaralegar hliðarráðstaf-
anir.
Þitt er valið, skattgreiðandi. Ef
það er of seint að mótmæla núna
er næsta tækifæri við kjörborðið í
vor.
Ef til vill er ekki of seint að hefja
undirskriftasöfnun til þess að fá
þessu mikilvæga máli frestað áður
en slysast er til að stíga skref, sem
ekki er hægt að stíga til baka.
Höfundur er verkfræðingur og
annaraf framkvæmdastjómm
Steypustöðvarinnar hf.
þessu tímabili var 5.700 lestir,
2.900 lestir af karfa, 1.300 af
þorski, 1.000 af ufsa og 500 lestir
af öðrum tegundum. Afli togaranna
þetta tímabil var 2,6% meiri en
gert hafði verið ráð fyrir. Ottó N.
Þorláksson var aflahæstur að lokn-
um októbermánuði með 4.352 lestir,
þar af 745 lestir af þorski. Næstur
var Jón Baldvinsson með 3.382 lest-
ir, 1.029 af þorski.
Grandi hf greiddi 302 millj.
í laun til septemberloka
Nú í
DÝRTÍÐINNI
biðja allir um
ÓDÝRU
STJÖRNU
JÓLAKORTIN
FÁST í FLESTUM
BÓKA- GJAFA- OG
RITFANGAVERSLUNUM
LITBRÁ HF.
SÍMAR 22930 - 22865
iði, sem gildir allt árið!
eftir marga þekktustu grafíklistamenn landsins.
okkar í hús og selja almanakið.
I skreyttu veggi þína með gullfallegu almanaki.
ALMANAKS
HAPPDRÆTn
ÞROSKAHJÁLPAR
1987
I Ul I JUII.
ginn út í október.
^“-litsjónvarpstæki, dregin út aðra mánuði ársins.
..Í5&5,.***«* ,
hr
t‘%