Morgunblaðið - 11.12.1986, Page 26

Morgunblaðið - 11.12.1986, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986 Lögmannafélag Islands 7 5 ára eftir Stefán Pálsson Vil ég hér á eftir geta helstu þátta í starfsemi félagsins eins og þeir eru nú: Árið 1942 voru sett lög um mál- flytjendur og samkvæmt þeim eru héraðsdóms- og hæstaréttarlög- menn opinberir sýslunarmenn og hafa skyldur og réttindi sem slíkir. Ákveða lögin m.a. að héraðsdóms- og hæstaréttarlögmenn skuli hafa með sér félag, og komi stjóm þess fram fyrir þeirra hönd gagnvart dómurum og stjómvöldum í málum er stéttina varða. Stjóm Lögmanna- félags íslands ber samkvæmt lögunum að hafa eftirlit með, að félagsmenn fari að lögum í starfa sínum og ræki skyldur sínar með trúmennsku og samviskusemi og styðst hún þar við ákvæði í siðaregl- um lögmanna (codex ethicus) er hljóðar svo: „Lögmanni ber að efla rétt og hrinda órétti. Skal lögmaður svo til allra mála leggja, sem hann veit sannast eftir lögum og sinni samvisku." Ber stjóm Lögmannafélagsins að hafa eftirlit með þeim, er búa sig undir að verða héraðsdómslögmenn og ber dómsmálaráðuneytinu að leita umsagnar stjómar félagsins, áður en það veitir lejrfí til málflutn- ings fyrir héraðsdómi. Félagsmenn í Lögmannafélaginu em nú 118 hæstaréttarlögmenn og 173 héraðs- dómslögmenn. _ Heiðursfélagi Lögmannafélags íslands er Rann- veig Þorsteinsdóttir hrl. Fyrsti formaður félagsins fyrir 75 ámm síðan var Eggert Claes- sen, en ritari var Sveinn Bjömsson síðar forseti. Árið 1918 tók Sveinn Bjömsson við formannsstarfí en eftir hann hafa eftirtaldir hæsta- réttarlögmenn verði formenn í þeirri röð sem hér greinir: Jón Ás- bjömsson (siðar hæstaréttardóm- ari), Guðmundur Ólafsson, Theódór B. Líndal (síðar prófessor), Einar B. Guðmundsson, Magnús Thorla- cius, Kristján Guðlaugsson, Láms Jóhannesson (síðar hæstaréttar- dómari), Ágúst Fjeldsted, Jón N. Sigurðsson, Guðmundur Ingvi Sig- urðsson, Benedikt Blöndal, Páll S. Pálsson, Guðjón Steingrímsson, Þorsteinn Júlíusson, Helgi V. Jóns- son, Jóhann H. Níelsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, og nú Sveinn Snorrason. Með Sveini eiga nú sæti í aðalstjóm félagsins þeir lögmennimir Hákon Ámason, Gest- ur Jónsson, Björgvin Þorsteinsson, og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Eins og fyrr segir ber stjóm Lögmannafélags íslands að hafa eftirlit með því að félagsmenn fari að lögum í starfí sínu og ræki skyld- ur sínar með trúmennsku og samviskusemi. Gerðabækur sýna að þessi hluti starfa félagsstjómar er umfangssamur og ábyrgðarmik- ill. Mörg mál koma á ári hverju til úrskurðar félagsstjómar og hefur hvergi heyrst annars getið, en að úrskurðir hennar hafi verið óhlut- drægir, enda ágætir lögmenn valist til stjómarstarfanna. Félagið hefur afskipti af löggjafarmálum einkum þeim er snerta réttarfarið í landinu með því að taka lagafrumvörp til umræðu á fundum og senda um- sagnir um þau til Alþingis og ríkisstjómar. Einnig hefur það átt fmmkvæði að því að endurbætur hafa verið gerðar á íslenskri löggjöf. Auk stjómar em starfandi nefnd- ir innan félagsins, sem vinna að margvíslegum málum. Gjaldskrár- nefnd er skipuð þremur lögmönnum og getur stjóm félagsins svo og hver félagsmaður krafíð hana vott- orðs um gjaldskrámálefni. Þá starfa tvær 5 manna nefndir og nefnist önnur kjaranefnd en hin laganefnd. Hlutverk kjaranefndar er að vinna að bættum hag félagsmanna og gera tillögur til stjómar félagsins um málefni er varða lqor þeirra en hlutverk laganefndar er að fylgjast með lögum, lagaframkvæmd og lagafmmvörpum og gefa stjóm fé- lagsins ábendingar og tillögur til umsagnar um þau. „Þann 11. desember árið 1911 stofnuðu 17 lögmenn Málflutnings- mannafélag Islands, en frá árslokum 1944 hef- ur heiti þess verið Lög-mannaf élag ís- lands. 75 ára afmælis Lögmannafélags Is- lands er nú minnst með ýmsum hætti og er unn- ið að útgáfu afmælisrits undir ritstjórn Sigurð- ar Líndal prófessors þar sem saga félagsins verður rakin.“ Á aðalfundi Lögmannafélagsins árið 1970 var samþykkt skipulags- skrá fyrir námssjóð er hefur það hlutverk að efla framhaldsmenntun lögfræðinga, með beinni styrkveit- ingu til einstakra lögfræðinga og með fjárframlögum til ritstarfa á sviði lögfræði, fræðslufunda og námskeiðahalda lögfræðinga, og á annan hátt svo sem nánar kann að vera ákveðið af stjóm námssjóðsins en hana skipa 3 menn. Hefur sjóð- urinn gengt þessu hlutverki allbæri- lega og veittir hafa verið styrkir til útgáfu dómsafna. Á árinu 1976 var stofnaður ábyrgðarsjóður Lög- mannafélags íslands er hefur það markmið að gera Lögmannafélag- inu kleift að bæta að hluta eða öllu SAKLAUS SVIPUR eftir Sidney Sheldon Þessi bók vartalin spennusaga ársins í Bandaríkjunum og hefur verið metsölubók víðs vegar um heim, eins og raunar allar skáidsögur eftir Sidney Sheldon. Verð kr. 975,00 & ÖKflFORLHGSBJEK \ \Ls\m r \SLV W \v\R Bókaútgáfan Hildur: „Hestarog reið- menn á Islandi“ - meðaljólabókaiuia frá Bókaútgáfuraii Hildi BÓKAÚTGÁFAN Hildur sendir Barböm" eftir Ib H. Cavling, „Villti frá sér fímm nýja bókatitla. baróninn" eftir Victoríu Holt og Þeirra á meðal er bókin „Hestar „Björg hleypur að heiman" eftir og reiðmenn á íslandi" eftir Ge- Margit Ravn. Gunnar Þorleifsson orge H.F. Schrader. sendir frá sér fyrsta bindi bókarinn- Þá koma út bækumar „Raunir ar „Syndir feðranna". Útgerðarfélag Skagfirðing’a: Akvörðun um breyttan rekstur bíður fundar stjórnarinnar FJÁRHAGSSTAÐA Útgerðarfé- lags Skagfirðinga og vænlegustu breytingar á rekstri til að bæta stöðuna voru kynntar á hluthafa- fundi síðastliðið mánudagskvöld. Ýmsir kostir eru taldir koma til greina, en ákvörðun um breyt- ingar bíður stjómarfundar síðar f mánuðinum. Eins og fram hefur komið í frétt- um Morgunblaðsins er rekstrar- staða útgerðarfélagsins erfíð, aðallega vegna óhjákvæmilegra vél- arskipta { togaranum Skapta. Möguleikar til að bæta stöðuna em annars vegar taldir aukning hluta- flár og hins vegar aukning tekna með breytingum á rekstri. Hlutafé var nýiega aukið að kröfu Fisk- veiðasjóðs og viðskiptabanka félagisins, sem skilyrði fyrir leng- ingu lána, en frekari aukningar er talin þörf til að tryggja reksturinn. Leiðir til aukingar tekna hafa verið nefndar saia ferks fisks í gámum eða siglingar til útlanda með fersk- an fisk og eða að frysting afla um borð í Drangey verði aukin. Hins vegar er það markmið félagsins að afla fislqar til vinnslu heima fyrir og því er takmarkaður áhugi fyrir lausn af þessu tagi. Þá er talið koma til greina að fískvinnslan greiði meira fyrir fiskinn, en frysti- húsin á félagssvæði Útgerðarfélags Skagfirðinga eiga samanlagt meiri hluta í félaginu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.