Morgunblaðið - 11.12.1986, Síða 35

Morgunblaðið - 11.12.1986, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986 35 Jólakort þriðja árs^ nema MHÍ ÞRIÐJA árs nemar í Myndlista- og handíðaskóli íslands hefur gefið út jólakort. Agóði af sölu jólakortanna renn- ur í ferðasjóð þriðja árs nema MHÍ. Fastráðning- in hentar ekki á svona stöðum Segir Þorsteinn Sveins- son kaupfélagsstjóri um atvinnuvanda- máJ Borgarfjarðar eystra „VEGNA lélegrar hafnaraðstöðu eru aðeins gerðir út smábátar frá Borgarfirði sem ekki geta sótt nema takmarkað yfir veturinn. Við tókum það ráð að salta fisk- inn sem berst að og ráða sem fæst fólk,“ sagði Þorsteinn Sveinsson kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Egils- stöðum er hann var spurður hvort hann væri sammála þeirri skoðun sem fram kom í nýlegum viðtölum við íbúa á Borgarfirði eystra að fastráðningarsamning- ar fiskvinnslufólks hefðu orðið til að minnka vinnuna í frysti- húsi KH á staðnum. Þorsteinn sagði að ef þessir fast- ráðningarsamningar hefðu ekki komið til framkvæmda á Borgarfirði, eins og forráðamenn fyrirtækisins hefðu reyndar viljað, hefði fólkið ver- ið kallað út til að vinna við frystingu þess fisks sem komið hefur á land í haust. En fyrirtækið gæti ekki kallað fólkið til vinnu fyrir einn og einn dag þegar hráefnisöflunin væri svona stopul og átt á hættu að þurfa að greiða fólkinu laun í mánuð án þess að hafa vinnu fyrir það. „Það þarf að laga þetta fyrirkomulag. Fastráðn- ingin hentar ekki á svona stöðum. Þar sem eru 10 starfsmenn eða færri er veitt undanþága frá þessu ákvæði og ég held að menn hljóti að hækka mörkin þannig að þetta nái til staða eins og Borgarfjarðar, “ sagði Þor- steinn. Kaupfélag Héraðsbúa lagði niður slátrun í Borgarfirði í haust, en þar hefur verið slátrað frá því að byijað var að slátra fé í sláturhúsum hér á landi og kom fram viss óánægja heimamanna með það. Þorsteinn sagði að fólkið hefði fengið laun í frystihúsinu alla sláturtíðina og ekki misst neitt. Hann sagði að kaupfélag- ið hefði slátrað á fjórum stöðum en þar sem fé á svæðinu hefði fækkað mikið frá árinu 1979, eða úr 81 þús- und í 55 þúsund, og aðeins væri eftir um 4.000 fjár í Borgarfirði, hefði verið áveðið að slátra aðeins í þremur húsum nú. Þetta væri meðal annars gert til að verða við kröfum um hag- . ræðingu í vinnslu sem komið hefðu fram á undanförnum árum. Þorsteinn sagði að tap væri búið að vera á frystihúsi KH í Borgarfirði eystra um árabil og tap væri á versl- uninni þar líka. Hann sagði að það væri spurning hvað hægt væri að halda lengi áfram á þessari braut og að því gæti komið að selja þyrfti þjón- ustuna dýrara eða draga úr henni. VJterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! Guðni Kjartansson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu: „Kmðurínn kemurekki af sjálfii séi: Mundu ettinnj(')lkimir* Menn veröa ekki afreksmenn í íþróttum núorðiö án alhliða undirbúnings. GuÖni Kjartansson, leikmaður og þjálfari í knattspyrnu leggur ríka áherslu á, aö einn liðurinn í undirbúningi knattspymumanna, sem annarra íþróttamanna, sé að borða rétta fæðu, til þess að líkaminn fái þann kraft og snerpu sem nauðsynleg er. Mjólkin er ómissandi uppistaða í daglegri fæðu þeirra, sem hugsa um uppbyggingu líkamans. Fáar fæðutegundir eru eins ríkar af bætiefnum og mjólk. Nær vonlaust er t.d. fyrir okkur aö tryggja líkamanum nægilegt kalk án mjólkurmatar og kalk veröur líkaminn aö fá til vaxtar og viöhalds beina og tanna. Auk kalksins sér mjólkin líkamanum fyrir mikilvægum próteinum, B-vítamínum, A-vítamíni, kalíum, magníum, zinki o.fl. bætiefnum sem eru nauðsynleg fyrir heilbrigði okkar. Þess vegna er mikilvægt að mjólk og mjólkurvörur séu hluti af hverri máltíð. Pétur Pétursson, landsliösmaður í knattspyrnu drekkur mikla mjólk og leysir þar meö stóran hluta af bætiefnaþörfinni enda krefst íþrótt hans mikillar snerpu, þreks og sterkra tauga. MJOLKURDAGSNEFND Mjólk fyrir alla eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson Börn og unglingar ættu aö nota allan mjólkurmat eftir því sem smekkur þeirra býöur. Fullorðnir ættu á hinn bóginn aö halda sig við fituminni mjólkurmat, raunarvið magra fæöu yfirleitt. 2 mjólkurglös á dag eru hæfilegur lágmarksskammtur ævilangt. Mundu aö hugtakiö mjólk nær yfir léttmjólk, undanrennu og nýmjólk. * (Með mjólk er átt við nýmjólk, léttmjólk og undanrennu).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.