Morgunblaðið - 11.12.1986, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986
43
illfxgmtfrlftfrftí
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Augiýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. j lausasölu 50 kr. eintakið.
Nýtt fólk
til ábyrgðarstarfa
Stjórnmálaforingjarnir fara nú
að skipa liði sínu í kosninga-
fylkingar. Skoðanakannanir að
undanförnu sýna, hvernig landið
liggur í þann mund, sem gengið er
frá framboðslistum. Af þeim er
ljóst, að Sjálfstæðisflokkurinn þarf
að hafa sig allan við til að halda
stöðu sinni og hindra að atkvæða-
veiðar Alþýðuflokksins skili sér í
kössunum á kjördag.
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sat fyrir svör-
um í beinni útsendingu á Stöð 2 á
þriðjudagskvöld. Af þeim þætti má
ráða, að staða Alberts Guðmunds-
sonar og Hafskipsmálið svonefnda
séu snöggir blettir á Sjálfstæðis-
flokknum. Flokksformaðurinn hélt
vel á mönnum sínum, þegar taflið
við fréttamennina tvo snerist um
Albert og Hafskipsmálið. Raunar
snertu flestar spumingamar þessi
atriði og þau er varða stöðu Þor-
steins sem flokksformanns.
Þegar kom að því að ræða stjóm-
málaástandið almennt og vígstöðu
Sjálfstæðisflokksins eftir tæplega
fjögurra ára setu í ríkisstjóm með
Framsóknarflokknum, var greini-
lega auðvelt fyrir Þorstein Pálsson
að færa fyrir því gild rök, að í
megindráttum gæti flokkurinn og
stjómin vel við unað. Vissulega er
það mikilvægur árangur, að tvisvar
sinnum á sama árinu skuli nást
kjarasamningar, sem falla að helsta
stefnuatriði ríkisstjómarinnar í
efnahagsmálum, að halda genginu
föstu og draga úr skuldasöfnun í
útlöndum.
Ummæli Þorsteins Pálssonar um
það, hvemig hann ætlar að standa
að vali sjálfstæðismanna í ríkis-
stjóm að kosningum ioknum eru
hið fréttnæmasta, sem fram kom í
þessum sjónvarpsþætti. í fyrsta lagi
sagðist Þorsteinn ætla að velja
menn af nýrri kynslóð í Sjálfstæðis-
flokknum í ráðherraembætti. í öðru
lagi ætlar hann að hafa þann hátt-
inn á, að gera sjálfur tillögu um
ráðherraefni til þingflokks sjálf-
stæðismanna.
Um kynslóðaskipti í ráðherra-
sætum eigi Sjálfstæðisflokkurinn
aðild að ríkisstjóm eftir kosningar
er það að segja, að engum ætti að
koma á óvart, að Þorsteinn Pálsson
vilji slíka breytingu. Þegar hann var
kjörinn formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, urðu kynslóðaskipti í forystu
flokksins. Mörgum finnst sem fram-
boðslistamir eða tillögumar um þá
eins og þær eru núna beri þess
ekki merki. Enginn vafí er á því,
að innan Sjálfstæðisflokksins finnst
fleirum en formanninum tímabært
að breyta til á þann veg, sem hann
hefur boðað.
Hjá Sjálfstæðisflokknum hefur
hvort tveggja verið tíðkað, að for-
maður flokksins leggi ákveðna
tillögu um ráðherraefni fyrir þing-
flokk eða hann leiti eftir uppá-
stungum um menn hjá þingflokkn-
um. Undanfarin ár hefur síðari
aðferðinni verið beitt. Þorsteinn
Pálsson gæti ekki boðað kynslóða-
skipti í ráðherrastólum sjálfstæðis-
manna jafn afdráttarlaust og hann
hefur gert, ef hann ætlaði ekki sjálf-
ur að hafa forystu um það. Gefur
stefna hans í því efni strax til kynna
þær breytingar, sem ákvörðun hans
um formlega hlið á vali ráðherra
hefur í för með sér.
Hugmynd formanns Sjálfstæðis-
flokksins um kynslóðaskipti á
vafalaust eftir að vekja miklar
umræður og vangaveltur innan
flokksins og utan. Ef til vill væri
eðlilegra að orða þetta á þann veg,
að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi á
nýju fólki að halda í ábyrgðarstöður
á borð við ráðherraembætti. Aldur-
inn skiptir ekki öllu máli í þessum
efnum. Sjálfur forðaðist Þorsteinn
Pálsson réttilega að nefna nokkur
nöfn í sjónvarpsþættinum. Fátt er
óráðlegra en það á þessari stundu.
Á hinn bóginn mun athyglin nú
beinast meira en áður að þeim fram-
bjóðendum flokksins, sem eru af
hinni nýju kynslóð. í stuttu máli
má segja, að almennt hafi heldur
lítið farið fyrir þeim í stjómmálaum-
ræðunum upp á síðkastið. Það eru
til að mynda fleiri í framboði fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík en
Albert Guðmundsson, sem fékk
flest atkvæði í prófkjörinu á dögun-
um.
Með hreinskilni sinni í sjónvarps-
þætti Stöðvar 2 hefur Þorsteinn
Pálsson skipað fylkingum frambjóð-
enda Sjálfstæðisflokksins með
nýjum hætti. Hann sýndi, að and-
byrinn í skoðanakönnunum hefur
síður en svo dregið kjarkinn úr
formanninum.
Ekki talið
fram
Vegna umræðnanna um að stað-
greiðsla skatta kunni að verða
tekin upp 1. janúar 1988 hefur
verið sagt, að það ár yrði „skatt-
laust" ár. Þetta orðalag kynni að
vekja þær hugmyndir hjá einhveij-
um, að þeir þurfí ekki að greiða
tekkjuskatt eða útsvar á næsta ári.
Þar er um misskilning að ræða. Á
árinu 1987 greiðum við skatta af
tekjum ársins 1986. Verði stað-
greiðslan tekin upp 1. janúar 1988
þurfum við hins vegar ekki að telja
fram til skatts tekjur okkar á árinu
1987; þess vegna sjá ýmsir sér leik
á borði að afla þá meiri tekna en
þeir hefðu ella gert. Stjómendur
atvinnufyrirtækja segjast eiga von
á að framleiðsla þeirra aukist veru-
lega. Segir þetta okkur ekki allt,
sem við þurfum að vita um það,
að óhófleg skattheimta er dragbítur
í efnhags- og atvinnustarfsemi.
Fjölmiðlakönnun Félagsvísindastofnunar:
Tvöfalt fleiri horfa
á fréttir í ríkis-
sjónvarpi en Stöð 2
í KÖNNUN Félagsvísindastofnunar um hlustun á dagskrárliði út-
varps og notkun sjónvarps kemur fram að rúmlega tvöfalt fleiri
horfa á fréttir ríkissjónvarpsins en Stöðvar 2. Þá er miðað við þá
áhorfendur sem ná báðum stöðvunum. Fleiri hlusta á Bylgjuna en
rás 1 og rás 2 samanlagt að fréttum á rás 1 undanskildum.
Notkun sjónvarps var mæld frá þar sem allar þijár útvarpsstöðv-
og með mánudeginum 1. desember
til laugardagsins 6. desember.
Spurt var um hvern dagskrárlið,
en ekki var spurt um læstu dag-
skrána á Stöð 2. Fyrsta daginn, 1.
desember, horfðu 61% allra þeirra
sem spurðir voru á fréttir ríkissjón-
varpsins, en 12% horfðu á fréttir
Stöðvar 2. Ef aðeins eru teknir
þeir sem ná báðum stöðvum horfðu
55% á ríkissjónvarpsfréttir, en 18%
á fréttir Stöðvar 2. Þess ber að
geta að 1. desember var fréttatími
ríkissjónvarpsins færður aftur til
kl. 20 og Stöð 2 færði sig til kl.
19.30, en þessar breytingar voru
umdeildar. Á báðum sjónvarps-
stöðvum eru fréttir vinsælasta
efnið.
Fréttir eru einnig vinsælasta efn-
ið hjá ríkisútvarpinu. Á því svæði
amar nást, rás 1, rás 2 og Bylgjan,
eru allt frá 35-43% hlustenda sem
hlusta á fréttir ríkisútvarpsins.
Bylgjan eða rás 2 ná aldrei jafn
miklum fjölda hlustenda að einum
og sama dagskrárliðnum þessa tvo
daga sem könnunin náði til, föstu-
daginn 5. desember og laugardag-
inn 6. desember. Það er þó áberandi
að um miðjan daginn em fleiri sem
hlusta á Bylgjuna en á hinar tvær
stöðvamar samanlagt. Rás 2 hefur
mest 6% hlustenda, en Bylgjan fer
hæst í 26%. Þá er miðað við það
svæði þar sem báðar stöðvar nást.
Könnun þessi var gerð fyrir
Ríkisútvarpið, Samband íslenskra
auglýsingastofa, íslenska sjón-
varpsfélagið og íslenska útvarps-
félagið.
Frá fundinum í Gamla bíói
Ályktun fundar heilbrigðisstétta:
Sala spítalans aðf ör
að heilbrigðiskerfinu
Þrjú íslensk listaverk
seldust á um 800 þús. kr.
Kaupmannahöfn
ÞRJÚ íslensk málverk voru á uppboði hjá Bruun Rasmussen í Kaup-
mannahöfn á þriðjudag. Þar er nú haldið mikið uppboð á málverkum,
grafíkteikningum, bókum og húsgögnum og stendur það í fjóra
daga. Ekki eru þar fleiri íslenskir munir en þessi þijú málverk.
Mynd Kristínar Jónsdóttur af
Goðafossi með eiginhandaráritun
listakonunnar var metin á 8-12
þúsund danskar krónur í sýningar-
skrá, en var slegin kaupanda á 11
þúsund danskar krónur, eða tæpar
60 þúsund íslenskar. Myndin er
40x52 cm. að stærð. Litmynd af
Þingvallamálverki Kjarvals, Ar-
mannsfell, sem er sterkfjólublátt í
forgrunni, prýðir sýningarskrá upp-
boðshaldarans að þessu sinni.
Listaverkið sem er 56x145 cm. var
selt á 80 þúsund danskar krónur
eða um 430 þúsund íslenskar krón-
ur, en var metið á 80-90 þúsund
danskar. Þá er að geta uppstillingar
eftir Jón Stefánsson, sem sýnir epli
og könnu á borði. Einnig er litmynd
af því verki í skránni. Matsverð var
50-70 þúsund danskar krónur, en
listaverkið var slegið á 55 þúsund
á þriðjudag, sem eru tæpar 300
þúsund íslenskar krónur.
G.L.Ásg.
LÆKNAR, hjúkrunarfræðingar,
sjúkraliðar og fleiri héldu í gær-
dag fund til að mótmæla sölu
Borgarspítalans. Fundurinn var
haldinn í húsakynnum íslensku
óperunnar í Ingólfsstræti, og
mættu þingmennirnir Guðrún
Helgadóttir og Stefán Benedikts-
son m.a. á fundinn.
Boðað var til fundarins með
þriggja tíma fyrirvara, þar sem
frést hafði að ákvörðun um sölu
spítalans yrði hugsanlega tekin í
gærkvöldi. Guðrún Helgadóttir,
Stefán Benediktsson og Magni
Jónsson formaður Læknafélags
Reykjavíkur voru á mælendaskrá,
og lýstu öll yfír andstöðu sinni við
sölu spítalans, og hvemig hug-
myndir um söluna hefðu verið fram
settar. Guðrún Helgadóttir sagði
m.a. að Borgarspítalinn væri ekki
verr rekinn en aðrir spítalar sem
eru á daggjöldum, og sagði að því
þyrfti að fínna ástæður fyrir söl-
unni annars staðar en í bókhaldinu.
Stefán Benediktsson sagðist halda
að ástæður fyrir sölu spítalans
væru þær að meirihluti borgar-
stjómar teldi sig ekki ráða nægilega
miklu um gang mála þar, fagleg
sjónarmið réðu of miklu þar sem
starfsfólk ætti sæti í stjóm spítal-
ans, og því vildi borgarstjóri losa
sig við spítalann. Að loknum fram-
söguerindum tóku nokkrir starfs-
menn til máls og mótmæltu sölu
spítalans. Á fundinum komu fram
hugmyndir um að hefja undir-
skriftasöfnun gegn sölu spítalans,
en ákvörðun var þó ekki tekin þar
að Jútandi.
í lok fundarins var eftirfarandi
ályktun samþykkt samhljóða: „Al-
mennur borgarafundur haldinn í
íslensku ópemnni 10. desember
1986 ályktar eftirfarandi: Fundur-
inn mótmælir harðlega þeirri aðför
að íslensku heilbrigðisþjónustunni
sem felst í tilraunum til þess að
selja Borgarspítalann og steypa
honum saman við Ríkisspítalana og
mynda þannig eitt stórt miðstýrt
heilbrigðisbákn sem ekki mun ná
því markmiði að auka hagræðingu
í rekstri né bæta þjónustu við sjúkl-
inga. Fundurinn skorar á heilbrigð-
isyfirvöld að tryggja sjálfstæði
Borgarspítalans í framtíðinni, til að
tryggja borgarbúum og landsmönn-
um öðrum áframhaldandi góða
heilbrigðisþjónustu, sem fyrr.“
SALA BORG ARSPIT AL AN S:
Læknafélag íslands og
Læknafélag Reykjavíkur:
Mótmæla sölu
Borgarspítalans
STJÓRN Læknafélags íslands og hafa sent frá sér ályktanir þar
stjórn Læknafélags Reykjavíkur sem hugmyndum um sölu Borg-
arspítalans er harðlega mótmælt.
Um hvað snýst deilan?
í UMRÆÐUNUM um sölu Borgarspítalans hafa komið fram
mörg ólík sjónarmið. Hér á eftir er reynt að gera grein fyr-
ir hinum helstu, sem fram hafa kornið opinberlega. Upphaf
málsins er sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að setja Borgarspít-
alann (og mörg önnur sjúkrahús sveitarfélaga) á föst fjárlög
frá og með næstu áramótum. Þetta þýðir, að sjúkrahúsin fá
ákveðna upphæð til rekstursins á ári hveiju og dugi hún
ekki verður að sækja um aukafjárveitingu. Núverandi dag-
gjaldakerfi felur í sér, að greiðslur eru miðaðar við fjölda
legudaga sjúklinga samkvæmt upplýsingum viðkomandi
sjúkrahúsa. Það kerfi þykir ekki stuðla að nægilegri hag-
kvæmni og ráðdeild í rekstri.
HEILBRIGÐISRAÐHERRA
■ Til að bæta rekstur sjúkrahúsa sveitarfé-
laganna er skynsamlegt, að ríkið úthluti
þeim ákveðna upphæð á ári hveiju og hætti
að greiða rekstrarfé eftir fjölda legudaga
sjúklinga. Eftir sem áður geta sveitarfélög
séð um reksturinn.
■ í Reykjavík eru aðstæður allt aðrar en
úti á iandi og frá hagkvæmnis- og stjórnun-
arsjónrmiði kann að vera rétt að allir
spítalar höfuðborgarinnar séu í eigu ríkis-
ins. Á það er að líta, að Borgarspítalinn er
í reynd - öndvert við aðra spítala sveitarfé-
laga - landsspítali. Sjúklingar hvaðanæva
að landinu sækja þangað og þar er slysa-
deild fyrir alla landsmenn.
■ Stefnt er að breyttri verkaskiptingu ríkis
og sveitarfélaga á sviði heilbrigðismála í
framtíðinni. Ríkið sjái um umönnun sjúkra,
en sveitarfélög um heilsuvernd (forvarnir).
Kaupin á Borgarspítalanum eru í samræmi
við þessa stefnu.
BORGARSTJÓRI
■ Reynslan sýnir, að upphæð á föstum fjár-
lögum dugir ekki og nauðsynlegt verður
að sækja um aukafjárveitingar, sem vænt-
anlega geta numið tugum eða hundruðum
milljóna. Meðan Reykjavíkurborg rekur
spítalann verður hún að útvega þetta fjár-
magn þar til aukafjárveiting kemur. Það
hefur í för með sér útgjöld, sem erfitt get-
ur verið að standa undir, og þótt um
endurgreiðslur verði að ræða frá ríkinu, er
hér um að ræða umtalsverðan kostnaðar-
auka, sem getur valdið miklum rekstrarerf-
iðleikum á öðrum sviðum.
■ Rekstur Borgarsjúkrahússins er naum-
ast í höndum borgaryfirvalda, þar sem í
fimm manna stjórn spítalans sitja tveir full-
trúar starfsmanna, einn fulltrúi minnihlut-
ans í borgarstjórn og tveir fulltrúar
meirihlutans. Starfsmenn og stjórnarand-
staðan í Reykjavík geta þvi átt lokaorðið
um rekstur spítalans, en ekki fulltrúar
meirihluta kjósenda í borginni.
■ Borgarspítalinn er nú þegar svo háður
ríkinu um fjármagn og stöður að stjórn
borgarinnar á þessum mikilvægu þáttum
er í reynd nafnið tómt. Eðlilegt er, að sami
aðili beri ábyrgð á rekstri spítalans og
stendur undir kostnaði af rekstri hans.
GAGIMRYNENDUR
■ Við undirbúning málsins hefur ekki ver-
ið haft samráð við starfsfólk Borgarspítal-
ans.
■ Miðstýring heilbrigðiskerfisins er slæm
og mun ekki leiða til hagkvæmni eða skyn-
samlegstu ákvarðana, hvað almennan
rekstur og skipulag þjónustu varðar.
■ Uppbygging og þróun á Borgarspítalan-
um undanfarin ár gæti stöðvast.
■ Það er ekki rétt - og ekki í samræmi
við yfirlýsta stefnu Sjálfstæðisflokksins -
að auka umsvif ríkisins, heldur dreifa valdi
og ábyrgð. Yfirtaka ríkisins brýtur gegn
stefnu flokksins.
■ Óvissa ríkir um, hvort allir starfsmenn
Borgarspítalans halda núverandi störfum
sínum og áhrifum, hvað varðar rekstur,
vinnulag og meðferð sjúklinga.
■ Óvissa ríkir um, hvernig verkaskipting
•verður milli spítalanna í Reykjavík eftir
söluna.
■ Ef salan er óhjákvæmileg er rétt að
Borgarspítalinn verði rekinn sem sjálfstæð
stofnun eða sem sjálfseignarstofnun.
■ Ef salan er óíijákvæmileg er rétt að
starfsmenn fái að kaupa Borgarspítalann.
í ályktun stjórnar Læknafélags
Islands segir m.a: „Á liðnum árum
hafa sjúkrahús landsins barist í
bökkum fjárhagslega og búið við
umtalsverðan rekstrarvanda. Aug-
ljóst er, að fjárlagafrumvarpið, ef
samþykkt verður, eykur þann vanda
á næsta ári og leiðir óhjákvæmilega
til niðurskurðar á starfsemi sjúkra-
húsanna og þá væntanlega einnig
til lakari þjónustu. Mótleikur ríkis-
valdsins, fólginn í aukinni miðstýr-
ingu sjúkrahúsanna, er blekking,
sem breytir engu. Stjórn Læknafé-
lags íslands átelur einnig þann
leikaraskap að gera Borgarspítal-
ann að söluvöru, svo og það sjónar-
spil að láta að því liggja, að sú lausn
ein leysi aðsteðjandi rekstrarvanda.
Stjóm Læknafélags íslands er þess
fullviss, að landsmenn óska ekki
eftir niðurskurði í heilbrigðisþjón-
ustunni og er þar með talin þjónusta
sjúkrahúsanna."
í ályktun stjómar Læknafélags
Reykjavíkur er lýst yfir andstöðu
við fyrirhugaða sölu á Borgarspítal-
anum og mótmælt að meiriháttar
stefnumarkandi ráðstafanir séu
gerðar án þess að leitað sé álits
lækna og annarra starfsmanna
spítalans. í ályktuninni segir enn-
fremur að ekki hafi verið sýnt fram
á að þessi ráðstöfun leiði til aukinn-
ar þjónustu við borgarbúa og aðra
landsmenn eða leiði til spamaðar í
rekstri spítalans. Þar að auki sé
sala spítalans skref í átt til aukinn-
ar miðstýringar, á sama tíma og
aðrar þjóðir em að stefna að vald-
dreifingu í spítalarekstri. Að auki
sé hætt við að sameining Borg-
arspítala og Landspítala dragi úr
faglegu aðhaldi og heilbrigðum
metnaði milli stofnananna.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir TORFA H. TUUNIUS
Chirac neyðist til að
láta undan stúdentum
Ástandið í Frakklandi gerbreyttist á laugardag, eftir að fréttist
að um nóttina hefði tuttugu og tveggja ára gamall franskur náms-
maður látist, eftir að hafa verið barinn til óbóta af óeirðalögTegl-
unni. Mitterrand forseti og Chirac forsætisráðherra sátu báðir
leiðtogafund Evrópubandalagsins í London þegar þetta gerðist
og ákváðu báðir að stytta Lundúnadvöl sína því nú voru stúdenta-
mótmæli síðustu vikna búin að öðlast allt aðra vídd.
Stúdentar efndu til mótmæla-
göngu þennan sama laugardag
til að minnast hins látna og mót-
mæla lögregluofbeldinu. Um
kvöldið, eftir að flestir námsmenn
vom famir heim, bmtust út götu-
bardagar þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir stúdentasamtakanna til að
skakka leikinn. Svo virðist sem alls
kyns hópar hafi viljað notfæra sér
aðstæðurnar sem hafa skapast und-
anfama daga til að ná fram
markmiðum sem em alls óskyld
markmiðum stúdenta. Hér er um
að ræða öfgahóp af vinstri væng
sem vill skapa byltingarástand en
einnig, og ef til vill í enn meira
mæli, hægri öfgahópa sem ráðast
á lögregluna til þess að hún neyðist
til að ráðast á stúdentana. Eins
geta þessir ofbeldismenn hreinlega
verið smáglæpamenn sem em að
nota tækifærið til að beijast við
lögregluna.
Öllum ber saman um að yfír-
gnæfandi meirihluti af námsmönn-
um sé á móti öllu ofbeldi, enda
hafa allar göngur þeirra verið frið-
samlegar þangað til á fimmtudag-
inn 4. desember þegar stærsta
mótmælaganga þeirra leystist upp
í götubardaga. Þar vom einnig á
ferðinni menn sem vildu hleypa upp
göngunni en lögreglan brást einnig
harkalega við, t.d. með því að skjóta
táragassprengjum lárétt yfir höfuð-
in á námsmönnum í staðinn fyrir
að skjóta þeim í boga. Þessi aðferð
er bönnuð með lögum því sprengj-
umar geta valdið talsverðu líkam-
legu tjóni ef þeim er skotið svona.
Hagsmunasamtök lögregluþjóna
hafa fordæmt þessa hegðun og vilja
láta rannsaka hver hafí gefíð þessa
fyrirskipun. Eftir bardagana á
fímmtudag vom tveir námsmenn
illa slasaðir, en mikill fjöldi af lög-
reglumönnum og námsmönnum
hafði hlotið minniháttar meiðsli.
Sein viðbrögfð
Hvemig gat ástandið þróast í
þennan farveg? Hvemig var hægt
að koma í veg fyrir að það versn-
aði enn meir? Þessar spumingar
vom efstar á baugi alla helgina.
Margir vom famir að ásaka stjóm
Jacques Chirac um sein viðbrögð
og klaufaskap í meðfömm sínum á
stúdentamótmælunum. Nú varð að
bregðast rétt við, sérstaklega eftir
að miðstjóm námsmannahreyfíng-
arinnar gaf frá sér yfirlýsingu þar
sem hún bað öll launþegasamtök
að taka þátt í almennri vinnustöðv-
un á mánudagsmorgun milli
klukkan ellefu og tólf en boða alls-
heijarverkfall á miðvikudag.
Ástandið var farið að líkjast æ
meir því sem skapaðist í maímán-
uði 1968, þegar stúdentamótmælin
breiddust út til allra hópa þjóðfé-
lagsins.
Sem betur fer fyrir Chirac, vom
flest samtökin treg til að fara út í
svo miklar aðgerðir. Flest sam-
þykktu þau að vera með í vinnu-
stöðvuninni á mánudag en aðeins
CGT, verkalýðssamtök sem em
nátengd Kommúnistaflokknum,
sögðust strax ætla að taka þátt í
verkfallinu. Edmond Maire, leiðtogi
CFDT, verkalýðssamtaka sem em
tengd sósíalistum, sagðist vera hik-
andi og fór á fund Chiracs til að
sannfæra hann um nauðsyn þess
að draga hið umdeilda lagafmm-
varp til baka til að fyrirbyggja að
stjómleysi skapaðist í frönsku
þjóðlífi. Hann var víst ekki sá eini
því sumir ráðherrar Chirac vom
famir að taka í sama streng, m.a.
Balladur, næst valdamesti ráðherr-
ann og svo talsverður fjöldi af
ráðhermm og þingmönnum úr sam-
starfsflokkum Chiracs. Franski
frankinn var farinn að falla í verði
á alþjóðamörkuðum og talsvert
hægði á viðskiptum í kauphöllinni.
Að bjarga ríkisstjórn
Málið var því hætt að snúast um
undanlátssemi eða ekki við ung-
mennahreyfingu, heldur. um
pólitískan frið í landinu og jafnvel
stjórnarsamstarfið. Því átti Chirac
ekki annan kost en að ganga að
kröfum stúdenta. Chirac hlýtur að
hafa komist að þessari niðurstöðu
strax á laugardag. Áður en hann
gat gert hana opinbera varð hann
að reyna að fá sína eigin menn til
að samþykkja ósigurinn.
Stór hluti af kjósendum Chiracs
er fólk sem er illa við uppþot, vill
hafa allt í röð og reglu í samfélag-
inu og sterka lögreglu. Þessu fólki
er illa við að ríkisstjóm láti að kröf-
um götunnar. Innanríkisráðherra
Chiracs, Charles Pasque, er mál-
svari þessa hóps og hefur verið
haldið fram af sumum að Pasqua
hefði ekkert haft á móti því að það
yrðu enn fleiri götubardagar til að
hrella kjósendur til að kjósa sig eins
og gerðist í júní 1968, þegar hægri
fokkamir fengu mesta sigur seinni
ára því kjósendur vom enn ekki
búnir að jafna sig á upplausnar-
ástandinu sem skapaðist í maí.
Þannig skýra hinir sömu einkenni-
lega hegðun lögreglunnar á laugar-
dagskvöldið, þegar hún leyfði
óaldarlýðnum að vaða uppi í Latínu-
hverfínu án þess að lyfta litla fíngri
:til klukkan þijú um nóttina, þegar
búið var að bijóta og bramla og
fara ránshendi um verslanir hverfís-
ins. Samkvæmt þessu hefur lög-
reglan viljað snúa almenningsálit-
inu gegn stúdentum með því að
sýna hve sumir þeirra væm tilbúnir
að ganga langt. Lögregluyfírvöld
segja, til að réttlæta aðgerðarleysi
sitt þessa nótt, að þau hafí ekki
getað tekið á þeim sem vom með
skemmdarstarfsemi af ótta við að
ráðast óvart á saklausa vegfarend-
ur. Því var ákveðið að bíða þar til
seint um nóttina, þegar allir „sak-
lausir vegfarendur" áttu að vera
famir að sofa.
Enn og ávallt „sambúð“
Hvað svo sem hægt er að vita
um áætlanir innanríkisráðherrans,
þá ákvað Chirac að láta loksins
undan kröfum stúdenta. Með því
tekur hann þá áhættu að missa þá
kjósendur sem áður var minnst á.
Þeir gætu freistast til að fylgja
hægri öfgaflokknum Front
National, enda var sá flokkur sá
eini sem ekki lýsti yfír ánægju með
ákvörðun forsætisráðherrans, en
fordæmdi hana þvert á móti.
„Sambúð" Mitterrands og
Chiracs við stjóm landsins hefur
áreiðanlega átt sinn þátt í ákvörðun
hins síðamefnda. Mitterrand var
farinn að gefa æ betur í skyn hvað
hann væri mótfallinn því, hvemig
aðstæður hefðu þióast. Þó hann
megi ekki skipta sér af innanríkis-
málum, stjómarskránni samkvæmt,
hefði hann getað gripið til ýmissa
ráða, svo sem leysa upp þingið og
jafnvel efna til nýrra kosninga.
Hefði ástandið versnað og Chirac
haldið áfram að sýna, að hann réði
ekki við það hefði vel getað farið
svo, því þá hefðu stjómarflokkamir
eflaust misst fylgi. Hins vegar hefði
slík ráðagerð getað snúist gegn
Mitterrand sjálfum, því að almenn-
ingur virðist hafa verið óhress með
að leyfa sakleysislegum stúdenta-
mótmælum að þróast í stjómar-
kreppu.
Allir fegnir að þetta er
búið
Eins og áður kom fram önduðu
allir rólega eftir að Chirac tilkynnti
ákvörðun sína. Á annan tug þús-
unda stúdenta safnaðist saman við
Lúxembúrgargarðinn til að minnast
í þögn hins látna félaga þeirra.
Málsvarar þeirra töluðu um beiskan
sigur. Verkalýðssamtökin, nema
CGT, hættu við þátttöku í mótmæl-
unum á miðvikudag. Stúdentar
ætla að halda þeirri göngu til streitu
til að knýja á um að full rannsókn
fari fram á dauðsfalli Malik Oussek-
ine. Stjómin vonast til að ró færist
aftur yfir þjóðlífíð, en lofar þvf að
hún muni ráðfæra sig við alla aðila
áður en hún leggur aftur út í að
breyta lögum um háskóla.
AP/Símamynd
Námsmaður situr á hné styttu af franska vísindamanninum Lou-
is Pasteur og fylgist með aðgerðum samstúdenta sinna í porti
Sorbonne-háskóla í París.