Morgunblaðið - 11.12.1986, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 11.12.1986, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986 45 Morgunblaðið/Einar Falur Við opnun sýningar Slysavarnarfélagsins og Umferðarráðs sýndi tískusýningarfólk fatnað með endurskinsmerkjum Sýningá endurskinsmerkjum SLYSAVARNARFÉLAG íslands og Umferðarráð hafa opnað sýn- ingu á endurskinsmerkjum _ og endurskinsefnum, í húsi SVFÍ að Grandagarði 14. Þar eru kynntir ýmsir möguleikar á notkun þessara efna til þess að auka öryggi vegfarenda, sjómanna og annarra sem eru á ferli í myrkri. Þegar sýningin var kynnt frétta- mönnum fór fram tískusýning á hlífðarfatnaði með endurskins- merkjum frá íslenskum framleið- endum. Létu aðstandendur í Ijósi þá von að innan tíðar yrðu endur- skinsmerki talin sjálfsagður hluti allra skjólflika og fatnaðar til útiveru. Að sögn Hannesar Hafstein, framkvæmdastjóra Slysavamafé- lagsins, eiga þeir sem slasast á þessum árstíma það oft sameiginlegt að hafa látið undir höfuð leggjast að nota endurskinsmerki. „Við get- um ekki vænst þess að í hvert sinn sem slys verður lendi aðrir í því - næst gæti það orðið þú eða þínir. Endurskinsmerkin hafa oft verið nefnd „ódýr líftrygging" og nokkuð er til í því,“ sagði Hannes. A sýningunni gefur að líta ýmsa möguleika til notkunar endurskins- efna. Má þar nefna hefðbundin endurskinsmerki á fólk og ýmsar gerðir flíka sem íslenskir fatafram- leiðendur prýða endurskinsmerkjum. Einnig eru sýnd endurskinsbelti fyr- ir „skokkara" sem þeir geta brugðið um sig miðja og endurskinsmerki fyrir hesta. Sýningin verður opin almenningi frá því á morgun og þar til á þriðju- dag, kl. 13.00-18.00. Skólastjórum og kennumm er bent á að koma með nemendur sína á sýninguna. Séu hópamir stórir er talið ráðlegt að panta tíma hjá SVFÍ í síma 27000. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Laugaveginum lokað og fólk hvatt til að nota strætisvagna JÓLAUMFERÐIN verður æ þyngri eftir því sem nær dregur hátíðinni og fólk á sífellt erfiðara með að finna stæði fyrir bílana. Nú hefur Umferðarnefnd Reykjavíkur og lögreglan ákveðið hvar heimilt verður að leggja og hvar má aka. Laugaveginum verður lokað fyrir annarri umferð en strætisvagna laugardaginn 20. desember kl. 13-22 og á Þorláksmessu kl. 13-23, þó með þeirri undantekningu að vöru- dreifing er heimil á tímabilinu kl. 19-20. Leigubifreiðar, sem eiga er- indi að húsum við Laugaveg njóta Fundur um hreyfingu og offitu NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAG Reykjavíkur heldur fræðslufund um ný viðhorf í heilbrigðismálum á Hótel Esju fimmtudaginn 11. desember kl. 20.30. Valdimar Önrólfsson, fimleika- stjóri Háskóla íslands og Sigurður Þ. Guðmundsson, læknir á Land- spítalanum, flytja fræðsluerindi um hreyfingu og líkamsrækt annars vegar og offitu og afleiðingar henn- ar hins vegar. einnig undanþágu, hafí þær uppi merki leigubifreiða og einnig fá bif- reiðar með merki fatlaðra undan- þágu. Gjaldskylda í stöðumæla þessa daga verður á meðan verslanir eru opnar. Einnig verður gjaldskylda laugardaginn 13. desemberki. 9-18. Bifreiðastæði í Tollhúsinu við Tryggvagötu og Kolaportinu verða opin á sama tíma. Frá og með næsta laugardegi, 13. desember, og allt fram á aðfangadag verður almenningi heimilt að leggja bifreiðum á lóð Eimskips við Kal- kofnsveg (ekið inn frá Kalkofnsvegi) og á lóð Laugavegs 148, þar sem áður var Timburvöruverslun Árna Jónssonar (ekið inn frá Brautar- holti). Við Kalkofnsveginn verða um 150-200 bílastæði og við Laugaveg 148 verða um 130 stæði. Síðast nefndu stæðin eru nálægt skiptistöð SVR á Hlemmi. Auk þessara stæða má benda á bifreiðastæði milli Vatnsstígs og Frakkastígs á lóð Eimskips, sem Reykjavíkurborg hef- ur á leigu. Það er vissulega gott og blessað að bílastæðum fjölgi, en fólk ætti þó að notfæra sér þjónustu strætis- vagnanna í sem mestum mæli. Sérstaklega eru starfsmenn verslana og annarra fyrirtækja í miðborginni beðnir um að hafa þetta í huga. Ef þeir koma á einkabifreiðum til vinnu er þeim bent á að leggja fjær vinnu- stað en venjulega fram að jólum. Lögreglan hefur í nógu að snúast þegar umferðin er jafn mikil og allt- af er fyrir jólin. Lögreglumenn munu greiða fyi-ir umferð og aðstoða fólk eftir megni. Þá hefur lögreglan kranabifreiðar í sinni þjónustu og mun fjarlægja þær bifreiðar sem er illa lagt, skapa hættu og hindra eðli- lega umferð bæði fyrir akandi og gangandi vegfarendur. Ökutækin verða fjarlægð á kostnað ökumanna. t GENGIS- SKRANING Nr. 234 - 10. desember 1986 Kr. Kr. Toll- Ein.Ki. 09.15 Kaup Sala gengi Dollari 40,800 40,920 40,520 St.pund 58,181 58,352 58,173 Kan.dollari 29,618 29,705 29,272 Dönskkr. 5,3526 5,3683 5,4225 Norskkr. 5,4108 5,4267 5,3937 Sænskkr. 5,8616 5,8789 5,8891 Fi.mark 8,2516 8,2759 8,2914 Fr. franki 6,1643 6,1824 6,2492 Bclg. franki 0,9713 0,9741 0,9846 Sv.franki 24,1492 24,32202 24,5799 Holl. gyllini 17,8751 17,8277 18,1135 V-þ.mark 20,2080 20,2675 20,4750 Ítlíra 0,02916 0,02925 0,02953 Austurr. sch. 2,8717 2,8802 2,9078 Port.cscudo 0,2725 0,2733 0,2747 Sp.pescti 0,2993 0,3001 0,3028 Jap.ven 0,25077 0,25151 0,25005 Irsktpund 55,041 55,203 55,674 SDR(Sérst) 49,0000 49,1443 48,9733 ECU, Evrópum. 42,0974 42,2213 42,6007 Nýjcu bœkui írá Skuggsjá Árni Óla Reykjavík fyrri tima III Hér eru tvœr síðustu Reykjavíkur- bœkur Árna Óla, Sagt írá Reykjavík og Svipui Reykjavíkui, geínar saman út í einu bindi. Petta er þriðja og síðasta bindið aí ritinu Reykjavík íyrri tíma. í þessum bókum er geysi- mikill íróðleikur um persónur, sem mótuðu Reykjavík og settu svip á bœinn. Nútímamaðurinn öðlast nýjan skilning á höíuðborg landsins og íorverunum er hana byggðu. Frá- sögn Árna er skemmtileg og liíandi, og margar myndir prýða bœkurnar. Pétur Zophoníasson Víkingslœkjarœtt III Þetta er þriðja bindi nýrrar útgáíu at Víkingslœkjarœtt, niðjatali Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra á Víkingslœk. í þessu bindi eru niðjar Jóns yngra Bjarna- sonar. Alls verða bindin íimm í þessari útgáíu aí hinu mikla œtt- írœðiriti Péturs Zophoníassonar. Myndir aí þeim, sem í bókinni eru neíndir, em íjölmargar eins og í íyrri bindum ritsins, og mun íleiri heldur en vom í íyrstu útgáíunni. OIL 'ÆÆl VŒ) MENN SKUGGSIA >1 Helga Halldórsdóttir írá Dagverdará Öll erum vid menn Helga Halldórsdóttir segir hér írá fólki, sem hún kynntist sjálí á Snœíellsnesi, og einnig íólki, sem íoreldrar hennar og aðrir sögðu henni írá. Þetta em írá- sagnir aí sérstœðum og eftirminni- legum persónum, svo sem Magnúsi putta, Leirulœkjar-Fúsa, Þórði sterka o.fl. Katli er einnig um Jóhannes Sveinsson Kjarval listmálara og sagt er írá skáldunum Bólu-Hjálmari, Sigurði Breiðíjörð, Jónasi Hallgríms- syni og Símoni Dalaskáldi. Mikið er aí | vísum í bókinni, sem margar hafa hvergi birst áður. Pétur Eggerz Ævisaga Davíös Davíð vinnur á skriístofu snjalls fjár- málamanns í Washington. Hann er í sííelldri spennu og í kringum hann er sííelld spenna. Vinur hans segir við hann „Davíð þú veist oí mikið. Þú verður að íara írá Ameríku eins fljótt og auðið er. Þú ert orðinn eins og peningaskápur fullur aí upplýsing- um. Þeir vita að þú segir ekki írá. En þeir óttast að einhverjum slóttugum bragðaref takist að leika á þig, opna peningaskápinn og hagnýta sér upplýsingamar." SKUGGSJA - BOKABÚÐ OLIVERS STEINS SF.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.