Morgunblaðið - 11.12.1986, Side 62

Morgunblaðið - 11.12.1986, Side 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986 Vandaðir leðurskór TlMABÆR Vita ráðamenn ekki betur? af þessum pólitísku frösum sem stjómmálamenn nota gjama. Ummæli sem þessi geta reynst þeim, sem þau mælir, erfiður ljár í þúfu og dregið dilk á eftir sér. Þau gætu jafnvel haft neikvæð áhrif fyrir þá, sem setja markið hátt og stefna markvisst að pólitískum frama. Varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins hefur látið hafa eftir sér: „að Póstur og sími sé þungur baggi á ríkissjóði og telur það óþarfa að hraða framkvæmdum á ýmsum verkefnum, svo sem lagningu ljós- leiðarastrengja." Varaformaður virðist ekki gera sér grein fyrir því, að lagning ljós- ieiðarastrengja er stór þáttur í þeirri þróun, sem á sér stað í tækni- og fjarskiptamálum. Af hveiju var hægt að halda fund risaveldanna hér á landi? Var það ekki m.a. vegna þess að hér em tækni- og fjarskiptamál í góðu lagi. Þess má geta að í þeim löndum, sem fundir þessara manna hafa verið haldnir, hefur undirbúningur staðið í um það bil 4—5 mánuði. Hér tókst undirbúningur á þeim tveim vikum, sem voru til stefnu. Ein ástæðan fyrir því að það tókst, var tilkoma ljósleiðarans. Flestir vilja hafa síma, útvarp, tölvur og hinar margvíslegu tækni- nýjungar, sem nú eru að ryðja sér til rúms í þjóðfélaginu varðandi ýmiss konar boðmiðlun og sam- skipti. Líklega þætti frambjóðendum stjómmálaflokkanna slæmt að hafa ekki aðgang að ofangreindum tæknibúnaði þegar líður að kosn- ingum og kosningaskjálftinn fer að hríslast um taugamar. Það virðist bera við þegar sumir stjómmálamenn ræða þessi mál að þeir hugsi þau ekki til enda, eða vita þeir ekki betur? Sendum í póstkröfu SXÆSSJBAJ? AUSTURSTRÆTl ÍO SÍMI 27211 Kvenskór Verð kr. 2.995,- Litir: Svart, rautt, hárautt, grátt, blátt Stærðir: 37—40 Kvenstígvél Verð kr. 4.995,- Litir: Svart, grátt Stærðir: 36—41 Kvenskór Verð kr. 3.250,- Litur: Svart Stærðir: 37—41 manna heims, kom á daginn hvers stofnunin Póstur og sími er megnug þegar mikið liggur við og með stutt- um fyrirvara, enda hafa borist þakkir hvaðanæva fyrir hversu vel var að öllum framkvæmdum tækni- og fjarskiptamála staðið. I þessu sambandi kunna ef til vill einhverj- ir að spyija, er þetta ekki bara spuming um peninga og hve miklu er ausið í fjárfestingar, sem beðið er eftir að verði notaðar? Svo er þó ekki því aðlögunarhæfni kerfís- ins hjálpar hér til. Menn skyldu gefa því gaum að nágrannar okkar á Norðurlöndum undrast hve full- komið símakerfíð er hér á landi og hve lág þjónustugjöldin eru hjá Pósti og síma miðað við það sem er í þeirra heimalöndum. í lögum um stjóm og starf- rækslu Pósts og síma er í 11. gr. fjallað um gerð gjaldskrár og í 4. mgr. segir: „Að því skal stefnt, að tekjur samkvæmt gjaldskrá nægi til að rekstraijöfnuður náist, miðað við að rekstur og fjárfestingar fari að meginstefnu í 1. mgr. 3. gr. og fyllsta aðhalds sé gætt.“ Hér setur hið háa Alþingi, löggjafarvaldið, vamagla við því, að seilst sé of djúpt í vasa símnotandans og er þá einn- ig verið að taka fyrir skattlagningu Ragnhildur Guðmundsdóttir „Það virðist bera við þegar sumir stjóm- málamenn ræða þessi mál að þeir hugsi þau ekki til enda, eða vita þeir ekki betur?“ eins og nú virðist stefnt að í fjárlög- um. Þetta atriði á einnig að vemda símnotandann fyrir ágengni ríkis- valdsins gegn því að fara á þennan hátt í vasa hans undir því yfírskini að tekjumar renni í einhveija símahít. Nú liggur fyrir hinu háa Alþingi tillaga frá Hjörleifi Guttormssyni um að leggja niður langlínutaxta fyrir allt landið. Hver á að greiða tekjutapið, sem óhjákvæmilega verður ef slíkar aðgerðir ná fram að ganga, eða á að hækka lægstu taxtana sem þessu nemur? Dýr tæki þarf að kaupa ef til þessara framkvæmda kemur. Hver á að greiða þau? Hveijum þjónar þetta? Pólitískur skollaleikur? I fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að tugir milljóna sem ICAO greiðir Pósti og síma fyrir þá þjón- ustu sem innt er af hendi og hefur verið til margra ára í Gufunesi og á Rjúpnahæð, renni beint í ríkis- sjóð. Væri ekki eðlilegra að þeir peningar væru notaðir til þeirra verkefna sem Pósti og síma er ætl- að að sjá um í stað þess að nota þá til að hlaupa undir bagga vegna lélegrar afkomu ríkissjóðs? Er eðli- legt að tekinn sé 200 milljón kr. arður (samanber fjárlagafrumvarp- ið) af því fjármagni sem símnotend- ur hafa lagt fram í formi þjónustugjalda og er í sjáifu sér þeirra eign, til að hjálpa upp á sak- imar hjá ríkissjóði? Eitt af því sem mönnum er talin trú um, að sé orsök lélegrar fjár- hagsstöðu Pósts og síma em laun starfsmanna, þau hafí hækkað of mikið, þetta hefur hæstvirtur fjár- málaráðherra látið hafa eftir sér. Gæti hann hugsað sér að lifa af 35.000 kr. á mánuði (meðallaun eftir 18 ára starf)? Þess ber að geta að miklu fleiri em á launabil- inu frá 23.000—27.000 kr. pr. mán. Það er mjög miður að viðsemjendur okkar skuli ekki vera betur að sér varðandi launamál starfsmanna sinna, en raun ber vitni. Þama þarf að bæta um betur. Vanþekking hefur þegar valdið ómældum óþæg- indum. Ótrúlegt hlýtur að teljast, að ummæli sem þessi séu bara einn Höfundur er formaður Félags ísíenskra símamanna. eftír Ragnhildi Guðmundsdóttur Nú em ýmsar blikur á lofti. Hvað gætu þær boðað? í umræðu dagsins er sífellt verið að tala um, að allt eigi að selja og em ríkisstofnanir þar ekki undan- skildar. Er með þessu verið að slá ryki í augu fólks, eða er verið að beina sjónum frá ævintýramennsku í athöfhum og aðgerðum fyrri ára, sem nú sliga þetta þjóðfélag hvað mest. , Útvarpsstjóri ritar merka og 'fróðlega grein í Morgunblaðið um sín sjónarmið og bendir á í því sam- bandi hversu þjónustuhlutverk Ríkisútvarpsins sé mikilvægt og það megi ekki vanmeta. Hér er varpað ljósi á stóran þátt í starfí opinberra starfsmanna. Að þessu leyti eiga símamenn hlut að máli. Þeir vinna sinni stofnun, þ.e.a.s. Pósti og síma, mjög vel og oft af mikilli fómfysi eins og verkin sýna og sanna. Þetta mættu fulltrúar fjármálaráðuneyt- isins hafa í huga þegar setið er við samningaborðið. Þegar hér var haldinn fundur leiðtoga risaveldanna, valdamestu l

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.