Morgunblaðið - 11.12.1986, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 11.12.1986, Qupperneq 74
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986 Kristján gantast við ungan aðdáanda. Ekki verður ofsögum sagt af vinsældum Kristjáns Jóhanns- sonar, óperusöngvara. Nú nýverið var gefin út hljóm- plata með söng hans og ber hún nafnið „Með kveðju heim". Á plöt- unni eru nokkur sígild íslensk sönglög, í hljómsveitarútsetningu Jóns Þórarinssonar. Upptökur fóru fram í Lundúnum og lék Hin kon- unglega fílharmóníusveit borgar- innar undir söng Kristjáns, en henni stjómaði Karsten Andersen, sem er íslendingum að góðu kunnur. Athygli vekur að skífan var tekin upp með svokölluðum stafrænum hætti, en það er fullkomnasta upp- tökutækni heims. Er það í samræmi við aðra þætti plötunnar, en ekkert var til hennar sparað. Þetta virðast íslendingar svo sannarlega kunna að meta því að sögn verslunarþjóna í plötuverslun- um, hafa þeir ekki undan við að raða plötunni í hillur. Á mánudaginn kom Kristján fram í Bókaverslun Máls & Menn- Morgunblaðið/Júlíus ingar og áritaði plötuna fyrir lysthafendur. Kristján lék á als oddi og áður en varði myndaðist röð út að dyrum af aðdáendum Kristjáns. Geta víst fáir státað af slíkum vin- sældum. MEZZOFORTE Á FERÐALAGI: Góðar viðtök- ur íDana- veldi Alltaf þykja það góð tíðindi heima á Fróni þegar íslending- um vegnar vel í útlöndum. Sú popphljómsveit íslensk, sem lengst hefur komist á erlendri grundu er hljómsveitin Mezzoforte. Hún hefur að undanfömu verið á tónleikaferðalagi um Þýskaland og Norðurlönd og hefur verið mjög vel tekið. M.a. má nefna að sveitin hefur mikið komið fram í sjónvarpi í Þýskalandi, nú skömmu fyrir jól, en að sögn kunnugra er slíkt gull- trygging á velgengni á hljómplötu- markaði þýskra. Morgunblaðinu bárust fyrir skömmu úrklippur frá okkar gamla sambandsríki Danmörku, en þar- lendir tónlistargagnrýnendur hæla síðustu skífu, „No Limits", þeirra pilta, No Limits, á hvert reipi og TIZKAN lougavegi 71 - D hæð Sími 10770 JLoltÍö í'éntud 'PAKÍS Adnan Khasoggi, George Hamllton, gúrúinn, Liz og eiginkona Khasoggis um borð í snekkju þeirra hjóna i Nizzuhöfn. ELIZABETH TAYLOR: „Gúrúinn barg lífi mínu!u Bandaríska leikkonan og kyn- táknið uppgjafa, Elizabeth Taylor, hefur að undanfömu trúað vinum sínum fyrir því að gúrú nokk- ur hafi yfirskilvitlega krafta og hafi í raun bjargað lífi hennar. Leikkonan sneri sér fyrst til gúr- úsins Swamiji Maharaj í sumar, í þeim tilgangi að fá lausn undan stanslausum bakverkjum, sem hijáð höfðu hana um nokkurt skeið. Hann leysti úr vanda hennar og nú síðast í október, þegar Taylor fékk blóð- eitmn, fór hún aftur til hans og hann læknaði hana með hugarorku einni saman, að sögn náinna vina leikkonunnar. Einn nánasti vinur Liz skýrði fyrir skömmu frá því að hún teldi gúrúinn happ lífs síns. Liz trúði vinkonu sinni fyrir því að læknavís- indin hefðu staðið ráðþrota frammi fyrir bakverkjum sínum, en að gúr- únum hefði nægt að horfa á hana til þess að sjá hvað að væri og bæta úr því. Leikkonan var kynnt fyrir gúrún- um af sameiginlegum vini þeirra, vopnasalanum Adnan Khasoggi, en hann er einn af ríkustu mönnum heims. Svo hrifin er Taylor af Swamiji að í síðasta mánuði hélt hún honum 37 ára afmæli hans. Þar gekk hún að honum í miðri veislunni, hneigði sig og færði hon- um blómasveig, sem hún hnýtti um háls hans. Að því loknu tilkynnti hún gestum að hann hefði bjargað lífi sínu. Swamiji hefur bækistöðvar sínar í Nýju Delí á Indlandi, en þar á hann höll, sem frægust er fyrir að vera klædd tígrisfeldum að innan. Lærisveinar Swamiji hafa farið um hnattkúluna alla og útbreiða kenn- ingar meistarans. Gúrúinn hefur aldrei talað við Liz, þar sem hann kann ekki ensku, en það kemur ekki að sök, því að sögn fylgjenda hans getur hann átt í samræðum með hugarflutningi við „þá sem trúa“. Liz hafði þjáðst af bakverkjum lengi vel og hafði hún lent í vand- ræðum vegna verkjalyfa, sem henni voru gefín vegna þeirra. Fasta-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.