Morgunblaðið - 11.12.1986, Page 80
80
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986
n pierre cardin
Skartgripur sem mælir tímann.
n Verð 29.800 m/ól.
Verð 35.000 m/keðju.
Jón og Öskar
Laugavegi 70
sími 24910.
Verð
12.500-40.000.
Oll nýjustu módelin
P komin.
P
P
P P P p p p p p p p p p p p p
•íSS^S
Hvor er sekur?
Ágæti ritstjóri.
Ég get ekki stillt mig um að
senda þér nokkrar línur um vanda-
mál sem hrjáir þjóðfélag okkar. Þar
á ég við ýmsar uppákomur í tengsl-
um við áfengisvandamálið.
Mörg heimili eiga um sárt að
binda vegna óhóflegrar drykkju ein-
hvers úr fjölskyldunni, stundum
fleiri en eins úr sömu fjölskyldu. Á
sama tíma íj'ölgar stöðugt í þeim
hópi sem lifa góðu lífí á aumingja-
skap manna og á ég þar við veit-
ingamannahópinn.
Nú er ekki ætlun mín að ræða
ítarlega um áfengisdrykkjuna sem
slíka heldur velta því aðeins fyrir
mér hvort veitingamenn beri enga
ábyrgð á gestum sem heimsækja
veitingastaðina og eyða alldijúgum
skildingum i hinn sæta áfengis-
vökva innan veggja þeirra.
Á sl. vetri varð ég áhorfandi að
sérkennilegu atviki sem mér fínnst
dæmigert fyrir burgeisa skemmti-
staðanna. Nokkrir menn voru
samankomnir í veitingahúsi hér í
borg. Klukkan var aðeins 7 að
kvöldi. Kom þá maður inn í húsið
aðeins við skál. Hann spurði hvort
barinn væri opinn almenningi og
játti dyravörður því og bauð mann-
inum að ganga í bæinn. Maðurinn
drakk þrjá tvöfalda sjússa á frekar
stuttum tíma. Meðan á drykkju stóð
sat maðurinn á bekk skammt frá
vínsöluborðinu. Á engan yrti hann
og sat hinn prúðasti í sæti sínu.
Sem snöggvast varð mér litið á
manninn og þá sá ég að hann var
sofnaður. Hann sat þó mikið til
uppréttur en höfuðið hallaðist fram
á bringu. En hvað skeður nú? Helj-
armikið vöðvafjall kemur inn. Þrífur
hann í sofandi manninn og ætlar
að kasta honum á dyr en hér fór
öðruvísi en ætlað var. Sá er svaf
svefninum væra tók all duglega á
móti og var ekki á því að láta fleygja
sér á dyr. Stimpingar urðu töluverð-
ar og mátti um stund ekki sjá hvor
hefði betur.
Svo fór þó að lokum að vöðva-
fjallið kom hinum drukkna undir
og settist með öllum þunga sínum
á bijóstkassa gestsins. Ogeðfelld
sjón blasti nú við því veslings vöðva-
fjallið fékk nú útrás fyrir stolt sitt
sem skert hafði verið í hinum
óvæntu átökum. Hann tók nú að
hossa sér með sínum ógnarþunga
ofan á bijóstkassa mannsins sem
hann hafði undir. Var ekki annað
að sjá en eitthvað léti brátt undan.
En þegar leikur stóð sem hæst kom
lögreglan og bjargaði málum. Tók
lögreglan manninn og ók honum
heim.
Næstu daga var sársauki mikill
í bijóstkassa mannsins. Lét hann
því lækni í sjúkrahúsi athuga sig,
kom þá í ljós að tvö til þijú rif
voru brotin og átti maðurinn í því
um tveggja eða þriggja mánaða
skeið.
Ekkert var gert til að kanna rétt-
arstöðu í þessu máli, en læknirinn
sagði að því miður væru slys af
þessu tagi í tengslum við veitinga-
húsin æði tíð.
Tilgangur minn með þessum
skrifum er sá að vekja athygli á
því að veitingamenn, sem taka að
sér sölu áfengra drykkja, hljóta að
bera ábyrgð á gestum sínum og
verða að hafa umburðarlyndi að
þola það að einstaka maður fari
yfír strikið.
Þeir menn, sem valdir eru til
gæslu- og dyravarðarstarfa, verða
að’hafa þá skapstillingu til að bera
að atvik, sem hér er lýst, komi ekki
fyrir. Ef fjarlægja þarf gest vegna
þess að hann hefur farið út fyrir
gildandi reglur um veitingastaði
held ég að best fari á því að kalla
til lögreglu.
Lögreglan er ekki eins slæm og
stundum er látið að liggja.
Orn Steinsson
Gjaldbreyting
varð fyrir nokkru
Vegna lesandabréfs í Velvak-
anda, miðvikudaginn 3. desember
sl., þar sem nnr. 5254—1573 kvart-
ar undan því að bílstjóri Greiða-bíls
hafí dregið upp töflu og bætt við
það gjald sem á gjaldmælinum stóð.
Þá viljum við að það komi fram,
að gjaldbreyting varð fyrir nokkru
á taxta leigu- og sendibíla. En þeg-
ar gjaldbreytingar eru, þá hefur
Bandalag leigubifreiðastjóra gefíð
út töflu með nýja gjaldinu til notk-
unar á meðan á gjaldbreytingu
stendur, en skiljanlega er ekki hægt
að breyta öllum gjaldmælum
samtímis.
Líklegast á umrætt atvik rætur
sínar að rekja til þessa. Sú fullyrð-
ing greinarhöfundar um að ódýrara
hefði verið að taka venjulegan
leigubíl er hins vegar röng. Það er
staðreynd að það er spamaður fyr-
ir fyrirtæki og einstaklinga að nota
Greiða-bíla, og þar sem við leggjum
ríka áherslu á að viðskiptavinir
okkar séu ánægðir með þjónustu
okkar, þá hörmum við óánægju
Jónasar og bjóðum honum að sækja
til okkar í Hafnarstræti 2, mismun-
inn á því sem hann greiddi og því
sem á mælinum stóð.
F.h. Sendibíla hf„
Emil Þór Emilsson.
Víkverji skrifar
Víglundur Þorsteinsson fór með
athyglisverða biýningu til
landsmanna í frétt hér í Morgun-
blaðinu um helgina og Víkveija
þykir sem tæpast hafí verið nógu
góður gaumur gefínn. Víglundur
benti þar á að mikilverður þáttur í
samkomulagi aðila vinnumarkaðar
og ríkisstjómar væri ákvæði um að
tekið skyldi upp staðgreiðslukerfí
skatta frá og með áramótunum
1987/88 og þetta þýddi að tekjur
næsta árs yrðu raunverulega skatt-
fíjálsar. Þess vegna ætti fólk að
reyna að hala inn allar þær tekjur
sem það mögulega gæti á næsta ári.
Án þess að Víkveiji sé nægilega
kunnugur tæknilegri útfærslu stað-
greiðslukerfisins og að hvað miklu
leyti verður tekið mið af tekjum
næsta árs við ákvörðun þeirrar
skattprósentu sem dregin skal af
launum hyers og eins mánaðarlega,
þegar kemur fram á árið 1987, þá
fínnst honum þetta hið athyglis-
verðasta mál. Hafí Víglundur rétt
fyrir sér, þá kann þama að vera
kominn þáttur sem vegur litlu
minna heldur en það sem um samd-
ist í sjálfum kjarasamningunum og
ætti að gilda jafnt fyrir láglauna-
hópa sem hátekjufólk.
Staðreyndin er sú að það ríkir
þensla á vinnumarkaðinum. Víða
vantar vinnuafl og þann skort verð-
ur þá að brúa með aukinni yfírvinnu
starfandi manna. Þó að íslendingar
séu í sjálfu sér yfírvinnuglaðir og
yfírvinnan sé iðulega umtalsverður
þáttur í heildarlaununum, þá er það
nú samt svo að margir hafa haft
tilhneigingu til að halda aftur af
yfírvinnunni þegar ákveðnu marki
er náð vegna þess að stærsti hluti
hennar lendir á fólki í formi hærri
skatta á næsta ári.
Staðgreiðslukerfíð girðir fyrir
þetta, ef að líkum lætur, og ef laun
næsta árs eru meira og minna
skattfíjáls, eins og Víglundur held-
ur fram, munu menn á engan hátt
gjalda yfirvinnunnar. 1987 ætti því
að verða ár hinna vinnufúsu handa.
XXX
Stundum má heyra hinar undar-
legustu röksemdafærslur í
fjölmiðlunum.
Það hefur varla farið fram hjá
neinum að stærstisvagnabílstjórar
einhveijir tóku upp á því að veikj-
ast vegna þess að þeir eru óánægðir
með laun sín. Af þeim sökum rask-
aðist áætlun strætisvagnanna og
margir sem ferðast með strætis-
vögnunum urðu þar af leiðandi
strandaglópar á biðstöðunum hér
og þar um borgina.
Einn sjúklinganna úr röðum
strætisvagnabílsstjóranna mætti þó
í morgunþátt útvarpsins í fyrradag
til að skýra aðgerðimar. Á honum
mátti skilja að viðskiptavinir stræt-
isvagnanna væri aðallega skólafólk,
aldraðir og efnalítið fólk — undir-
málsfólk í þjóðfélaginu, eins og
bílstjórinn orðaði það svo smekk-
lega en átti sennilega við að litið
væri á þetta fólk sem annars flokks
borgara vegna þess að það hefði
ekki aðstöðu eða efni á að eiga bíl.
Þessi vegna væri starf strætis-
vagnabílsstjóranna lítils metið og
þeir dregist aftur' úr í launum mið-
að við hefðbundnar viðmiðunar-
stéttir.
En þegar bílstjórinn hélt því svo
fram að skæruaðgerðir bílstjóranna
kæmi „undirmálsfólkinu“ hans líka
til góða, fór gamanið að káma í
röksemdafærslunni. Eða skyldi
skólafólkið, gamla fólkið og hinir
efnalitlu hafa skilið þau rök, þar
sem það húkti á biðstöðinni vetrarg-
arranum eftir strætisvagninum sem
aldrei kom?
XXX
Unga fólkið er oft fundvíst á
spaugilegu hliðamar á ást-
kæra, ylhýra málinu okkar. Hér er
eitt dæmi sem ku ganga núna:
Hefurðu heyrt um minkabúið
sem minnkaði og minnkaði og
minnkaði þar til það var búið!
Þetta fer samt betur í munni en
á prenti.