Morgunblaðið - 11.12.1986, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 11.12.1986, Blaðsíða 82
82 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. DESEMBER 1986 Morgunblaðiö/Bjarni Eiríksson • Haukur Gunnarsson, íþróttamaður ársins, ásamt foreldrum sínum Gunnari Haukssyni og SigrfAi Kristj- ánsdóttur, og systkinum Gunnari Þór, Helga Tómasi og Kristínu Wíum. Haukur Gunnarsson íþróttamaður ársins hjá fötluðum HAUKUR Gunnarsson, íþrótta- félagi FatlaAra í Reykjavik, var útnefndur íþróttamaAur ársins úr röAum fatlaAra iþróttamanna áriA 1986. Útnefningin fór fram í fftófi á Hótel ÓAinsvó f gœr. „Þetta er stórkostleg tilfinning og mikil hvattning fyrir mig,“ sagði Haukur eftir að hann tók við hinum veglega bikar sem Brauðbær gefur vegna þessa tiiefnis. Haukur er 20 ára og keppir í flokki spastiskra í svokölluðum CP-flokki, hann er lamaður á vinstri hendi og fæti. Hánn er fjöl- hæfur íþróttamaður en sínum besta árangri hefur hann náð í spretthlaupi og langstökki. Hann vann til verðaluna á Olympíuleikum fatlaðra 1984 og á Evrópumeist- aramóti fatlaðra 1985. í sumar vann hann til bronsverðlauna í 400 m hlaupi á Heimsleikum fatlaðra “K^sem haldnir voru í Svíþjóð. Haukur segist æfa þrisvar til fjórum sinnum í viku á vegum Armanns í Laugardalnum á sumr- Skíði: Gunde Svan byrjaði vei HEIMS- og Olympfumeistar- inn í skíðagöngu, Gunde Svan frá Svfþjóð, byrjaði þar sem frá var horfið f fyrra og vann yfirburðasigur í fyrsta heims- bikarmóti vetrarins sem fram fór í Austurríki í gær. Svan var meira en 24 sekúndum á undan næsta keppanda t göngunni sem voru 15 kílómetrar. Hann gekk á tímanum 38.52,2 mín. Kari Ristanen, frá Finnlandi, varð annar á 39.17,4 og Begard Ulvang, frá Noregi, þriðji á 39.18,1 mín. in. „Ég byrjaði að æfa frjálsar íþróttir að alvöru 1984. Uppáhalds greinin er 400 m hlaup, en ég hleyp einnig 200 m en þeir henta mér ekki eins vel,“ sagði Haukur Gunn- arsson eftir verðlaunaafhending- una í gær. Hann segist stefna á að komast á Olympíuleikana í Seoul 1988. „Skemmtilegasta mót sem ég hef tekið þátt í er þegar ég vann til MARIANNE Dahlmo, Noregi, sigraAi f fyrstu keppni heims- bikarsins í skíAagöngu kvenna sem fram fór f Ramsau f Aust- urriki f gær. Keppt var í 10 km göngu og skar Dahlmo sig nokkuð úr. Næstu sex sætin skipuðu stúlkur frá Aust- ur-Evrópu, sem hafa verið að bronsverðlauna á OL 1984,“ sagði hann. Haukur æfir nú sund og fer reglulega í líkmasrækt og ætlar síðan að byrja að hlaupa í vor.“ Eins og áður segir er Haukur mjög fjölhæfur íþróttamaður. Auk keppni í frjálsum íþróttum hefur hann æft bæði boccia og sund. Hann er núverandi íslandsmeistari í Boccia, bæði í einstaklings- og sveitakeppni. sækja mjög í sig veðrið í þessari íþróttagrein. Úrslit urðu þessi: Marianne Dahlomo, Noregi 30.19,4 Natalia Furletova, Sovétríkjunum30.30,1 Susanne Kuhfitting, A-Þýskal. 30.53,7 Nlna Koroleva, Sovétrfkjunum 30.65,8 Gaby Nestler, A—þýskalandi 30.57,4 Anfisa Reszova, Sovétrfkjunum 30.58,9 Alzbeta Havranclkova, Tókkósl. 31.00,1 Greta Nykkelmo, Noregi 31.03,1 2. deild: IR-ingar efstir ÍR-INGAR tóku forystuna í 2. deild karla í handknattleik er þeir unnu ÍBK 22:19 á laugardaginn. ÍR hef- ur ekki tapað leik í deildinni og hefur 13 stig eftir 7 leiki. Afturelding tapaði sínum fyrsta leik í vetur er þeir urðu að lúta í lægra haldi fyrir Reyni í Sand- geröi, 24:23. Reynir hefur ekki tapað leik á heimavelli í vetur. HK vann Fylki 22:10 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 9:4. Leik IBV og Gróttu sem átti að fara fram í Eyjum var frestað. ÍR er eins og áður segir í efsta sæti með 13 stig, Afturelding í öðru með 12 og Þór frá Akureyri í þriðja með 8 stig, en hefur leikið einum leik minna en ÍR og Aftureld- ing. Reynir, Sandgerði, er í fjórða með 7 stig, Grótta og ÍBV eru með sex stig. ÍBK er með 5 stig, Fylkir með 3 stig og (A rekur lestina með ekkert stig. Heimsbikarinn í skíðagöngu kvenna: Dahlmo sigraði í fyrstu keppninni adidas^ SNYRTIVÖRUR SPORTMANNSINS Fásí í helstu snyrtivöruverslunum Enski bikarinn: Bikarmeistarar Liverpool til Luton BIKARMEISTARAR Liverpool hefja vörnina á gervigrasi á úti- velli, en liðiA dróst gegn Luton í 3. umferA ensku bikarkeppninnar f knattspyrnu. Bikarleikirnir verða leiknir laug- ardaginn 10. janúar, en leikur Luton og Liverpool verður í beinni sjónvarpsútsendingu á Bretlands- eyjum daginn eftir. Eftirtaldir leikir verða í bikarnum: Oldham — Bradford City Crystal Palace — Nott. Forest Orient — West Ham Luton — Liverpool Man. United — Man. City Portsmouth — Blackburn Grimsby — Stoke Redaing — Arsenal Middlesborough — Chorley/Preston Watford — Maidstone QPR — Leicester Newcastle — Southend/Northampton Telford — Leeds Sheffield Wednesday — Derby Shrewsbury — Hull Norwich — Huddersfield Wrexham — Chester Bristol City/Bath — Plymouth Tottenham — Scunthorpe Charlton — Walsall Sheffield United — Brighton Aldershot — Oxford Ipswich — Birmingham Wimbledon — Sunderland • Ivan Lendl var útnefndur besti tennisleikari heims annaA áriA í röA. Tennis: Lendl bestur annað árið í röð Frá Gunnari Valgeirssyni, fróttaritara Morgunblaösins í Bandaríkjunum. TÉKKINN Ivan Lendl, sem sigraAi Boris Becker frá Þýskalandi ör- ugglega í úrslitum meistara- keppninnar í tennis 6-4, 6-4 og 6-4, var í gær útnefndur besti tennisleikari heims annað áriö í röö. Becker fékk 110 þúsund dollara fyrir fjóra sigra í keppninni og auk þess 550 þúsund dollara vegna góðs árangurs á árinu. Lendl fókk hins vegar 210 þúsund dollara fyr- ir sigurinn og 800 þúsund dollara í þónus. Alþjóðatennissambandið út- nefnir besta tennisleikarann hverju sinni og kom fram hjá tveimur nefndarmanna að þeir hefðu ekki skipt um skoðun ef Lendl hefði tapað fyrir Becker í meistara- keppninni. Þar lék Lendl mjög vel átti Becker aldrei möguleika. Sá síöarnefndi hafði sagt að ef hann ynni keppnina, yrði hann að teljast sá besti, en viðurkenndi eftir úrslit- in að Lendl væri bestur. Handbolti: Leikir í kvöld TVEIR leikir verða í 1. deild karla f handknattleik f kvöld í Laugar- dalshöll og einn í 1. deild kvenna. Kvenfólkið byrjar klukkan 19 og þá eigast við Víkingur og FH. Strax að þeim leik ioknum, eða klukkan 20.15, leika Ármann og Breiöablik og síðasti leikur kvöldsins er leikur Fram og FH en hann hefst klukkan 21.30. Osvold til Forest Frá Bob Hennessy, fróttarrtara Morgun- blaðsins á Englandi. BRIAN Clough, framkvæmda- stjóri Notthingham Forest, keypti Kjetil Osvald, norska landsliðs- manninn hjá Lillestrom, f gær fyrir 100 þúsund pund. Clough gekk frá málunum í Nor- egi, en Osvaid hefur verið hjá Forest í þrjár vikur til reynslu. Hann var síðhærður, þegar hann kom til Englands, en Clough heimt- aði að pilturinn færi í klippingu sem hann og gerði. Kevin Beattie, fyrrum leikmaður Ipswich og enska landsliðsins, hefur átt erfitt uppdráttar í lífinu undanfarin ár. Hann ætlar að reyna að byrja upp á nýtt og hefur gerst þjálfari og leikmaður með norsku 3. deildarliði. Þá greiddi 3. deildariiðið Wal- sall 75 þúsund pund fyrir Fred Barber, sem verið hefur þriðji markvörður Everton.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.