Morgunblaðið - 24.12.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.12.1986, Blaðsíða 13
■í'ííait iiLaiiöÁíiUi ÖÍM JISÁiISMUOflÖM ■ 24. DESEMBER 1986 U Ritsafn Stefáns á Höskuldsstöðum Békmenntir Sigurjón Björnsson Stefán Jónsson, Höskuldsstöð- um. Ritsafn. III. bindi. Sagna- þættir. Sögufélag Skagfirð- inga. 1986. 246 bls. Stefán Jónsson fræðimaður og bóndi á Höskuldsstöðum í Blönduhlíð í Skagafirði lést árið 1980, 88 ára að aldri. Hann hafði stundað skagfirska persónusögu og ættvísi frá unga aldri og var manna fróðastur um þau efni. Lét hann eftir sig mikið safn óprentaðra handrita. Lítið hafði hann látið birta af skrifum sínum meðan hann var ofan moidar, enda fannst honum sem einatt mætti við bæta og breyta. Sögufélag Skagfírðinga keypti útgáfuréttinn að skrifum Stefáns að honum látnum og hófst þegar handa um útgáfu á handrit- um hans og birtist nú III. bindið af þeirri útgáfu. í I. bindi (1984) var Djúpdæla saga, ættarsaga Djúpdæla í Skagafirði (sú ætt hófst með Mera-Eiríki) í tvær aldir. í II. bindi (1985) voru Sagnaþættir og fór þar mest fyrir þætti af Flatar- tungumönnum. í þessu III. bindi er Sagnaþáttum haldið áfram og eru nú þrír prentaðir í þessa bók. Sá fyrsti nefnist Söguþættir úr Austurdal og er hann langlengstur eða rífur helmingur bókarinnar. Annar er Þáttur af Þorláki auðga Símonarsyni og niðjum hans sum- um og sá þriðji og síðasti er Þáttur af sonum Guðmundar Rafnssonar og um niðja Jóns sterka á Hafgrímsstöðum. Söguþættir úr Austurdal er mik- ill bálkur í 50 kapítulum, rúmlega 100 bls. Hefst hann á upprifjun gamalla heimilda (Jarðabækur, Annálar) um jarðir í Austurdal og ábúendur þar til foma. Þegar fram á 18. öld og sér í lagi 19. öld kem- ur fer frásögnin að verða matar- meiri og meira lifandi, enda kann Stefán þá mun meiri skil á fólki, ættemi þess og niðjum, búskapar- sögu og atvikum ýmsum. Er víða komið við, þó að ekki sé Austurdal- ur í Skagafirði stór sveit. En við sögu koma Bólu-Hjálmar og ná- grannaeijur hans, Ábæjarskotta, Símon Dalaskáld, svo að einhveijir frægir séu nefndir. í þættinum af Þorláki auðga á Ökmm í Blönduhlíð er greint frá ættemi hans og æviferill rakinn. Meirihluti þáttarins fjallar þó um böm Þorláks og margháttaða lífsreynslu þeirra. Landnám Ingólfs Bókmenntir Sigurjón Bjömsson Landnám Ingólfs. Nýtt safn til sögu þess. 3. Félagið Ingólfur gaf út. Reykjavík 1986. 253 bls. Haustið 1934 var { Reykjavík stofnað félag sem hlaut nafnið Ing- ólfur. Tilgangur félags þessa var að gefa út rit er fjölluðu um land- nám Ingólfs Amarsonar, sögu þess og menningu að fomu og nýju. Á ámnum 1934 til 1940 stóð Ingólfur að þróttmikilli útgáfustarfsemi (Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess. Þættir úr sögu Reykjavíkur), en árið 1942 lagðist starfsemin nið- ur. Höfðu þá verið gefin út „26 ritverk, stór og smá“. Haustið 1981 var svo Félagið Ingólfur endurreist að frumkvæði dr. Bjöms Þorsteinssonar, prófess- ors. Hefur félagið starfað síðan. Árið 1983 hóf það útgáfu á ritinu Landnám Ingólfs. Nýtt safn til sögu þess. Annað hefti þess rits kom út 1985 og hið þriðja nú. Hefti þessi, sem em hin myndarlegustu að út- liti, em hátt á annað hundrað blaðsíður hvert, nema hið síðasta sem losar 250 bls. í fyrstu tveimur heftunum em ritgerðir sem fjalla um efni víðs vegar að úr landnáminu, en síðasta heftið er svo til eingöngu úr sögu Reykjavíkur og er svo gert í tilefni af 200 ára afmæli höfuðborgarinn- ar. En félagið hafði einnig minnst 150 ára afmælis Reykjavíkur með útgáfu rits um borgina (Þættir úr sögu Reykjavíkur, 1936). Annars er þetta rit helgað miningu dr. Bjöms Þorsteinssonar, en hann lést 6. október sl. Eins og áður segir fjallar mestur hluti þessa heftis um Reykjavík. Ritgerð er eftir Guðjón Friðriksson um sögu Fjalakattarins, sem nýlega er horfinn af sjónarsviðinu. Er það tímabær og fróðleg grein. Þá ritar Hrafn Ingvar Gunnarsson um Reykjavík og bmnamálin 1752—1895. Er það vandað yfirlit um þróun brunavama á þessu tíma- bili. Baldur Hafstað gerir að því er virðist tæmandi yfirlit yfír Ömefni í Engey. Fer hann eftir munnlegum heimildum þeirra sem síðast áttu heima í Engey. Er líklegt að hann hafi með þessari ritgerð sinni tryggt varðveislu á ömefnum Engeyjar. Þá koma fímm greinar sem eiga það sameiginlegt að „snerta fátæk- ari hluta bæjarins". Er það vissu- lega vel til fundið á þessu mikla tilstandsári, og hafa þeir sem réðu útgáfu þessa heftis gert sér ljóst að sá h’.uti fbúanna fái Jaftian minni umfjöllun en þeir sem ofar em í stéttastiganum. Vonar rit- stjóm að sú ráðstöfun hugnist lesendum vel“. Á því tel ég engan vafa. Fyrst í flokki þessara ritsmíða er Frásögn Ottós N. Þorlákssonar af kjöram sjómanna í Reykjavík og upphafi íslenskrar verkalýðshreyf- ingar. Er þetta sögð fundargerð frá fundi sem haldinn var að tilhlutan fulltrúaráðs Alþýðuflokksins þann 5. febrúar 1923, en í rauninni er þetta þó samfelld yfiriitsritgerð. Ritgerðir Agnesar Siggerðar Am- órsdóttur (Útvegsbændur og verkamenn. Tómthúsmenn í Reykjavík á fyrri hluta 19. aldar) og Salvarar Jónsdóttur (Byggð í Skuggahverfi 1876—1902) og The- ódóm Kristinsdóttur (Sölvhóll) em vandaðar fræðilegar ritgerðir, enda a.m.k. hinar tvær fyrri þeirra loka- ritgerðir til háskólaprófs (eins og raunar ritgerð Baldurs Hafstaðs). Fimmta ritgerðin sem einnig er háskólaritgerð er eftir Magnús Hauksson („Manni þurfti aldrei að leiðast; það var alltaf nóg að braska") fjallar um uppvöxt drengja í Skuggahverfínu á öðmm áratug 20. aldar og er hún byggð á við- tölum við fjóra heimildarmenn. Þá er stutt frásögn um „Bríeti", en það var „gufuknúinn valtari", sem notaður var í Reykjavík á öðr- um áratug aldarinnar til „að malbika götur, en jafnframt til að knýja lítinn gijótbor". Þá er mynda- syrpa af gömlu hitaveitugeymunum á Öskjuhlíð og af íþróttavellinum á Melum. En bæði þessi mannvirki era nú horfin. Annað efni er stutt innlegg um Eyvindarstaði á Álfta- nesi (Ólafur E. Stefánsson). Magnús Guðmundsson segir frá norskri bókagjöf er félaginu barst. Þá em birt erindi sem flutt vom á ráðstefnu er haldin var í Reykjavík 13. apríl 1985 „um varðveislu skjala, ljósmynda og fornleifa". í bókarlok em félagsfréttir, skrár og félagatal. Mikið myndefni er í rit- inu. Ritstjóm önnuðust Magnús Þorkelsson, Guðrún Ása Grímsdótt- ir, Hrefna Róbertsdóttir og Krist- jana Kristinsdóttir. Eins og sjá má á framangreindri upptalningu er þetta efnismikið og vandað rit, sem ólíklegt er að áhugamenn um sögu vilji láta fram hjá sér fara. Síðasti þátturinn fjallar um Guð- mund Rafnsson og niðja hans. Guðmundur þessi var faeddur um 1745 og bjó í Flatatungu og síðar í Tungukoti. Guðmundur þessi átti tvo syni, Jón og Guðmund, báða raunar í framhjáhlaupi. Frá Guð- mundi yngra er ekki ætt komin, en við hann var bendlaður draugur einn merkur, Hringversskotta, sem hér segir nokkuð frá. Frá Jóni er aftur á móti allmikill ættbogi kom- inn, og er hann raunar forfaðir Stefáns þess sem þáttinn ritar. Vissulega er frá mörgu sagt í sagnaþáttum Stefáns á Höskulds- stöðum og alltaf hef ég gaman af að lesa hann. Ekki er þó því að neita að þröngt er sögusvið hans og sjaldnast hátt til lofts. í þessum þáttum gætir og nokkurrar skör- unar við efni fyrri binda, enda gerði Stefán vissulega ekki ráð fyrir rit- safni sem þessu. En þessi skömn gerir að sjálfsögðu efni þessa bind- is miður forvitnilegt en ella hefði orðið. Umsjónarmenn útgáfunnar (Hjalti Pálsson, Sölvi Sveinsson og Þórdís Magnúsdottir) hafa kapp- kostað að gera bókina sem best úr garði. Þeir hafa t.a.m. samið all- margar skýringar neðanmáls þar sem oft er vísað til fyrri binda rit- safnsins, þegar um sama efni fjall- ar. Mikið er af myndum, t.a.m. gömlum mannamyndum úr Héraðs- skjalasafni Skagfírðinga, gömlum bæjamyndum. Þá hefur Hjalti tekið mikinn fjölda mynda úr Austurdal og víðar. Er að þessu góð bókar- piýði, en leitt til þess að vita að oft hafa myndimar ykki prentast eins vel og skyldi. í bókarlok er ítarleg og vönduð nafnaskrá. Viöhö, umháuðamar semhersegir■ Aötangadagur...1,1 £<að oÓ'aÖt?mr .,. frákl. 10-19 2. i ]°Jum . - - - ■■ .. tilkl. 15 Gamlarsdagur.. lo|<a5 Mýársdagur........... OeöHega hátíð O/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.