Morgunblaðið - 24.12.1986, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 24.12.1986, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986 61 Þessir hringdu . . Tók einhver ullarkápu í misgripum? Jóhanna hring'di: Kápan mín virðist hafa verið tekin í misgripum í Grensáskirkju sl. laugardagskvöld á samkomu hjá „Ungu fólki með hlutverk". Þetta var ljósbrún ullarkápa og er fínnandi vinsamlegast beðinn um að hringja í síma 45828. Notið ullarsokka gegn hálku Haraldur hringdi: Gott ráð gegn hálku er að fara í gamla ullarsokka yfir skóna. Þegar sokkamir blotna límast þeir við svellið. Ég hef góða reynslu af þessu og fullyrði að þessi aðferð dugar betur en brodd- ar. Af hverju var eng- inn frá friðarhópi kirkjunar eða Sam- einuðu þjóðunum? Ingólfur hringdi: í útvarpinu s.l. sunnudag var þáttur um friðarmál sem sendur var út úr kirkju. Það vakti at- hygli mfna að þama var ekki neinn frá friðarhópi kirkjunnar né nokkur sem var fiilltrúi sjónar- miða Sameinuðu þjóðanna. Þetta eru nú tvær stærstu friðarhreyf- ingar veraldar. Það væri fróðlegt að hejrra sjónarmið skipuleggj- anda þáttarins um hvemig stóð á þessu. Þakkir til Sláturfé- lags Suðurlands Ásgerður Annelsdóttir hringdi: Mig langar til að koma á fram- færi innilegum þökkum til Slátur- félags Suðurlands. Það er svo sjaldan talað um það sem vel er gert. Eg hafði unnið hjá SS í 15 ár er ég fyrir átta árum þurfti að hætta vinnu sökum veikinda. En engu að síður fæ ég senda frá þeim jólagjöf ár hvert. Ég vil óska þeim gleðilegra jóla og koma á framfæri þakklæti fyrir allt það góða sem þeir hafa gert fyrir mig. Vantaði skilti til að vara við beygjunni Ökumaður hringdi: Ég fór austur á firði um mánað- armótin október/nóvember og keyrði leiðina suðurfyrir land. Mér fannst gleðilegt að sjá hvað búið var að leggja mikið af bundnu slitlagi á leiðinni og vil ég þakka Vegagerðinni fyrir það. Eg ók. að Brú v/Eldvatn á Ásum í V-Skafta- fellssýslu. Þar sá ég mér til fúrðu að við beygjuna við brúna var ekkert skilti sem gaf til kjmna beygjuna og kom strax í huga mér slys sem þama hafði orðið. Ég vona að búið sé að kippa þessu í lag. Þýðingin á Álfa- kónginum er eftir Valdimar Briem Anna Helgadóttir hringdi: Fyrir nokkru birtist í Velvak- anda fyrirspum um þýðingu á Álfakónginum eftir Goethe. Þessi þýðing á Álfakónginum er eftir Valdimar Briem og birtist í nótna- bók sem heitir Laufblöð og Lára Bjamason gaf út árið 1900. Bók- ina er eflaust hægt að fínna á Landsbókasafninu. Lagið við er eftir Reichardt. Birtið aftur grein Ólafs E. Einarssonar Séra Kolbeinn Þorleifsson hringdi: Ég vil þakka kærlega fyrir grein eftir Ólaf E. Einarsson í Jólalesbók Morgunblaðsins. Eink- um vegna þess að þetta er í fyrsta skipti sem getið er um móðurbróð- ur Jóns Helgasonar, skálds, Guðmund Jonsson. En hluti ævi- sögu hans er __ sameiginlegur ævisögu móður Jons. Því miður urðu þau mistök í greininni að niðurlagið vantaði og vil ég óska eftir því að Lesbókin birti greinina í heild að nýju, vegna þess að þessi grein verður söguleg heimild í framtíðinni. Víkveqi skrifár Jólahátíðin er gengin í garð, hátíð bamanna, hátíð ljóssins. Jafn- framt er sfytztur dagur og fer sól nú hækkandi á ný. Framundan er bjartari tíð, skammdegið víkur fyrir hækkandi sól. Eflaust verða allar kirkjur lands- ins fullar af fólki nú um hátíðamar, en nýlega var um það fjallað í frétt- um, að kirkjusókn væri almennt slök í þéttbýlinu hér suðvestanlands og klerkar messuðu jrfir hálftómum kirkjum. Hins vegar yfírfylltust kirkjumar á stórhátíðum. 1 umræddu fréttaviðtali var rætt við einn sóknarprestinn í Reykjavík og hann spurður að því, hvað honum fyndist um aðferðir starfsbræðra hans í Bandaríkjunum, sem lagt hefðu áherzlu á að auglýsa kirkjuna í fjölmiðlum og hvetja þar með fólk til þess að sækja messur betur. Lítið lagði klerkurinn upp úr þessu og kvað fjárvöntun aðallega valda því að tormerki væm á því að fara að fordæmi bandarísku klerkanna. Hvað sem því líður þá er ávallt gott að koma í kirkjuna sína, eiga þar hátíðlega stund og margir telja það ómissandi þátt í jólahaldinu að hlusta á prestinn sinn lesa jólaguð- spjallið á aðfangadagskvöld. XXX Nýlega barst inn á ritstjóm Morgunblaðsins „Jólahug- vekja '86“ frá starfsmönnum Áss, vinnustofu vangefínna. Þar hafa starfsmennimir sett niður átta ein- kunnarorð, sem fólk gæti svo sannarlega tekið upp og rejmt að lifa samkvæmt. Hið fyrsta hljóðar þannig: „Það er leiðinlegt þegar fólk drekkur mikið á jólunum og fólk er kannski sett í steininn." Þá segir: „Það er margt hægt að gera svo fólki líði vel ef viljinn er fyrir hendi, en þá verður maður að fram- kvæma sjálfur“, og „Það em ekki allir sem halda jól, sumum er alveg sama, — sumum er sama um sjálf- an sig.“ „Menn eiga að forðast misskiln- ing — oft er ekki hægt að leiðrétta hann“, segja starfsmennimir og má um það segja að þessi orð em gulls ígildi. Söfnun Rauða krossins til handa hugmðum, gekk mjög illa fyrir þessi jól. I einkunnarorðum starfs- manna Áss er fólk hvatt til þess að aðstoða hugraða. Þar segin „Gott fólk ætti að stofna sjóð, gefa fólki peninga, þeim sem em hugrað- ir á íslandi, fólki og unglingum sem borða uppúr tunnum." og ennfrem- un „Guð ætti að gefa þeim sem em svangir afganginn af því sem fólk notar ekki.“ Starfsmenn Áss vita svo sannarlega hvað samhjálp er og hvers virði hún er þjóðfélaginu öllu og þessi samhjálparvitund speglast einnig í sfðustu tveimur setningunum: „Bið Guð að segja mönnunum að vera ekki að lemja konuna sína. Og konunum að vera góðum við mennina sína,“ og loks „Gera öðmm greiða. Ékki með vondu. Ekki með fylu.“ Þetta plagg starfsmanna Áss er í senn hreinskilið, jákvætt og fal- legt. Það endar á ósk um gleðileg jól. Vfkveiji tekur undir þá ósk. Kjalnesingar og Kjósverjar Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þakka viðskiptin. Verslunin Grund, Kjalarnesi. 1’ Snyrtivörur hf. óska viðskiptavinum sínum um land allt gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Óskum landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Þökkum ánægjuleg viðskipti á viðburðaríku 40 ára afmælisári okkar. Veitingahúsiö Brautarholti 20. Óskum viðskiptavinum okkar um land allt, starfsfólki og farþegum frá í sumar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs HÁTÍÐASAM KOM U R FÍLADELFÍU Aöfangadagur: Aftansöngur kl. 18.00. Ræðumaður: Sam D. Glad. Jóladagur: Hátíðarsamkoma kl. 16.30. Ræðumaður: Daníel Glad. Annar Jóladagur: Samkoma kl. 16.30 í umsjá æskufólks. Barnablessun. Sunnudagur 28. desember: Safnaðarsamkoma kl. 14.00. Almenn samkoma kl. 20.00. Ræðumaður: Guðni Einarsson. Nýársdagur: Hátíðarsamkoma kl. 16.30. Ræðumaður: Sam D. Glad. Fíladelfía óskar landsmönnum öllum gleði- legra jóla og guðsblessunar á nýju ári. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.