Morgunblaðið - 24.12.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.12.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986 35 AKUREYRI Haukur styrktur HAUKUR Eiríksson skíðagöngu- maður hlaut í síðustu viku flárstyrk frá íþróttafélagi sínu, Þór á Akur- eyri, auk þess sem Flugfélag Norðurlands styrkti hann. Haukur er til hægri á myndinni, og tekur þama við styrknum frá Benedikt Guðmundssyni, formanni Þórs. Haukur fer um áramótinu til Svíþjóðar í háskólanám auk þess sem hann mun æfa þar og keppa af krafti í skíðagöngunni. Morgunblaðið/Guðmundur Leikklúbburinn Saga 10 ára: Sýnir „Pældíðí“ LEIKKLÚBBURINN Saga er tíu ára um þessar mundir og frum- sýnir af þvi tilefni leikritið „Pæld’í’ðí“ á öðrum degi jóla í Dynheimum. Leikstjóri er Skúli Gautason og leikmyndahönnuður Arna Valsdóttir. Leikarar og hljómlistarmenn eru alls 11 í sýn- ingunni. Strætisvagnar ganga ekki STRÆTISVAGNARNIR á Akur- eyri ganga ekki yfir hátíðamar. Þeir aka aðeins til hádegis í dag, aðfangadag, og hefja síðan akstur að morgni mánudagsins 29. desemb- er. Eina þjónustan sem veitt verður er sú að bíll frá Ferliþjónustunni gengur fyrir fólk í hjólastólum - og verður hann notaður eftir þörfum yfir hátíðamar, eins og starfsmaður sagði í samtali við Morgunblaðið. Leikritið „Pæld’í’ðí" fjallar um fyrstu ástina og fyrstu kynlífsreynsl- una. Sýnd eru viðbrögð foreldra og þjóðfélagsins. Leikklúbburinn Saga var stofnað- ur árið 1976. Leiðbeinendur fyrstu árin vom Saga Jónsdóttir og Þórir Steingrímsson. Árið 1978 varð svo klúbburinn að sjálfstæðu leikfélagi og gerðist aðili að Bandalagi islenskra leikfélaga. Klúbburinn hef- ur alla tíð verið leikflokkur fyrir unglinga. Verkið „Pæld'í’ðí" er frumraun flestra leikaranna á sviði, það er að segja fyrsta verkið í fullri lengd. Flestir þeirra léku þó í samnorræna verkefninu „FENRIS", sem sýnt var á leikferð um Norðurlönd 1985. Fmmsýning verður sem fyrr segir á öðmm degi jóla, 26. desember, I Dynheimum og er uppselt á hana. Önnur sýning verður svo 28. des- ember og þriðja sýning 30. desem- ber. Dagskrá Sjónvarps Akureyri tíl áramóta SJÓNVARP Akureyri sendir ekki út i dag, aðfangadag, en útsending hefst aftur á morgun. Dagskráin hefur verið ákveðin til áramóta og verður hún sem hér segir: Jóladagur, 25. desember 19.00 Fyrstu jól Jóga-bjöms - teiknimynd 19.25 Gæi smáspæjari - teikni- mynd. 19.50 Glæframúsin - teiknimynd. 20.10 Myndrokk. 21.05 „My wicked, wicked ways“ - lokaþáttur um Errol Flynn. 22.05 Sviðsljós - Umsjón Jón Óttar Ragnasona. 23.00 Árstíðimar flórar („The Fo- ur Seasons") - kvikmynd. 00.45 Dagskrárlok. Föstudagur 26. desember 20.30 Gæi smáspæjari. 20.55 Myndrokk. 21.50 Dynasty, 7. þáttur. 22.40 „My wicked, wicked ways“.- Lokaþáttur um ævi Errol Flynn. 23.40 Náttfaramir („The Nigh- thawks") - kvikmynd bönnuð bömum. 01.15 Dagskrárlok. Laugardagur 27. desember Undrabömin - unglingaþáttur. 21.20 Hitchcock - sakamálaþáttur eftir meistarann. 22.05 Matreiðsluþáttur Ara G. Garðarssonar. 22.35 Allt i grænum sjó - Gaman- þáttur sem gerist um borð í skemmtiferðaskipi. 23.25 Undirheimar Miami - Einn vinsælasti spennuþáttur veraldar. 00.15 16 Chandles - endursýnd gamanmynd. 01.45 Dagskrárlok. Sunnudagur 28. desember 18.30 íþróttir 21.25 Ástarhreiðrið - Gamanþáttur með aðalleikaranum úr „Já, ráð- herra" 22.10 Cagney og Lacey - spennu- þáttur um störf tveggja lögreglu- kvenna 22.55 Dynasty 9. og 10. þáttur 00.30 Dagskrárlok Mánudagur 29. desember 20.30 Listaskóli í eldlínunni 21.15 Dallas 10. þáttur 22.05 Einfarinn - sakamálaþáttur 23.00 Allt er þá þrennt er - Gaman- þáttur 23.25 Bjargvætturinn - spennu- þáttur 00.15 Dagskrárlok Þriðjudagur 30. desember 20.30 Listaskóli í eldlinunni 21.15 Dallas - 10. þáttur 22.05 Einfarinn - sakamálaþátt- ur 23.00 Allt er þá þrennt er - gam- anþáttur 23.25 Bjargvætturinn - spennu- þáttur 00.15 Dagskrárlok Þriðjudagur 30. desember 20.30 Listaskóli í eldlfnunni 21.15 íþróttir 22.15 í Návígi - Steingrímur Her- mannson 23.00 Þorparar (Minder) - Spennu- þáttur 23.50 Lords of dicipiine - Endur- sýnd kvikmynd, bönnuð bömum 01.20 Dagskrárlok Miðvikudagur 31. desember 14.30 Fyrstu jól jógabjöms 15.15 Gæi smáspæjari 16.05 Mikki og Andrés 16.55 Áramót á Akureyri. Spjallað við forsvarsmenn helstu fyrirtækja í bænum, farið á jólaball, rætt við þá sem em með áramótabrennur í bænum og einnig verður rætt við meðlimi Hjálparsveitar skáta um flugelda. Þetta er fyrsti þátturinn sem Eyfírska Sjónvarpsfélagið gerir sérstaklega fýrir útsendingu Sjónvarps Akureyri. 17.56 Avarp sjónvarpsstjóra 18.00 Dagskrárlok Dregiðí happdrætti Golfklúbbs Reykjavíkur DREGIÐ hefur verið í happ- drætti Golfklúbbs Reykjavíkur, sem efnt var til vegna breytinga á klúbbhúsi félagsins. Vinningshafí var Vilhjálmur Andrésson og hlaut hann Subaru Justy bifreið árgerð 1987. Dregið var úr 800 seldum miðum. (Úr fréttatilkynningu) Morgunbladið/RAX Hannes Guðmundsson, formaður GR, afhendir Vilhjálmi lykilinn að Subaru-bifreiðinni. Svanhildur Kristj ónsdóttir Morgunblaðifl/Bára íþróttamaður Kópavogs í þriðja sinn Rótaiýklúbbur Kópavogs hefur valic) Svanhildi Kristjónsdóttur íþróttamann ársins í bænum. Svanhildur er 19 ára og stundar nám í Menntaskóla Kópavogs. Þetta er í þriðja skiptið í röð sem hún hlýtur þennan titil. Selfoss: Dagvistargjöld hækka um 20% og gjaldskrá sundhallar um 30% Selfossi. BÆJARRÁÐ Selfoss staðfesti 18. desember hækkunarbeiðnir íþrótta-, tómstunda- og félags- málaráðs. Samkvæmt þvi hækka dagvistargjöld um 20% 1. janúar og gjaldskrár sundhallar og íþrottahúss um 30%. Hækkanimar öðlast gildi þegar þær hafa farið fyrir bæjarstjóm og fundargerð bæjarráðs staðfest þar. í tillögum um hækkunarbeiðiiir sem lagðar voru fyrir íþrótta-, tóm- stunda-, og félagsmálaráð em ekki tilgreindar beinar ástæður hækkan- anna. Sig.Jóns. Ýmsir viðburðir í Þorlákskirkiu Þorlákshttfn. V AÐVENTUKVÖLD var í Þor- lákskirkju sunnudaginn 14. desember sl. Jólatónleikar voru haldnir mánudaginn 15. des- ember og 28. desember verður minningarathöfn um Ingimund Guðjónsson. Á aðventukvöldinu söng Söng- félag Þorlákshafnar undir stjóm Ara Agnarssonar. Séra Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður og prestur á Þingvöllum flutti ræðu og böm fluttu helgileik undir stjóm Kristínar Sigfúsdóttur. Þorlákshafnardeild Tónlistar- skóla Ámessýslu var með jólatón- leika mánudaginn 15. desember. Þar lék lúðrasveit Þorlákshafnar undir stjóm Róberts Darling. Einnig söng lúðrasveitin nokkur lög undir stjóm Stefáns Þorleifs- sonar. Fjöldi nemenda lék á hljóðfæri sín við þetta tækifæri. Sunnudaginn 28. desember nk. kl. 16.00 verða minningartónleikar um Ingimund Guðjónsson. Þar mun karlakórinn Fóstbræður Morgunblaðið/Jón H. Frá aðventukvöldinu i Þorláks- kirkju. syngja ásamt Söngfélagi Þorláks- hafnar. Lúðrasveitin mun einnig leika það kvöld. Jón H. Sigurmundsson. Flug um jolin FLUGFÉLÖGIN munu halda uppi þjónustu um jólin eftir því sem veður leyfir og fara áætlanir flugfélaganna hér á eftír. Flugleiðir Sjálfa hátíðisdagana verður flogið sem hér segin Á aðfanga- dagsmorgun verða tvær ferðir til Luxemborgar, og síðdegis verður flogið til Chicago og Orlando. Á jóladagsmorgun koma Flugleiða- vélar frá Chicago og Orlando og halda áfram til Luxemborgar. Síðdegis verður flogið til New York og Orlando. Eitt beint flug verður á jóladag frá New York til Luxemborgar með viðkomu í Baltimore. Á aðfangadag verður flogið til sjö staða innanlands, Akureyrar (2 ferðir) ísafjarðar, Patreks- fjarðar, Sauðárkróks, Húsavíkur, Egilsstaða og Vestmannaeyja. Síðasta brottf. frá Reykjavík verður til Akureyrar kl. 13.00. Á jóladag verður ekkert innan- landsflug. Á öðmm degi jóla hefst innanlandsflug kl. 11.00 með ferð til Akureyrar, og eru áætlaðar ellefu ferðir þann dag. Arnarflug Innanlandsflug: 24. og 25. desember verður ekki flogið. 26. desember: Siglufjörður brottf. frá Reykjavík kl. 9.30 Hólmavík og Gjögur brottf. frá Reykjavík kl. 11.30 Flateyri brottf. frá Reykjavík kl. 12.30 Stykkish. og Grundarfj. brottf. frá Reykjavík kl. 15.00 Rif brottf. frá Reykjavík kl. 17.00 Blönduós brottf. frá Reykjavík kl. 18.30 27. desember: Bfldudalur brottf. frá Reykjavík kl. 13.00 Aukaflug verður ef þörf krefur. Neyðarvakt fyrir sjúkraflug verð- ur alla hátíðardagana í síma 29577. Utanlandsflug: 27. desember: Amsterdam brottf. frá Keflavík kl. 8.00 Þakkar- kveðja INNILEGT þakklæti flyt ég og kona mín, fyrrverandi sóknarbömum mtnmn fyrir fagra gjöf og þær góðu vina- kveðjur I tilefni af 75 ára afmæli mínu. Einnig öllum öðrum vinum þakka ég gjafir, kveðjur og heimsóknir. Guð gefi ykkur öllum heUög jól og blessun sina á komandi ári. Ingólfur Ástmarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.