Morgunblaðið - 24.12.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.12.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986 29 Morgunblaðið/Ól.K.Mag. Aðstandendur plötunnar Jól alla daga fengu aflienta gullplötu frá Steinum hf við hátíðlega athöfn á Lækjartorgi um helgina. Geysimikil sala á hljómplötum: Fjórar plötur hafa selst í meira en 10 þús. eintökum GÓÐ sala hefur verið á hljóm- plötum fyrir jólin og höfðu fjórar hljómplötur, „Jól alla daga“, „í takt við tímann", með Sinfóníu- hljómsveit íslands, „Frelsi til sölu“, plata Bubba Mortens og „Með kveðju heim“, plata Krist- jáns Jóhannssonar, selst í meira en 10 þúsund eintökum síðastlið- inn laugardag. Steinar Berg formaður félags íslenskra hljómplötuútgefenda sagðist ekki muna eftir að jafn margar hljómplötur hefðu selst í yfir 10 þúsund eintökum fyrir jólin. „Það hefur verið gífurlega góð og jöfn sala á öðrum plötum líka,“ sagði Steinar. „Fyrir hver jól koma út á milli 40 og 50 nýjar plötur og á þessum tveimur dögum sem eftir eru til jóla þegar salan samsvarar eins til tveggja mánaða sölu er ekki ósennilegt að fleiri bætist í hóp með söluhæstu plötunum." Verð á hljómplötum er hlutfalls- lega hagstæðara en oft áður að sögn Steinars og hefur verið lögð áhersla á að halda verði á íslensku plötunum niðri. Selma Jónsdóttir, forstöðumaður Listasafns íslands veitir listaverk- um Sörens Hjorth Nielsen viðtöku af Tryggva Ólafssyni. Auk þeirra eru á myndinni Daði Guðbjörnsson, listmálari, Hringur Jóhannes- son, listmálari og Helgi Gíslason, myndhöggvari. Listasafn íslands: Eignast úrval svartlistarmynda LISTASAFNI Islands barst á dögunum vegleg gjöf, þegar frú Inger Hjorth Nielsen, ekkja Sör- ens Hjorth Nielsen, gaf safninu, 20 myndir eftir mann sinn. Mynd- irnar eru úrval af svartlistar- myndum málarans. Sören Hjorth Nielsen fæddist í Svostrup á Mið—Jótlandi árið 1901. Arið 1921 kom hann til Kaup- mannahafnar og varð nemandi málarans Einars Nielsen. Þar kynntist hann m.a. Jóni Engilberts, sem hann heimsótti til Reykjavíkur, ásamt 16 nemendum sínum árið 1965. Hjorth Nielsen fór í Grafiska skólann, einn af fimm skólum innan Konunglegu akademíunnar. Hann byrjaði snemma að þrykkja sjálfs- myndir (mest steinþrykk), myndir af lífinu á ölkrám og af mannlífi í almenningsgörðum Kaupmanna- hafnar, myndir af útigangsmönn- um, og heimilislausum auðnuleys- ingjum. Aðalviðfangsefni Hjorth Nielsen var manneskjan, en samhliða því var hann mikill náttúruunnandi. Hann var alla tíð starfsamur og sem svartlistarmaður náði hann að verða sígildur meistari í lifanda lífi. Hann var prófessor við Konunglegu dönsku akademíuna frá 1957-1971. Að sögn frú Hjorth Nielsen, var maður hennar mjög norrænn í hugsun. Hann hreifst af Norður- löndum, af náttúru þeirra og þá ekki síst hinni hverfulu birtu sem honum fannst hann finna þar. Hann hafði miklar mætur á norrænum bókmenntum, ekki síst íslendinga- sögunum. Þess vegna fór hann yfirleitt með nemendur sína í ferða- lög til þessara landa, m.a. til Gotlands, Færeyja og íslands. Frú Hjorth Nielsen fannst það því vera í anda manns síns að Tryggvi Ólafs- son, fyrrverandi nemandi hans, óskaði þess að gefa Listasafni ís- lands úrval af svartlistarmyndum hans. Sagði frú Hjorth Nielsen að staðið hefði til að gefa safninu 10 myndir, en það væri henni ánægju- efni að geta bætt við gjöf hans 10 myndum til viðbótar. Sören Hjorth Nielsen lést suma- rið 1983, tæplega 82 ára að aldri. Hann hefði því orðið 85 ára á þessu ári og af því tilefni og í minningu hans eru myndimar gefnar Lista- safni íslands til varðveislu. Með kveðju heim Hljómplötur Egill Friðleifsson Og þá er komin út önnur hljóm- plata með Kristjáni Jóhannssyni. Ber sú titilinn „Með kveðju heim“. Þar er að finna tólf lög, innlend að þessu sinni, og þar á meðal margar af dýrustu perlum íslenskra sönglaga. Lög, sem þjóðin hefur unnað áratugum saman og sem hafa sungið sig inn í vitund hvers mannsbams. En nú er mikið haft við. Að þessu sinni mætum við lögunum í nýjum búningi. Nú er það ekki píanóið sem aðstoðar söngvarann heldur heil sinfóníuhljómsveit. Jón Þórar- insson hefur tekið sig til og klætt lögin í hljómsveitarbúning. Hand- bragðið er fagmannlegt og smekklegt eins og vænta mátti, þó þessi umbreyting fari lögunum dálítið misvel að mínu áliti. Dæmi um þar sem sérlega vel hefur til tekist má nefna „Til skýsins" eft- ir Emil Thoroddsen, en glæsileg útsetningin ásamt frábærri túlkun Kristjáns á þessu rismikla lagi gefur því nýtt líf. Sömuleiðis er „Heimir" Sigvalda Kaldalóns einkar vel heppnað. Hins vegar kann ég betur við „Draumaland“ Sigfúsar Einarssonar með gamla laginu og sömuleiðis „Þú eina hjartans yndið mitt“ Sigvalda Kaldalóns. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að hrósa Kristjáni Jó- hannssyni fyrir sönginn. Um það skal ekki farið mörgum orðum. Margir nefna hann stórsöngvara og hann ber þann titil með rentu. Sjálfsagt hefur hann ekki staðið hærra sem söngvari en einmitt í dag. Hann á það til að gefa dálít- ið glannalegar yfírlýsingar um eigið ágæti í fjölmiðlum, sem hneyksla suma, en er um leið einn örfárra sem hafa efni á slíku. Röddin er glæsileg, innlifun sterk og tjáningin áhrifarík og hann gefur mörgum þessara laga nýjan og ferskan blæ, þó velta megi vöngum jrfír meðferð ein- stakra laga. Það er Royal Philharmonic Orchestra í London sem leikur með Kristjáni undir stjóm Kar- stein Andersen, en hann starfaði hér um árabil og þekkir þessi lög sjálfsagt ágæta vel. Samvinna þeirra er góð þó bregði fyrri lítilsháttar óná- kvæmni á stöku stað, eins og t.d. í „Minning" eftir Markús Krist- jánsson, þar sem söngvarinn á það til að vera ekki samstíga hljóm- sveitinni. Það er vel vandað til plötunnar á allan hátt og frést hefur að hún renni út eins og heitar lummur og hafa popparamir lítið að segja í Kristján hvað vinsældir varðar ef miðað er við plötusölu. Það verður enginn svikinn af þessari hljómplötu Kristjáns Jóhannsson- ar, sem hér bætir enn einni rósinni í sitt hnappagat. Suðurveri Stigahlið OPIO: Alla daga 74 23 Sj> 681920 Gerárgötu 26, Akureyri OPID: Alla daga 15 - 22.30 0 260* Úlfarsfelli Hagamel OPIO: Mán. — lau. 9 22 / sun. 15 22 24960 Viöihlíð 13, Sauðárkróki íu> 55f 22 OPID: Mán — fös. 1 7-22 / lau. - sun. 16-22 OPIÐ UM JÓLIN: 24. des. 10.00-15.00 25. des. LOKAÐ 26. des. 14.00-23.30 EKKERT AUKAGJALD FYRIR LOKAÐAN DAG! Skipholt 50C 688040 OPID Mrin lós 12 23 / lau.—sun. 14 — 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.