Morgunblaðið - 24.12.1986, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986
Þar sem hin holla hönd
líknar líkama og sál
eftir Valgarð L.
Jónsson
Eftir að hafa dvalið í fímm vikur
á Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði á
hregggráum haustdögum 1986 er
mér efst í huga sú holla hönd, sem
hér í þessari gróðrarparadís líknar
mörgum þreyttum og þjáðum,
vinnulúnu fólki, bækluðu eftir erfíð
átök, oft í harðri lífsbaráttu liðinna
ára, þegar illa hentaði að liggja á
liði sínu, ef fólk ætlaði að komast
af á eigin spýtur, sem var metnað-
armál hvers heilbrigðs manns. Hér
er einnig fólk á ýmsum aldri í endur-
hæfíngu eftir slys, svo og skurðað-
gerðir.
Um þessar mundir eru dvalar-
gestir um 180. Við hjónin höfum
verið hér áður í nokkur skipti. Aldr-
ei minnist ég að hafa verið hér
samtíða jafn mörgum hreyfíhöml-
uðum vistmönnum, fólki sem styðst
við hækjur og stafí. Þessu fólki er
svo sannarlega þörf á hjálp, og hér
er úrvalalið, sem leggur sig fram
við að hjálpa hveijum þeim sem
hjálpar þarf með. Innan þessara
veggja svífur andi kærleiks og
mannúðar, birtu og gleði. Á slíkum
stað verður heilsubótin ekki einung-
is líkamleg lækning heldur einnig
sálarleg upplyfting. Það er sama
hvar og hveijum maður mætir á
þessu heimili, allir eru glaðir og
góðir með útrétta vinarhönd, allt
er gert til að dvalargestum megi
líða sem bezt. Dag hvem ganga
stúlkur í íbúðir okkar til að þurrka
af, skúra og þrífa og líta eftir að
allt sé eins og bezt getur verið.
Heyrt hefi ég að hér starfí 50—60
manns við hin ýmsu störf, því hér
er séð fyrir öllu, ekkert virðist van-
rækt.
Einn daginn buðu yfírlæknir og
yfírhjúkrunarfræðingur okkur að
ganga með sér um stofnunina,
margir vistmanna þáðu þetta boð
þessa geðuga fólks og elskulega í
öllu viðmóti. Mörg okkar þóttumst
nokkuð þekkja hér til, engu að síður
var þessi kynning fróðleg. Það sem
mér er minnisstæðast er hinn mynd-
arlegi sjúkraþjálfunarsalur búinn
hinum nýtískulegustu þjálfunar-
tækjum af ýmsum gerðum. Hann
stendur reyndar ónotaður, að sögn
sýnenda vegna skorts á sjúkraþjálf-
urum, og báðu þau okkur að láta
það vitnast, svo gott fólk viti að
hér býður þess mjög glæsileg vinnu-
aðstaða, og er þeirri orðsendingu
hér með komið á framfæri.
Hér útí eldri byggingunni er svo
sem kunnugt er mikil og góð heilsu-
ræktarstöð. Nuddaramir em þý-
skir, átta að tölu, þar em stutt-
bylgjustöð, háfjallasólir, vatnsnudd,
heitavatnsböð, víxlböð á fætur og
hendur, sjúkraþjálfunarstöð, hin
orðlögðu leirker, sundlaug, svo tvær
minni með heitara vatni og önnur
með nokkurskonar vatnsnuddi og
fleira mætti eflaust nefna. Svo em
iæknastofur með hinu hæfasta
fólki, læknum og hjúkmnarfólki.
Vaktstofa og móttaka fyrir þá sem
koma og fara, eða leita annarra
erinda, skrifstofur, símavakt á
skiptiborði sem er með kallkerfí á
alla vemstaði heimilisins. Eldhús,
borðsalur, setustofa, reyndar marg-
ir notalegir setukrókar þar sem fólk
getur teflt eða spilað. Einn helgur
staður kallast Þögn þar sem fólk
getur verið á helgri stund með
prestinum eða guði sínum, eða báð-
um. Hér er falleg kapella, vel
hönnuð, þægileg og vinaleg á allan
hátt. Þar era hljóðfæri, reyndar
einnig í setustofu. Aðstaða er fyrir
fólk til að hella uppá kaffíkönnuna,
fara afsíðis í svonefnda Synd til að
reykja, því hér er hvergi reykt inn-
an veggja annarsstaðar, áfengi
leyfíst engum að hafa hér um hönd.
Semsagt ósiður er annaðhvort úti-
lokaður í skúmaskoti eða bannaður.
íbúðir dvalargesta munu vera 156,
eins, tveggja og þriggja manna.
Það sem hér að framan hefur
upp verið talið tilheyrir eldri hluta
Heilsuhælisins, að nýju þjálfunar-
stöðinni undanskilinni, sem er í hinu
stóra hringlaga húsi nýju byggingar
Heilsuhælisins. Útfrá þessu hring-
laga húsi koma sex álmur, sem em
rejmdar sjálfstæð hús, ein hæð með
risþaki og gluggum á báðum hlið-
um, en gaflinn tengist hringlaga-
húsinu. Tvær slíkar álmur em nú
fullgerðar, sú eldri kölluð Gull-
strönd og sú síðari kallast Demant-
strönd. Þetta em íbúðarbyggingar,
gangur eftir miðju og íbúðir, eins
og tveggja manna, til hvorrar hand-
ar. Þama er einnig séð fyrir ýmsri
þjónustu svosem herbergi með að-
stöðu til að laga sér kaffí, herbergi
ræstingarkvenna og þeirra áhöld,
setupláss þar sem dagblöðin em
borin á borð fyrir dvalargesti, síma-
krókur, spilakrókar, ný Synd norður
í enda á Demantströnd og fleira
mætti víst telja.
Eftir er að byggja fjórar álmur,
sagt er að ein þeirra fari undir eld-
hús, en matsalur verði í hringhús-
inu. Þessi nýja bygging líkist helst
stjömu, sem geislar liggja frá til
allra átta. Svo má nefna langan
gang sem liggur á milli nýja hlut-
ans og þess eldri. Sumum þykir
þama töluvert í lagt því þetta er
alllöng gönguleið, mjög vinsæl af
okkur mörgum sem emm frá á
fæti, því þessi innanveggja ganga
er til mikillar heilsubótar. Það er
oft ánægjulegt að trimma þama
innan veggja á teppalögðum gólfum
í stofuhita þegar vetrarveðrin lemja
glugga og ytra byrði húsa. Gangur
þessi er með nokkmm hlykkjum,
sem notaðir em til hinna ýmsu
þarfa. Þar má nefna sjónvarpsstofu,
verzlun, bókasafnsstofu, setukróka
með húsgögnum, spilaborð og fleira
mætti víst tína til.
Það sem athygli vekur er hve vel
virðist frá öllu gengið og smíði
vönduð, þama flæðir ekki vatn inn-
um glugga og dyr. En þama og
allsstaðar í húsum hér er mjög vel
séð fyrir öryggismálum, mikið af
öryggisdyram vel merktum þar sem
lyklar em geymdir undir gleri og
hamar í keðju til að bijóta glerið,
sem sagt hér er vel séð fyrir öllu,
svo til fyrirmyndar er.
Einn dvalargestur gaf sig á tal
við mig, hann sagði: „Ég er víða
búinn að ferðast um heiminn og
kynnst mörgu góðu, þrátt fyrir það
líkar mér einna bezt á þessu heim-
ili, hér er svo vel séð fyrir öllu.
Þetta heimili er á heimsmæli-
kvarða, eitt það bezta sem til er.“
Þessu get ég trúað, þar til ég
kynnist öðra fullkomnara. Einn
stærsti þáttur þessarar heilsu-
gæslustöðvar er mataræðið sem hér
gildir. Margur saknar að hér skuli
hvorki lq'öt eða fískur vera á borð-
um. Þó er þar undantekning á, því
á jólum er hangikjöt og venjulegt
jólabakkelsi á borðum. Einn dag
vetrar, eða svo, era einnig hrogn
og lifur á borðum. Öllum fjöldanum
af dvalargestum líkar þetta vel eins
og það er og telur gott að hvíla sig
á þunga fæðinu, reyndar margt
hingað komið til að ná af sér óþarfa
fítu og létta líkama sinn og laga til.
Hér er oft fallegt matborð og úr
ýmsu að velja. Uppistaðan í fæðinu
er úr jurtaríkinu, jarðávextir af
ýmsu tagi, heilhveiti og rúgbrauð
af mismunandi gerðum, þorskalýsi,
mjólkurmatur af öllum gerðum og
egg fyrir þá sem þess óska. Kaffí
er ekki hér á borðum, en úrvals
jurtate, en fólki er velkomið að hita
sér sjálft kaffí, sem fyrr getur, á
tilætluðum stöðum.
Þó að okkur hjónum líki hér mjög
vel er það enginn allsheijar mæli-
kvarði, hitt segir meira, að hér
dvelur sama fólkið ár eftir ár. Ég
hefí hitt fólk sem hér hefur verið
um og yfír 20 ár, og einn sagðist
vera búinn að vera hér öll starfsár-
in, einhvemtíma. Yfírlæknirinn,
Jakob Úlfarsson, sagði okkur að
300 manns væra á biðlistanum að
koma hingað.
Já, hér á þessu heimili líkar fólki
vel öll aðstaða, öll viðkynning og
viðurgemingur þess ágæta fólks
sem hér leggur sig fram um að líkna
sjúkum og létta öllum í geði með
því hlýja viðmóti sem við mætum
hér hjá hveijum manni. Það er göm-
ul staðreynd, að þar sém gott fólk
ræður húsum, þar er létt andrúms-
loft inann veggja, og svo er hér.
Það hefur löngum verið haft á orði
hve vel þetta heimili er rekið, þess
njóta dvalargestir einnig, því hér
er ekki dýrt að dvelja. Fyrir tveggja-
manna íbúð á Gullströndinni greið-
um við hjón kr. 446 á dag, aðeins
mun ódýrara að búa í eldri hlutan-
um. Fyrir þessa upphæð fáum við
hús, mat og þjónustu og þar að
auki alla læknismeðferð, það þarf
semsé ekki að kvarta undan verð-
laginu frekar en öðm. Umhverfíð
utan veggja er mjög þrifalegt og
vel um gengið, reyndar vel frágeng-
ið. Hér liggja margar áhugaverðar
gönguleiðir til ýmissa átta, þannig
er fyrir því séð einnig. Hér norðan
Valgarður L. Jónsson
„ Já, hér á þessu heimili
Ííkar fólki vel öll að-
staða, öll viðkynning og
viðurgerningur þess
ágæta fólks sem hér
leggur sig fram um að
líkna sjúkum og létta
öllum í geði með því
hlýja viðmóti sem við
mætum hér hjá hverj-
um manni.“
við heimilið er þyrping af gróður-
húsum sem heimilið á og ræktar
mikið af sínum vömm sjálft. Það
getur engum blandast hugur um
það, að hér ræður hagsýni gjörðum
manna, svo til fyrirmyndar er, og
eftirbreytni.
Það fer ekki hjá því að mér verð-
ur hugsað heim til Akraness og
heim að Höfða, því mér liggur
þungt á hjarta, að þar verði hægt
að bæta aðstöðu til mikilla muna
og það sem allra fyrst. Að hugsa
sér ef einhver ámóta aðstaða væri
komin þar til heilsuræktar. Mér
verður oft hugsað hve mikil heilsu-
lind væri að smá sundlaug með
heitum pottum líkt og em hér, með
misheitu vatni og annar með vatns-
nuddi, þetta væri yfírbyggt með
búningsklefum og tilheyrandi fast
við aðalbygginguna.
Þægilegt útivistarsvæði með
göngustígum, bekkjum og skýlum
til að skýla fyrir sól og vindum.
Slík heilsuræktaraðstaða gæti spar-
að mörgum töflu- og lyfjaát, að
meira eða minna leyti. Hveijum
manni hlýtur að vera ljóst hvort
væri heilsusamlegra og eðlilegra.
Ég vona að vel til takist með fram-
kvæmdir á Höfða og í viðbyggingu
við heimilið verði farið með fullum
krafti strax á byijuðu næsta ári.
Þama býður mun stærri hópur eft-
ir dvöl en allir þeir sem nú dvelja
á Höfða. Margt af því fólki hefur
mikla þörf fyrir vistun á Dvalar-
heimilinu Höfða. Og þá er ótalin
öll sú aðstaða, sem beðið er eftir
að verði bætt, eins fljótt og nokkur
kostur er til. Það ætti að vera metn-
aðarmál Akumesinga og annarra
eigenda Höfða, að þama verði vel
oghyggilega á málum tekið, og það
svo um muni. Það er ekki aðeins
óskadraumur, það er nauðsyn sem
ekki verður framhjá litið.
Þegar við hjónin höldum heim
héðan eftir góða hvíld og hressingu
til líkama og sálar er okkur þakk-
lætið efst í huga, til þess fólks sem
hér slítur kröftum sínum í að þjóna
þeim sem hér dvelja. Einnig er hug-
urinn hlýr til samveragesta hér, sem
hafa allan tímann verið eins og einn
maður, glaður og góður á hverri
stund, þannig þyrfti samlyndi jarð-
arbúa að vera, þá liði öllum vel.
Um von að allt manniíf sé á bata-
vegi enda ég þetta spjall með beztu
hátíðaróskum til allra góðra manna,
okkar og annarra.
Á Heilsuhæli NLFÍ, Hveragerði
8. nóvember 1986.
Höfundur er fyrrverandi bóndi,
nú búsetturá Akranesi.
GLÆSILEGT!
★
OPNUM AFTUR annan í jólum eftir
| stórkostlegar breytingar.
Söngkonan BERGLIND BJÖRK
ásamt hinni stórgóðu hljómsveit
HAFRÓT, sem leikur dúndrandi
dansmúsík.
Nú mæta allir í jólaskapi.
Opnunartímar:
Annar í jólum kl. 22.00 - 03.00
Laugardagur 27. des. kl. 22.00 - 03.00
Snyrtilegur klæðnaður - aldurstakmark 20 ára.
GLEÐILEG JÓL.
I GLÆSIB/t
i símí
J 686220.