Morgunblaðið - 24.12.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.12.1986, Blaðsíða 52
apot q'3íwnT2OTi k<? (iHntafT'jrjaTWr firrit mvnTnsrnw MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986 fclk í fréttum Allt nema hamingjan Barnleysi o g einmanaleiki hrjáir Lindu Evans Yfirleitt gengur fólk út frá því sem vísu að frægt fólk og ríkt sé hamingjusamt vegna þess að það hafi afgreitt þessi tvö eftirsóknar- verðu markmið, en oft er raunin önnur. Linda Evans, leikkona í Dynasty er ein þeirra kvenna sem lífið hefur farið ómjúkari höndum en ætla mætti af velgengni og útliti. „Ég hef það sem þorri þjóða heimsins ágimist, en á móti kemur að mig vantar það sem aðrir íbúar hnattkúlunnar virðast ekki eiga í vandræðum með að komast yfír“, segir Linda, en hennar dýpsta þrá er að verða móðir. „Ég hef hugsað með mér að ég eigi allt, sem hugur- inn gimist. En er það nóg? Mun frægðin og ríkidæmið, gimsteinam- ir, pelsamir og endursýndir sjón- _ varpsþættir vera mér félagsskapur í ellinni? Ég held ekki. — Er hægt að koma heim úr vinnunni eða sam- kvæmislífínu og ræða málin við bankabækumar eða gullhúðaða vatnskranana í baðherberginu? Hvert á maður að snúa sér þegar maður er einmana og þarf virkilega að tala við einhvem? Ég veit að ég á allt sem flestar konur myndu gefa lífið fyrir: auð, frægð og feg- urð. Samt kem ég heim og minnist þess að í raun get ég engum leyft að njóta velgengni minnar með mér.“ Linda hefur undanfarin ár haft meiri og meiri áhyggjur af bam- leysi sínu, en til þess að gera illt verra lét hún á sínum tíma eyða fóstri — í eina skiptið sem hún hef- ur orðið ófrísk. Það gerðist þegar hún var sautján ára, en þá var henni boðið út af sirkusstarfsmanni. Hann fyllti hana og tældi með ofangreind- um afleiðingum. Patrick Curtis, sem varð kærasti hennar skömmu eftir þennan at- burð, stakk upp á því að hann æki henni til Mexíkó, þar sem hún gæti látið eyða fóstrinu. Hún féllst á það, en hefur svo sannarlega feng- ið að sjá eftir því. Curtis þessi var fyrsta ást Lindu, en ekki langlíf, því hún dróst að öðmm karlmanni og seinna átti hann reyndar eftir að kvænast Raquel Welch. Linda er tvígift og jafnoft skilin, en hún veit hvemig mann hún vill. „Augun segja alltaf allan sannleik- ann. Ef ég sé það sem mér líkar í þeim — speglum sálarinnar — þá skiptir engu máli hver umgjörðin er.“ Linda er þess fullviss að hún Patrick Curtis, æskuást Lindu og örlagavaldur. muni giftast aftur, en hún segist ekki ætla að reyna að vera ung- legri í útliti til þess að ganga út. „Ég vil ekkert eiga saman að sælda við mann sem telur hátind lífsgæðanna vera 18 ára gamlan Linda Evans — Hamingjan er vandfjötluð. stelpukrakka. Ég veit að einhvers- staðar í heiminum er yndislegur maður sem vill elska konu eins og mig. Ég hef engan áhuga á því að líta út eins og 20 ára stelpa þegar ég verð fímmtug. Maður breytist með tímanum og hrukkumar koma. Það er fásinna ein að ætla að veij- ast þeim. Karlmenn em alltaf taldir standa í blóma á fimmtugsaldri; hversvegna ætti slíkt hið sama ekki að eiga við um konur?" Já, hvers vegna ekki? En hitt stendur óbreytt að hún er ógift og bamlaus og það veldur henni mik- illi óhamingju. Menn minnast þess enn þegar persónan Krystle í Dyn- asty, sem Linda leikur, varð ólétt og fór að klæðast alls kyns fatnaði ætluðum verðandi mæðmm. Þá komst enginn samleikara hennar hjá því að taka eftir sorgmæddu augnaráði Lindu og hnuggnu yfír- bragði. John Travolta meðan hann var og hét. Frú Nancy Reagan. Travolta í Hvíta húsinu Eigi alls fyrir löngu fór leikar- inn John Travolta í heim- sókn í Hvíta húsið til þess að afhenda frú Nancy Reagan stuðningsyfirlýsingu fjölda skemmtikrafta við baráttu for- setafrúarinnar gegn eiturlyfjum, en hún hefur mjög beitt sér í baráttunni gegn þessum ógn- valdi. Einkaritari frú Reagan sagði að í yfírlýsingunni, sem skemmtikraftamir undirrituðu, hefðu þeir lofað að líða ekki upphafningu eiturlyíja í kvik- myndum, sjónvarpi eða tónlist. Einnig lýsa þeir því yfir að þeir muni beita áhrifum sínum til þess að gera eiturlyf útlæg úr „bransanum“, auk þess sem að persónulega mun þeir að sjálf- sögðu ekki neyta þeirra. John Travolta hefur að undan- fömu beitt sér mjög gegn eitur- lyfjaneyslu, en auk þess hefur hann verið tíður gestur í Hvíta húsinu við ýmis önnur tækifæri. Meðal fjölda frægra skemmti- krafta, sem undirrituðu yfirlýs- inguna, má nefna Telly Savalas, Burt Bacharach, Gloria Loring, Karen Black, Henry Mancini, Johnny Mathis, Billy Ocean, Andrew Lloyd Webber og David Wolper. Þá lýsti fjöldi breskra listamanna einnig stuðningi sínum við þessa yfírlýsingu. I síðasta október fór frú Reag- an fram á stuðning sem þennan í ræðu á þingi hagsmunaaðila sjónvarpsiðnaðarins í Banda- ríkjunum, en frú Reagan er sjálf fyrrverandi leikari eins og eigin- maður hennar. Gillespie gantast við fyrirmyndarföðurinn Fyrir skömmu var haldin mikil hátíð í New York til heiðurs jazzsnillingnum Theolonius Monk. Var þar hvert stórmennið öðru fremra samankomið og stanslaust glens og gaman í tæpa fjóra tíma. Þessi mynd var tekin baksviðs og sýnir fýrirmyndarföðurinn Bill Cosby og trompetleikarann Dizzy Gillespie, sem Islendingum er að góðu kunnur. Þeir félagar tóku létta sveiflu fyrir viðstadda. Cosby sagði að hann skyldi ekki hvað teygst gæti úr kinnum Gillespies og en síður hvað hann gerði við þær þeg- ar hann væri ekki að blása. Dizzy svaraði fljótur að bragði að hann hefði oft velt hinu sama fyrir sér varðandi gáfur Cosbys — Nema í öfugu hlutfalli. Bill Cosby og Dizzy Gillespie.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.