Morgunblaðið - 24.12.1986, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.12.1986, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986 41 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson í dag ætla ég að fjalla um merkin í fríi eða á þeim stundum þegar engar skyldur kalla og hægt er að slappa af og njóta lífsins. Nú kann einhver að spyija: „Vilja allir ekki hafa það svipað í fríinu, liggja í sófa með góða bók og slappa af?“ Því er fljót- svarað. Nei. Það er af og frá. Vinur vor sem spurði er líkast til í Nautinu. Það að liggja í hægindastól með súkkulaði og mjólkurglas er uppáhaldsiðja Nautsins, en ekki endilega annarra merkja. Skemmtun Fyrir eldsmerkin, Hrút, Ljón og Bogmann, er frí tími til að skemmta sér, njóta lífsins, hreyfa sig og fást við ný verkefni. Það eru helst Ljónin sem geta tekið stór letiköst og sleikt sólina. Bogmenn þurfa aftur á móti að hreyfa sig og m.a. að heimsækja hina ólíku vini sína. Hrútar nota frítíma gjaman til að stunda íþróttir, fara á skíði eða fást við önnur áhugamál sem veita líkamlega útrás. Afslöppun eöa vinna Fyrir jarðarmerkin, Naut, Meyju og Steingeit, horfír málið öðruvísi við. Annað hvort er frítími til að slappa ærlega af eftir mikla vinnu- töm, sofa, borða og liggja á meltunni, fyrir framan sjón- varpið eða með góða bók í hönd. Af þessum merkjum á Nautið auðveldast með að slappa af en hinum hættir til að nota frí til að vinna. Meyj- an getur loksins tekið almennilega til, lagfært heimilið, bakað eða smíðað. Steingeitin getur loksins komist í verkefni sem hún hefur iátið sitja á hakanum. Þó einhver mismunir sé á milli einstakra jarðarmerkja er auðséð að þau eru þyngri, alvörugefnari og heimakær- ari en eldsmerkin. BoÖ og umrœöa Loftsmerkin, Tvíburi, Vog og Vatnsberi, vilja nota frí til að fara í boð, hitta fólk og ræða það sem er nýjast á döfínni. Frí er tími til að sinna andlegum hugðarefnum, lesa, horfa á góðar kvik- myndir en síðast en ekki síst til að ræða það sem ber fyrir augu. Ég býst við að lofts- merkin hafí m.a. áhuga á því að sækja leikhús, myndlistar- sýningar og sinna annarri menningu, á öllu sem örvar vitsmunina. Hvíld og einvera Vatnsmerkin, Krabbi, Sporð- dreki og Fiskur, nota gjaman frí til þess að hvíla sig og vera ein með sjálfum sér. I fríi geta þau lokað á um- hverfíð og endumýjað sál- arlífíð, hreinsað sig af utanaðkomandi áhrifum. Frí er tími til að öðlast tilfínn- ingalega og sálræna ró að nýju. Þegar öldumar lægir getur vatnið farið að horfa á heiminn öðmm augum en áður, af yfírvegun og með þeirri dýpt sem það þráir. Krabbinn vill að sjálfsögðu vera heima í faðmi flölskyld- unnar, borða góðan mat og heimsækja ættingja. Sporð- drekinn vill sökkva sér ofan í það áhugamál sem er sterk- ast hveiju sinni. „Loksins fæ ég tíma til að kynna mér þetta mál til hlítar." Ef áhugamálið er kærastan þá er kærastan fríið. Ef það er frímerkjasöfnun, þá eru fyrstadagsumslög í fyrsta, öðru, þriðja og fjórða sæti. Fyrir Fiskinn er frí tími til að láta sig hverfa úr hinni venjulegu gráu veröld, inn í eigin persónulega drauma- heima. Og það með góðri samvisku! Tónlist, kvikmynd- ir og andleg málefni geta einnig verið ofarlega á baugi hjá Fiskum. X-9 /fcy £/07 //cwvyyp Conu6AN-- pú v£/sr, ' APKAR ’ó/MAfHR "pJÓÞ/f? /W//U ZS/7?) /tP tfór- OR'KV "Ú-/&J////V/" S///s y/& . -v ---- ... oó /vom 7>/ tess / /WO/VM6'■■■ efCK/tfF// © IW5 Klng Fealures Syndicate, Inc. WorId rlghts reserved. GRETTIR DÝRAGLENS yiÐAÐ pakka" !■—■ ' hvekn helpi;k.hann ap HAMM 5É AP GA3&A a UÓSKA SMÁFÓLK aM tke- /vd<SLs Ckúatr/uia rjjpwwntoj. JfiOCU^ pfuvnL QjAýlsjrvick /UvU&w. Kæra amma. Þakka þér fyrir aUar jólagjafirnar. Allir í fjölskyldunni voru ánægðir með gjafirnar sínar. Meira að segja hundur- inn minn. Hann biður mig að skUa tíl þín þakklæti fyrir peysuna með hundakrag- anum. Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Fjórir spaðar unnust sums staðar á spil NS, en hvergi eins hreinlega og þar sem Sigurður Sverrisson sat í sagnhafasætinu. Þetta var í Reykjavíkurmótinu í tvímenningi,' og andstæðingar Sigurðar og Jóns Baldurssonar voru Guðmundur Hermannsson og Bjöm Eysteinsson. Norður ♦ 1082 VÁ95 ♦ Á962 ♦ ÁD10 Austur iilni 4ÁG3 ■ JD10S ♦ KG72 - Suður ♦ D7654 VKG76 ♦ K108 ♦ 3 Bjöm í vestur hóf vömina með þvi að spila út laufníunni. Sigurður barði blindan augum eitt sekúndubrot, drap svo á laufás og spilaði smáum spaða á sjöuna heima. Bjöm fékk á níuna og missti nú af eina tækifæri vamarinnar til að hnekkja spilinu — taka spaðakóng! Þess í stað spilaði Bjöm laufi, sem Sigurðurtromp- aði og fór svo f hjartað. Liturinn brotnaði eins og best varð á |kosið og Sigurður tók þar þijá slagi, spilaði svo þrettánda hjart- ánu og henti laufí úr boiðinu. Það er sama hvort austur eða vestur trompar þennan slag, vömin verður alltaf að spila sér f óhag, laufí út í tvöfalda eyðu eða hreyfa tígulinn. í rejmdinni trompaði Guðmundur með gos- anum og spilaði tígulgosanum, til að gefa Siguiði a.m.k. færi á að fara vitlaust í tígulinn. En Sigurður stakk upp kóng og svínaði svo síðar fyrir drottningu vesturs. Vömin er auðvitað engu bætt- ari með að gefa Sigurði slaginn á sfðasta hjartað. Hann hefði þá spilað trompi og fengið upp sömu stöðu. Vestur ♦ K9 V 642 ♦ D74 ♦ 98654 SKflK Umsjón Margeir " Pétursson Á Ólympfumótinu f Dubai fékk fyrsta borðs maður Finnanna hríkalega útreið f viðureign gegn Malaysfu: Hvítt: YijölS, Svart: Liew, Búdapestarbragð, 1. d4 — Rf6, 2. c4 — e5, 3. dxe5 — Rg4, 4. Rf3 - Bc5, 5. e3 - Rc6, 6. a3 - a5, 7. b3 - 0-0, 8. Bb2 - He8, 9. Bd3 - d6, 10. exd6 - Rxf2!, 11. Kxf2 - Hxe3, 12. Kfl - Bg4, 13. Be2 - Bxf3, 14. Bxf3 - Dh4, 15. Ha2 - Hae8, 16. Bc3 - cxd6, 17. g3? - Dh3+, 18. Bg2 - Df5+, 19. Hf2. Malaysfubúinn fann þvingað mát í þessari stöðu: 19. - Dxf2+!, 20. Kxf2 - Hd3+ og Yijola gafst upp. Finnska sveit- in var ekki í essinu sínu í Dubai og hafnaði að lokum í 34. sæti. Eftir þessa skák var Yijolá svo miður sfn að hann hvíldi næstu þijár umfeiðir á efUr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.