Morgunblaðið - 24.12.1986, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 24.12.1986, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986 63 Þingeyingar halda merki glímunnar hátt á lofti SVEITAGLÍMA íslands var háð í Skjólbrekku í Mývatnssveit laug- ardaginn 6. des. sl. Þingeyingar hafa haldið merki glímunnar hátt á lofti nú hin seinni ár en hún á nú mjög í vök að verjast og er víða horfin af sjónarsviðinu þar sem áður var stunduð glíma. Sveitaglíman hefur verið haldin árlega að mestu síðan 1970 og hafa Þingeyingar verið sigursœlir hin seinni ár. Til leiks nú mættu einungis tvær sveitir, frá heimamönnum sem eru reyndar allir úr Mývatnssveit, og frá KR. Leikar fóru svo að HSÞ sigraði með 13 vinningum gegn 3. Fremur ójafn leikur en þar mun- aði mestu að sterkasti liðsmaður KR-inga, Ólafur H. Ólafsson, glímukóngur íslands, var lítilshátt- ar meiddur og gat því ekki verið með. Einnig fór fram í fyrsta sinn sveitaglíma íslands í unglingafiokki og voru þar einnig mættar tvær sveitir til leiks, frá HSÞ og HSK. Var þar um jafna og spennandi keppni að ræða en úrslit urðu þau að Skarphéðinsmenn sigruðu Þingeyingana naumlega með 13 vinningum gegn 12. Sérstaka athygli vakti Arngeir Friðriksson HSÞ sem lagði alla • Unglingasveit HSÞ. Talið frá vinstri: Arngrímur Jónsson, Böðvar Pótursson, Grétar Ásgeirsson, Lárus Björnsson og Arngeir Friðriks- son. keppinauta sína næsta örugglega. Arngeir var nýlega valinn efnileg- asti glímumaður ársins af stjórn GLÍ. Sunnlendingar þóttu standa sig vel að leggja Þingeyinga að velli og þeirra fremstur var Jóhannes Sveinbjörnsson, nýbakaður glímu- kappi Suðurlands. Yfirdómari var Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri GLÍ, og glímustjóri Þráinn Þórisson. Flokkaglíma Reykjavíkur Flokkaglíma Reykjavíkur var haldin í íþróttahúsi Melaskóla 12. des. sl. Yfirdómari varJónM. ívars- son og glímustjóri Sigtryggur Sigurðsson. Glímt var í þremur þyngdarflokkum fullorðinna og tveim yngri flokkum. Úrslit urðu þessi: 1. flokkur Ólafur H. Ólafsson KR 1 v. Árni Þór Bjarnason KR 0 v. 2. flokkur Halldór Konráðsson UV 2 v. Helgi Bjarnason KR 1 v. Ásgeir Víglundsson KR 0 v. 3. flokkur Hjörleifur Pálsson KR 1 v. Rafn Guömundsson KROv. Drengjaflokkur Orri Björnsson KR 1,5 v. Reynir Jóhannsson KR 1 v. Sævar Þór Sveinsson KR 0,5 v. Hnokkaflokkur Ingvar Snæbjörnsson KR 3,5 v. Vigfús B. Albertsson KR 2+1 v. Ólafur Ormsson KR 2+0 v. Elías Árnason KR 1,5 v. Sigurður G. Sigurðsson KR1 v Einkum þóttu glímur þeirra yngstu í hnokkaflokki skemmtileg- ar og sýndu keppendur góð tilþrif. • Unglingasveit HSK. Talið frá vinstri: Sigurður Rafn Hilmarsson, Hörður Óli Guðmundsson, Kjartan Ásmundsson, Gunnar Júlíusson, Gunnar Gunnarsson og Jóhannes Sveinbjörnsson. Glímukóngurinn lá í bænda- glímunni Að lokinni flokkaglímunni urðu keppendur ásáttir með að efna til bændaglímu aðfornum sið. Bænd- ur voru þeir Ólafur H. Ólafsson, glímukóngur íslands, og Halldór Konráðsson, helsti glímukappi Víkverja. Sveit Ólafs auk hans skip- uðu þeir Ásgeir Víglundsson, Rafn Guðmundsson og Ingvar Snæ- björnsson. Sveit Halldórs auk hans skipuðu þeir Árni Þór Bjarnason, Hjörleifur Pálsson og Vigfús B. Albertsson. Úrslit urðu þessi: Sveit Ólafs Sveit Halldóra 1. glíma: Ingvar 0,5 2. glíma: Rafn 0 3. glíma: Ásgeir 0 4. glíma: Ingvar 1 5. glíma: Ingvar 0 Voru þá allir fallnir og gengu þá saman hann og Árni Þór Bjarnason. Eftir harða viðureign tókst Árna aðjeggja Ólaf Vigfús Hjörleifur Árni Vigfús Hiörleifur liðsmenn 0,5 1 1 o Ólafs á hælkrók hægri á vinstri og sigr- aði því sveit Halldórs í bænda- glímunni. Að henni lokinni skoraði Ólafur á Halldór til glímu og sigraði Ólaf- ur eftir snarpa viðureign. Höfðu áhorfendur gaman af vasklegum tilburðum kappanna. FISK IBÁTAR Dekkaðir stál- eða álfiskibátar til sölu Stuttur afgreiðslufrestur, hagstætt verð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.