Morgunblaðið - 24.12.1986, Page 2

Morgunblaðið - 24.12.1986, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986 Sjómenn og fluglið- ar í önnum EKKI geta allir verið hjá fjöl- skyldum sinum yfir jólahátíð- ina. Þannig verða allmörg farskip á hafi úti eða í höfnum erlendis og líklega níu togarar á sjó á aðfangadagskvöld. Flugleiðir halda uppi flugi yfír Atlantshafíð hátíðisdagana og ein vél er í flutningaflugi fyrir Saudi- Araba. Um 90 starfsmenn flugfé- lagsins verða úti á aðfangadag og jóladag. Þröstur kom- inn í 2.-3. sæti ÞRÖSTUR Þórhallsson sigraði al- þjóðlega meistarann McDonald frá Englandi í 68 leikjum í gær f 5. umferð á Evrópumeistaramóti unglinga f Groeningen í Hollandi. Þröstur var með svart og upp kom drottningarpeðsbyrjun. Þröstur er í 2.-3. sæti á mótinu með 4 vinninga ásamt alþjóðlega meistaranum Manor frá ísrael. Efstur er Ivanchuk frá Sovétríkjunum með 5 vinninga eftir 5 umferðir, en hann verður andstæðingur Þrastar í 6. umferð sem tefld verður i dag. Alls verða tefldar 13 umferðir á mótinu. Lögreglan tæmir hillur einnar myndbandaleigunnar í Reykjavík á mánudagskvöldið. Aðgerðir gegn myndbandaleigum: Morgunblaðið/RAX Lögreglan lagði hald á um tólf þúsund myndbönd Nýjar hurðir FYRIR jólin voru settar upp hurðir milli forkirkju og kirkju- skips Hallgrímskirkju. Hurðimar teiknuðu Guðrún Norðdahl arkitekt og Garðar Hall- dórsson húsameistari ríkisins. Sögin hf. annaðist smíði hurðanna og yfír- smiður var Pétur Siguijónsson. Gluggamir, sem gerðir em af Leifi Breiðíjörð, glerlistarmanni, eru minningargjöf um hjónin Guðnýju Guðnadóttur og Kristján Eggerts- son frá Dalsmynni, sem lengst af bjuggu á __ Grettisgötu 56A í Reykjavík. Á myndinni sést lista- maðurinn vinna við ísetningu glugganna. Aðallega var um að ræða ótextuð bönd sem talin voru ólögmæt samkvæmt höfundarlögum LÖGREGLA á Suðvesturhominu lagði hald á hátt á tólfta þúsund myndbönd á mánudagskvöldið í samræmdum aðgerðum gegn mynd- bandaleigum sem dómsmálaráðuneytið fyrirskipaði og fól lögreglu- stjóranum í Reykjavík að hafa yfirumsjón með. Aðallega var lagt hald á ótextuð myndbönd en einnig myndbönd sem á vantaði merk- ingar frá dreifingaraðilum og kvikmyndaeftirliti og vora dæmi um að mörg hundruð myndbönd væru tekin úr einstökum leigum. Dómsmálaráðuneytið sendi bréf lega var lagt hald á myndir sem til lögreglustjóra í Reykjavík og nágrenni þar sem riijuð var upp aðgerð gegn myndbandaleigum í febrúar 1985 og vakin athygli á ábendingum frá Kvikmyndaeftirliti ríkisins um að enn væri víða pottur brotinn í þessum efnum. Lögreglu- stjóranum í Reykjavík var falið að hafa umsjón með þessum aðgerðum í samráði við Kvikmyndaeftirlitið og Samtök rétthafa myndbanda á íslandi og skyldi rannsóknin aðal- lega beinast að því hvort á leigunum fyndust ofbeldismyndir og klám- myndir, hvort myndbandaleigumar hefðu verslunarleyfí og bókhald þeirra væri í lagi, og einnig að því hvort framin væru hugsanleg brot gegn höfundarréttarlögunum. Lögreglan lét til skarar skríða klukkan 17 á mánudag og stóð aðgerðin fram yfír miðnætti. Aðal- taldar vom fluttar inn án þess að tilskilin höfundarréttarleyfi væru fyrir hendi og því ólöglegar, en kæra hafði borist frá Samtökum rétthafa myndbanda vegna slíks. Var litið svo á að nær allar ótextað- ar myndir féllu undir þá skilgrein- ingu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var lagt hald á 6375 mynd- bandsspólur í Reykjavík, milli eitt og tvö þúsund spólur í Hafnarfírði, á annað þúsund spólur í Kópavogi og yfír 2000 spólur í Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Vogum, og vom flestar þær spólur teknar á tveimur leigum í Keflavík. í samtölum við Morgunblaðið gagnrýndu eigendur myndbanda- leiga mjög þessar aðgerðir lögreglu, og sögðu að margar af þeim spólum sem teknar hefðu verið væm ófull- nægjandi merktar af rétthöfunum Sjómenn boða verk- fall frá áramótum MEST allur fiskiskipafloti landsmanna stöðvast eftir áramótin, þvi Sjómannasamband Islands og Farmanna- og fiskimannasamband fslands boðuðu verkfall í gær frá og með 1. janúar. Yfiraefnd Verð- lagsráðs sjávarútvegsins fundaði um fiskverð eftir hádegið í gær, en verðlagsákvörðun var vísað til nefndarinnar á fundi Verðlagsráðs- ins í gærmorgunn. Ekkert bar til tiðinda á fundi yfiraefndarinnar. „Viðræður hafa borið lítinn ár- blaðið. angur til þessa og það er vonandi að þær gangi betur eftir að við höfum sett allan þann þrýsting, sem við höfum yfír að ráða, á viðræðum- ar og menn fari að tala saman af viti,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson, forseti Farmanna- og fískimanna- sambandsins, í samtali við Morgun- Hómgeir Jónsson, hjá Sjómanna- sambandi íslands, sagði að öll aðildarfélög sambandsins boðuðu verkfall, utan þess að sjðmenn á Vestfjörðum myndu boða verkfall sér, svo og verkalýðsfélögin á Hell- issandi og í Stykkishólmi. Sjó- mannafélagið á Sauðárkróki myndi boða verkfall frá og með 3. janúar. Sjómannafélagið á Skagaströnd boðar ekki verkfall, að sögn Hólm- geirs og Sjómannafélag Reyðar- §arðar hefur ekki sagt upp samningum. Sjómannafélag Reylgavíkur hef- ur boðað verkfall frá og með 5. janúar. Deila sjómanna er hjá ríkissátta- semjara og þegar Morgunblaðið hafði fregnir af um miðjan dag í gær, hafði ekki verið boðað til samningafundar. Lögreglan ber myndbönd í hundraðatali út úr einni leigunni. og þeim sem sjá um að dreifa þeim. Þannig fái dreifíngaraðilar rúllu með miðum frá Kvikmyndaeftirlit- inu og eiga að sjá sjálfír um að líma miðana á spólur sem þeir fjölfalda, en oft vilji vera misbrestur þar á. Þannig hafí verið dæmi um að lög- reglan hafí lagt hald á myndbönd í leigum af því að á þau vantaði miða frá Kvikmyndaeftirlitinu, þó í hillunni við hliðina hafí verið ná- kvæmlega eins spóla, að viðbættum merkimiðanum. Einnig gagmýndu myndbanda- leigueigendur það að allar ótextað- ar myndir hefðu verið gerðar upptækar og sögðu að í flestum tilfellum væru þær tilkomnar þann- ig að eigendumir kaupa þær erlendis og flytja þær inn og borga af þeim innflutningsgjöld og sölu- skatt. Erlendis séu engar takmark- anir á útleigu slíkra mynda og hér á landi hafí enginn umboð fyrir marga framleiðendur og því hafí ekki réttur aðili kært útleigu á mjmdunum Þetta var borið undir Magnús Kjartansson framkvæmdastjóra Samtaka rétthafa myndbanda á íslandi. Hvað ófullnægjandi merk- ingar dreifingaraðila varðaði sagði Magnús að það væri vandamál sem ekki kæmi til kasta samtakanna heldur hvers dreifíngaraðila fyrir sig. Um síðara atriðið sagði hann að samtökin hefðu það að markmiði að stemma stigu gegn ólöglegri beitingu á höfundarrétti. Hér á Is- landi væri óheimiit að leigja út myndbönd án leyfis rétthafans, og þó hægt sé að kaupa spólur erlend- is með ótakmörkuðum sýningarrétti þar gildi slíkt ekki hérlendis. Því sé óheimilt að leigja slíkar spólur hér þó enginn hafí fengið einkarétt á dreifingu þeirra hérlendis og raunar hefðu erlendir aðilar sem ættu myndir á markaði hérlendis leitað til samtakanna um að gæta réttar þeirra. Þórður Þórðarsson lögreglufull- trúi í Reykjavík sagði að nú væri verið að kanna á grundvelli kæru rétthafa hvort þær spólur sem lagt var hald á, væru með leyfi eða ekki; þama væri um að ræða frumrann- sókn á kæruefninu, og sagðist hann ekki á þessu stigi geta sagt um hvenær henni lyki eða hvort ein- hveijum spólum yrði skilað aftur að henni lokinni. „Við höfum kannað lögmæti þessara aðgerða og sjáum ekki bet- ur en að lögreglan hefði þurft að leggja fram lista frá rétthöfum yfír myndir sem kynnu að vera ólögleg- ar. Það er því um mistök í fram- kvæmd þessa máls að ræða,“ sagði Þóroddur Stefánsson formaður Samtaka myndbandaleiga. „Síðan er ljóst að rétthafar hafa vanrækt að merkja myndir sem síðan voru gerðar upptækar á mánudaginn. Við munum að sjálfsögðu fara fram á háar skaðabætur frá rétthöfum og neita að taka við spólunum aft- ur. En það bætir ekki það að þetta er gífurlegt áfall á aðalannatíma ársins á myndbandaleigunum og verður til þess að fleiri tugir manna stefna beint í gjaldþrot," sagði Þór- oddur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.