Morgunblaðið - 24.12.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 24.12.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986 # ♦ i ♦ % § i m m Eggert Örn Siggi Laddi Edda Halll 1987 Nú gerum við fyrsta kvöld ársins að því ógleymanlegasta á öllu árinu 1987 Á nýársfagnaðinum í Súlnasal fögnum við árinu með spauglandsliði íslands — svo ekki sé minnst á veitingarnar og hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar. Dagskrá kvöldsins: Skemmtidagskrá. Spauglandslið íslands með frábæra skemmti- dagskrá. Húsið opnað kl. 19.00 með fordrykk, fjórréttað- urkvöldverður, ásamt drykkjarföngum með mat. Dans Verð miða kr. 5.500,- Forsala aðgöngumiða hefst 8. des. og verðuralla virka daga íanddyri Súlnasalar frá kl. 16-19, síminn þar er20221. LúxustilboA: Öllum nýársgestum býðst gisting í hinni glæsilegu nýju álmu hótels- insfyriraðeins. 1.595 krónurámann. II |“^I I IF" Miðað við gistingu í tveggja manna her- | J |^| jj j| J|jp Verzlunarmannafélag Reykjavíkur: Mótmælir frumvarpi um virðisaukaskatt STJÓRN Verzlunarmannafélags Reykjvíkur hefur samþykkt ályktun þar sem frumvarpi um virðisaukaskatt er mótmælt, m.a. á þeirri forsendu að skatturinn muni leiða til umtalsverðra al- mennra verðhækkana. Alyktunin hljóðar svo: „Stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur vísar til fyrri njótmæla félagsins vegna áforma stjómvalda um að taka upp virðisaukaskatt, sem koma á í stað núverandi söluskatts samkvæmt frumvarpi, sem liggur fyrir Alþingi. Með kerfisbreytingunni er gert ráð fyrir mun flóknara og kostnað- arsamara kerfi en nú er og mun öll skriffínnska margfaldast. Það sem skiptir þó mestu máli er að kerfísbreytingin, skv. frum- varpinu, mun leiða til umtalsverða almennra verðhækkana. Sú hækk- un kæmi harðast niður á þeim, sem minnstar tekjur hafa og nota þurfa stærstan hluta tekna sinna til allra brýnustu þarfa, þ.e. matarkaupa. Þá er gert ráð fyrir verulegri til- færslu á skattbyrði frá atvinnu- rekstrinum yfír á launþega. Núverandi söluskattskerfí er stórgallað og býður upp á margar undankomuleiðir í skattskilum. Það er því brýnt að bæta úr því. Stjóm Verzlunarmannafélags Reykjavíkur leggur hins vegar þunga áherzlu á að nauðsynlegar breytingar á núverandi kerfí verði ekki keyptar því verði að almenn skattbyrði verði þyngd og það mest hjá þeim, sem minnstar tekjur hafa. Slíkum áformum mótmælir stjóm Verzlunarmannafélags Reykjavíkur harðlega." Jöklakórinn á Snæfellsnesi, en hann mun syngja í Landinu helga UÚ um jólin. Sönghátíð í Stykkishólmi - Jöklakórinn syngnr í Landinu helga Stykkishólmi. JÖKLAKÓRINN á Snæfellsnesi er ánægjuleg tilbreyting i svartasta skammdeginu, en hann er sam- runi kirkjukóra á norðanverðu Snæfellsnesi. Hefir honum verið boðið að syngja við hátíðlegar athafnir i Landinu helga um jól- in. MikiII undirbúningur er nú að baki. Hver helgi af annarri hefur farið í stöðugar æfingar víðsvegar á Nesinu. Búningar hafa verið útbúnir í tilefni þess- arar ferðar og eru þeir tilkomu- miklir. Eldraunin í æfingum er að ljúka. Margir hafa orðið til að styrkja kórinn til þessarar ferðar. Kórfélag- ara hafa gefið út myndarlegt jólakort sem Smári Lúðvíksson Hellissandi hefur teiknað mjög smekklega. Þá var komið á happ- drætti sem gekk vel. Auk þessa hefir margt verið gert til að gera kórnum þessa för mögulega. Laugardaginn 13. desember sl. efndi kórinn til söngskemmtunar hér í bamaskólahúsinu í Stykkis- hólmi og bauð velunnurum sínum til þessarar hátíðar sem bæði var virðuleg og skemmtileg. A dag- skránni voru 19 lög bæði innlend og erlend og kórfélagar voru 38 sem sungu. Stjómendur voru þau Jó- hanna Guðmundsdóttir organisti við Stykkishólmskirkju og Ronald V. Turner organisti í Grundarfirði. Hófst söngskemmtunin með því að kórinn söng lag við Ijóð Einars Steinþórssonar í Stykkishólmi sem ort var í tilefni þessarar farar. Síðan ávarpaði fararstjórinn sr. Jón Þor- steinsson Grundarfírði gesti og þakkaði veittan stuðning og upp- örvun í erfiðu undirbúningsstarfi. Gat hann einnig um tildrög ferðar- innar og kvað eftirvæntingu þátt- takenda mikla. Síðan voru sungin lög þau sem voru á dagskránni en á eftir varð kórinn við mikinn fögnuð að syngja aukalög og endurtaka ljóð Einars. Þessi sönggleði var sönn og skemmtileg enda fór það ekki fram hjá neinum hve söngurinn náði tök- um á fólkinu. Þetta var sannarlega ánæguleg stund. Ég er ekki í vafa um að þetta hefír mikinn byr og áhrif á kirkjusöng hér á Snæfells- nesi á komandi tímum og margt hafa kórfélagar lært af þessu öllu. Söngmálastjóri kirkjunnar hefír og verið mjög hjálplegur. Þá má ekki gleyma Ingveldi Hjaltesteð söng- konu sem verður með í fórinni en hún hefir þjálfað kórinn í nokkur skipti. - Arni Leiðrétting1 í FRÉTT Morgunblaðsins á sunnu- dag um útflutning Lagmetisiðjunn- ar Garði hf. slæddist inn villa. Sagt var að beitukóng mætti veiða í litlu magni innan fjarða, en þar átti að sjálfsögðu að standa í miklu magni. Þetta leiðréttist hérmeð. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.