Morgunblaðið - 24.12.1986, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 24.12.1986, Blaðsíða 64
 STERKTKDRT MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Tvö íslenzk skip tekin vestan línu Skipstjórar neita að hafa verið að rækjuveiðum í grænlenzkri lögsögu TVÖ íslenzk rækjuskip voru tekin fyrir meintar ólöglegar rækjuveið- ar vestan miðlínunnar milli íslands og Grænlands um síðustu helgi. Hvorugt skipanna var að veiðum, annað var á siglingu og á hinu voru skipveijar að bæta trollið. Báðum skipunum var sleppt eftir nokkuð þóf og orðsendingu frá íslenzkum stjórnvöldum. Stjórnvöld á Grænlandi segja að skipunum hafi verið sleppt vegna þess, að þau hafi ekki haft næga olíu til siglingar til Grænlands. Samkvæmt opinberum upplýs- ingum frá Grænlandi var Sjávar- borg GK stöðvuð 42 sjómflur innan iögsögu Grænlands. Þá voru 33 lestir af rækju um borð. Skipstjór- inn neitaði því, að rækjan væri veidd vestan miðlínu og skipið hefði leitað vestur fyrir við viðgerðir á trollinu. Útgerð skipsins neitaði ennfremur að greiða 5,5 milljóna króna sekt, Jólafagn- aður Vemdar VERND heldur sinn árlega jólafagnað í Slysavamahús- inu á Grandagarði í dag, aðfangadag, og verður húsið opnað klukkan 14. Jólafagnaðurinn hefst með kaffi klukkan 15, klukkan 18 verður hátíðamatur, klukkan 20 verður sungin messa og klukkan 22 verður kvöldkaffí. Jólafagnaður Vemdar er öll- um opinn sem ekki hafa tæki- færi tii að dveljast með vinum og vandamönnum þennan að- fangadag. sem varðskipið Ingólf krafðist. Danska landhelgisgæzlan segist hafa vitni um það, að Sjávarborg hafí híft vestan miðlínu þann 14. og 18. desember. Hafðliði Þórsson, útgerðarmaður Sjávarborgar segir, að þessa daga hafí skipið ekki ver- ið á umræddu svæði, heldur að veiðum fyrir Norðurlandi. Græn- lenzkur skipstjóri hefði kært skipið. Svo virtist sem Grænlendingar væru að reyna að þvinga menn tii að viðkenna brot og sektir með hótunum um það, að skipin yrðu færð til hafnar á Grænlandi. Arinbjöm RE var stöðvaður 53 sjómflur vestan miðlínu samkvæmt upplýsingum frá Grænlandi og var þá á siglingu. Um borð voru um 30 lestir af rækju og 4 af þorski. Skipstjóri neitaði að afiinn væri fenginn í grænlenzkri lögsögu. Magnús Gestsson, útgerðarmaður Arinbjöms, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þeir hefðu verið með hreint skip, trollið á dekki og enga rækju í vinnslu. Þeim bæri ekki að sanna að aflinn væri ekki fenginn á einhveijum ákveðnum stað og þvf hefði engin ástæða ver- ið til ákæm. Grænlenzk stjómvöld íhuga nú málshöfðun. Morgunblaðið/Albert Kemp Hátíð barnanna JÓLIN eru hátíð baraanna og þau taka virkan þátt í helgihald- inu eins og þessi böra frá Fáskrúðsfirði. Þau eru hér að spila á nemendatónleikum á vegum Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar, sem haldnir voru í kirkjunni sunnudaginn 21. desember síðastlið- inn. Frá vinstri Sunna Smáradóttir, Jóna Mjöll og Berglind Tryggvadóttir. Skoðanakönnun umjólahald: Hamborg- arhrygg- ur vin- sælastur í NÝLEGRI skoðanakönnun Hagvangs um jólavenjur Is- lendinga kom fram að hamborgarhryggur er vinsæl- astur á jólaborðunum. Af þeim 773 íslendingum um land allt sem svöruðu í könnuninni, ætluðu 34% að gæða sér á hamborgarhrygg á aðfanga- dagskvöld. Rjúpumar komu næstar að vin- sældum, en þær ætluðu 14% af þeim, sem spurðir voru, að borða. 12,5% ætla að borða svínasteik, 8,9% lambakjöt og 7,9% hangi- kjöt. Athygli vakti að flestir höfðu ákveðið hvað átti að vera í matinn á aðfangadagskvöld þegar könn- unin var gerð í byrjun desember, en aðeins 5,8% sögðust ekki hafa neitt sérstakt í matinn. í könnuninni kom einnig fram að íslendingar senda að meðaltali 31 jólakort til vina sinna og vanda- manna og virðast þeir sem eldri em og búa í dreifbýli mun dug- legri við það en þeir sem yngri eru eða búa í þéttbýli. Tæplega 75% sögðust standa í verulegri tiltekt fyrir jólin, en 22,5% sögðust ekki gera sérstaka jólahreingemingu. Sjá nánar á bls. 34. Verðmæti gávarafurða meira en nokkru sinni ÚTFLUTNINGUR sjávarafurða eftir fyrstu 10 mánuði ársins skil- aði þjóðinni tæpum 30 miHjörðum króna i gjaldeyristebjur og hefur hann aldrei skilað hærri upphæð til þessa. Umreiknað í Banda- ríkjadali er þessi upphæð 716 miiyónir. Allt árið 1981, sem þá var bezta árið i sögunni, var selt fyrir 707 milfjónir dala. Arin 1982 til 1984 var selt fyrir um 500 mi4j- ónir dala að meðaltali og i fyrra fyrir 626 milljónir dala allt árið. Hlutfall útflutnings sjávarafurða Seðlabanki íslands: -Bendir á ábyrgð lög- gjafans í vaxtamálinu Seg’ir dóm Hæstaréttar leiða í ljós réttaróvissu „DÓMUR Hæstarréttar leiðir í Ijós verulega réttaróvissu við beit- ingu okurlaga samhliða hinni nýju tbankalöggjöf, sem miðast við gjörbreyttar forsendur," segir í niðurlagsorðum fréttar frá Seðla- banka íslands vegna dóms Hæstaréttar f vikunni i einu okur- málanna svonefndu. Þar segir jafnframt: „Er af þeim ástæðum fyllilega tímabært að móta heil- steypta löggjöf um vaxtamál og refsiheimildir til samræmis við réttarþróun siðari ára og eyða þar með umræddri réttaróvissu." í fréttinni segir að verulegur munur sé á grundvallarreglu laga um lögbundnar refsiheimildir og svo þeim stjómarfarslegu heimildum og skyldum, sem bankanum séu ætlað- ar samkvæmt lögum. Hvergi sé að því vikið í dómi Hæstaréttar, að bankinn hafí vanrækt skyldur sínar samkvæmt lögum. Þá segir að Seðlabankinn hafí haft ótvíræða heimild en ekki skyldu til ákvörðunar hámarksvaxta sam- kvæmt þeim Seðlabankalögum, sem í gildi voru á þeim tíma. Orðrétt segir síðan: „Það er hlutverk löggjaf- ans en ekki Seðlabankans að tryggja það, að refsiheimildir séu jafnan í samræmi við þá stjómsýslulöggjöf, sem bankanum er ætlað að starfa eftir.“ Sjá nánar á bls. 34. af heildinni fyrstu 10 mánuði þessa árs var 79,3% en var 77,1% á sama tíma í fyrra. Verðmæti útflutnings hjá helztu útflytjendum frystra sjávarafurða hefur aukizt veru- lega milli ára. Fyrstu 10 mánuði ársins fluttum við út ýmsar afurðir fyrir 37,1 millj- arð króna og þar af nam verðmæti sjávarafurða 29,6 milljörðum. Á sama tíma í fyrra var heildarútflutningur- inn að verðmæti 27,2 milljarðar og verðmæti sjávarafurða þar af 21 milljarður. Aukningin milli ára á út- flutningi sjávarafurða var 40,3%. Verðmæti helztu afurðaflokka sjávar- útvegsins var sem hér segir, sambærilegar tölur frá síðasta ári: Fryst 15,7 milljarðar (11,9), saltað 6,2 milljarðar (4,2), ísaður fískur 3,3 milljarðar (1,8), Skreið 681,3 milljón- ir (136,3), Mjöl og lýsi 2,6 milljarðar (2,4) og niðurlagt og niðursoðið 723,1 milljón (574,7). Þann 22. þessa mánaðar hafði Ie- landic Freezing Plants í Grimsby selt fyrir rúma 2 milljarða króna og er það 66% meira en á sama tfma f fyrra. Framleiddar afurðir voru seld- ar fyrir 629 milljónir króna og flök fyrir 1,4 milljarðar króna. Talsverð aukning var einnig á sölu fyrirtækis- ins til Frakklands en sala til Belgíu hefur verið svipuð f ár og það sfðasta. Brekkes, dótturfyrirtæki IFP, hefur selt fyrir 22 milljónir króna á árinu og er það nokkru meira en búizt hafði verið við. ólafur Guðmundsson, forstjóri IFP, sagði í samtali við Morgunblaðið, að aukning í sölu væri geypileg. Bæði Icelandic Freezing Plants og Brekkes myndu því sýna hagnað eftir árið. Söluskrifstofa Sambandsins í Hull í Bretlandi jók sölu sína í magni mið- ■að við fyrstu 11 mánuði ársins um 30% og 64% í verðmætum. Þess skal þó getið, að á þessu ári bættist sala til Þýzkalands við markaðssvæði skrifstofunnar f Hull. Alls seldi hún umrætt tímabil á þessu ári fyrir 1,7 milljarð en 1 milljarð á því síðasta. Nú voru alls seldar 15.510 lestir en 11.940 í fyrra. Sala Iceland Seafood í Bandaríkjunum fyrstu 11 mánuðina þetta ár nam 8,5 milljörðum króna, en 7,4 á því síðasta. Aukningin er 15,2% aukning í magni er hins vegar 2,9%. Heildarsala Sjávarfurðadeildar Sambandsins þetta tímabil nam 6.5 milljörðum króna, sem er 32% meira en í fyrra. Coldwater Seafood Corporation seldi á fyretu 11 mánuðum áreins fyrir 8,8 milljarða króna en 8,1 millj- arð sama tfmabil í fyrra. Aukningin er 8,6%. Hins vegar var samdráttur í seldu magni sama tfmabil 8,1%. Magn seldra flaka var svipað bæði tfmabilin, 67 milljónir punda, sala verksmiðjuvöru minnkaði um 3 millj- ónir punda, en veruleg aukning var á sölu skelfísks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.