Morgunblaðið - 24.12.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.12.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986 Desemberdagar í New York Það var óvænt að rekast á sjálfa Holly Solomon, einn af stórmógúl- um amerískrar nútímalistar í sýningarsal hennar á Fimmtu Tröð nr. 724. Hér brosir hún kankvís og launkiminn til listrýnanda blaðsins. eftir Braga Asgeirsson Eiginlega ætti fyrirsögn þessarar ritsmíðar að vera „Ferðin, sem aldrei var farin, og þó en er trúlega of löng í nútímalegu dagblaði. Málin stóðu þannig, að greinar- höfundur hefur verið á leið utan síðan í öndverðum júnímánuði og átti þetta að vera sérstök ferð í til- efni tuttugu ára starfs hans sem listrýnis við blaðið. Forsvarsmenn þess voru með á nótunum og Flug- leiðir sýndu hér lofsverðan áhuga á menningarskrifum. Allt hafði ég þannig fengið meir og betur upp í hendumar en í annan tíma áður og hugðist fara á flakk á milli safna og sýningarviðburða í Evrópu með skrif í blaðið í huga. En einmitt þegar ég stóð með pálmann í höndunum, eins og seg- ir, komu fyrir ófyrirsjáanleg atvik, er frestuðu æ ofan í æ for minni, og áður en varði var ég kominn á kaf í kennslu við Myndlista- og handíðaskóla íslands og var hrein- lega búinn að afskrifa öll ferðalög þetta árið. Vill þá svo til, að gam- all vinur minn, Tryggvi Ólafsson, kemur með málverkasýningu frá Kaupmannahöfn, þar sem hann er búsettur, og er ég hitti hann, þá segir hann, að vikuferð til New York sé á dagskrá hjá sér fljótlega. Þetta kveikti í mér því að við Tryggvi höfum áður víða farið sam- an í skoðunarferðir og þrautþjálfað- ir saman í slíku. Akvað ég eftir nokkra umhugsun að reyna að fara með og á því reyndust ekki mörg vandkvæði þá stundina. Raunar varð ég að stinga nemendur mína af í heila viku, en af því á maður ekki að hafa of miklar áhyggjur, því að það er einmitt ein vika, sem þykir hæfilegur kennslutími mánað- arlega í alvöru listaskólum erlendis — þar sem lögð er áhersla á 90% sjálfstæði og framtak nemenda, en 10% framlag kennara í formi gagn- rýni og uppstokkun hugmynda. Þar eru kennarar hreinlega sendir og kostaðir í slík ferðalög og skyldaðir að vera virkir í listinni, — annars fá þeir umsvifalaust reisupassann. — Það er alveg víst, að listnám er ferðalag á vit uppgötvana og upplif- ana en ekki stöðluð og miðstýrð matreiðsla ... En nóg um það. Fyrsti pistill minn verður eins konar smá inngangur, myndasaga og innsýn inní þá viðburðaríku daga, er við Tryggvi áttum í heims- borginni ásamt óvæntri útvíkkun sviðsins til Fíladelfíu. Ferðin til New York gekk vel, og þjónustan í flugvélinni var upp á það besta — fórum á loift kl. 18 að íslenzkum tíma, en komum til New York kl. 19 samkvæmt tíma þeirra þar! Ég var þreyttur og dasaður er ég kom á Hótel Milford Plaza, sem okkur hafði verið vísað á, svo ég lagði mig fljótlega, enda hlakkaði ég ótæpt til næsta dags, — en það sem átti að veða hænublundur stóð til morguns, og er ég leit á úrið krossbrá mér, því að vísamir voru á ellefta tímanum. Ég vakti Tryggva í skyndi og við drifum okkur í morgunmat — vorum dálít- ið hissa á því, að enginn morgun- matur skyldi vera í veitingasal hótelsins, en fórum beint út og fundum von bráðar lítinn skyndi- bitastað. Þar hvolfdum við í okkur morgunmatnum og tókum þamæst umsvifalaust leigubíl, svo sem við gemm alltaf á slíkum ferðum til að nýta tímann, og tókum stefnuna beint á Metrópolitan-safnið. Það var skrítinn og fáfróður surt- ur, sem ók bflnum og gáfumst við fljótlega upp á að eiga við hann, en við vomm að býsnast yfir því, hve dimmt væri í borginni og klukk- an þó að nálgast ellefu. Tryggva þótti það þó minna skrítið staddur í ríki kapítalismans og hnefaréttar- ins. En að safninu komumst við og vomm hissa á því, hve rólegt var í kringum það — þetta mikla fræga og stóra safn. Hlupum við upp hin- ar mörgu tröppur og að inngangin- um, reiðubúnir að gleypa í okkur listina af sömu áfergju og morgun- matinn, — en þá var safnið lokað! Héldum við, að annað tveggja væri lokunardagur eða einhver sér- stakur hátíðisdagur. Við urðum þó varir við einhverjar mannaferðir fyrir innan og bönkuðum á gler- vegginn. Bar það strax árangur, því að vinsamlegan negra bar að og spurði, hvað við vildum. Spurð- um við á móti, hveiju það sætti, að safnið væri lokað og benti hann þá á klukkuna sína, sem reyndist þá vera að verða sex! Setti þá að okkur mikinn hlátur, því að við skildum á vettvangi, að við gengjum enn fyrir íslenzkum tíma. Sögðum við manninum frá eðli misskilnings- ins og var þá hlegið dátt beggja megin glersins. Við hurfum frá léttir í skapi og tókum leigubíl til baka. Upplifðum við þá fyrstu birtuskil morgunsins yfir borginni og var það einstök sjón, sem við vildum fyrir hvem mun ekki hafa misst af og sem bætti margfalt upp misskilninginn og leigubílakostnaðinn. Fórum svo hver til síns herbergis, er í hótelið kom, og lögðum okkur í tvo tíma, og er við svo komum niður í forsal hótelsins að því loknu, var þar ys og þys og glæsilegt hlaðborð í næsta sjónmáli. Þar hittum við sam- ferðamenn okkar og borðuðum með þeim árbít enn á ný, hressir og endumærðir. Atvik morgunsins átti eftir að sanna áþreifanlega, að fall er farar- heill, því að nú tóku við 8 viðburða- ríkir dagar, sem fólu ekki í sér neinar endurtekningar, heldur vom hver öðmm ólíkari en þó allir væn- ir, þannig að erfítt væri að gera upp á milli þeirra. Eftir að hafa skoðað mörg söfn og ótal sýningar þá vom lokin ekki síður óvænt uppákoma fyrir mig persónulega en upphafið. Segir frá því, er ég hélt einkasýningu hjá Erling Haghfelt á Breiðgötu í Kaup- mannahöfn í maí árið 1956, þá kom einn daginn inn á sýninguna virðu- legur amerískur maður, Arensberg að nafni, og keypti strax eina mynd. í sama sýningarsalahverfi og Holly Solomon hefur aðsetur, er og Gallerí Robert Scoelkopf. Þar var ágæt sýning á verkum Louise Matthíasdóttur og hafði hún þegar selt 2 myndir, er okkur bar að garði á fjórða degi, sem telst frábært í heimsborginni. Á sýning- unni var m.a. þessi hrifmikla sjálfsmynd. Eitt kvöldið voru þau Leland Bell og Louise Matthíasdóttir heimsótt á heimili þeirra í Greenvich Village. Hér stendur Leland Bell við eitt verka sinna en hann sýnir á næsta ári í hinu virta Philips-safni í Washington. Slíkur heiður áskotnast fáum. Óvænt var okkur boðið að heimsækja unga konu á uppleið á vinnustofu hennar í SOHO, Lydiu Dona, að nafni. Myndir eins og hún stendur hjá selur hún á 600.000 kr....
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.