Morgunblaðið - 24.12.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.12.1986, Blaðsíða 18
18 MÖRGUNBLAÐIÐ, MIDVÍKUDAGUR 24. DftSEMBER 1986 Áfangar Békmenntir Sigurjón Björnsson Afangar. Ferðahandbók hesta- manna. Safnrit ferðanefndar Landssambands hestamannafé- laga. Sigurður Ragnarsson og Hákon Hákonarson gáfu út. Reykjavík. 1986. 300 bls. + 14 kort. A þessa bók eru ritaðar sextíu leiðarlýsingar ætlaðar hestamönn- um (og gagnlegar eru þær göngu- mönnum einnig) eftir 25 höfunda. Fjórtán sérteiknuð kort, þar sem reiðleiðir hafa verið teiknaðar inn, fylgja. Leiðarlýsingar þessar taka yfir suðvesturhluta landsins og ná inn á miðhálendið (Hveravellir, Kerlingarfjöll, Amarfell). Mun ætl- unin að fylgja þessari bók eftir með lýsingu á reiðleiðum í öðrum lands- hlutum. Að sjálfsögðu eru svotil allar þær leiðir sem hér er lýst hinar gömlu reiðleiðir forfeðra vorra meðan hesturinn var aðalfarartæki lands: manna. Þessi bók má vera mikill fagnað- arauki öllum þeim mörgu sem fýsir að kynnast landinu af hestbaki, en það vita allir sem reynt hafa að torfundið er meira tómstundagam- an. Þar sem þeim fjölgar óðum, sem eiga hesta og vilja eyða hluta af sumrinu til að ferðast ríðandi um landið, var orðin brýn þörf á bók sem þessari. Fram til þessa hefur verið fremur snúið að búa í hendur sér leiðarlýsingar, þegar menn hef- ur fýst að fara á ókunnar slóðir. Menn hafa þurft að sækja fræðslu sína í margs konar rit, mjög mis- gömul og misgóð og styðjast þar að auki við munnlegar upplýsingar, mismunandi greinargóðar. Framtak sem þetta er því ekki nógsamlega þakkað. Hvaða kröfur skal nú gera til bókar sem þessarar? Aðalkrafan er vitaskuld sú að lýsingar og kort geri mönnum auðvelt að rata og komast áfallalaust leiðar sinnar. Til þess þurfa leiðarlýsingar að vera skýrar og einfaldar, kort nákvæm og rétt og með rækilegum ömefna- skráningum. í leiðarlýsingunniþarf að greina frá vegalengdum, beitar- möguleikum, náttstöðum og vara við hættum. Fleira mætti sjálfsagt til tína. Af eðli málsins leiðir að erfitt er að meta hversu til hefur tekist um gerð þessarar bókar fýrr en maður hefur notað hana sér til leiðsögu. Aður en það er gert verður að styðj- ast við það sem augljóst er. Brot bókarinnar og stærð er hentugt til að taka hana í ferðalög. Hún er í hörðum, plastbornum spöldum, sem eiga að þola óblíða meðferð. Lýsingar eru yfirleitt stuttar, lausar við óþarfa mælgi og yfirleitt skýrar og auðnumdar. Kortin eru að sjálfsögðu bráðnauð- synleg og yfirleitt mun gagnlegri í þessu skyni en kort Landmælinga Islands, þó að sjálfsagt sé að hafa þau einnig með í farteskinu. En gallalaus er bók þessi ekki, enda væri það undarlegt um frum- smíð ef svo væri. Og ég vil taka það skýrt fram að enda þótt ég tíni sitt af hveiju til sem mér finnst að betur mætti fara (og um það eru kannski ekki allir sammála), er það síður en svo af nokkurri löngun til að finna að þessari ágætu og þörfu bók, heldur af því að mér þykir líklegt að hún verði fljótlega gefin út aftur og að framhald verði á leiðarlýsingum. Tel ég því að útgef- endur eigi rétt á að fá allar þær ábendingar sem að gagni kunna að koma, svo að rit þetta þjóni til- gangi sínum eins vel og kostur er á. Þó að sýnt sé í efnisyfirliti fremst í bókinni hvaða kort eigi við tiltekn- ar reiðleiðir, hefði verið æskilegt að hafa slíkar tilvísanir einnig inni í greinunum. Eg tel varla vafa leika á því að þegar verið er að vísa til átta sé betra að nota orðalag „til hægri/ vinstri" eða „á hægri hönd / vinstri hönd“, „framundan“, „að baki“ heldur en áttaheitin, eins og hér er oft gert. Varla er ég einn um það að vera dálítið áttavilltur í ókunnum landsíjórðungum, en allir vita líklegast hvað er til hægri og vinstri, fyrir framan og aftan! A bls. 80 segir frá því að þegar haldið er inn og austur með Högn- höfða sé komið í Hellisskarð, sem er á milli Kálfstinds og Höfðans. Þar endar greinin, en vitaskuld endar enginn ferð sína í því ágæta skarði. Því hefði verið gagnlegt að benda á, að ef viðkomandi ætlar sér t.a.m. í Hlöðuvelli kemst hann ekki beint þangað úr Hellisskarði heldur verður hann að halda til baka nokkra leið og fara um Brúár- skörð. Skoða þyrfti hvort ekki er víðar ónákvæmni af þessu tagi. í greininni sem fjallar um leið í Marardal og að Jórukleif sýnist mér leiðarmerking á korti passa illa við leiðarlýsinguna. Þess háttar óná- kvæmni er víðar að fínna. Þá er alloft ósamræmi á milli ritunar örnefna á korti og í grein- um, s.s. Grímannsfell — Grímars- fell, Borgarhólar — Borghólar, Gljúfraá — Gljúfurá, Sandafell — Sandfell og það sem kannski er leið- inlegast Svínaskarð heitir á kortinu Svignaskarð. Auðvitað villist eng- inn, þó að þessi missmíði séu á, en betra er samt að leiðrétta það. Þá er sá galli á kortunum að þau eru yfírleitt óþægilega lítil og fyrir bragðið eru þau ekki eins gagnleg. T.a.m. er ekki alltaf auðséð hvar réttast er að fara yfír ár eða á hvorum bakkanum maður á að halda sig. Yfírleitt held ég þó að maður geti áttað sig á þessu ef leið- arlýsingin er vandlega lesin. Stundum er í greinum (t.a.m. bls. 96) nefndar tvær eða fleiri leiðir, sem hægt er að velja á milli, en einungis ein sýnd á korti. Enda þótt leiðarlýsingar séu yfir- leitt vel gerðar, eru þær engu að síður mismunandi. Ég velti því fyr- ir mér hvort ekki færi betur á að tveir til þrír færir menn tækju að sér að semja allar leiðarlýsingamar eftir heimildum kunnugra manna og samkvæmt sömu reglu fyrir all- ar greinarnar. Þó að rómantík, skáldskapur og bókmenntir eigi vel við í slíkum ferðum, má það missa sig í sjálfum leiðarlýsingunum. Kortin mættu vera í minni mæli- varða, leiðarmerkingar nákvæmari og gagnlegt væri ef prentuð væru sérstök laus, plastvarin kort, sem hægt væri að kaupa sérstaklega til að stinga í vasa. Þó að þetta sé orðinn nokkuð langur ábendinga- og aðfínnslulisti fagna ég engu að síður mjög út- komu þessarar bókar og þakka það framtak sem að baki liggur. Megi gott framhald verða á. Leiðrétting: Bjallan ekki hætt störfum FÉLAG íslenskra bókaútgefanda vill hér með koma á framfæri leiðréttingu vegna viðtals um skólabókasölu í upplýsingariti félagsins, íslenskum bókatíðind- um 1986, sem sent hefur verið öllum heimilum í landinu. í viðtalinu kemur fram sá mis- skilningur að bókaútgáfan Bjallan sé hætt störfum. Hið rétta er að útgáfan starfar áfram, þó að hún hafi ekki sent frá sér nýjar bækur þetta árið. (Fréttatilkynning) Landsbanki Islands óskar viðskiptavinum sínum gleóilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin . í eitthundrað ár. í Landsbanki 1 íslands 2. Banki allra landsmanna mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.