Morgunblaðið - 24.12.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.12.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986 11 Samvinmiferðir/Landsýn vilja hætta rekstri Hótels Selfoss hið fyrsta Bæjarstjórn óskaði eftir endurskoð- un á samningi um reksturinn. bæjarins í húsaleigu og orku á þessu tímabili frá maí í ár til september- loka 1987 5,269 þúsund og greidd húsaleiga og orka til bæjarstjómar því krónur 1,803 þúsund krónur. Núgildandi samningur milli Sam- vinnuferða - Landsýnar hf og Selfossbæjar gildir til 1. október 1987. Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var svar Samvinnuferða rætt en ákvörðun frestað. Sig. Jóns. Þakka af alhug öllum þeim sem glöddu mig meÖ heimsóknum, gjöfum og kveðjum á 80 ára afmœli mínu 17. desember sl. og geröu mérdaginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Aðalheiður Eggertsdóttir, Skúlagötu 76. Selfossi. Stykkishólmur: Jólaguðs- þjón- ustur Stykkisliólmi. JÓLAMESSUR í Stykkishólmi um þessi jól veða með líku sniði og undanfarin jól. Aftansöngur verður í Stykksishólmskirkju kl. 18 á að- fangadag og þá verður ijölskyldu- guðsþjónusta á sama stað kl. 11 á jóladag. í kapellu kaþólskra í sjúkrahúsinu verður svo hámessa á miðnætti á jólanótt og einnig verður hámessa þar kl. 15 á jóla- dag. Þá verður einnig í kapellunni aftansöngur á gamlársdag kl. 18. Séra Jan Habets sóknarprestur kaþólskra hér í Stykkishólmi flytur messurnar. Það er alltaf mjög há- tíðlegt í hlýlegu og fallegu kapell- unni og vel sóttar hátíðamessum- ar. Organleikari Stykkishólms- kirkju Jóhanna Guðmundsdóttir og sóknarpresturinn sr. Gísli Kolbeins verða á þessum jólum í Betlehem þar sem þau ásamt kirkjukórnum okkar taka þátt í guðsþjónustu- haldi þar. I stað þeirra munu sér Ólafur Jens Sigurðsson prédika og Friðrik S. Kristinsson söngvari og góður Hólmari annast organleik kirkjunnar og stjóma söngnum. SAMVINNUFERÐIR - Landsýn hf hafa óskað eftir því við bæjar- stjórn Selfoss að draga sig út úr rekstri Hótels Selfoss hið fyrsta og að bæjarstjórn yfirtaki reksturinn. Þetta er m.a. efni bréfs Sam- vinnuferða tíl bæjarstjóra þar sem svarað er bréfi bæjarstjórnar Selfoss um endurskoðun á leigusamningi við Samvinnuferðir um rekstur hótelsins. Samvinnuferðir - Landsýn hf annast rekstur Hótels Selfoss sam- kvæmt sérstökum samningi við bæjarstjóm sem er eigandi hús- næðisins. í samningnum em ákvæði um að leigutaki greiði í leigu 10% af veltu. Einnig em þar ákvæði um að verði tap á rekstrinum þá falli leiga niður og einnig orkukostnaður og aðstöðugjöld, allt eftir því hvað tapið er mikið. Bæjarstjórn sendi Samvinnuferð- um bréf í október þar sem lýst er áhyggjum yfir þessum ákvæðum samningsins og því lýst að mönnum líki þau ekki. 16. október var sam- þykkt tillaga þar sem bæjarráð óskar eftir því við Samvinnuferðir að leigusamningurinn verði endur- skoðaður hið fýrsta og var Karli Bjömssyni bæjarstjóra og formanni bæjarráðs Brynleifí H Steingríms- syni falið að annast þessa endur- skoðun fyrir hönd Selfosskaupstað- ar. Stjórn Samvinnuferða svaraði málaleitan bæjarstjómar 11. des- ember. I svarbréfinu segir að á yfirstandandi ári hafi verið kostað vemlegu fé til að koma af stað og halda uppi rekstri hótelsins. Bráða- birgða rekstramiðurstöður sýni umtalsvert tap og áframhaldandi rekstur bendi til sömu þróunar. Þá segir í bréfinu:„I framhaldi af þeirri málaleitan bæjaijarstjómar óskar stjóm Samvinnuferða - Landsýnar hf með tilvísan til rekstraráætlunar eftir því að draga sig út úr rekstrin- um hið fyrsta og bæjarstjóm yfír- taki reksturinn eins og hann stendur við yfírtöku með tilheyrandi skuldum og eignum. Ferðaskrifstof- an vill á engan hátt fýrirgera því trausti sem við höfum talið vera á milli aðila og munum auðvitað sé þess óskað halda rekstrinum úti til næsta hausts sé það vilji bæjar- stjómar." í lok svarbréfsins er þess getið að skrifstofa Samvinnuferða muni ekki liggja á liði sínu varð- andi kynningu á hótelinu. Settar hafi verið upp ferðir sem erlendir aðilar hafa tekið upp í bæklingum sínum. Þessar nýju ferðir byggja að mestu leyti á dvöl á Hótel Sel- fossi. Samkvæmt bráðabirgða rekstr- amiðurstöðum stjómar Samvinnu- ferða er áætlað tap á þessu ári 2 milljónir og 975 þúsund og tap jan- úar - september 1987 1 milljón og 775 þúsund, eða samtals 4 milljón- ir og 750 þúsund. Áætlanir hótel- stjóra eru nokkuð lægri eða samtals krónur 3 milljónir og 466 þúsund í tap. Að mati stjómarinnar verður hlutur Selfossbæjar upp í tapið, húsaleiga og orkukostnaður, krónur 5,031 þúsund. Mismunurinn 281 þúsund er því áætluð greidd húsa- leiga og orka til Selfossbæjar. Að mati hótelstjóra er áætlaður hlutur Ci\4iUgjót, ^^oícícmtL ci Œvuc éjef. SKfPADEILD SAMBANDSINS LINDARGÖTU 9A • PÓSTHÓLF 1480 ■ SlMI 28200 -TELEX 2101 TÁKN TRAUSTRA FUJTNINGA SIBVSTD F0RV0B - 172 TDOaNGAK ÍI! 'A DAIHATSU ROCKY 3 DAIHATSU CHARADE 10 DAIHATSU CUORE j [ 8 VIDEOTOKUVELAR JVC GR-C2 75 UTVORP JVC RC-W40 75 REIÐHJÓL BMXLUXUS -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.