Morgunblaðið - 24.12.1986, Side 54

Morgunblaðið - 24.12.1986, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. DESEMBER 1986 # ♦ i ♦ % § i m m Eggert Örn Siggi Laddi Edda Halll 1987 Nú gerum við fyrsta kvöld ársins að því ógleymanlegasta á öllu árinu 1987 Á nýársfagnaðinum í Súlnasal fögnum við árinu með spauglandsliði íslands — svo ekki sé minnst á veitingarnar og hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar. Dagskrá kvöldsins: Skemmtidagskrá. Spauglandslið íslands með frábæra skemmti- dagskrá. Húsið opnað kl. 19.00 með fordrykk, fjórréttað- urkvöldverður, ásamt drykkjarföngum með mat. Dans Verð miða kr. 5.500,- Forsala aðgöngumiða hefst 8. des. og verðuralla virka daga íanddyri Súlnasalar frá kl. 16-19, síminn þar er20221. LúxustilboA: Öllum nýársgestum býðst gisting í hinni glæsilegu nýju álmu hótels- insfyriraðeins. 1.595 krónurámann. II |“^I I IF" Miðað við gistingu í tveggja manna her- | J |^| jj j| J|jp Verzlunarmannafélag Reykjavíkur: Mótmælir frumvarpi um virðisaukaskatt STJÓRN Verzlunarmannafélags Reykjvíkur hefur samþykkt ályktun þar sem frumvarpi um virðisaukaskatt er mótmælt, m.a. á þeirri forsendu að skatturinn muni leiða til umtalsverðra al- mennra verðhækkana. Alyktunin hljóðar svo: „Stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur vísar til fyrri njótmæla félagsins vegna áforma stjómvalda um að taka upp virðisaukaskatt, sem koma á í stað núverandi söluskatts samkvæmt frumvarpi, sem liggur fyrir Alþingi. Með kerfisbreytingunni er gert ráð fyrir mun flóknara og kostnað- arsamara kerfi en nú er og mun öll skriffínnska margfaldast. Það sem skiptir þó mestu máli er að kerfísbreytingin, skv. frum- varpinu, mun leiða til umtalsverða almennra verðhækkana. Sú hækk- un kæmi harðast niður á þeim, sem minnstar tekjur hafa og nota þurfa stærstan hluta tekna sinna til allra brýnustu þarfa, þ.e. matarkaupa. Þá er gert ráð fyrir verulegri til- færslu á skattbyrði frá atvinnu- rekstrinum yfír á launþega. Núverandi söluskattskerfí er stórgallað og býður upp á margar undankomuleiðir í skattskilum. Það er því brýnt að bæta úr því. Stjóm Verzlunarmannafélags Reykjavíkur leggur hins vegar þunga áherzlu á að nauðsynlegar breytingar á núverandi kerfí verði ekki keyptar því verði að almenn skattbyrði verði þyngd og það mest hjá þeim, sem minnstar tekjur hafa. Slíkum áformum mótmælir stjóm Verzlunarmannafélags Reykjavíkur harðlega." Jöklakórinn á Snæfellsnesi, en hann mun syngja í Landinu helga UÚ um jólin. Sönghátíð í Stykkishólmi - Jöklakórinn syngnr í Landinu helga Stykkishólmi. JÖKLAKÓRINN á Snæfellsnesi er ánægjuleg tilbreyting i svartasta skammdeginu, en hann er sam- runi kirkjukóra á norðanverðu Snæfellsnesi. Hefir honum verið boðið að syngja við hátíðlegar athafnir i Landinu helga um jól- in. MikiII undirbúningur er nú að baki. Hver helgi af annarri hefur farið í stöðugar æfingar víðsvegar á Nesinu. Búningar hafa verið útbúnir í tilefni þess- arar ferðar og eru þeir tilkomu- miklir. Eldraunin í æfingum er að ljúka. Margir hafa orðið til að styrkja kórinn til þessarar ferðar. Kórfélag- ara hafa gefið út myndarlegt jólakort sem Smári Lúðvíksson Hellissandi hefur teiknað mjög smekklega. Þá var komið á happ- drætti sem gekk vel. Auk þessa hefir margt verið gert til að gera kórnum þessa för mögulega. Laugardaginn 13. desember sl. efndi kórinn til söngskemmtunar hér í bamaskólahúsinu í Stykkis- hólmi og bauð velunnurum sínum til þessarar hátíðar sem bæði var virðuleg og skemmtileg. A dag- skránni voru 19 lög bæði innlend og erlend og kórfélagar voru 38 sem sungu. Stjómendur voru þau Jó- hanna Guðmundsdóttir organisti við Stykkishólmskirkju og Ronald V. Turner organisti í Grundarfirði. Hófst söngskemmtunin með því að kórinn söng lag við Ijóð Einars Steinþórssonar í Stykkishólmi sem ort var í tilefni þessarar farar. Síðan ávarpaði fararstjórinn sr. Jón Þor- steinsson Grundarfírði gesti og þakkaði veittan stuðning og upp- örvun í erfiðu undirbúningsstarfi. Gat hann einnig um tildrög ferðar- innar og kvað eftirvæntingu þátt- takenda mikla. Síðan voru sungin lög þau sem voru á dagskránni en á eftir varð kórinn við mikinn fögnuð að syngja aukalög og endurtaka ljóð Einars. Þessi sönggleði var sönn og skemmtileg enda fór það ekki fram hjá neinum hve söngurinn náði tök- um á fólkinu. Þetta var sannarlega ánæguleg stund. Ég er ekki í vafa um að þetta hefír mikinn byr og áhrif á kirkjusöng hér á Snæfells- nesi á komandi tímum og margt hafa kórfélagar lært af þessu öllu. Söngmálastjóri kirkjunnar hefír og verið mjög hjálplegur. Þá má ekki gleyma Ingveldi Hjaltesteð söng- konu sem verður með í fórinni en hún hefir þjálfað kórinn í nokkur skipti. - Arni Leiðrétting1 í FRÉTT Morgunblaðsins á sunnu- dag um útflutning Lagmetisiðjunn- ar Garði hf. slæddist inn villa. Sagt var að beitukóng mætti veiða í litlu magni innan fjarða, en þar átti að sjálfsögðu að standa í miklu magni. Þetta leiðréttist hérmeð. I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.