Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987
Vestfirðir:
Neyðarsend-
ir fór sjálf-
krafa í gang
Notaður sem kennslutæki
á björgunaræfingu
Bolungarvik.
MERKI frá neyðarsendi
greindust á norðanverðum
Vestfjörðum síðdegis á
sunnudag. Við athugun kom
í ljós að merkin komu frá
neyðarsendi, sem liðsmenn
björgunarsveitarinnar Ernis
voru að nota við kennslu í
meðferð gúmbjörgunar-
báta.
í samtali við Morgnnblaðið sagði
Jón Guðbjartsson, formaður
björgunarsveitarinnar, að eftir að
uppgötvaðist að merki hefðu náðst
frá sendinum sem sveitin var að
nota, var málið kannað og kom í
ljós að sendirinn virtist fara í gang
við það eitt að koma nálægt út-
varpstæki eða talstöð. „Sendirinn
var aldrei gangsettur, innsiglið
var aldrei rofið,“ sagði Jón.
Jón sagði að þennan sendi hefði
sveitin fengið gefins fyrir nokkr-
um árum til að hafa í slöngubát
sem notaður er í björgunarleið-
angra út á ísafjarðardjúp og ef
aðstæður leyfa til leitar með
ströndum fram. „Fyrir um það bil
tveimur árum komu fram hug-
myndir um að auka fræðslu til
sjómanna í meðferð björgunar og
öryggistækja og fannst okkur þá
tilvalið að nota sendinn til að sýna
sjómönnum hvað þarf að gera til
að setja neyðarsenda í gang. En
að sjálfsögðu var innsigli sendisins
aldrei rofíð,“ sagði Jón.
Jón sagði að sendirinn hefði
verið notaður sem kennslugagn
síðan í Bolungarvík, ísafírði,
Súðavík og annarsstaðar á Vest-
fjörðum. Sendirinn er stimplaður
með framleiðsluári 1982 og raf-
hlaðan tryggð með endingu til
loka ársins 1987. Jón sagði að
hugsanlega yrðu rafhlöðumar við-
kvæmar fyrir útvarps- eða segul-
bylgjum þegar líða fer á líftíma
þeirra, og það gæti verið skýring-
in á því að sendirinn fór í gang
en ljóst væri að taka þyrfti þetta
mál alvarlega til skoðunar og fá
á því skýlausa skýringu hvers
vegna þetta gat gerst.
Gunnar
Gámurinn fyrir utan veg á Skiðaskálabrekkunni.
Morgunblaðið/SigurðurJónsson Trausti Finnbogason bQstjóri.
Selfossi.
Sá gáminn svífa af bílnum
STÓR vörugámur fauk af gámaflutningabíl úr Reykjavík, sem
var á leið austur fyrir fjall á mánudaginn. Gámurinn sem er 3
tonn á þyngd tókst á loft í sterkri vindhviðu sem skall á bilnum
á móts við Skíðaskálann í Hveradölum.
„Mér varð litið í spegilinn um leið og vindhviðan skall á og sá þá
gáminn svífa af bílnum," sagði Trausti Finnbogason bílstjóri gámaflutn-
ingabílsins. Gámurinn kastaðist yfír hina akreinina og hafnaði á hliðinni
úti á vegarkantinum.
Lítil umferð var í Skíðaskálabrekkunni þegar þetta gerðist og eng-
inn bíll kom úr gagnstæðri átt. Gámurinn var tómur og skaði við
óhappið því eins lítill og verið gat. Þegar þetta gerðist gekk á með
allhvössum éljum.
Sig.Jóns.
Gautur GK frá Garði til sölu:
Heimamenn vilja halda skipinu og
bjóða í það rúmar 140 milljónir kr.
Hæsta tilboð 170 til 175
millj. kr. frá Grundarfirði
FIMM tilboð hafa boríst í togarann Gaut GK 244 frá Garði, sem
auglýstur var til sölu eftir ármótin. Gautur er eini togarinn sem
eftir er í Garði og hafa heimamenn nú þungar áhyggjur af atvinnu-
ástandi. Vátryggingaverðmæti togarans nemur rúmlega 90 milljón-
um krónum, en hæsta tUboð mun hafa boríst frá Hraðfrystihúsi
Grundarfjarðar og hljóðað upp á 170 til 175 millj. kr.
Önnur tilboð bárust frá útgerðar-
fyrirtækinu Samtogi í Vestmanna-
eyjum, Útgerðarfélagi Akureyringa
og tvö tilboð bárust frá Suðumesj-
um. Annað þeirra kom frá aðilum
í Sandgerði og hitt frá Garði og
tóku sex fyrirtæki sig saman um
það: Gauksstaðir hf., Rækjuvinnsla
Sigurðar M. Guðmundssonar, Fisk-
verkun Magnúsar Björgvinssonar,
Nesfiskur hf., _ Fiskverkun Karls
Njálssonar og Ásgeir hf.
Útgerðarfyrirtæki togarans, Út-
garður, á nú við fjárhagsörðugleika
að etja og er sala skipsins til kom-
in vegna þess. Fyrirtækið seldi
Happasæl GK, 200 tonna fískiskip
sem stundaði línu- og síldveiðar,
fýrir rúmu ári fyrir skuldum er fyr-
irtækið stofnaði til með viðgerðum
á togaranum Gauti.
Jón Hjálmarsson, formaður
verkalýðs- og sjómannafélags
Gerðahrepps, sagði í samtali við
Morgunblaðið að viðræður stæðu
nú yfir við eigendur skipsins og
verið væri að kanna möguleika
heimamanna á því að kaupa skipið.
„Sögusagnir eru þó á kreiki um að
búið sé að ganga frá bráðabirgða-
samkomulagi við þá Grundfirðinga,
en tilboð Garðmanna er mun lægra,
eða um 140 millj. kr. Menn hér um
slóðir hafa af því miklar áhyggjur
ef skipið fer úr byggðarlaginu þar
sem þetta er eini togarinn sem eft-
ir er,“ sagði Jón.
Gautur GK er væntanlegur úr
söluferð um helgina frá Frakklandi
svo málið er í biðstöðu sem stendur
þar sem framkvæmdastjórinn Guð-
mundur Ingason er með því.
Botnfískkvóti Gauts GK fyrir þetta
ár mun vera 2.300 tonn.
Gerðahreppur missti þrjá togara
úr byggðarlaginu fyrir þremur
árum þegar ísstöðin hætti starfsemi
sinni. Togaramir fóru á Homafjörð,
Siglufjörð og á ísafjörð. Ef Gautur
verður seldur frá Garði, verða að-
eins eftir nokkrir smærri bátar á
staðnum auk 200 tonna skips í eigu
Gauksstaða, Gunnjóns GK, sem er
aðallega á línu- og rækjuveiðum. í
frystihúsinu Garðskaga hf., þar sem
Útgarður hf. lagði upp afla sinn,
störfuðu yfírleitt hátt í 100 manns,
en síðan í haust hafa starfað þar
milli 30 og 40 manns.
Fundur var haldinn í síðustu viku
með þingmönnum kjördæmisins og
þar skipuð þriggja manna þing-
mannanefnd, sem finna á leiðir til
að koma í veg fyrir sölu skipsins
úr byggðarlaginu. í nefndinni sitja
þeir Olafur G. Einarsson, Geir
Gunnarsson og Karl Steinar Guðna-
son.
Spariskírteini fyrir
1.500 milljónir í ár
Hafin sala á þremur nýjum flokkum
Kaupfélaginu á Hnífsdal lokað:
Stefnum að því
að selja verslunina
RÍKISSJÓÐUR hefur hafið sölu
spariskírteina að nýju. í gær
hófst sala á nýjum flokkum sem
bera 6,5% vexti umfram verð-
tryggingu. Lánstími er 2—14 ár
með breytilegum binditíma.
Sigurgeir Jónsson ráðuneytis-
stjóri í fjármálaráðuneytinu sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
stefnt væri að það mikilli sölu ríkis-
skuldabréfa í ár að þau skiluðu 500
milljónum umfram innlausn eldri
skírteina. Miðað við að innleyst
verði skuldabréf að fjárhæð 1.000
milljónir kr., þarf að selja ríkis-
skuldabréf að fjárhæð 1.500 millj-
ónir á árinu, að sögn Sigurgeirs. í
fyrradag þegar sala nýju bréfanna
hófst var einmitt innlausnardagur
á einum flokki eldri spariskírteina.
Til sölu nú eru hefðbundin verð-
tryggð spariskírteini til 14 ára með
6,5% vöxtum í tveimur flokkum.
Annars vegar með tveggja ára bind-
itíma og hins vegar með fjögurra
ára binditíma. Einnig eru til sölu
söfnunarskírteini með einum gjald-
daga eftir 6 ár með 6,5% vöxtum.
Sigurgeir sagði um raunávöxtun
bréfanna að höfuðstóll þeirra tvö-
faldaðist á 11 árum.
- segir Pétur Sigurðsson, stj ómarformaður
STJÓRN Kaupfélags ísfirðinga ákvað á fundi sínum í lok desember
að loka versluninni á Hnífsdal. Var starfsmönnunum, fjórum að tölu,
sagt upp um áramótin. Að sögn Péturs Sigurðssonar, stjómarfor-
manns, er ljóst að útibúunum á Súgandafirði og Súðavík verður
einnig lokað. „Við stefnum að því að koma þessum verslunum í hend-
ur einstaklinga I þessum bæjum og munum liðka til fyrir þá af
fremsta megni,“ sagði Pétur. „Þessar einingar hafa verið reknar
með tapi um árabil og var löngu orðið ljóst að hveiju stefndi."
Pétur sagði að hann hlyti að
hafa það að augnamiði sem formað-
ur Alþýðusambands Vestfjarða að
efla þjónustu við íbúa í smæstu
bæjarfélögunum. Stjóm kaupfé-
lagsins hefði mikinn áhuga á því
að selja verslunina á Hnífsdal
áhugasömum einstaklingum og
hefðu tveir menn þegar falast eftir
henni.
„Ég tel að samvinnuhreyfíngin
verði að vinna eftir þeirri reglu að
geti hún ekki selt félagsmönnum
sínum vörur á lægra verði en aðrir
þá beri að leggja þá versiun niður.
Það hefur okkur ekki tekist á þess-
um smærri stöðum." sagði Pétur.
„Einarður maður sem væri tilbúin
að leggja sjálfur fram mikla vinnu
gæti án efa rekið útibúið á Hnífsdal
svo að það stæði undir sér. Ég vona
að slíkur kaupandi fínnist áður en
til lokunar kemur."
Samkvæmt heimildum blaðsins
var velta verslunarinnar á Hnífsdal
ekki nema þriðjungur þess sem
þurfti til að hún stæði undir sér.
Innan við 20 kílómetrar eru til stór-
markaðar kaupfélagsins á ísafírði
og þangað beina Hnífsdælingar inn-
kaupum sínum í vaxandi mæli. „í
versluninni á Hnífsdal seljum við
orðið aðeins mjólk og brauð. Það
rekur enginn verslun á þeim for-
sendum," sagði Pétur.
Strætisvagnar á leið-
inni Hlemmur-Kvos
VEGNA mikilla tafa á Laugavegi
siðari hluta dags fara tímaáætl-
anir vagna sem eiga leið um
Laugaveg meira og minna úr
skorðum til ómældra óþæginda
fyrir farþega, sem nota þessa
vagna milli hverfa í austur- og
vesturhluta borgarinnar, segir í
frétt frá SVR.
Fimmtudaginn 15. janúar hefst
tilraun til að ráða bót á þessum
vanda, sem felst í því, að sérstakir
vagnar merktir Hlemmur—Kvos
verða á ferðum um Laugaveg milli
Hlemms og Lælq'artorgs. Vagnamir
verða ekki tímasettir, en þeir fara
á 10-15 mín. fresti frá áningar-
staðnum við Hlemm, Laugavegs-
megin, og hafa viðkomu á
venjulegum viðkomustöðum við
Laugaveg.
Þetta fyrirkomulag gildir milli
kl. 13.00-18.00 mánudaga til föstu-
daga. Á sama tíma sömu daga aka
vagnar á leiðum 2, 3, 4, 5 og 15A
á leið frá Hlemmi í Lækjargötu um
Skúlagötu án viðkomu. Akstur á
austurleið er óbreyttur.