Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987
5
Nýtt fyrirtæki í fjármögnun:
Fjármögnunarleiga gæti
numið þremur milljörð-
um króna á árinu
- segir Gunnar H. Hálfdánarson,
framkvæmdastj óri Féfangs
NYTT „fjármögnunarfyrirtæki",
Féfang hf., var stofnað í lok
síðasta árs. Fjárfestingarfélag ís-
lands á meirihluta í fyrirtækinu,
en Lifeyrissjóður verzlunar-
manna, Tryggingamiðstöðin hf.
og Verslunarbanki íslands tíunda
hluta hvert. Að auki á Sparisjóður
vélstjóra rúmlega eitt prósent
hlutafjár. Félagið mun yfirtaka
fjármögnunarleigu þá sem Fjár-
festingarf élagið hefur stundað
hin síðari ár og starfa i beinni
samkeppni við þijú sambærileg
fyrirtæki á innlendum markaði.
Gunnar H. Hálfdánarson, fram-
kvæmdastjóri Fj árfestingarfé-
lagsins og Féfangs, spáir að velta
fjármögnunarleigu á Islandi verði
þrir milljarðar króna á þessu ári.
Kjartan Gunnarsson, forstöðu-
maður flármögnunarleigu Féfangs,
sagði að fjármögnunarleiga væri
þýðing á enska hugtakinu „fínancial
leasing." Fjárfestingarfélagið hóf
slíka starfsemi árið 1972 og stund-
aði hana í litlum mæli þar til á síðasta
ári þegar losað var um hömlur á
erlendri lántöku í þessu skyni og
samþykkt að fella niður söluskatt á
þjónustunni.
Hugtakið ármögnunarleiga er
notað yfir þau viðskipti þegar sér-
hæfð fyrirtæki taka að sér að leggja
fram fé til kaupa á hlutum _sem at-
vinnurekendur falas eftir. Áður en
ráðist er í fjármögnun mun Féfang
leggja mat á umsóknir og standist
þær kröfur þess kaupir Féfang við-
komandi hlut og rukkar notandann
reglulega fyrir leigu á peningunum.
Fjármögnunarleiga er oftast bundin
við 3-5 ára tímabil. „Þetta er að því
leiti frábrugðið lánastarfsemi að Fé-
fang er eigandi hlutarins og tekur
því tryggingu i lausafjármunum.
Reynslan af flármögnunarleigu er-
lendis sýnir að hún veitir atvinnurek-
endum aðhald og ýtir undir
þjóðhagslega arðbærar fjárfesting-
ar,“ sagði Kjartan.
Ríkisútvarpið
lokar á gögn um
auglýsingamagn
Rikisútvarpið hefur afturkallað
leyfi sem fyrirtækið Miðlun hafði
til að kanna ýmis gögn um auglýs-
ingamagn hjá Ríkisútvarpinu. Að
sögn Markúsar Arnar Antonsson-
ar, útvarpsstjóra er þetta gert
vegna þess að ýmsir viðskiptavinir
Ríkisútvarpsins höfðu lýst
óánægju sinni með að Miðlun
fengi að kanna hversu miklu fé
þeir verðu til auglýsinga.
Miðlun hefur í um þrjú ár mælt
auglýsingar auglýsingatímum
Ríkisútvarpsins, auk svipaðra mæl-
inga hjá öðrum fjölmiðlum, og selt
þessar upplýsingar viðskiptavinum
sínum, aðallega auglýsingastofun-
um. Að sögn Áma Zophaníassonar
hjá Miðlun var var sú ákvörðun tek-
in hjá Ríkisútvarpinu snemma á
síðasta ári, að veita Miðlun ekki frek-
ari aðgang að gögnum um auglýs-
ingamagn. Var sú neitun byggð á
þremur forsendum; í fyrsta lagi að
Miðlun þyrfti að fara með gögnin
úr húsi Útvarpsins til að vinna þau,
í öðru lagi að viðskiptamenn Ríkisút-
varpsins hefðu kvartað yfir að þessar
upplýsingar væru veittar og í þriðja
lagi vegna skipulagsbreytinga hjá
Útvarpinu.
Að sögn Áma Zophaníassonar
óskaði Miðlun þá eftir fresti, sem
fékkst og samhliða breytti fyrirtækið
aðferðum sínum þannig, að ekki
þurfti að fara með gögnin út úr húsi
Ríkisútvarpsins. „Eftir stendur þá
þessi nefnda óánægja viðskiptavina
Ríkisútvarpsins," sagði Ámi. „Ég get
hins vegar fullyrt að flöldamargir
viðskiptamanna okkar, og þar með
þessara fjölmiðla, eru mjög áhugas-
amir um að þessi upplýsingaþjónusta
haldi áfram. En það er útilokað að
við getum veitt hana án þess að
hafa aðgang að gögnum Ríkisút-
varpsins um auglýsingamagn. Þetta
er ekki mikið áfall fyrir rekstur Miðl-
unar, en verulegt áfall fyrir upplýs-
inga- og auglýsingaiðnaðinn," sagði
Ámi Zophaníasson.
Útköll slökkviliðsins
færri árið 1986
SLÖKKVILIÐIÐ í Reykjavík var
kallað sjaldnar út á síðasta ári
en árið þar á undan, eða 564 sinn-
um í stað 581 sinni árið 1985.
Útköll þar sem slökkva þurfti eld
voru 330 árið 1986, en 377 árið
1985. Um íkveikju var að ræða
í 135 tilfellum.
I skýrslu slökkviliðsins um útköll
og eldsvoða kemur í ljós að útköll
eru algengust milli kl. 18-21 á
kvöldin. Talin til útkalla er öll að-
stoð slökkviliðs þar sem ekki var
um eldsvoða að ræða, s.s. efnaleki,
vatnsleki, losun úr bílflökum og
fleira. Af þessum útköllum voru 510
í Reykjavík, 33 í Kópavogi, 12 í
Mosfellssveit, 7 á Seltjamamesi og
2 flokkast undir annað. Sjúkraflutn-
ingar voru alls 10.187 á síðasta ári
og er það svipuð tala og undanfar-
in ár. Hefur fjöldi sjúkraflutninga
haldist svo til óbreyttur frá árinu
1973, eða rúmlega 10 þúsund á ári.
Eitt meiriháttar tjón af völdum
elds varð á árinu 1986 að Lækjar-
götu 14. Tveir fómst í eldsvoða
árið 1986 á Kópavogshæli. Allt
slökkviliðið var kallað út í þessi tvö
skipti.
Bankaviðræðurnar:
Lagt fram mat á
eignum bankanna
LÍKUR eru á því að línur skýrist
S viðræðum um sameiningu
Verzlunarbankans, Iðnaðar-
bankans og Útvegsbankans xun
eða upp úr næstu helgi, að sögn
Geirs Hallgrímssonar seðla-
bankastjóra.
Geir sagði að síðar í þessari viku
yrði lagt fram mat sem verkfræði-
stofa hefði gert á fastafjármunum
bankanna þriggja og bjóst hann við
að fljótlega eftir það myndu línur
skýrast.
Kjartan Gunnarsson, Ágúst Hafberg, Gunnar H. Hálfdánarsson,
Jónsson og Gísli Ólafsson.
Morgunblaðið/Einar Falur
Höskuldur Ólafsson, Hallgrímur G.
iölluö
slaifstofupiýði
Nú hefur aldeilis hlaupið á snœrið hjá skrifstofufólki.
Þreyfan er horfin og bakverkurinn líka
- þökk sé nýja Dauphin skrifborðsstólnum.
Þeir sem setjast í stól frá Dauphin kynnast
ótrúlegri hönnun. Stólbakið heldur hryggsúlunni
í réffri sföðu, líkaminn verður afslappaður og
vinnan verður auðveldari í stól frá Dauphin.
í Hljómbœ eru Dauphin skrifborðsstólarnir í
fjölbreybu úrvali, litafjöldinn er mikill og verðið er frá
kr. 6,990.- stgr.
Dauphin - stílhreinir stólar, sannkölluð skrifstofuprýði.
DaupmN
SKRIFBÆR
HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999