Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 56
^Auglýsinga- síminn er 2 24 80 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Sjómannadeilan tekur óvænta stefnu: Þorsteinn Palsson vill reyna samning’aleiðina Lagasetning ákveðin í ríkisstjórn án vitundar formanns Sjálfstæðisflokksins ÁFORM ríkisstjórnarinnar um að setja lög til að stöðva sjó- manna- og farmannaverkfallið og fela kjaradómi lausn málsins breyttust óvænt síðdegis i gær, þegar Þorsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir á Alþingi, nýkominn frá Eðvarð Þór íþróttamaður ársins 1986 EÐVARÐ Þ. Eðvarðsson, sundmaður frá Njarðvík, var í gær útnefndur íþróttamaður ársins 1986 af íþróttafrétta- mönnum. Tilkynnt var um úrslit kjörsins i hófi á Hótel Loftleiðum. Eðvarð hlaut 68 stig af 70 mögulegum, en Arnór Guðjohnsen, knatt- spyrnumaður, varð annar með 52 stig. Þrátt fyrir ungan aldur, en hann er aðeins 19 ára, hefur Eðvarð verið meðal okkar fremstu íþróttamanna í áraraðir. Hann setti sitt fyrsta íslandsmet árið 1977 og hefur sett á annað hundrað met frá þeim tíma. Nú á hann 31 gildandi íslandsmet í sundi. Sjá nánar á bls. 53,54 og 55. Morgunblaðið/Júlíus. Eðvarð Þór gæðir sér á góm- sætri verðlaunatertunni, sem var í laginu og skreytt eins og sundlaug. útlöndum, að rétt væri að reyna samningaleiðina til þrautar. Hann sagði, að ef rétt væri að báðir deiluaðilar vildu reyna að ná samningum sín á milli væri engin ástæða til að afgreiða fyr- irliggjandi stjórnarfrumvarp. Eftir ræðu Þorsteins Pálssonar var gert um klukkustundarhlé á þingstörfum og skotið á fundi for- manna þingflokka og forseta neðri deildar og síðan efnt til þingflokks- funda. Samkomulag tókst um það, að ekki skyldi ljúka 1. umræðu um frumvarpið og ekki afgreiða það til nefndar. Þingfundi var síðan frest- að og ekki liggur fyrir hvenær næsti fundur verður boðaður. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins var mjög almenn and- staða við lagasetningu til lausnar sjómanna- og farmannadeilunni á fúndi þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins, sem haldinn var um hádegisbilið í gær. Þorsteinn Pálsson sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann hefði ekki frétt um samþykkt ríkisstjórn- arinnar á mánudagsmorgun, þar sem ákveðið var að stöðva sjó- manna- og farmannaverkfallið, fyrr en síðdegis sama dag. Sú ákvörðun hefði ekki verið borin undir hann. „Það eru sjálfsagt einhver mistök. Ef til vill hafa menn gleymt því að það er beinn sími til Parísar," sagði ráðherrann, en þar var hann stadd- ur og ætlaði ekki að snúa heim fyrr en í dag. Fregnimar um ákvörðun ríkisstjómarinnar urðu til þess að hann ákvað að halda heim í skyndi og birtist síðan óvænt í þingsölum síðdegis í gær. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, sagði { samtali við Morgunblaðið, að hann hefði ekki litið svo á að samningum í sjó- mannadeilunni væri lokið þótt frumvarpið væri komið fram. Kvaðst hann hafa viljað veita samn- ingsaðilum svigrúm, ef það sýndi sig að samkomulagsvilji væri fyrir hendi. Hann minnti á að ríkisstjóm- in hefði staðið einhuga að frum- varpinu og kvaðst harma að símasamband milli sjálfstæðis- manna væri svo slæmt, sem raun bæri vitni. Forsætisráðherra kvaðst vona, að atburðarásin á Alþingi í gær hefði engin eftirmál í ríkis- stjóminni. Friðrik Pálsson, forstjóri Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, sagði í gærkvöldi að ríkisstjóminni hefði verið gerð grein fyrir alvar- legri stöðu á mörkuðunum. „Mér fínnst ánægjulegt að enn skuli reynt að fara samningaleiðina, enda gera samningsaðilar sér grein fyrir því að miklir þjóðarhagsmunir eru í húfí og tíminn naumur.“ Guðlaugur Þorvaldsson, ríkis- sáttasemjari, sagði í samtali við Morgunblaðið skömmu eftir mið- nætti í nótt, að hann hefði ekki heyrt frá deiluaðilum. Fyrr um kvöldið óskaði sáttasemjari að heyra viðhorf þeirra fyrir klukkan 22. Sá frestur var síðan framlengd- ur til miðnættis án þess að deiluaðil- ar létu í sér heyra. „Það sýnir að þetta mál er ekki eins einfalt og menn vildu vera láta,“ sagði Guð- laugur. Hann sagði að alls óvíst væri hvenær boðað yrði til fundar og vildi ekki tjá sig um það hvort sátta- tillaga væri í undirbúningi. Sjá nánari fréttir og viðtöl á bls. 2 og 32—33. Morgunblaðið/Bjami Stjórnmálaforingjar ræða hina óvæntu stöðu í sjómannadeilunni á göngum Alþingis. F.v. Þorsteinn Pálsson, Skúli Alexandersson, Ragn- hiidur Helgadóttir, Svavar Gestsson, Matthías A. Mathiesen og Ingvar Gíslason. Fræðslus^jóra Norðurlands eystra vikið frá störfum SVERRIR Hermannsson, menntamálaráðherra, hefur vikið Sturlu Kristjánssyni, fræðslustjóra Norðurlandsumdæmis eystra, úr starfi. Sverrir telur að Sturla hafi á undanförnum misserum virt fyrir- mæli sín að vettugi og beri ábyrgð á töfum í skólastarfi í umdæminu í vetur. „Ég get ekki haft menn í minni þjónustu sem gefa fjárlögum langt nef,“ segir Sverrir. Sturla Kristjánsson fékk í gær að vita um uppsögnina, fyrst símleiðis, sem var síðan staðfest síðar um daginn þegar Sigurður Helgason, deildarstjóri í grunn- skóladeild Mei.ntamáiaráðuneytis- ins, afhenti honum uppsagnarbréf- ið. í samtali við blaðamann Morgunblaðsins segir Sturla að í bréfínu sé talað um trúnaðarbrot, Qárlagaheimildir hafí verið snið- gengnar o.fl. Um innihald bréfsins sagði Sturla: „Þetta eru rúnir, sem við hér norðan heiða getum ekki ráðið í. Það sýnir kannski að við hefðum þurft á meiri sérkennslu að halda. Ég hef í öllum mínum störfum lagt áherslu á að gæta trúnaðar og fara að lögum, en ég deili ekki við dómarann og geng því út.“ Sverrir Hermannsson segir hins vegar: „Mál hafa þróast þannig að skólum á Norðurlandi eystra hefur verið lokað hvað eftir annað. Þegar þetta gerist í þessu eina umdæmi þá hlýt ég að spyija sjálfan mig hvað sé að. Eftir nána athugun er það niðurstaða mín að vandinn eigi rót sína að rekja til fræðslustjór- ans.“ Talsverð ólga er meðal skóla- manna á Norðurlandi eystra vegna ákvörðunar menntamálaráðherra. Fræðsluráð umdæmisins kemur saman til fundar í dag til að fjalla um málið. Sömuleiðis ætla skóla- stjórar á svæðinu að ráða ráðum sínum í dag. Sjá nánar á bls. 30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.