Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAJR 1987
Ovænt atburðarás á Alþingi í gær:
Fjármálaráðherra stöðvaði sjó-
mannafrumvarp stjórnarinnar
Samningaleið verður reynd til þrautar
FRUMVARP ríkisstjórnarinnar um stöðvun á verkfalli sjómanna og
farmanna kom til 1. umræðu í neðri deild Alþingis i gær, en þegar
umræður höfðu staðið yfir í nokkrar klukkustundir tóku þær óvænta
stefnu. Þá kom Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í
ræðustól og lýsti því yfir, að hann vildi láta reyna á það, hvort ekki
væri unnt að ná samkomulagi i fijálsum samningum útvegsmanna
og sjómanna. Nokkru siðar var gert hlé á þingfundi og skotið á
fundi forseta þingsins og formanna þingflokkanna, þar sem sam-
komulag náðist um, að ljúka ekki 1. umræðu og vísa málinu ekki
til nefndar að svo stöddu. Eftir það var þingfundi frestað nokkru
fyrir klukkan 20:00 i gærkvöldi.
• •
Orlagaríkur fundur
Morgunblaðið/Bjarni
Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, bauð hópi sjómanna, sem stóðu fyrir utan
Alþingishúsið til að mótmæla fyrirhugaðri lagasetningu, i kaffi i þingflokksherbergi sjálfstæðismanna
síðdegis í gær. Þorsteinn Pálsson kom óvænt á þann fund og þar sögðu sjómenn honum að þeir væru
fúsir að leggja nótt við dag til að semja. Eftir það fór ráðherrann í ræðustól í neðri deild og atburðarrás
á þingi tók óvænta stefnu.
Það var upp úr kl. 14:00 í gær-
dag, sem Steingrímur Hermanns-
son, forsætisráðherra, mælti fyrir
stjómarfrumvarpinu um stöðvun
verfalls á fiskiskipum og verkfalls
félagsmanna í Sjómannafélagi
Reykjavíkur á farskipum. Forsætis-
ráðherra sagði meginforsendu
frumvarpsins ekki fyrst og fremst
að leysa kjaradeilu fiskimanna og
farmanna við vinnuveitendur heldur
að vemda söluhagsmuni og mark-
aðsstöðu útflutnings okkar á helztu
mörkuðum erlendis, bæði vestan
hafs og austan.
Forsætisráðherra sagði ríkis-
stjómina nauðbeygða til að höggva
á hnút kjaradeilu físki- og far-
manna, eftir að samningaviðræður
hafi siglt í strand, að dómi sátta-
semjara, til að freista þess að
vemda hagsmuni sjávarútvegsins í
heild og raunar þjóðarhagsmuni,
þ.e. stöðu okkar á verðmætustu
mörkuðum sjávarvöru okkar erlend-
is.
Ríkisstjómin hafi beitt sér fyrir
því að rækjutogarinn Hafþór sigldi
til hafnar, til að greiða fyrir samn-
ingum milli deiluaðila, en eftir að
upp úr slitnaði endanlega í viðræð-
um þeirra hafi ríkisstjómin fremur
valið þá leið að kalla Alþingi saman
til funda, viku fyrr en áætlað var,
en setja bráðabirgðalög, sem þó séu
fjölmörg dæmi fvrir.
Forgætisráðherra sagði birgðir
sjávarvöru takmarkaðar hér heima
og einkanlega hjá fisksölufyrirtækj-
um á Bandaríkjamarkaði. Stöðvist
veiðar og/eða flutningur sjávarvöm
á helztu markaði okkar, þann veg
að ekki verði hægt að standa við
sölusamninga, á sama tíma og kep-
pinautar okkar herði söluróðurinn,
kunni veigamiklum hagsmunum,
sem lífskjör í landinu styðjist við,
að vera stefnt í hættu.
Síðan rakti forsætisráðherra efn-
isatriði fmmvarpsins, en þau em
rakin í frétt hér á þingsíðu í dag.
Birgðastaðan ekki
verkfalls vandamál
Svavar Gestsson (Abl.-Rvk.)
kvað betra vinnulag að kalla þing
saman til að fjalla um þetta mál
en setja bráðbirgðalög til lausnar
deilunni. Alþingi þyrfti og að taka
sér góðan tíma til að ræða málið.
Sú umræða sem hér færi fram
væri eini málflutningurinn fyrir
þeim dómi, sem ríkisstjórnin vildi
efna til.
Alþýðubandalagið væri hinsveg-
ar andvígt frumvarpinu af §ómm
meginástæðum. í fyrsta lagi hafi
samningar verið í miðjum klíðum
þegar ríkisstjómin greip inn í málið
með hótunum um lagasetningu.
Þetta er áttunda vinnudeilan á
kjörtímabilinu, sem leyst verður
með lögum. í annan stað hefði átt
að reyna til þrautar að ná sam-
komulagi um að tengja saman
olíuverð og skiptaprósentu, eins og
sjómenn hafi gert tillögu um. I
þriðja lagi eigi rök ríkisstjómarinn-
ar um birgðastöðu sjávarvöm á
Bandaríkjamarkaði ekki rætur í sjó-
mannadeilunni sem slíkri, heldur
hafi þessi staða orðið til á tveimur
missemm, án þess að ríkisstjómin
hafi fyrr en nú látið málið til sín
taka. Og loks þýði lagasetning af
þessu tagi það að verið áe að
ómerkja lögin um stéttarfélög og
vinnudeilur og gera samnings- og
verkfallsréttinn að þýðingarlausn
pappírsplaggi,
Svavár sagði að þegar skipta-
hlutur sjómanna hafi verið rýrður
á sinni tíð hafi olíukostnaður numið
20% af tekjum útgerðar og rekstr-
arstaða hennar verið 11% tap.
Olíukostnaður sé nú aðeins 8%
tekna og rekstramiðurstaða 9%
hagnaður, eftir fiskverðsákvörðun.
Því sé eðlilegt að sjómenn krefjist
leiðréttingar á skiptaprósentu.
Svavar sagði það við hæfi, miðað
við forsögu máls, að væntanlegur
kjaradómur verði skipaður Kristjáni
Ragnarssyni, Kristjáni Ragnarssyni
og Kristjáni Ragnarssyni.
Meintar forsendur út í
hött
Kjartan Jóhannsson (A.-Rn.)
sagði tvær meginforsendur ríkis-
stjómarinnar fyrir fmmvarpinu út
í hött. Talsmenn beggja málsaðila
tali gegn lagasetningu, sem beri
því vottinn, að sáttaleiðin hafi ekki
verið reynd til þrautar. Birgðastaða
sjávarvöm á freðfiskmörkuðum eigi
heldur ekki rætur í þeirri vinnu-
deilu, sem fmmvarpið fjalli um,
heldur í öðm. Alþýðuflokkurinn er
algjörlega andvígur þessu fmm-
varp'i, sagði Kjartan, og leggur til
að það verði tekið út af dagskrá
og því vísað á ný til deiluaðila og
sáttasemjara.
Kjartan áréttaði að staða útgerð-
ar til að mæta kröfum sjómanna
væri önnur og betri nú en þegar
skiptaprósentu var breytt. Þetta
sjáist bezt á því að ekki sé langt
síðan að ríkissjómin hugleiddi
álagningu sérstaks olíuskatts sem
tekjuöflunarleið. Sá skattur hafi
falið í sér mun meiri útgjaldaþunga
fýrir útveginn en kröfur-sjómanna
nú.
Grundvallarmannrétt-
indi
Guðrún Agnarsdóttir (Kl.-
Rvk.) sagði kvennalistann mótfall-
inn fmmvarpinu af tveimur
ástæðum. Verkafallsréttur heyri til
grundvallarmannréttindum, sem
ekki megi ómerkja. Ríkisvaldið eigi
ekki að blanda sér í kjaradeilur eða
setja lög af því tagi sem hé? urn
ræði.
Guðrún sagði forsendur þess að
hér væm þverrandi birgðir af fryst-
um fiski til að mæta eftirspurn á
freðfiskmörkuðum væm aðrar en
verkfall sjómanna nú.
Athyglisvert væri og að talsmenn
beggja deiluaðila mæltu gegn laga-
setningu til lausnar deilunni.
Ríkisstjónin greip í taupmanna
lögnu áður en eðlileg samningsleið
var fullreynd.
Þingnefnd sannreyni
málavexti
Matthías Á. Mathiesen, utanrík-
isráðherra, sagði það eiga að vera
meginreglu að aðilar vinnumarkað-
arins semji sín á milli um kjaramál
og beri ábyrgð á samningsgerðinni.
Sú staða getu þó og hafi á stundum
komið upp, að heildarhagsmunir
knýji á um að löggjafinn höggvi á
hnútinn.
Stöðvun fískveiða og flutninga á
sjávarvöm á helztu markaði okkar
geti, eins og mál hafi þróast, gert
okkur ókleift að standa við sölu-
samninga og teflt markaðsstöðu
okkar í alvarlega hættu. Margum-
talað góðæri eigi ekki sízt rætur í
þessari markaðsstöðu, sem sjvar-
vömr búi við vestan hafs og austan,
og hún sé í hnotskum forsenda
þess að ríkisstjómin hafi ákveðið,
eftir að samningar sigldu í strand,
að grípa inn í mál með þessum
hætti. Málið gengur hinsvegar fyrst
til sjávarútvegsnefndar sem hlýtur
að sannreyna stöðu mála með við-
ræðum við deiluaðila. Komi frá
nefndinni þær upplýsingar eða
fréttir að samningar hafi tekizt er
vandamálið þar með úr sögunni.
Matthías minnti á að ríkisstjóm-
ir, sem Svavar Gestsson sat í, hafi
fjórtán sinnum gripið inn í kjara-
mál með lagasetningu, sem sýni
betur en annað, hvem veg orð og
efndir stangist á í þeim herbúðum.
Styð ekki frumvarpið
Pétur Sigurðsson (S.-Rvk.)
sagðist ekki styðia fmmvarpið, eins
og það vssri rram sett. Hann taldi
og nokkum flumbrugang á málinu.
Þingmenn úr stjórnarliði hafí, sum-
ir hveijir, fyrst séð frumvarpið í
dag. Að vísu hafi legið í lofti í „karp-
húsi“ dögum saman að lög yrðu
sett um þetta efni. Flumbrugangur-
inn lýsir sér og í því, sagði Pétur,
að taka málið úr höndum sáttasemj-
ara án þess að borin væri fram
sáttatillaga eða sett sáttanefnd í
málið. Hann kvaðst ætla vekja
máls á hugmyndinni um sáttanefnd
í sjávarútvegsnefnd þingsins, enda
ekki útseð um, hvert semja megi í
sjómannadeilunni.
Pétur sagði farmenn nýkomna
úr lögþvingun og hann geti ekki
komið í bakið á þeim með stuðningi
við þetta frumvarp, allvega ekki
nema með verulegum breytingum,
en fyrir þinginu væru nokkur mál,
er vörðuðu hagsmuni gómanná, Og
skoða mætíi : sam’nengi við þetta
rnáí.
Nauðsyn frjálsra samn-
inga
Karvel Pálmason (A.-Vf.) lýsti
andstöðu við frumvarpið. Hann
taldi, að núverandi ríkisstjóm hefði
líklega gengið einna lengst allra
stjóma í því að hafa afskipti af
kjaradeilum með lögum. Slík af-
skipti kvað hann hafa í för með sér
mjög slæm uppeldisáhrif, menn
vendust því að ríkið kæmi ætíð til
hjálpar þegar samningar gengju illa
og kæmust undan því að axla
ábyrgð sjálfir. Hann kvað það
skipta meginmáli, að menn fengju
að semja um kaup og kjör í fijálsum
samningum.
Þingmaðurinn taldi tal um mark-
aðinn í Bandaríkjunum léttvægt og
varpaði fram þeirri spumingu,
hvort hann væri lengur þjóðinni til
hagsbóta. Þarf kannski að söðla um
og leita nýrra markaða? spurði
hann.
Guðmundur Einarsson (Afl.-
Rn.) sagði, að engin ríkisstjórn
hefði unnið jafn markvisst að því
og sú sem nú situr, að gera kjars,-
samninga að markicysu. Menn
hefðu þaö á hreinu, að þeim yrði
bjargað ef samningar sigldu í
strand eða ef niðurstaðan yrði
stjórnvöldum ekki að skapi.
Þingmaðurinn taldi, að rökin fyr-
ir lagasetningunni væru ekki
merkileg. Þegar talað væri um, að
þjóðarhagsmunir Væru í voða
horfðu menn framhjá því að þetta
v'æri alltaf sagt þegar verkföll væru
annars vegar og breytti engu hveij-
ir væru í verkfalli. En kjarni málsins
væri sá, að einmitt sú staðreynd
að verkföll stefndu þjóðarhag í voða
væri réttlæting verkfallsvopnsins;
það væri neyðarúrræði verkafólks.
Nú ætlaði ríkisstjórnin að taka
þetta vopn af sjómönnum, þegar
ljóst væri orðið að verkfallsvopnið
biti.
Þingmaðurinn gerði síðan grein
fyrir tillögu þingmanna Alþýðu-
flokksins um að fmmvarpinu yrði
vísað frá_ bar ssm forsendur þess
Stæðust ekki.
Jón Baldvin Hannibalsson (A,-
Rvk.) spurði, hvort ríkisstjómin
Óvænt tíðindi
Forystumenn Sjálfstæðisflokksins, Birgir ísleifur Gunnarsson, Þor-
steinn Pálsson, Ólafur G. Einarsson og Matthías Á. Mathisen ræða
stöðuna, sem upp kom eftir ræðu Þorsteins.