Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987 7 10-11% hækkun á símaþjón- ustu við útlönd HÆKKANIR á talsima- og simskeytaþjónustu við útiönd og notkun á almenna gagnanetinu tóku gildi um helgina. Talsima- taxtarnir hækkuðu almennt um 11% og gjald fyrir almenna gagnanetið um 10%. I fréttatilkynningu frá Pósti og síma kemur fram að hækkanimar eru vegna 20% hækkunar á gengi gullfranka frá því síðasta gjaldskrá var gefín út og vegna samninga á milli símastjóma um breytingar á gjöldum innan Evrópu. Sem dæmi um talsímataxta má nefna að mínútugjald til Danmerk- ur, Noregs og Svíþjóðar hækkar um 12%, úr 34 kr. í 38. Gjald til Bretlands hækkar úr 39 kr. í 43, eða um 10%. Til Vestur-Þýskalands hækkar mínútugjaldið um 9%, úr 45 krónum í 49 og símtöl til Banda- ríkjanna hækka um 21% og verða 85 krónur hver mínúta. Gjöld fyrir almenna gagnanetið hækka um 10% til allra landa. ís- lenska gagnanetið er nú tengt eftirtöldum löndum: Danmörku, Bandaríkjum, Bretlandi, Finnlandi, Frakklandi, Hollandi, Kanada, Nor- egi, Svíþjóð og Vestur-Þýskalandi. Næstu daga bætast við Belgía, Luxemborg og Sviss. Verð á telexþjónustu hækkar ekki. í frétt Pósts og síma kemur fram að vegna sívaxandi kostnaðar við millilandaþjónustu ritsíma hafa símastjómir innan Alþjóðaljar- skiptastofnunarinnar ákveðið að hækka gjöld fyrir símskeyti milli landa. Fastagjald hvers símskeytis er nú 325 krónur, orðagjald til Evrópu og Miðjarðarhafslanda 13.50 kr., orðagjald til Banda- ríkjanna og Kanada 15,50 kr. og 20.50 kr. til annarra landa. Sölu- skattur er innifalinn í ofangreindum tölum. ASl mót- mælir laga- setningu Á FUNDI rniðstjórnar Alþýðu- sambands íslands í gær var eftirfarandi ályktun gerð sam- hljóða: „Miðstjóm ASÍ mótmælir þeirri lagasetningu um kjör sjómanna sem ríkisstjómin hefur nú ákveðið. í kerfi ftjálsra samninga er óhjá- kvæmilegt, að til átaka geti komið í kjaradeilum. Þær deilur á að leysa á ábyrgð samningsaöila. Ef annar deiluaðili, eins og útgerðarmenn nú, getur með einstrengins- og þver- girðingshætti gert samningavið- ræður að marklausum samtölum, í trausti lagasetningar, er samskipt- um stefnt í hættu. Með því móti eru aðilar sviptir ábyrgð og samn- ingsrétturinn verður nafnið tómt. Með endurtekinni lagasetningu má bijóta kerfí fíjálsra kjarasamninga á bak aftur. Samningsréttinum er ógnað og því hljóta verkalýðssam- tökin að mótmæla." V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! og félagar í 15 manna stór hljómsveit hans, m.a. þeirDave Bartholomew, Herb Hardesty, LeeAllen og allir hinir koma nú til íslandsaftur 29.janúarog skemmta á eftirtöldum stöðum: BCCADWAy 30. og 31. janúar, 1., 5., 6. og 7. febrúar. Miða- og borðapantanir í símum 77500 og 641441. Sjallinn Akureyri, 2., 3. og 4. febrúar. Miða- og borðapantanir í símum 96-22525 og 96-22970. Sætaferðir frá Húsavík, Dalvík, Raufarhöfn, Siglufirði, Ólafsfirði, Sauðárkróki og Blönduósi. FATS OG FÉLAGAR SLÓU SVO SANNARLEGA í GEGN í BROADWAY í APRIL SL. ÞAÐ ER MÁL MANNA AÐ ALDREI FYRR HAFITÓNLEIKAR Á ÍSLANDI VERIÐ JAFN FJÖRUGIR OG SKEMMTILEGIR OG ÞÁ. FATS OG FÉLAGARTÓKU MIKLU ÁSTFÓSTRI VIÐ LAND OG ÞJÓÐ OG ÞESS VEGNA KOMA ÞEIRAFTUR. R A ISLANDI VcRIÐ JAFN Sjallinn Missið alls ekki afþessum einstæða atburði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.