Morgunblaðið - 14.01.1987, Page 7

Morgunblaðið - 14.01.1987, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987 7 10-11% hækkun á símaþjón- ustu við útlönd HÆKKANIR á talsima- og simskeytaþjónustu við útiönd og notkun á almenna gagnanetinu tóku gildi um helgina. Talsima- taxtarnir hækkuðu almennt um 11% og gjald fyrir almenna gagnanetið um 10%. I fréttatilkynningu frá Pósti og síma kemur fram að hækkanimar eru vegna 20% hækkunar á gengi gullfranka frá því síðasta gjaldskrá var gefín út og vegna samninga á milli símastjóma um breytingar á gjöldum innan Evrópu. Sem dæmi um talsímataxta má nefna að mínútugjald til Danmerk- ur, Noregs og Svíþjóðar hækkar um 12%, úr 34 kr. í 38. Gjald til Bretlands hækkar úr 39 kr. í 43, eða um 10%. Til Vestur-Þýskalands hækkar mínútugjaldið um 9%, úr 45 krónum í 49 og símtöl til Banda- ríkjanna hækka um 21% og verða 85 krónur hver mínúta. Gjöld fyrir almenna gagnanetið hækka um 10% til allra landa. ís- lenska gagnanetið er nú tengt eftirtöldum löndum: Danmörku, Bandaríkjum, Bretlandi, Finnlandi, Frakklandi, Hollandi, Kanada, Nor- egi, Svíþjóð og Vestur-Þýskalandi. Næstu daga bætast við Belgía, Luxemborg og Sviss. Verð á telexþjónustu hækkar ekki. í frétt Pósts og síma kemur fram að vegna sívaxandi kostnaðar við millilandaþjónustu ritsíma hafa símastjómir innan Alþjóðaljar- skiptastofnunarinnar ákveðið að hækka gjöld fyrir símskeyti milli landa. Fastagjald hvers símskeytis er nú 325 krónur, orðagjald til Evrópu og Miðjarðarhafslanda 13.50 kr., orðagjald til Banda- ríkjanna og Kanada 15,50 kr. og 20.50 kr. til annarra landa. Sölu- skattur er innifalinn í ofangreindum tölum. ASl mót- mælir laga- setningu Á FUNDI rniðstjórnar Alþýðu- sambands íslands í gær var eftirfarandi ályktun gerð sam- hljóða: „Miðstjóm ASÍ mótmælir þeirri lagasetningu um kjör sjómanna sem ríkisstjómin hefur nú ákveðið. í kerfi ftjálsra samninga er óhjá- kvæmilegt, að til átaka geti komið í kjaradeilum. Þær deilur á að leysa á ábyrgð samningsaöila. Ef annar deiluaðili, eins og útgerðarmenn nú, getur með einstrengins- og þver- girðingshætti gert samningavið- ræður að marklausum samtölum, í trausti lagasetningar, er samskipt- um stefnt í hættu. Með því móti eru aðilar sviptir ábyrgð og samn- ingsrétturinn verður nafnið tómt. Með endurtekinni lagasetningu má bijóta kerfí fíjálsra kjarasamninga á bak aftur. Samningsréttinum er ógnað og því hljóta verkalýðssam- tökin að mótmæla." V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! og félagar í 15 manna stór hljómsveit hans, m.a. þeirDave Bartholomew, Herb Hardesty, LeeAllen og allir hinir koma nú til íslandsaftur 29.janúarog skemmta á eftirtöldum stöðum: BCCADWAy 30. og 31. janúar, 1., 5., 6. og 7. febrúar. Miða- og borðapantanir í símum 77500 og 641441. Sjallinn Akureyri, 2., 3. og 4. febrúar. Miða- og borðapantanir í símum 96-22525 og 96-22970. Sætaferðir frá Húsavík, Dalvík, Raufarhöfn, Siglufirði, Ólafsfirði, Sauðárkróki og Blönduósi. FATS OG FÉLAGAR SLÓU SVO SANNARLEGA í GEGN í BROADWAY í APRIL SL. ÞAÐ ER MÁL MANNA AÐ ALDREI FYRR HAFITÓNLEIKAR Á ÍSLANDI VERIÐ JAFN FJÖRUGIR OG SKEMMTILEGIR OG ÞÁ. FATS OG FÉLAGARTÓKU MIKLU ÁSTFÓSTRI VIÐ LAND OG ÞJÓÐ OG ÞESS VEGNA KOMA ÞEIRAFTUR. R A ISLANDI VcRIÐ JAFN Sjallinn Missið alls ekki afþessum einstæða atburði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.