Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987
Morgunbladiö/Júlfu8
• Verðlaunahafar eftir útnefningu íþróttamanns ársins að Hótel Loftleiðum í gœr. Aftari röð frá vinstri: Erla Björk Guðjónsdóttir, unnusta Guðmundar Torfasonar, Eiður
Guðjohnsen, faðir Arnórs Guðjohnsen, Úlfar Jónsson og Pálmar Sigurðsson. Fremri röð frá vinstri: Ellý Guðmundsdóttir, systir Páturs Guðmundssonar, Ragnheiður
Runólfsdóttir, Eðvarð Þór Eðvarðsson, Guðmundur Guðmundsson og Arndís Aradóttir, systir Kristjáns Arasonar. Á myndina vantar Bjarna Friðriksson.
Mesti heiður sem
mér hefur hlotnast
- sagði Eðvarð Þór eftir að hafa verið útnefndur íþróttamaður ársins 1986
„ÞETTA er mesti heiður sem mór hefur hlotnast á ferlinum,"
sagði Eðvarð Þór Eðvarðsson, 19 ára sundmaður frá Njarðvík,
eftir að hafa tekið á móti hinum veglegu verðlaunum sem
fylgja sæmdarheitinu íþróttamaður ársins 1986. Eðvarð hlaut
68 atkvæði af 70 mögulegum í kjöri sem Samtök íþróttafrétta-
manna og Volvo stóðu fyrir að Hótel Loftleiðum í gær.
„Það er mér mikil hvatning að
hljóta þennan titil, sem kemur til
með að hvetja mig enn frekar til
dáða. Ég tel mig þó ekki eiga þenn-
an titil eipn, án þjálfara míns,
Friðriks Guðmundssonar, væri ég
ekki hér í dag. Hann á 50 prósent
þátt í þessu. Hann hefur nú þjálfað
mig í 10 ár, vaknað með mér kl. 5
og 6 á morgnana og drifið mig
með sór á æfingar. Foreldrar mínir
hafa einnig stutt vel við bakið á
mér,“ sagði Eðvarð.
Eðvarð hefur sett 97
íslandsmet
Eðvarð hefur sett 97 íslandsmet
á ferli sínum í sveina-, drengja-,
pilta- og karlaflokki. Hann var að-
eins 14 ára er hann setti íslands-
met í karlaflokki og hefur engum
öðrum sundmanni tekist að leika
það eftir.
Æfir fjóra til sex tíma
ádag
En hvað þarf Eðvarð að æfa
mikið til að ná þessum frábæra
árangri. „Það fer geysilega mikill
tími í þetta og lítill tími fyrir annað.
Ég æfi alla daga vikunnar fjóra til
sjö tíma í senn."
Eðvarð stundar nám í Fjölbraut-
arskóla Suðurnesja og er þar á
þriðja ári. Hvernig tekst honum að
samræma skólann og námið?
„Það hefur tekist þokkalega hing-
að til, allavega hefur sundið ekki
skemmt neitt fyrir. Það þarf bara
að skipuleggja tímann vel þá er
þetta hægt."
Setti Norðurlandamet
sem stendur enn
- Hvaö er eftirminnilegasta
mótið á síðasta ári?
„Heimsmeistaramótð í Madrid
á Spáni í sumar er mér efst í huga.
Þar náði ég fimmta sæti í undanr-
ásum í 200 m baksundi og setti
Norðurlandamet sem stendurenn.
Svo náði ég að verða í þriðja sæti
á Evrópubikarmótinu í Malmö í
haust."
Markmiðið að komast
á Ólympíuleikana
- Verður þú aldrei þreyttur á
þessum þrotlausu æfingum?
„Jú, en það varir aldrei lengi,
þetta er svo skemmtilegt þegar
árangurinn fer að verða áþreifan-
legur. Ég hef sett mér það
markmið að komast á næstu
Ólympíuleika. Ég hef náð lágmörk-
unum Ólympíunefndar í baksund-
inu, en ég ætla mér að bæta þau
enn frekar. Ég tel mig eiga mikið
eftir enn. Það dugar ekkert annað
en æfa og æfa til að árangur ná-
ist."
- Er sundaðstaðan góð i
Njarðvik?
„Sundlaugin í Njarðvík er full
lit.il, ekki nema 12,5 metrar, en ég
æfi alltaf á kvöldin upp á Kefla-
víkurflugvelli, þar er 25 metra laug
og kemur það sér vel.“
Baksundið verður allt-
af mín sérgrein
- Nú átt þú ekki elngöngu fs-
landsmet f þinnl sórgrein,
baksundi, heldur í bringu-, flug-
og fjórsundí. Ertu að fara meira
inná aðrar sundgreinar?
„Nei, baksundið verður alltaf
mín sérgrein. Ég geri þetta meira
til að hvetja aðra. Þetta er líka
ágætt þegar ég er í erfiðu æfinga-
plani eins og núna.“
- Hvaða stórmót eru framundan
hjá þér?
„Eg tek þátt í Golden Cup mót-
inu sem fram fer í Frakklandi í lok
þessa mánaðar, en stærsta mótið
verður Evrópumótið sem fram fer
í Strassburg í sumar."
15. besti í heiminum
í 200 m baksundi
Eðvarð er eini íslenski sund-
maðurinn sem skipar sæti á
heimsafrekalista, Norðurlandamet
hans í 200 metra baksundi er 15.
besti tími í heiminum. Hann á 31
gildandi íslandsmet, þar af 15 í
karlaflokki, í öllum greinum
sunds.,, Hann er glæsilegur fulltrúi
íslenskrar íþróttaæsku og íþrótt
sinni til sóma í hvívetna,“ eins og
Samúel Örn Erlingsson, formaður
Samtaka íþróttafróttamanna,
komst að orði í hófinu í gær.
Vajo
íþróttamaður ársins:
KJÖR íþróttamanns ársins á
vegum Samtaka íþróttafrótta-
manna fór fram f 31. sinn í
gær. Vilhjálmur Einarsson hlaut
þennan eftirsótta heiður í fyrsta
sinn árið 1956.
Eftirtaldir hafa hreppt hnossiö
frá upphafi:
1956: Vllhjðlmur Elnarsson
1957: Vllhjálmur Elnarsson
1958: Vllhjálmur Einareson
1959: Valbjöm Þoriáksson
1960: Vllhjálmur Elnareson
1961: Vllhjálmur Elnareson
1962: Guðmundur Gfslason
1963: Jón Þ. Ólafsson
1964: Slgrföur Slgurðardóttlr
1985: Valbjörn Þorláksson
1966: Kolbelnn Pálsson
1967: Guömundur Hermannsson
1968: Geir Hallsteinsson
1969: Guömundur Gfslason
1970: Erlendur Valdimareson
1971: Hjalti Elnarason
1972: Guðjón Guðmundsson
1973: Guðnl Kjartansson
1974: Ásgeir Sigurvlnsson
1975: Jóhannes Eðvaldsson
1976: Hrelnn Halldórsson
1877: Hrelnn Halldórsson
1978: Skúll Óskarsson
1979: Hrelnn Halldórsson
1980: Skúli Óskarsson
1981: JÓn Páll Sigmarsson
1982: Óskar Jakobsson
1983: Einar Vilhjálmsson
1984: Ásgelr Sigurvinsson
1986: Einar Vilhjálmsson
1986: Eðvarð Þór Eðarðsson