Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987 45 Svanur Rögnvalds son - Kveðjuorð Kveðjuorð: Snorri Gunnlaugs son, Esjubergi Fæddur 5. janúar 1913 Dáinn 19. desember 1986 Fæddur 14. desember 1929 Dáinn 25. desember 1986 „Flutningaskipið Suðurland sökk um miðnætti, statt 290 mílur ANA af iandinu, eftir að hafa fengið á sig brotsjó í vonskuveðri." Eitthvað á þessa leið hófust hádegisfréttir Ríkisútvarpsins á jóladag sl. Seinna um daginn kom hin dapurlega stað- reynd, sex af ellefu manna áhöfn höfðu látist, fimm tókst að bjarga eftir mikla hrakninga. Einn þeirra sem þama fórst var vinur minn, Svanur Röngvaldsson, sem ég ætla að minnast hér með örfáum orðum. Ég man Svan frá því ég vr bam, sérstaklega er mér minnisstætt hvað hann var alltaf glaður og létt yfír allri hans framkomu. En segja má að aðalkynni okkar yrðu er við stun- duðum saman rækjuveiðar í Húnaf- lóa tveir á bát, vetuma 1975 og 1976. Ég vissi þegar ég réð Svan til mín á bátinn að ég var að ráða van- an sjómann, en ég vissi ekki fyrr en á reyndi hvílíkan afburðamann ég hafði. Á sjónum koma oft fyrir atvik sem þurfa skjótra ákvarðana við og það brást aldrei, Svanur átti alltaf ráð. Svanur var fæddur 14. desember 1929. Tíu ára gamall var hann send- ur í sveit að Ásbjamarstöðum, Vestur-Húnavatnssýslu, til hjónanna Guðjóns og Sigrúnar. Hjá þeim dvaldi hann alls í sjö sumur að einum vetri meðtöldum. Hann leit á þau hjón sem sína aðra foreldra og hélst sú tryggð alla tíð. Tvö af bömum Svans urðu svo síðar sumardvalarböm hjá sömu hjónum. Ungur byijaði Svanur á sjó, fyrst á sfldar- og fískibátum, en um 1950 fór hann á togara og togarasjómaður var hann í fjöldamörg ár. Og þó hann fengi sér vinnu í landi, ætlaði að hætta sjómennsku, þá stóð það aldrei nema stuttan tíma í senn. Það fínnst sennilega engin ein skýring á því hvers vegna menn, sem stundað hafa sjó um langan tíma, sækja þangað alltaf aftur. Davíð Stefánsson gefur þó SVST við þessu í ljóðlínum sínum þar sem hann segir. Ég lýt hinum mikla mætti, það leiðir mig hulin hönd. Og hafíð — og hafíð kallar, það halda mér engin bönd. Hafíð kallaði á Svan og sjó- mennska var hans aðalstarf í tæp 40 ár. Á hafínu háði hann síðustu baráttu. Svanur var kvæntur Fríðu Gústafsdóttur og áttu þau 4 böm. Eina dóttur eignaðist hann áður. Þó ég eigi ótal minningar um Hver liðin stund er lögð í sjóð, jafiit létt sem óblíð kjör. Lát auðlegð þá ei hefta hug né hindra þína för. Um hitt skal spurt - og um það eitt, hvað yzta sjóndeild fól, því óska vorra endimark er austan við morgunsól. (Öm Amar) Barnabörn .c'.ou'a raubnófl íiíiitó^ c w hinn viðbragðsfljóta og glettna Svan, sem ávallt var viðbúinn að takast á við það sem að höndum bar, þá er þó sterkust minningin um hann sem góðan dreng. Vandamönnum hans öllum votta ég mína dýpstu samúð og bið þeim allrar blessunar. Ásbjörn Guðmundsson Sýnist mér fyrir handan haf hátignarskær og fagur brotnuðum sorgaröldum af upp renna vonardagur. (Bólu-Hjálmar) Slysfarir og mannskaðar eru ekki fátíðir atburðir á landi hér. Alltaf hljóta þeir að koma einhverju róti á hugann, en því sárari eftir því sem nær eru höggvið. Slysið, þegar flutn- ingaskipið Suðurland sökk í haf- djúpin með þeim afleiðingum að sex vaskir sjómenn létust, hefur án alls efa orkað djúpt á þessa þjóð, sem á afkomu sína svo mjög undir sjósókn, aflabrögðum og flutningum til lands og frá, að sagt er með sanni að föður- land vort hálft sé hafíð. Nú þegar nýtt ár er runnið upp er þessara manna minnst af mörgum, en sárast- ur er harmur ástvinanna. Einn þeirra, sem lét líf sitt í þessu hörmulega slysi, var Svanur Rögn- valdsson. Með fáum og fátæklegum oiðum langar okkur til að minnast þessa látna vinar, sem að vissu leyti var nánast fóstursonur okkar og kallaði okkur jafnvel stundum mömmu og pabba. Svanur var fæddur 14. desember 1929 og kom til okkar hjónanna til sumardvalar tíu ára gamall, vorið 1940. Hann var ekki hávaxinn, ljós- hærður, glaðlegur og sviphreinn drengur. Stórstyijöld geisaði úti í hinum stóra heimi, ægilegri en nokkru sinni. Enginn vissi um afleiðingar eða endi. Rauði krossinn gekkst fyrir að koma bömum úr höfuðborginni út á lands- byggðina, í þeirri von að þar væri öryggi meira ef illa færi. Þá voru sveitimar ííóga "óðar ti! að vemda líf hinnar uppvaxandi æsku borgar- innar. Yfírleitt held ég að málaleitan RKÍ hafí verið mjög vel tekið vítt um byggðir. Við hjónin vomm að því spurð hvort til greina kæmi að taka eitt bam yfír sumartímann. Tókum við því vel, en óskuðum eftir að fá dreng. Ýmsir óiu ugg í bijósti um að í þessum hópi kynni að vera misjafn sauður í mörgu fé, en engar fregnir fóm samt. af því og víst er að engu þurftum við að kvíða. Varla getur indælla bam en þama barst okkur upp í hendumar. Varð hann til mikill- ar ánægju á heimilinu og svo snúningalipur og fljótur til að mikill léttir varð strax að. Við gáfum að sjálfsögðu upp heimili, sveit og ák- vörðunarstað er senda átti drenginn til í hópi bama á stómm „rútubíT sem nú er nefndur svo. Bömin höfðu með sér spjald sem tilvísun hvert sérhvert þeirra ætti að fara. Eitthvað hefur þó þessi merking mglast, því við lá að þessi ungi sveinn væri send- ur nokkuð afleiðis. Til þess að kom þó ekki vegna aðgæslu manns sem kunnugleika hafði á hvar bömunum var búin sumardvöl. ^^mgöngur vom ekki mjög greið- ar hér"norður VátnS.nesið, svo það dróst nokkuð að drengurinn kæiidSt alla leið, þó féll að lokum ferð lan- gleiðina en síðasta áfangann sótti ég hann á hesti og reiddi hann fyrir framan mig heim í hlað. En það leið ekki á löngu að hann varð einfær um að sitja hest, bar sig vel á hesti þegar fram í sótti og hafði af þeim hið mesta yndi. Það var ekki lítil reynsla fyrir ungan dreng að hverfa úr faðmi for- eldra sinna til ókunnugra, en ekki bar á öðm en snáðinn yndi sér, enda un&l uictosj • íííí átti hann rólega lund og glaða, það var alltaf eitthvað svo bjart yfir hon- um. Fyrsta sumarið var ekki það eina sem Svanur var hjá okkur hjón- unum, alls urðu þau sjö. Það tognaði úr honum og hann varð hinn ágæt- asti verkmaður, viljugur og vinnufús, en mestu máli skipti kannski hvað lundin varð ljúf og góð. Einn vetur var hann hér einnig eftir fermingu og þá þijú misseri samfellt. Vel munum við hvað hann lék ljúflega við elstu dóttur okkar, sem fæddist einmitt á því tímabili sem hann var hér. Margs er að minnast frá þessum æskudögum hans hér. Ég minnist þess að við fómm haust eitt saman með marga reiðingshesta í lest til Hvammstanga. Í þessari ferð fengum við hið versta norðan hrakveður, urð- um gegnblautir og kaldir. Þá var farið heim á bæ í leiðinni þar sem viðtökur vom svo góðar er verða mátti og allt fór þetta vel. Og ekki held ég að drengurinn hafi staðið sig ver en ég í þessari ferð. Það byija stundum snemma ágjafír í lífinu. Foreldrar Svans vom hjónin Rögn- valdur Guðbrandsson, lengi sjómað- ur, og kona hans, Steinunn Þorkelsdóttir. Böm áttu þau auk Svans: Þorkel, Guðbrand, Árnu og Má. Átti fjölskyldan lengi heimili sitt á Haðarstfg 15 í Reykjavík. Með ámnum tókst góður kunningsskapur og vinátta við þessa fjölskyldu. Komu hjónin af og til norður og yngstu systkinin tvö dvöldu nokkur sumur hér í nágrenninu. Svanur bar þess merki ao hafe blotið gott uppeldi, unni hann móður sinni mest, en íiUn var mikil ágætis kona. Ungur gerðist Svanur sjómaður, var hann bæði á far- og fiskiskipum og reyndist afbragðs starfsmaður, viss og viljugur, vel metinn og eftirs- óttur. Annars er það ekki við hæfí að skrifa um starf sjómannsins af þeim sem aldrei hefur á sjó komið. Það vitum við þó öll, að dag hvem getur hættu borið höndum — oftast tökum við það lítið til greina sem í landi sitjum. Örlög Svans urðu þá hin sömu og margra annarra, að enda ævina á sjónum, enda slitinn að kröftum og heilsan farin að bila. Svanur átti heimili á Feijubakka 8 í Reykjavík. Hann giftist góðri konu, FYíðu Gústafsdóttur, og eign- uðust þau fjögur böm, Sjöfn, Gústaf, Rúnar Guðjón og Jóhönnu sem enn er á bamsaldri. Áður hafði hann eignast dóttur Steinunni að nafni. Mikla umhyggju bar Svanur fyrir heimili sínu, eiginkonu og bömum. Fjölskyldan öll hefur misst mikið við fráfall hans. Um leið og við hjónin, ásamt böm- um okkar og fjölskyldum, vottum öllum vandamönnum dýpstu samúð CrC!í.ar. biðjum við þeim blessunar Guðs um alia ifð. Nú er lífsþráður þessa vinar okkar slitinn hér a jSrð, en látinn lifir, um það þarf enginn að efast. Við kveðjum drenginn okk- ar sviphreina með ljóðlínum úr sálmi Valdimars Briem: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafði þökk fyrir allt og allL Sigrún og Guðjón á Asbjarnarstöðum Móðir: Þuríður, f. 10.7. 1881 í Hattardal meiri, d. 23.9. 1930 á Isafirði, Ólafsdóttir Jenssonar bónda í Hattardal meiri, f. 23.4. 1850, og konu hans, Þuríðar Guð- mundsdóttur. Faðin Gunnlaugur Jón, f. 29.1. 1879 S Efstadal í Ögursókn, d. 25.12. 1937 á ísafirði, Torfasonar vinnumanns í Hattardal meiri, f. á Stóm Hnausum í Breiðuvík á Snæ- fellsnesi 15.6. 1848, d. 29.1. 1887, Jónssonar. Kona Torfa var Þóra Gunnlaugsdóttir, f. 8.11. 1835, d. 5.12. 1914. Þau vom gefin saman í Eyrarkirkju í Súðavíkurhreppi 29.3. 1875. Snorri var af sterku bergi brot- inn, þar sem ættir hans lágu um Vestfirði og Breiðafjörð. Hann var fæddur í Hattardal hinum meiri í Súðavíkurhreppi í N-ísafjarðar- sýslu. Þessi byggð útheimti dug- mikið fólk, sem ekki lét deigan síga og sýndi æðmleysi í baráttu við náttúmöflin á sjó og landi. Fyrr á tímum bjuggu alla jafnan stórar Qölskyldur í Hattardal meiri, trú- lega vegna þess að búfé var fátt og aðallífsafkoman var af sjósókn. Þá var ekki ferðast nema sjóveg og vom Vestfírðingar taldir af- bragðs sjómenn. A síðari hluta 19. aldar bjó í Hattardal meiri Þórður Magnússon, annar þingmaður fsfírðinga. Hann hefur ekki látið sig muna um ferða- lögin. Þegar Snorri var á þriðja ári tóku foreldrar hans sig upp, leiðin lá til ísafjarðar, þar tók við dag- launavinna. Snorri var aðeins á 8. árinu þegar honum var komið að heiman og átti að smala kvíaám sem matvinningur. Þeim starfa ásamt öðmm snúningum hélt hann fram yfir fermingu, hjá vandalaus- um. 17 ára gamall hleypti Snorri heimdraganum, það var vorið 1930, undirbúningur Alþingishátíðarinnar stóð sem hæst. Bræður hans vom komnir suður. Systkinin vom 7, 4 bræður og 3 systur, nú em aðeins eftir 2 systumar. Hlíf, búsett í Mosfellssveit, og Silla í Kaup- mannahöfn. Snorri fékk vinnu við lagningu ÞingvaiiáVcgSTins Og var til heimilis á Hrísbrú í Mosfells- sveit. Síðar gerðist hann vinnumað- ur hjá Thor Jensen á Korpúlfsstöð- um og Lágafelli, en hafði heimili sitt á Laugarbóli í Mosfellsdal. Hann var mikill félagshyggjumað- ur, fljótlega stóð hann því að stofnun ungmennafélags með æsk- unni í sveitinni, félaginu var gefið nafnið „Afturelding". Áhugasvið Snorra vom mörg, hann vildi þroska bæði hug og hönd, um langskólanám var vart að ræða, en hann bætti úr því með lestri góðra bóka. Hann hafði mikinn áhuga fyrir íþróttum og lét þá ósk sína rætast að fara í íþróttaskólann í Haukadal. Eftir að ísland hafði verið her- numið og atvinna varð nægjanleg flutti Snorri til Reykjavíkur og gerðist leigubifreiðarstjóri. Honum féll starfíð vel og vann af lífi og sál að hagsmunasamtökum bif- reiðastjóra. Snorri hafði mikla réttlætiskennd, svo það kom engum á óvart þó hann tæki forystuna með félögum sínum. Hann gekkst fyrir stofnun Lánasjóðs atvinnubif- reiðastjóra á þeim tímum sem almenningur átti ekki kost á öðmm lánum en víxlum með okurvöxtum. Á þéSSUfl! ámm leituðu menn oft upplýsinga og aðstodaT hjá Snorra, var hann þá oft nefndur „Banka- stjórinn". Hann var einnig stofnandi sam- vinnufélagsins Hreyfils fyrir leigubflstjóra. Snorri var baráttu- maður og lét sér ekkert óviðkom- andi, þess vegna fylgdi hann þeim flokki sem hann taldi standa best r ■ zasæcxs&caoKácarKt;*jrs.' vörð um hagsmuni verkalýðsstétt- arinnar í landinu. Brúðkaup Snorra og Sigríðar Gísladóttur fór fram 3.10. 1942. Sigríður var f. 7.4. 1916 á Tindstöðum á Kjalamesi. Foreldrar Sigríðar vom Gísli Guð- mundsson bóndi, Esjubergi, f. 6.3. 1889, d. 28.4. 1963, af Kollafjarð- arætt og kona hans, Oddný Ámadóttir, f. 2.4. 1889, d. 2.8. 1979 í Víðinesi á Kjalamesi. For- eldrar Oddnýjar vom Sigríður Jónsdóttir frá Bakka í Landeyjum og Ámi Bjömsson frá Úthlíð í Bisk- upstungum. Þau bjuggu í Móum á Kjalamesi. Snorri og Sigríður eign- uðust þijú böm: Ámi Sigurður, f. 19.11. 1943, eiginkona hans er Kolbrún Guðmundsdóttir; Oddný Margrét, f. 5.6. 1945, eiginmaður Ólafur Friðriksson; Gísli Arsæll, f. 9.10. 1946, eiginkona er Anna Steinarsdóttir. Snorri hafði verið í Haukadal og honum fannst samskipti manna þyrftu að vera á fleiri sviðum en þeim sem lutu að vinnunni sjálfri. Við mundum komast svo að orði í dag, að hann hefði haft áhuga fyr- ir heilsurækt þ.e.a.s. sundi, hand- bolta og fótbolta. Þetta var stefnuskráin, hann varð svo hvata- maður að Knattspymufélagi bif- reiðastjóra á Hreyfli, sem síðar hét íþróttafélag Hreyfils. Þar átti hann drjúgan þátt í skipulagningu íþrótt- anna. Snorri var ekki óþekktur í sveit- jnni begar þau hjónin tóku við búi á Esjubergi árío 1557. Hann var heldur enginn viðvaningur í land- búnaðarstörfum frekar en Sigríður kona hans. Hjónin unnu bæði mikið að félagsmálum, hvort á sínu sviði. Hann sat lengi í stjóm búnaðarfé- lags Kjalameshrepps og var hvata- maður að stofnun mjólkurflutninga- félags í hreppnum og sat í stjóm þess, einnig í stjóm flutningafélags- ins er sá um fóðurbætisflutningna og fleira. Þá var hann einn af stofn- endum Lionsklúbbsins Búa á Kjalarnesi og í Kjós. Hann vann af lífi og sál í öllum þeim félagasam- tökum sem hann kom nálægt, það má segja að í Búa sem öðrum félög- um hafí verið 100% mæting, því hann kom á svo til hvem einasta fund. Snorri horfði til framtíðarinn- ar og unga fólksins sem átti að erfa landið, heill þess og hamingju. Alþýðubandalagið var eini flokkur- inn sem stóð vörð um sjálfstæði íslands og launakjör fólksins. Snorri varð því einn af stofnendum Al- þýðubandalagsins í Kjósarsýslu. Nú þegar Snorri er kvaddur hugsum við til hans með trega. Hann var hinn sáttfúsi félagi í lífí og starfí, við hlið hans stóð eigin- kona, samband þeirra var alla tíð sem hugljúft æfíntýri. Mér er ljúft að minnast horfínna stUP.da með þeim hjónum, þau voru hvort sem annað mannkostamann- eskjur. Við hjónin vottum fjöiskyldu hans og systmm innilega samúð. Blessuð sé minning um mætan mann. Útför hans fór fram frá Dómkirkjunni 5. janúar 1987. Hulda Pétursdóttir wma >~rii TTftinaiiinrnwi iMMnesacsjKauBmu^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.