Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987
Lánasj óðsmálið
eftirFriðrik
Sophusson
Að undanfömu hafa menn fengið
að fylgjast með sérkennilegum
vinnubrögðum Finns Ingólfssonar í
samstarfí stjómarflokkanna um
málefni Lánasjóðs íslenzkra náms-
manna. Í heilt ár hafa stjómarflokk-
amir reynt að fínna leiðir til að
styrkja stöðu sjóðsins, sem hefur
átt í erfiðleikum, þannig að hann
geti í framtíðinni rækt mikilvægt
hlutverk sitt.
Fulltrúar stjómarflokkanna náðu
samkomulagi sín á milli og á vegum
menntamálaráðherra hafa staðið
viðræður við forystumenn náms-
mannasamtakanna, sem hafa
beinna hagsmuna að gæta. Þær
viðræður vom gagnlegar og leiddu
til talsverðra breytinga á fyrirliggj-
andi frumvarpsdrögum. Þótt
nokkuð hafí borið á milli, verður
að segja námsmannafulltrúunum til
hróss, að þeir sameinuðust um að
leita leiða til að bæta hlut sjóðsins.
Þeim verður ekki kennt um að
klúðra málinu.
Endurskoðun á ábyrgð
stjórnarflokkanna
Þrer breytingar sem stendur til
að gera á lögum um LÍN og þær
útlánabreytingar sem þegar hafa
verið gerðar, eru á ábyrgð beggja
stjómarflokkanna. Rétt er að rifja
upp, að hinn 20. desember 1985,
við 3. umræðu fjárlaga, sagði Pálmi
Jónsson, framsögumaður meiri-
hluta §árveitinganefndar, að í
tillögum meirihlutans væri ekki
gert ráð fyrir auknum fjárframlög-
um til LÍN og þar með væri ljóst
að verulegar breytingar þyrfti að
gera á útlánareglum sjóðsins til að
endar næðu saman á árinu 1986.
M.a. á þessum grundvelli hefur
menntamálaráðherra beitt sér fyrir
því, að lögum og reglum sjóðsins
verði breytt.
Þegar ljóst var að ekki næðist
samkomulag milli stjómarflokk-
anna á fyrstu mánuðum sl. árs lagði
menntamálaráðherra skýrslu fram
á Alþingi. í þessari skýrslu er drep-
ið á fjölmargar hugmyndir, m.a. þá
hugmynd að námslán beri lág-
marksvexti.
Menntamálaráðherra skipaði
hinn 28. apríl 1986 samvinnunefnd
stjómarflokkanna um Lánasjóð ísl.
námsmanna og var nefndinni falið
að samræma sjónarmið stjómar-
flokkanna í þessu máli. Fulltrúar í
nefndinni vora: Friðrik Sophusson,
formaður, Tryggvi Agnarsson,
Finnur Ingólfsson og Haraldur Ól-
afsson. Nefndin setti sér m.a. það
markmið að endurgreiðsluhlutfall
til Lánasjóðsins af námslánum yrði
svipað og gert var ráð fyrir í lögun-
um 1982, en um það endurgreiðslu-
hlutfall var full pólitísk samstaða á
Alþingi.
Nefndarstarf og
niðurstaða
í nefndarstarfínu varð brátt ljóst,
að Finnur Ingólfsson gat ekki fallizt
á ýmis atriði í hugmyndum mennta-
málaráðherra. Var hann því beðinn
um að leggja fram sínar tillögur.
Finnur lagði þá fram tillögu um þak
á námslán, en það þýðir að náms-
lánum sé skipt í tvo flokka: Annars
vegar almenn lán, sem beri ekki
vexti en hins vegar viðbótarlán, sem
beri bankavexti. Aðrir nefndarmenn
samþykktu tillögu Finns til að ná
samkomulagi í nefndinni og Sjálf-
stæðismennimir féllu frá ýmsum
hugmyndum sínum í staðinn.
Hinn 6. október náði nefndin
samkomulagi um framvarpsdrög,
sem send vora til ráðherra og töldu
nefndarstarfínu lokið. Undir þetta
rituðu allir nefndarmenn án fyrir-
vara. Meginefni þessara tillagna
vora auk þaksins, sem áður er get-
ið, námsstyrkir og lántökugjald til
að standa undir hluta af rekstrar-
kostnaði LÍN.
Skömmu eftir að ráðherra fékk
drögin í hendur, sendi hann þau til
námsmannasamtakanna til kynn-
ingar og umsagnar. Hinn 23.
október boðaði menntamálaráð-
herra á sinn fund fulltrúa náms-
mannahreyfínganna og samvinnu-
nefndina og óskaði eftir því, að
tilraun yrði gerð til þess að ná sam-
komulagi um framvarp sem hægt
væri að flytja sem stjómarfram-
varp. Haldnir vora margir gagnlegir
fundir um málið og skipzt á skoðun-
um.
Hinn 4. desember skrifaði sam-
vinnunefndin ráðherra bréf um
málið og gerði grein fyrir stöðu
þess. í því bréfí segir orðrétt: „Það
er sameiginleg skoðun samvinnu-
nefndarinnar að í þessum
viðræðum við námsmenn hafi
verulegur árangur náðst og hafi
nefndin með tilboði sinu komið
mjög til móts við sjónarmið
námsmanna þó að ekki hafi náðst
endanlegt samkomulag. Nefndin
telur að ef ganga eigi lengra í
viðræðum við námsmenn, þá sé
það hér eftir á valdi ráðherra.
Nefndin telur, að æskilegt sé að
ráðherra taki tillit til þeirra
breytingartillagna sem sam-
vinnunefndin varð sammála um
að gerðar yrðu á frumvarps-
drögunum." í lok bréfsins segin
„Nefndin telur nú framlengdu
hlutverki hennar lokið og er
framvinda málsins hér eftir í
höndum ráðherra.“ Undir þetta
bréf rita allir nefndarmennirnir án
fyrirvara.
Gerðar vora tillögur tii breytinga
á drögunum og vora þær að sjálf-
sögðu samdar og samþykktar af
öllum fulltrúum stjómarflokkanna.
Nefndarstarfmu var þar með lokið.
Viðræður á vegiim
ráðherra
í framhaldi af þessu bréfí nefnd-
arinnar til ráðherra fól mennta-
málaráðherra okkur Finni Ingólfs-
syni að halda áfram viðræðum við
námsmenn á sínum vegum og reyna
til þrautar að ná samkomulagi. Var
það reynt og haldnir nokkrir fundir
um efnið auk þess sem Steingrímur
Ari Arason var mönnum innan
handar um útreikninga.
í bréfí fulitrúa námsmannahreyf-
ingarinnar, sem þeir skrifuðu 18.
des., komu fram ýmsar hugmyndir
og var skýrt tekið fram, að skoða
bæri þær hugmyndir um leiðir til
samkomulags í heilu lagi. Á fundi
með forráðamönnum námsmanna
þennan dag kom í ljós að forráða-
menn námsmannahreyfíngarinnar
höfðu sín í milli rætt um aðrar leið-
ir, sem ekki era nefndar í þessu
bréfí án þess að samkomulag yrði
milli þeirra, og er þar sérstaklega
átt við þá hugmynd að makar, sem
ekki stundi nám, fái sjálfstæðan
lánsrétt í sjóðnum til að rýmka lán
til þeirra, sem þyngsta hafa fram-
færsluna gegn hraðari endur-
greiðslum.
Hinn 19. des. ákváðum við Finn-
ur að gera breytingar á fyrirliggj-
andi drögum og senda þær
menntamálaráðherra og forsætis-
ráðherra. Eftir nokkurt þóf var
ákveðið að fara þess á leit við
menntamálaráðherra að hann sendi
forráðamönnum námsmannahreyf-
ingarinnar ný og breytt drög ásamt
bréfí, þar sem skýrt væri tekið
fram að um drög væri að ræða
og þess óskað, að námsmanna-
samtökin sendu inn tillögur sínar
sem allra fyrst, þannig að þær
gætu fengið tilhlýðilega athugun
áður en fjallað yrði efnislega um
frumvarpið í rikisstjórninni.
Þessi breyttu drög fóra til náms-
manna 29. desember, sem var fyrsti
virki dagur eftir jól. Bréfíð var að
sjálfsögðu lesið fyrir Steingrím
Hermannsson forsætisráðherra áð-
ur en það var sent.
Á blaðamannafundi hinn 29. des-
ember um önnur mál LÍN var
menntamálaráðherra spurður um
framvarpsdrögin. Hann neitaði að
ræða efnisatriðin, en vísaði til áður-
nefnds bréfs og „vildi engu spá um
það, hveijar líkur væra á því, að
samkomulag næðist við náms-
menn.“ Af þessu sést, að viðræðun-
um var ekki endanlega lokið af
hálfu ráðherra og fulltrúa hans.
Jafnframt sagði hann, „að fullt
samkomulag væri um þessi drög
meðal fulltrúa stjómarflokkanna og
væri Finnur Ingólfsson fulltrúi
Framsóknarflokksins fyllilega sátt-
ur við drögin eins og þau væra nú.“
Þessar jrfírlýsingar gátu ekki
komið á óvart í ljósi þess, að Finn-
ur hafði skrifað undir lokaálit
nefndarinnar og tekið þátt í að
breyta framvarpsdrögunum eftir
viðræður við námsmenn. Með yfir-
lýsingu menntamálaráðherra var
engan veginn gefíð í skyn, að drög-
in gætu ekki breytzt enda var beðið
eftir viðbrögðum námsmanna og
ríkisstjómarflokkamir áttu eftir að
fjalla um málið.
Þetta tilefni notar Finnur
Ingólfsson til að semja ný drög að
framvarpi og kynna námsmönnum
og fréttamönnum á fundi hinn 3.
janúar áður en menntamálaráð-
herra og forsætisráðherra höfðu
tækifæri til að kynna sér málið. í
nýju drögunum hverfur Finnur frá
lántökugjaldinu og hugmynd sinni
um þak, sem hafði verið grandvöll-
ur samkomulags fulltrúa stjómar-
flokkanna. Með þessu útspili vora
brostnar forsendur fyrir áfram-
haldandi samstarfí okkar Finns á
vegum menntamálaráðherra og ég
tilkynnti honum að málið hlyti hér
eftir að vera í höndum hans og for-
sætisráðherra, sem upphaflega
tilnefndi Finn af hálfu Framsóknar-
flokksins.
Það skal tekið fram til glöggvun-
ar, að tillögur Finns era nánast þær
sömu og námsmenn lögðu til 18.
desember.
Hvers vegna þetta
frumhlaup?
í stjómarsamstarfí er oft nauð-
synlegt að samræma tillögur —
ekki sízt ef síðar á að semja við
hagsmunaaðila. Samkomulag aðila
með ólíkar skoðanir næst ekki nema
menn leggi sig fram og ýtrastu
kröfur séu lagðar til hliðar. Þetta
var gert í nefndarstarfínu og í við-
ræðunum við námsmenn, sem enn
stóðu yfír, höfðu báðir aðilar slakað
til. í röðum forystumanna náms-
mannahreyfíngarinnar vora skiptar
Annáll LÍN-málsins
28. aprfl Menntamálaráðherra skipar nefnd stjómarflokkanna.
6. október Nefndin skilar sameiginlegu áliti í frumvarpsdrögum.
23. október Nefndin byijar viðræður við námsmenn að beiðni ráð-
herra.
4. desember Nefndin lýkur viðræðum, skilar af sér undirrituðu sam-
komulagi og leggur til breytingar, sem koma til móts
við hugmyndir námsmanna.
6. desember Menntamálaráðherra biður Finn og Friðrik að reyna
enn að ná samkomulagi.
18. desember Námsmenn leggja fram hugmyndir.
19. desember FI og FS breyta enn framv. og óska eftir því að það
verði svo breytt sent námsmönnum.
29. desember Framvarpsdrögin send námsmannasamtökunum og
skýrt tekið fram, að viðræðunum sé ekki slitið.
3. janúar Finnur gerir grein fyrir einkaframvarpi sínu á fundi
SÍNE að viðstöddum fréttamönnum.
sóknarmanna samþykkti ályktun
um lánamálin 20. sept. Þar segir
m.a.: „Því hafnar stjórn SUF al-
farið hugmyndum um að teknir
verði upp vextir og lántökugjald
af námslánum."
Þessi viðhorf vora námsmönnum
kunn og þess vegna hlutu þeir að
eggja Finn. í desemberblaði SÍNE,
Sæmundi, skrifar varaformaður
SÍNE, Högni Eyjólfsson, m.a.: „Af
fyrri reynslu teljum við varasamt
að treysta um of á góðar við-
tökur framsóknarmanna en þó
er aldrei að vita, þeir gætu átt
það til að standa við orð sín.“ Á
jólafundi SÍNE, laugardaginn 27.
desember urðu miklar umræður um
afstöðu Finns og rifjuð upp viðhorf
í ræðum erlendis (Karlsrahe). í
framhaldi af þeim fundi var Finnur
beðinn að koma á fund 3. janúar
og gera grein fyrir máli sínu. „Og
þá slitnaði rófan".
Auðvitað kann það að vera að
menn afli sér stundarvinsælda með-
al hagsmunaaðila með þeim vinnu-
brögðum, sem hér er lýst. En
stjómmálamenn verða að hafa þrek
og þor til að standa við samkomu-
lag sín á milli, ef þeir vilja öðlast
traust í samstarfí.
+
Asakanir um
trúnaðarbrot
Finnur hefur að undanfömu
reynt að veija sig með ýmsu og
m.a. gripið til þess að afsaka sig
með því að ég hafí í september
framið trúnaðarbrot og kynnt tillög-
ur samvinnunefndarinnar á fundi
með námsmönnum í Svíþjóð. Þótt
þessu sé löngu svarað þá sé ég
ástæðu til að rifja þetta upp vegna
þess að forsætisráðherra og Tíminn
hafa étið þetta upp eftir Finni.
Meðan á nefndarstarfínu stóð
átti ég 10 fundi með námsmönnum
á Norðurlöndum, ræddi þar um
stjómmál og lánasjóðsmál vítt og
breitt. Skýrsla menntamálaráð-
herra lá fyrir og nefndaskipunin var
opinber. Á sama tíma átti Finnur
fundi með námsmönnum m.a. í
Bandaríkjunum (t.d. Seattle) og
ræddi þessi mál með sama hætti.
Hafí ég framið trúnaðarbrot að
mati Finns liggur beint við að segja
það sama um hann. Það sem skipt-
ir hins vegar mestu máli er, að
Finnur samþykkti drögin eftir þessa
atburði alla án fyrirvara. Þetta
síðasta hálmstrá er því einnig geng-
ið honum úr greipum.
Höfundur er varaformaður Sjálf-
stæðisflokks og einn af þingmönn-
um flokksins fyrir Reykja víkur-
kjördæmi
Helztu efnisatriði
LÍN-málsins
1. Helztu breytingarnar, sem samvinnunefndin lagði til 6. október
vora eftirfarandi:
a) Námsaðstoðin verður þrenns konar: Almenn lán (40 ár án
vaxta), viðbótarlán (15 ár, bankavextir), námsstyrkir. Þak á
almenn lán miðaðist við 1.050 þús. kr. á lánskjaravísitölunni
1337.
b) Lántökugjald og innheimtugjald tekið upp.
c) Önnur aðallega tæknileg atriði.
Undir þetta rita nefndarmenn án fyrirvara.
2. Eftir viðræður við námsmenn lagði nefndin til eftirfarandi breyt-
ingartillögur (4. desember):
a) Þakið er hækkað í 1.550 þús. krónur skv. lánskjaravísitölu
1509. Endurgreiðsluhlutfall námsláns af tekjum iánþega hækk-
ar eftir því sem lánsfjárhæðin verður hærri (3,75%-4,5%).
b) Óskir um breytingartillögur á reiknuðum framfærslukostnaði
verði bornar undir þriggja manna nefnd áður en þær taka gildi.
Undir þetta rita nefndarmenn án fyrirvara og telja nefndarstarfínu
Iokið.
3. 19. desember gera FS og FI breytingar 'frv.drögunum eftir að
námsmenn skila inn nýjum hugmyndum 18. desember. Þar er gert
ráð fyrir því að maki námsmanns geti fengið sjálfstæðan lántöku-
rétt fyrír þeim hluta, sem námsmaður fengi ellegar vegna makans.
Þetta rýmkar lánsmöguleika þeirra sem mest þurfa til framfærslu
og fara þvi fyrr upp úr þakinu en aðrir. Framvarpið svo breytt er
sent námsmönnum 29. desember með bréfí ráðherra, þar sem beðið
er um viðbrögð.
4. 3. janúar opinberar Finnur Ingólfsson nýtt frumvarp sitt sem í
raun era að mestu tillögur námsmanna frá 18. desember. Þar á
meðal fellur FI frá lántökugjaldi og innheimtugjaldi og hverfur frá
hugmyndinni um þakið sem hann átti sjálfur. Sú hugmynd kom fram
til að koma í veg fyrir lágmarksvexti á öll námslán, en það var
upphafleg tillaga sjálfstæðismanna. Aðrir nefndarmenn í samvinnu-
nefndinni hafa ætíð talið, að styrkjahugmyndin og fleiri atriði í
drögunum séu byggð á þeirri forsendu, að þak verði sett á almenn
námslán.
Friðrik Sophusson
skoðanir, en þeir komu fram gagn-
vart okkur sem ein sameinuð heild.
Menn spyija því: Hvemig stendur
á þessari sérkennilegu framkomu
Finns Ingólfssonar?
Sjálfur hefur hann nefnt tvær
ástæður. Önnur er það sem hann
kallar „trúnaðarbrot" mitt í sept-
ember og mun ég víkja að því síðar.
Hin er yfírlýsing ráðherra á blaða-
mannafíindi 29. desember og er
alveg út í hött eins og fyrr hefur
verið sýnt fram á.
Það kann hins vegar að varpa
ljósi á gönuskeið Finns, að hann
hafði gefíð sverar yfírlýsingar í
bréfí og á fundum með námsmönn-
um erlendis. í bréfí, sem Finnur
sendi námsmönnum erlendis fyrir
síðustu sveitarstjómarkosningar
skömmu eftir að hann var skipaður
í samstarfsnefndina, segir hann í
lokin:
„Nú horfa námsmenn til Fram-
sóknarflokksins sem þess afls
sem stöðvað geti hugmyndir
menntamálaráðherra um breyt-
ingar hans á lögum Lánasjóðs
islenzkra námsmanna. Styrkur
Framsóknarflokksins í þessum efn-
um svo og öðram mun um margt
ráðast af úrslitum sveitarstjómar-
kosninganna. Framsóknarmenn
munu meta sinn pólitíska styrkleika
í þessu í ljósi kosningaúrslitanna.
Námsmenn leita nú til framsóknar-
manna eftir styrk — Framsóknar-
flokkurinn leitar nú til námsmanna
eftir stuðningi. Sterkur Framsókn-
arflokkur í sveitarstjómarkosning-
um og í næstu alþingiskosningum
er styrkleiki námsmannahreyfíng-
arinnar."
Þessi sjónarmið hafði Finnur
uppi á fundum erlendis með náms-
mönnum.
Stjórn Sambands ungra fram-