Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 14. JANÚAR 1987
17
Safnaðartónleikar
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Tónlistarfélag Kristskirkju hélt
sína fýrstu tónleika á árinu og komu
þar fram Kolbeir.n Bjamason
flautuleikari, Dagný Björgvinsdótt-
ir píanóleikari og Guðni Franzson
klarinettleikari og fluttu tónverk
eftir C.P.E. Bach, Hindemith,
Schumann, Schostakovits, Donald
Martino og Kazuo Fukushima. Á
fyrri hluta tónleikanna voru gripluð
saman nútímaverk og eldri tónverk
en seinni hlutinn var tónlist eftir
„lifandi" nútímatónskáld. Það sem
er einkennilegt í leik Kolbeins
Bjamasonar, er hversu sannfær-
andi og tilfinningarík túlkun hans
er í flutningi nútimatónlistar, þar
sem hins vegar að í eldri tónlist
virðist hann ekki getað tjáð sig með
sömu tilfinningalegu einlægninni.
Þama hattar sérkennilega fyrir og
var það einkar ljóst á þessum tón-
leikum. Sónatan eftir C.P.E. Bach
og Rómönsumar tvær eftir Schum-
ann vom ákaflega dauflegar í
flutningi Koibeins og einnig Hin-
demith, sem að nokkm stendur á
skakk við „modemismann" vegna
þess að hann tileinkar sér hefð-
bundin viðhorf gagnvart stefrænni
framvindu, er hann taldi að hljóti
að vera mikilvæg fyrir heyranlegt
form tónverksins. í völsunum eftir
Schostakovits vantaði allt á er heit-
ir túlkun, en valsamir em grínverk,
eins konar háðsglósur til sósíalreal-
istanna, sem í flutningi Kolbeins
og Guðna Franzsonar vom því mið-
ur rúnir gamanseminni.
í tveimur síðustu verkunum eftir
Donald Martino og Kazuo Fukus-
hima var Kolbeinn heima og flutti
verkin af innlifaðri sannfæringu. í
verki Martino (1930) em stef-
hugmyndimar oft á tíðum tónalar.
Samt em tónhugmyndimar ekki
þann veg uppsettar að þær geri
form verksins ljóst, þannig að form-
ið er „layout" sem tónskáldið býr
til fyrir sig og flytjandann en hlust-
andinn á erfiðara, ef til þess er þá
ætlast, að skynja formræna fram-
vindu verksins á þann hátt. Hjá
Fukushima (1931) var tónmálið
harla lítið austrænt en nákvæmt
eftir þeim kokkabókum sem kennd-
ar hafa verið við „Post-Webem-
isma“, er síðar leiddi til þess sem
gengur undir nafninu „Minimal-
ism“, sem þýða mætti sem „agnar-
isrna". Þijú smábrot eftir
Fukushima em harla mösulbeina
og lítil saðning þeim er vanist hafa
miklu málskrúði og þykkofnum
hljómum, og hvort sem það segir
nokkuð til um gildi tónverksins eða
ekki, var ljóst að Kolbeinn flutti
tónagnir verksins mjög vel og af
mikilli innlifun. Undirleikari var
Dagný Björgvinsdóttir, sem leikur
mjög músíkalskt en helst gafst
henni til þess tækifæri í verkunum
eftir Bach, Hindemith og Schum-
ann.
FRÖIMSKUNÁMSKEIÐ
ALLIANCE FRANCAISE
— 13 vikna vornámskeið hefst mánudaginn 26. janúar.
— Kennt verður á öllum stigum ásamt bókmenntaklúbbi,
barnaflokki og unglingaflokki.
Innritun fer fram í bókasafni Alliance Francaise, Laufásvegi 12, alla
virka daga frá kl. 14 til 19, og hefst fimmtudaginn 15. janúar.
Allar nánari upplýsingar fást í síma 23870 á sama tíma.
Veittur er 10% staðgreiðsluafsláttur og 15% staðgreiðsluafsláttur
fyrir námsmenn.
ATH. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA (Eurocard og Visa)
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Sigmundur O. Steinarsson rit-
stjóri á Reykjanesinu við störf á
ritstjórn blaðsins.
Keflavík:
Nýr ritstjóri
Reykjanesins
Keflavík.
SIGMUNDUR O. Steinarsson
sem undanfarin ár hefur verið
íþróttafréttaritari á DV tók við
ritstjórn vikublaðsins Reykjaness
nú um áramótin. Reykjanesið
kemur út vikulega, því er dreift
ókeypis og útgáfan fjármögnuð
með auglýsingum. Sigmundur er
kunnur íþróttafréttaritari og
hefur unnið við blaðamennsku
undanfarin 15 ár.
í samtali við Morgunblaðið sagð-
ist hann myndi ritstýra biaðinu
næstu sex mánuði, en tíminn yrði
að leiða í ljós hvert áframhald yrði.
„Það er spennandi að vera með eig-
ið blað í höndunum og viðbrögð við
fyrsta blaðinu lofa góðu. Stefnan
er að vera með eitthvað nýtt fyrir
lesendur í hveiju blaði.“
Auk þess að ritstýra og skrifa í
blaðið, er það útlitsteiknað af Sig-
mundi og hann sagði að ljósmynda-
vélin væri á leiðinni. „Það er
ákafiega f|ölbreytt starf að vinna
við smærri blöðin og veitir mikla
alhliða reynslu í blaðamennskunni,"
sagði Sigmundur ennfremur. Við
ritstjómina si/arfa 5 manns.
- BB
Við minnwn fastagesti fiíjómsváUainnar
á forkaupsrétl ásknfama að sctíxanfyrm misseris.
SinfóníufiCjómsveit ísíands þakkar öttum áfieyrendum sinum
ánaxfjufega samveru á dðnu misserí.
Brátt fiefst síðara. misserí starfsársins.
Af því tttefni vttjum við 6enda núverandi áskrífendum áforkaupsréttþann
sem þeir fiafa að scetum sírtum.
Gttcttr sá réttur ttt og með 23. jonúor.
TRTGGÐU ÞÉR SÆTI í TÆKA TÍÐ
AFGREIÐSLAN í GIMLI ER OPIN ALLA VIRKA DAGA KL. 13-17.
GráðsCukortaþjónusta.
S. 622255.
j
/