Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.01.1987, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1987 ■t L 4_______________________ Synetustrandið: Lík Græn- höfðaeying- anna enn hér LÍK skipverjanna frá Græn- höfðaeyjum, sem fórust með skipinu Syneta við Skrúð á jóla- dag, eru enn hér á landi, og hafa engin fyrirmæli borist frá útgerð skipsins hvað eigi að gera við þau. Líkkistuvinnustofa Eyvindar Ámasonar var beðin um að kistu- leggja lík þeirra 7 skipverja sem fimdust af Syneta, eftir að þau höfðu verið krufin. Fjögur líkanna voru af breskum sjómönnum og hafa þau verið send til Bretlands og verða jarðsett þar í vikunni. Þijú líkanna voru af sjómönnum frá Grænhöfðaeyjum. Að sögn Davíðs Ósvaldssonar útfararstjóra hafa engin fyrirmæli borist frá út- gerðinni varðandi þau lík, og hafði honum skilist að erfíðlega gengi að hafa uppi á ættingjum mannanna. Davíð sagði að ef ekkert gerðist frekar í þeim málum innan viku myndu líkin sennilega verða jarð- sett hér á landi á kostnað útgerðar Syneta. Morgunblaðið/Júllus Ekið var á konu um áttrætt á Hringbraut í gær og var hún flutt á slysadeild. Ekiðákonu EKIÐ var á konu um áttrætt á Hringbrautina við enda Smára- Hringbraut skömmu fyrir kl. götu. Þar eru gönguljós á braut- 18 í gær. Konan mun vera nokk- inni, en að sögn sjónarvotta gekk uð slösuð, en ekki lífshættu- konan á móti rauðu Ijósi. Ökumað- lega. ur bíls sem ók vestur Hringbraut- Slysið varð með þeim hætti að ina sá konuna ekki fyrr en um konan, sem var að koma frá seinan. Hún fékk höfuðhögg og Umferðarmiðstöðinni, gekk yfír meiddist á öxl. VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT 6 hádegi í gær: 500 kílómetra austsuðaustur af Dalatanga er heldur minnkandi 1039 millibara hæð, en 978 millibara lægð við noröausturströnd Grænlands þokast austur. Skammt norðaust- ur af Nýfundnalandi er hægfara víðáttumikil 963 millibara lægð. Hiti verður á bilinu 0 til 5 stig. SPÁ: I dag má búast við sunnan- og suðvestanátt víðast hvar á iandinu. Gola eða kaldi um allt land. Skýjað og smá skúrir eða slydduél við suður- og vesturströndina en þurrt og bjart í öðrum landshlutum. Hiti verður á bilinu 0 til 5 stig. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FIMMTUDAGUR og FÖSTUDAGUR: Áframhald verður á sunnan- áttinni meö 3ja til 7 stiga hita víðast hvar. Skúrir á suður- og vesturlandi, en þurrt og sumstaðar lóttskýjað norðaustanlands. TÁKN: Heiðskírt •á Léttskýjað A Hálfskýjað A m Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning / r r * / * / * / * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma * * * ■J0° Hitastig: 10 gráður á Celsius Skúrir — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld CO Mistur —[- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gœr að ísl. tíma HHI veður Akureyri 4 skýjað Reykjavfk 4 skýjaö Bergen —8 skýjaó Helsinki -22 skafrenn. Jan Mayen 2 skýjaft Kaupmannah. -11 skafrenn. Narssarssuaq 1 skafrenn. Nuuk -4 skýjaö 0816 -13 léttakýjaö Stokkhólmur -18 léttskýjað Þórshöfn 1 skýjað Algarve 16 skúr Amsterdam -7 komsnjór Aþena 16 skýjað Barcolona 12 léttskýjað Berifn -18 mlstur Chicago -4 léttskýjað Glasgow -4 snjóél Fenoyjar -6 snjókoma Frankfurt -11 þokumóða Hamborg -10 snjókoma Las Palmas 21 skýjað London -4 skýjað LosAngeles 11 skýjað Lúxemborg -11 léttskýjað Madrfd 8 skýjað Malaga vantar Mallorca 16 alskýjað Miaml 8 léttskýjað Montreal -2 alskýjað NewYork 3 skýjað Parfs -9 skýjað Róm 14 rignlng Vln -18 þokumóða Washington 3 léttskýjað Wlnnlpeg -3 alskýjað Ríkisútvarpið-Sjónvarp: Framkvæmdir stöðvast í ár við nýja útvarpshúsið Líkur á að svæðisútvarp Reykjavíkur verði lagt niður HÆTT verður framkvæmdum við nýja útvarpshúsið við Efsta- leiti í ár vegna fjármagnsleysis stofnunarinnar. Um 18 mánaða vinna er eftir svo að húsið geti talist fullgert, að sögn Markúsar Arnars Antonssonar, útvarps- stjóra. Hljóðvarpsdeildin, sem nú er til húsa að Skúlagötu 4, flytur væntan- lega um miðjan næsta mánuð í nýja húsið. Starfsemi sjónvarpsins verður áfram að Laugavegi 176 þar til lokið hefur verið við vistarverur þess í hinu nýja útvarpshúsi. Búist er við að framkvæmdir við húsið geti hafíst að nýju snemma á næsta ári og því ólíklegt að sjón- varpið geti flutt fyrr en þá að 18 mánuðum liðnum, eða um mitt ár 1989. Markús Öm Antonsson, útvarps- stjóri, sagði í samtali við Morgun- blaðið að stefnt væri að umtals- verðri breytingu á dagskrárupp- byggingu beggja rása hljóðvarps og að hún muni koma til fram- kvæmda um það leyti er flutt verður í nýja húsið. „Framtíð svæðisút- varps Reykjavíkur og nágrennis er mjög svo óráðin og þykir ekki ástæða til að vera með þessa klukk- utíma dagskrá öllu lengur. Hinsveg- ar þykir dagskrá svæðisútvarpsins á Akureyri eiga meira erindi við íbúa á því svæði. Tillögur um framtíð svæðisútvarpsins verða væntanlega lagðar fram með tillög- um, sem dagskrárstjóm RUV gerir til Útvarpsráðs á næstunni," sagði Markús Öm. Svipuð sala hjá HHÍ „SALA á happdrættismiðum er ekki minni en í fyrra, sagði Jó- hannes L.L. Helgason fram- kvæmdasijóri Happdrættis Háskóla Islands í samtali við Morgunblaðið. Einhver samdráttur varð á sölu miða hjá Happdrætti SÍBS og er samkeppni frá hinu nýja Lottói fyrst og fremst kennt um. „Þegar tveir dagar em eftir af sölunni hjá okkur er útkoman svipuð og í fyrra. Það er ekki hægt segja endanlega til um útkomuna fyrr en búið er að draga en ég er ekki svartsýnn", sagði Jóhannes. Dregið verður í Happdrætti HI á morgun og er hæsti vinningur ein milljón króna. Hægt er að vinna mest níu milljónir ef sami maður á fjórar raðir og trompmiða. Morgunblaðið/Þorkell Hlýindi áfram Á MEÐAN miklar frosthörkur hafa ráðið ríkjum á meginlandi Evrópu hefur veðurfar hér á landi verið óvenju milt, og er útlit fyrir að veður haldist svo allt fram á næstu helgi. Að sögn Markúsar A. Einars- sonar á Veðurstofunni stafa kuldamir á meginlandinu af mik- illi hæð yfír Skandinavíu, og í gær þurfti að leita allt suður til Spán- ar til að finna hitastig yfir frost- marki. Mild suðlæg átt hefur verið ríkjandi á hér á landi. Markús sagði að veðurblíðan hér undan- fama daga væri ekkert einsdæmi þó miðað væri við árstíma. Sagðist Markús ekki sjá fram á breytingar í veðri í Evrópu. Hæðin yfír Skandinavíu væri mik- il og sterk og því væri ekki mikilla breytinga þar að vænta. Jóhann enn efst- ur eftir jafntefli JÓHANN Hjartarson gerði jafntefli við norska stórmeistarann Sim- en Agdestein í 5. umferð svæðamótsins í Gausdal í gær, og er enn einn efstur á mótinu með 4 vinninga. Jón L. Árnason vann Kristian- sen frá Noregfi, Guðmundur Sigurjónsson gerði jafntefli við finnska stórmeistarann Rantanen en Sævar Bjarnason tapaði fyrir Ostenstad frá Noregi. í samtali við Morgunblaðið sagði Jóhann að Agdestein hefði sloppið með skrekkinn í skákinni í gær. Jóhann fékk snemma mun betra tafl en missti skákina niður í jafn- tefli í lokin. Jóhann er efstur á mótinu, eins og áður sagði, með 4 vinninga, en í 2. til 5. sæti koma Agdestein, Karlson, Emst og Morthensen, allir með 3,5 vinninga. Guðmundur og Jón eru með 2,5 vinninga en Sævar er rneð 1 vinning. í 6. umferðinni í dag .teflir Jó- hann við Karlson, Jón við Östenstad og Guðmundur við Hellers.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.